Þjóðviljinn - 24.10.1972, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 24.10.1972, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 24 október 1972. Mj ól k u rd agu ri n n 1972 Skyrið mun gera yður heilbrigða Nefnd, sem sett var á laggirnar að tilhlutan Mjólkurtæknifélags fs- lands, í þeim tilgangi að vekja athygli landsmanna á hollustu mjólkur og m jólkuraf urða, boðaði fréttamenn á sinn fund í gær til að kynna starfsemi sína. Hlutverk nefndar- innar, sem hóf starf s.l. vetur, varað undirbúa svo- nefndan Mjólkurdag sem gerður yrði að sérstökum kynningardegi fyrir mjólk og mjólkurafurðir, svo sem tíðkast meðal alþjóðlegra samtaka mjólkuriðn- aðarins. Hefur nefndin valið daginn í dag, 24. októ- ber; í þessu skyni, og að- spurðirsögðu nefndarmenn að tilviljun ráði því að dagur Sameinuðu þjóðanna varð fyrir valinu. 1 nefndinni, sem að þessari kynningu stendur, eiga sæti full- trúar fra eftirtöldum aðilum: Mjólkurtæknifélagi tslands, Framleiðsluráði landbúnaðarins, Osta- og smjörsölunni s.f., Mjólkursamsölunni i Reykjavik og Upplýsingaþjónustu landbún- aðarins. Ingi Tryggvason, blaðafulltrúi Stéttasambands bænda, skýrði fréttamönnum fyrst frá starfi nefndarinnar og hvernig hún hygðist haga kynningarstarfi sinu. Hefur nefndin ákveðið að beita sér aðall. að tveim verkefnum, 1) gerð kvikmyndar um fram- leiðslu, vinnslu og dreifingu mjólkur og mjólkurvara, og 2) kynningu á hinum forna þjóðar- rétti okkar, skyrinu. Er að mestu lokið við gerð 30 min. kvikmyndar, og gefinn hefur verið út bæklingur um gerð skyrs, efnainnihald þess og notkun. Þá hefur verið ákveðið að efna til verðlaunasamkeppni um uppskriftir að skyrréttum eða notkun skyrs i matargerð. Sögðu nefndarmenn að fyrir 5 beztu uppskriftirnar yrðu veitt verð- laun. Fyrstu verðlaun væri ferð til Kanarieyja, að verðmæti 60 þúsund kr. — Verður skyrbækl- ingnum dreift á mjólkursölu- stöðum og fylgir honum eyðublað til útfyllingar vegna keppninnar. Til gamans má geta þess, að skyrgerð er ævaforn á Islandi, en verulegar breytingar hafa auð- vitað orðið á framleiðsluháttum og aðferðum við skyrgerðina. T.d. eru nú notaðir hitamælar til að fylgjast með hitastigi mjólk- urinnar þegar verið er að hleypa hana, en áður þjónaði litliputti eða olnboginn þessu hlutverki. t dag kemur á markaðinn blá- berjaskyr í tilefni dagsins. Þá mun Baldur Johnsen forstöðu- maður Heilbrigðiseftirlitsins flytja erindi um skyr og skyrgerð i rikisutvarpinu i kvöld. Það kom fram á fundinum, að mjólkurvörur þær. sem fram- leiddar eru hjá mjólkursamsölum hér, eru liðlega 60 talsins. f ljósi þess að tslendingar munu eiga heimsmet i neyzlu mjólkur, (hver maður drekkur um 270 litra ísbrjótar í tilefni af flutningsbanni Breta: á Sunda- Yöruskiptin við þá óhagstæð um 550 milj það sem af er árinu höfn Isbrjótarnir þrir sem festu sig i fs i Norður-tshafinu fyrir nokkrum dögum komu allir inn á Sundahöfn um hálf tvö- leytið i gær. Tveir isbrjótanna lentu i árekstri i isnum og löskuðust nokkuð. Skemmdir á skipunum verða kannaðar hér, en ennþá hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort viðgerð á þeim fer fram hér- lendis, eða hvort þeir haldi til sins heima án viðgeröar. Að sögn yfirlóðsins i Sunda- höfn eru isbrjótarnir allir bandarískir. (Ljósm. AK). 77,500 króna vinningar Alls seldust 35.500 veðmiðar vegna ensku deildarkeppninnar hérlendis siðustu viku. 4 miðar voru með 10 réttum og varð vinningur á hvern 77.500 krónur. 56 seðlar voru hins vegar með 9 rétta og fást á hvern þeirra 2300 krónur. Þar sem Bretar hafa nú sett afgreiðslubann á vörur til og frá Bretlandi, er ekki úrvegi að rifja upp hvernig viðskiptum okkar við Breta er háttað. Ur skýrsu frá Félagi isl. stór- kaupmanna i septemberhefti Hagtiðinda má finna eftirfarandi upplýsingar: Helztu vörur frá Bretlandi: Vélar, verkfæri, bifreiðar, jarð- oliuafurðir, fatnaður, lyfja- og læknavörur, plastefni, sykur og hunang, te og fjöldi annarra vara. Til Bretlands: Fiskur- og fiskaf- urðir, landbúnaðarvörur og ál og kisilgúr. Næststærsti liður útflutnings til Bretlands er útflutningur á ál og álmálmi fyrir 531 miljón króna það sem af er þessu ári, en mest er flutt út þangað af sjávarfangi, eða fyrir 859,7 miljónir, en sam- tals gera þessir liðir, það sem af er árinu, 1391 miljón af 1456 mil- I jóna heildarútflutningi til Bret- i lands. A sama tima flytjum við inn vörur fyrir 2005 miljónir en það þýðir að vöruskiptajöfnuður er óhagstæður um 550 miljónir það sem af er árinu. Þar sem aðallega er um aö ræða innflutning hingað frá Bret- landi á unnum iðnaðarvörum, og óhagstæð vöruskipti fyrir okkur i ofanálag, en Bretar kaupa hins vegar héðan matvöru og hráefni til iðnaðar, hlýtur afgreiðslubann að koma þeim verr en okkur og þægilegar hlýtur að vera fyrir okkur að vera án Ford Cortinu og Melrósartes en fyrir þá án fisks. — úþ Athugasemd Af marggefnu tilefni vil ég taka fram, að ég gegni ekki embætti fréttastjóra á Þjóðviljanum og hef aldrei gert forml'ega. Frétta- stjórn sem og önnur ritstjórn er á ábyrgð ritstjóra blaðsins. Sigurjón Jóhannsson. að meðaltali á ári) þá munu e.t.v. einhverjir hugsa sem svo að sér- stakt átak sé ónauðsynlegt til að auka þessa neyzlu. En verði þetta átak til þess að menn t.d. taki að drekka mysu i stað hins ofboðs- lega kókþambs og skyrsýru i stað brennivins, þá er vissulega ástæða til að lofa þetta framtak. A fundinum spunnust umræður um ýmsar mjólkurafurðir, þ.á.m. hið svonefnda youghurt. Urðu fréttamenn og nefndarmenn ásáttir um að meðan ekki fyndist islenzkulegra orð yfir þessa af- urð, þá bæri að nota ritháttinn jóghurt. gg — Eftir þing Alþýðuflokksins: Nýr flokkur ekki á næsta leiti- fremur kosninga bandalag 34. þing Aiþýðuflokksins var haldið um helgina og var þar samþykkt að leyfa fjölmiðium að fylgjast með gangi mála á þinginu. Akveðið var fyrirfram að ræða einkum þrjá málaflokka á þessu þingi: sameiningar- málið, utanríkismál og stjórn- málaviðhorfið. Mjög miklar umræður urðu um samein- ingarmálið og voru flestir á þvi að halda viðræðum áfram, en fáir þvi fylgjandi að leggja Alþýðuflokkinn niður fyrr en sýnt þætti aðsameining myndi takast að fullu. Má þvi einna heizt búast við að i næstu kosningum verði um kosn- ingabandalag að ræða milli Alþýðuflokksins og SFV, 'og yrði sennilega boðið fram undir nafninu Jafnaðar- mannaflokkur tslands. Þegar það lægi fyrir hvernig slikum samtökum vegnaði i kosningum væri hægt að hugsa sér að leggja flokkinn niður. Jón Þorsteinsson og fleiri komu fram með tillögu i sa meiningar m á linu, þar sem kveðið var á um ákveðinn frest I viðræðum.^og að til sliks bandalags yrði ekki stofnað af hálfu Alþýðuflokksins nema með samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða á fundi flokksstjórnar, enda hafi áður verið leitað álits Alþýðu- flokksfélaganna um land allt.” Þessi hluti tillögu Jóns og fylgismanna var skeyttur inn i hina almennu ályktun um sameiningarmálið. Kosin var sjö manna nefnd til að halda áfram viðræðum viðSFV og þrir til vara. Þessir eiga sæti i nefndinni: Gýlfi Þ. Gislason, Benedikt Gröndal, Björgvin Guðmunds- son, Kjartan Jóhannsson, Orlygur Geirsson, Eggert Þorsteinsson og Bragi Sigur- jónsson, Varamenn eru þeir Reynir Guðsteinsson, Cesil Haralds- son og Skúli Þórðarson. Sex aðrir fengu atkvæði i þessum kosningum, en talsvert færri en aðalmenn. Formaður flokksins var endurkjörinn Gylfi Þ. Gisla- son með 95 atkvæðum, en auðir seðlar voru 33. Varafor- maður var kjörinn Benedikt Gröndal með 100 atkvæðum, auðir seðlar 26 og ritari Eggert G. Þorsteinsson með 101 atkvæði, auðir seðlar 24. Þá var kosin flokksstjórn og eiga i henni sæti þrir ofan- nefndir, auk 50 manna, sem kjördæmin velja sjálf, og 20 sem kosnir eru án tillits til bú- setu. Almennt má segja að yngri mönnum hafi fjölgað i flokksstjórninni. Þá urðu talsvert miklar um- ræður um utanrikismál. Til- lagan sem lá fyrir fundinum i upphafi var allmikið endur- skoðuð i nefnd og kom tillagan þaðan róttækari og skýrari, en ungu mennirnir sóttu mjög ákveðið að fá fram ákveðnari fordæmingu á framferði Bandarikjamanna i Indó-Kina og þátt Nato i að viöhalda ólýðræðislegu stjórnarfari I Evrópu. Þá komu ungu menn- irnir inn I tillöguna yfirlýsingu þess efnis að Alþýðuflokkur- inn styddi að íslendingar viðurkenndu Austur-Þýzka- land sem sjálfstætt riki. Þá ber að geta þess að Alþýðuflokkurinn boðar milli- leið i spursmálinu um herinn og Nato og segir m.a. svo i ályktun um öryggismál Is- lands: „Rannsaka verður, hvort íslendingar geti með fjár- hagslegri þátttöku bandalags- ins komið upp sveit fullkom- inna en óvopnaðra eftirlits- flugvéla, svo og nauðsynleg- um björgunarflugvélum, og tekið við þessum þýðingar- mesta hluta af verkefni varnarliðsins og stjórn varnarsvæðanna. Slik lausn væri skynsamleg miðlun milli þeirra sjónar- miða, að varnarliðið geti horfið úr landinu án þess að eitthvaö komi i þess stað, og hins, að varnarliðið hljóti að dveljast I landinu um ófyrir- sjáanlega framtið.” Að þvi er margir fundar- menn sögðu þá var þetta þing mun málefnalegra og fjörugra en verið hefur lengi. sj.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.