Þjóðviljinn - 24.10.1972, Side 6

Þjóðviljinn - 24.10.1972, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Priðjudagur 24 október 1872. MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Úlgcfandi: útgáfufélag Þjóðviljans Kramkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitsljórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: lleiinir Ingimarsson Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. li). Simi 17300 <3 linur). Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. FRUMBURÐARREITDNN EÐA BAUNADISKENN Nú berast þær fréttir að vaxandi likur séu á þvi að Bretar sendi herskip á tslandsmið. Þeir halda fast við þá afstöðu, að i landhelgisdeilunni leikum við íslend- ingar hlutverk sjóræningjans, en sjálfir stundi þeir veiðar á íslandsmiðum i nafni réttlætisins og mannkærleikans. Vestur-- Þjóðverjar hafa skipað sér þétt við hlið Breta i þessu striði. Við erum hér á öðru máli sem kunnugt er, og þess vegna hafa flestir haldið, að allir Islendingar fögnuðu siðbúnum til- mælum islenzku rikisstjórnarinnar til hafnarstjóra i bæjum og þorpum um að synja landhelgisbrjótum og verndurum þeirra um alla þjónustu utan sjúkrahjálp. En tveim dögum eftir að þessi tilmæli komu fram hefur einn af fyrrverandi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins upp raust sina i Morgunblaðinu nú á sunnu- daginn og segir: „Mikill áróður er nú gegn þýzkum rann- sóknarskipum, sem aðstoða togarana, ef þau þurfa að leita hér hafnar til að fá oliu og vatn. Ættu menn að fara sér hægt i þessum efnum, þýzki markaðurinn er mikilvægur islenzka fiskiskipaflotanum.” Þetta var tilvitnun i skrif Einars Sigurðssonar útgerðarmanns i Morgun- blaðinu, en Einar sat sem kunnugt er á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir fáum árum og er nú helzti sérfræðingur Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins i sjá varútvegsmálum. Vonandi eru þær skoðanir, sem þarna koma fram, að veita beri flaggskipum veiðiþjófanna fullkomna þjónustu i is- lenzkum höfnum, einangrað fyrirbæri, lika i Sjálfstæðisflokknum. Efasemdir um að svo sé, hljóta þó að gera vart við sig, þegar menn hugleiða viðbrögð borgarstjórnarmeirihluta ihalds- ins við tillögu minnihlutaflokkanna i borgarstjórn Reykjavikur um að stöðva afgreiðslu til brezka og þýzka flotans. Geir Hallgrimsson borgarstjóri og lið hans mátti ekki heyra það nefnt, að Reykjavikurborg, sem á og rekur lang- ÞJÁNINGARBRÆÐUR Hér á undan voru kynnt skrif Morgun- blaðsins varðandi einn þátt landhelgis- deilunnar, en það er fleira i þessari sömu grein, sem varpar ljósi inn i skúmaskot Sjálfstæðisflokksins. Áhyggjurnar eru sem sagt út af fleiru en móðgunum við veiðiþjófa. Frá sliku er lika stutt yfir i það, að finna til með hags- munum svissneska auðhringsins i Straumsvik, og gráta það böl, að landið er ekki að sinni opnað upp á gátt fyrir er- lendu fjármagni. Hér kemur sýnishorn: ,,En ýmislegt er, sem getur dregið úr fjárfestingaráhuga útlendinga hér á landi. Það er m.a. vantraust á islenzku efna- hagslifi og stjórnmálum, þar sem mjög róttækur flokkur hefur 20% af kjörfylginu. Álfélagið var til að mynda svo tortryggið i stærstu höfn landsins, tæki af skarið i þessum efnum, enda þótt einmitt hér hafi þýzka flaggskipið ,,Poseidon” athafnað sig i Reykjavikurhöfn fyrir nokkrum dögum við augljósan fögnuð sérfræðings Sjálfstæðisflokksins i útgerð og skoðana- bræðra hans. Þeir sem lesið hafa Gamla testamenntið kannast ugglaust við mann, sem seldi frumburðarréttinn fyrir baunadisk, og má ætla að áhyggjur Morgunblaðsmannsins yfir lokun islenzkra hafna fyrir land- helgisbrjótum hafi rifjað þá gömlu sögu upp fyrir ófáum lesendum. þessum efnum, að það samdi sérstaklega um skattgreiðslu sina, og hlitir meðferð gerðardóms, að nokkru skipuðum útlend- ingum, ef til ágreinings kemur i vissum málum”. Þannig hljóðuðu skrifin i Morgunblað- inu nú á sunnudaginn. Þjóðviljinn hefur reyndar lengi vitað, að auðhringarnir, sem renna hýru auga til is- lenzkra auðlinda, óttuðust Alþýðubanda- lagið og hina róttæku verkalýðshreyfingu á íslandi, en að þeir væru svona hræddir, það höfum við tæplega fengið staðfest áður frá vinum þeirra við Morgunblaðið. Við vekjum svo athygli á samkvæmn- inni i skrifum Morgunblaðsins — þegar það þykist svo halda þvi fram næsta dag, að iðnþróunarstefna Alþýðubandalagsins sé stolin frá Jóhanni Hafstein. Frá flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins: Einhugur - sigurvissa Flokksráösfundi Alþýðu- bandalagsins lauk i Kópa- vogi á sunnudag. Fundur- inn samþykkti ýmsar ályktanir og birtum við þær i dag og næstu daga. Kjörin var ný miðstjórn fyrir Alþýðubandalagiö til eins árs. Það duldist engum, að einhugurog sigurvissa auð- kenndu þennan fund. Áber- andi var hversu margir fulltrúanna voru ungt fólk og vart.d. meðalaldur full- trúa frá Reykjavík innan við 40 ár. Flokksráðsfundurinn hófst á föstudagskvöld og hefur áður verið skýrt frá framsöguræðum Ragnars Arnalds formanns Alþýðubandalagsins og Lúðviks Jósepssonar, sjávarútvegsráð- herra, er þá voru fluttar. A laugardag var fundi fram haldið klukkan 10 árdegis og flutti þá Ólafur Jónsson framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins fram- söguræðu um flokksstarfið, og fóru siðan fram umræður um þau mál. Eftir hádegi á laugardag flutti Þröstur Ólafsson hagfræðingur erindi um viðhorf i efnahgasmál- um og eru kaflar úr þvi birtir á öðrum stað i blaðinu i dag. Að erindi Þrastar loknu var fundinum skipt upp i 4 umræðu- hópa. Fjallaði einn um efnahags- mál, en þar stjórnaði Þröstur Ólafsson umræðum, annar um skattamál, en þar stjórnaði Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, þriðji um utanrikis- og sjálf- stæðismál, stjórnandi Ólafur R. Einarson menntaskólakennari,og sá fjórði um félags- og menning- armál, undir stjórn öddu Báru Sigfúsdóttur, en framsögumaður hópsins var Hjörleifur Guttorms- son, náttúrufræðingur, Nes- kaupstað. I umræðuhópunum fóru fram miklar og itarlegar umræður um alla þessa málaflokka og voru þar mótuð drög að köflum í stjórn- málaályktun fundarins eða að sérstökum ályktunum. Á sunnudag fóru svo fram al- mennar umræður á sameiginleg- um fundi. Fyrst var rætt um menningar- málaályktun, sem birt verður i biaðinu á morgun. Alsherjarnefnd starfaði á fund- inum og fór hún yfir ýmsár til- lögur, sem upp komu. Framsögu- menn hennar voru Erlingur Viggósson Stykkishólmi og Guð- mundur Hjartarson. Reykjavik. Tillögur sem allsherjarnefnd fjallaði um voru meðal annars um samvinnuhreyfinguna, stofn- un náttúruverndarsjóðs, land- helgisbrot islenzkra fiskiskipa og sitthvað fleira. Voru gerðar Frh. á bls. 15 1) Ungir menn í Neskaupstað fyrir nær 50 árum — Neskaupstaður hcfur nú verið rauður bær f 26 ár. Krá vinstri til liægri: Lúðvik Júscpsson, sjávarútvegsráðherra, Bjarni Þúrðarson, bæjarstjúri, Jú- hannes Stefansson, forstjúri. 2) Sömu menn á flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins 1972. — Frá vinstri: Lúðvfk, Júhannes, Bjarni — ennþá ungir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.