Þjóðviljinn - 29.10.1972, Side 6

Þjóðviljinn - 29.10.1972, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. nktóber 1972. MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS IJtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Kramkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingast jóri: lleimir Ingimarsson Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverð kr. 223.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. EKKI BARA EITT VÍETNAM Mörgum er tamt að telja aukið vald risaveldanna og bandalaga stórvelda eðli- legt auðkenni á framvindu mannkynssög- unnar nú á siðari hluta 20. aldar. Samkvæmt þessari kenningu eru það tæknin, vigvélarnar og auðmagnið, sem öllu máli skipta i átökunum um skiptingu gæða jarðarinnar, um rétt og vald. í heimsmynd þeirra sem slikt boða er ekki mikið rúm fyrir smáar þjóðir, eða fá- tækt fólk, sem ris gegn ofurvaldi með óbil- andi mætti mannlegra samtaka i nafni réttarins til að lifa á jörð feðra sinna. Vist eru dæmin mörg, bæði á okkar dög- um og frá fyrri timum, um það, að réttur- inn hafi orðið að lúta valdi auðs og vopna. Samt verður engri þjóð i hel komið, ef hún á málstað að verja, sem er henni dýrmæt- ari en allt annað Það hyllir undir samninga um frið i Vietnam. Svo virðist, sem stjórnendum Bandarikjanna sé loks að skiljast, að hetjuþjóð Vietnam verði ekki sigruð með vopnum. Samt hefur tæknivæddasta og auðugasta stórveldi jarðar sett i það metnað sinn nú i áraraðir að sprengja þessa bændaþjóð aftur til steinaldar og látið rigna yfir land hennar eldi og eitri i þvi mæli að við ekkert verður jafnað. Standi Bandarikjamenn við þá skil- mála, sem kunngerðir hafa verið og i flestu eru i samræmi við margendurtekn- ar friðartillögur Vietnama, þá hafa Viet- namar sigrað i þessu striði. Bandarikjamenn verða að hverfa á brott með innrásarlið sitt allt og láta af eyðingarhernaði úr lofti, en þjóðfrlesis- fylkingin i Suður-Vietnam, sem allan tim- ann hefur ráðið meirihluta landssvæða, mun taka þátt i þjóðráði með fleiri aðilum, þar til kosningar hafa farið fram undir al- þjóðlegu eftirliti. Bandaríkjamenn hverfa frá vigvöllum Vietnam með smán gereyðingarinnar brennimerkta á bak og brjóst, en samt hlaut smán þeirra að vaxa við frekari framlengingu striðsins. Þess vegna hafa þeir gengið til samninga. í þessari styrjöld áttust við annars veg- ar hermenn búnir háþróuðustu vigvéla- tækni nútimans, en hins vegar bændafólk, sem lengst af varð að berjast fyrst og fremst með þeim vopnum, sem náðust af innrásarhernum og leppum hans. Hér skoraði mesta auðveldi heimsins eina fátækustu þjóðjarðar á hólm, en hún sigraði. Ójafn er leikur, þar sem flugmenn Bandarikjastjórnar svifa nær óhultir i há- loftunum, en sprengjuregn þeirra hrynur yfir varnarlaust fólk við störf i skóla eða á akri, en jarðargróður sviðinn eitri. Ýmsum þegnum svokallaðra velferðar- þjóðfélaga finnst sæmandi að láta sér ekki koma við neyð meirihluta mannkyns eða friða samvizku sina með ölmusugjöfum. Þeir gátu ekki gert upp við sig hvorum styrjaldaraðilanum þeir fylgduaðmálum i Vietnam, sögðust bara elska friðinn. En sigur Vietnam verður sigur sérhvers manns, sem metur nokkurs trúna á mögu- leika skýlauss réttar til að sigra ófreskju auðs og valdniðslu i tæknivæddum heimi. Með baráttu sinni og sigri hafa Vietnamar tendrað eldstólpa, sem gefa mun kúguðum þjóðum og stéttum um all- an heim nýja von, nýja trú. Tveir þriðju hlutar mannkyns búa við skort i dag, hlekkjaðir i arðránsvef alþjóðlegs auð- magns, sem nýtur skjóls af vopnavaldi Bandarikjanna og fylgirikja þeirra. Það er i þessu samhengi sem ber að skilja orð byltingarforingjans Che Gue- vara um það, að heimurinn þurfi ekki bara eitt Vietnam heldur mörg. Við þurfum fleiri dæmi um það að rétt- urinn sigri valdið, fleiri brotna hlekki i heimsvaldakerfi auðmagns og stórvelda- stefnu, fleiri smáþjóðir, sem bjóða risa- veldunum byrginn, fleiri einstaklinga, sem eru reiðubúnir að leggja nokkuð i söl- urnar til að breyta okkar riku jörð i heim án hungurs. Þeir þjóðfrelsishermenn, sem nú hvila i moldu i dýrri jörð Vietnam,hafa fallið en sigrað. Kríu- frúuerki kemur út 22. nóvember 22. nóvember verður gefið út nýtt frimerki, liknarfrimerki að verðgildi 7+1 króna. Merkið er prentað i Finnlandi. en ekki er getið um hönnuð. Og hvað heitir svo kria á hinum ýmsu málum? Danska: Havtærne, enska: Arctic Tern, þýzka: Kíistenseescwalbe, og franska: Sterne Arctique. Dagur frimerkisins er 7. nóvember og þá verður sérstakur dagstimpill i notkun á póst- stofunni i Reykjavik, sjá mynd hér fyrir neðan. ÖLMUSA EÐA RÉTTUR Gru tryggingabætur ölimisa eða réttur þess l'ólks sem þeirra nýtur? Elestir niuiiu sjáll'sagt telja svona spurningu út i liiitt, en það er liún varla meðan til eru nienn seni likja trygg- ingakerfinu við það að maður opni budduna til að gel'a látækum. Og þegar slikra viðhorfa gætir jafnvel meðal þingmanna okkar er spurningin áreiðanlega umræðuverð. Við umræður um rétt aldraðs fólks til tryggingabóta, sem fram fóru nylega á alþingi, tók einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins að sér að sanna, að flokksmenn hans væru jafn heilir i afstöðu sinni til tryggingamála og al- þýðubandalagsmenn og aðrir vinstrimenn. Hann beindi sérstaklega orðum sinum til Magnúsar Kjartansson- ar, tryggingaráðherra, og sagðist efast um að hann þ.e. (Magnús) væri fúsari til að „rétta fram hjálparhönd” og hjálpa bág- stöddum en t.d. sjálfstæðismað- ur. „bessir menn eru jafn eigin- gjarnir og við”, sagði þessi þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Magnús Kjartansson vakti at- hygli á þvi, að þessi ummæli þingmannsins sýndu betur en nokkuö annaö hver grundvallar- munur væri á viðhorfum t.d. al- þýðubandalagsmanna og sumra sjállstæðismanna til trygginga- kerfisins. Spurt væri hvort þessi eða hinn væri fús til að „opna budduna — gefa gjafir”. „Það er þessi afstaða að félagsleg þjón- usta séu gjafir en ekki réttur hvers manns.sern skilur á milli viðhorfa okkar”, sagöi Magnús. 75 ára á morgun Snæbjörn Jónsson frá Snærings- stöðiiin i Vatnsdal verður 75 ára á inorgun, þann ;!() október. Hann byr nú að Frumskógum 4. llvera- gerði. MIKII) MUSTERI RÍSlJAPAN Meðal forvitnilegra fyrirbæra i trúarbragðasögu samtimans er hinr. öri vöxtur Soka Gakkai, sem er búddiskur sértrúarflokkur, upprunninn i Japan. Arið 1945 voru áhangendur flokks þessa að- eins um 3000 en nú eru meðlimir Soka Gakkai um átta miljónir — þar af a.m.k. hundrað þúsund i Bandarikjunum. Soka Gakkai stendur og undir Komeito („Hrein stjórn”) sem er þriðji stærsti stjórnmálaflokkur Japans. Nú hefur Soka Gakkai reist sér helgidóm mikinn við rætur hins helga fjails Fuji. Hér er um að Lög eftir Maríu Brynjólfsdóttur komin út Út eru komin 42 sönglög og 8 lög án orðaeftir Mariu Brynjólfsdótt- ur. Carl Billich hefur séð um frá- gang á lögunum en Kassagerð Reykjavikur prentar. Maria hefur gert sönglög við texta margra skálda — t.d Hall- dórs Laxness, Jóhannesar úr Kötlum, Káins, Arnar Arnars, Sigurðar Júl. Jóhannessonar og Kristjáns frá Djúpalæk. Flest eru þetta einsöngslög en þrjú þeirra eru samin fyrir kór. ræða risastóra byggingasam- stæðu: geta þar á einum stað safnazt saman um sextiu þúsund tilbiðjendur. Byggingarnar eru úr stáli, áli og steingteypu, og prýddar að innan sjaldgæfum marmara. Þær eiga að standast hvaða jarðskjálfta sem er og duga i að minnstkosti 2000 ár, eða svo hefur arkitektinn lofað. Menn á aldrinum 21 til 30 ára hættulegastir í umferðinni Ökumenn á aldrinum 21 til 30 ára eru samkvæmt skýrslum lög- reglunnar hættulegustu mennirnir i umferðinni árið 1971. Menn á þessum aldri áttu fyrsta hluta að 3164 slysum eða óhöppum i umferðinni á öllu land- inu. Menn á aldrinum 11 til 20 ára áttu fyrsta hlutann að 2262 slysum eða óhöppum, en i þriðja sæti kom svo aldursflokkurinn 31 til 40 ára með 1833 slys eða óhöpp.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.