Þjóðviljinn - 29.11.1972, Page 1
djooviuinn
Miðvikudagur 29. nóvember 1972—37. árg. — 271. tbl.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA Í KRON
k á
Eiigar framhaldsviðræð-
ur ákveðnar við Bretana
Samkomulag náðist ekkf en viðrœðum við brezku
sendinefndina lauk í Reykjavik síðdegis í gœrdag
Fuglarair veslast upp í olíulöðrinu á Neskaupstað
- m
* •••
Hér má sjá fuglager i fjörunni á Neskaupstað um siðustu helgi. Þessara fugla býður ekkert
nema dauðinn. Allar f jörur og sjórinn næst landi er löðrandi i oliuleðju sem sezt i fiður fugl-
anna og dregur þá til dauða.
SJÁ BAKSÍÐU
BRETAR VDLDU VKIT)A AÐ
12 MÍLUM I 4 HÓLFUM AF 6
Rœtt við Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsráðherrcu, um lyktir viðrœðnanna
Þjóðviljinn ræddi i gærkvöld
við Lúðvik Jósepsson sjávar-
útvegsráðherra um viðræðurnar
við Breta. Ráðherrann gerði fyrst
grein fyrir þeim tillögum er
islenzka rikisstjórnin hefði gert
og voru þær i meginatriðum á
þessa leið:
— Við lögðum i fyrsta lagi til að
miðunum við landið yrði skipt i
sex sérstök veiðisvæði og yrðu
þrjú veiðisv. opin hverju sinni en
hin þrjú svæðin þá lokuð brezkum
skipum. Við gerðum i þessari til-
lögu einnig ráð fyrir þvi að á
þremur stöðum við landið — fyrir
Vestfjörðum, Norðurlandi og
Austurlandi — yrði um nokkur
viðbótarfriðunarsvæði að ræða,
ætluð bátaflotanum, þar sem
bannaðar yrðu togveiðar, þann
tirna sem heildarsvæðið væri að
öðru leyti opið fyrir brezku
skipin.
í öðru lagi gerðum við — eins og
áður — ráð fyrir þvi að Bretum
yrði aðeins heimilt að stunda
veiðar hér við land á skipum sem
eru undir 180 fetum eða 800 rúm-
lestum og að þeir mættu ekki
stunda hér veiðar á verksmiðju-
togurum eða írystiskipum.
t þriðja lagi lögðum við áherzlu
á að allt eftirlit með samkomu-
laginu yrði i höndum fslendinga
sjálfra.
Samkomulag náðist ekki
um fiskveiðar Breta á
miðunum við island i við-
ræðum þeim er í gærkvöld
lauk, við fulltrúa brezku
ríkisstjórnarinnar. Frá
þessu greindu þátttakendur
islenzku ríkisstjórnarinnar i
viöræðunum — þeir Einar
Ágústsson utanríkisráð-
herra, Magnús Torfi Ólafs-
son menntamálaráðherra
og Lúðvik Jósepsson
sjávarútvegsráðherra — á
fundi er þeir efndu til með
fréttamönnum síðdegis í
gærdag. Þeir sögðu jafn-
framt að framhaldsvið-
ræöur hefðu ekki verið
ákveðnar.
Að loknum fundinum með
Bretum siðdegis i gær, var gefin
út tilkynning, sem Einar Agústs-
son utanrikisráðherra las á
fundinum með fréttamönnum:
,,Dagana 27. og 28. nóvember
1972 fóru fram viðræður milli
rikisstjórna tslands og Bretlands
um landhelgismálið i Reykjavik.
Málið var ýtarlega rætt frá
báðum hliðum en ekki tókst að
finna lausn á þvi.
Samkomulag varð um að báðir
aðilar muni athuga hinar ýmsu
tillögur nánar og hafa samráð um
möguleika á frekari viðræðum.”
Þá sagði utanrikisráðherra, að
framhaldsviðræður hefðu ekki
verið ákveðnar.
Siðan greindi Lúðvik Jósepsson
frá tillögum þeim, er báðir aðilar
höfðu gert á viðræðufundunum
en frá þeim er greint i sérstöku
viðtali við sjávarútvegsráðherra
annars staðar á siðunni.
En i fjórða lagi gerðum við ráð
fyrir að samkomulagið yrði raun-
verulega til tveggja ára eða til 1.
september 1974.
t>etta voru meginatriðin i okkar
tillögum og er á þeim nokkur
breyting frá þvi sem áður var þar
sem nokkuð er gengið til móts við
sjónarmið þeirra. En öllum þess-
um tillögum okkar höfnuðu
Bretar algjörlega.
— En tillögur Bretanna?
— t tillögum Breta kom fram
að þeir vildu ekki fallast á neinar
Frh. á bls. 15
Helgarráðstefna herstöðvaandstæðinga
2. og 3. desember
Miðnefnd herstöðvaandstæð-
inga. 1. des.-nefnd stúdenta og
stúdentafélagið Vcrðandi gangast
fyrir lielgarráðstcfnu um her-
stöðvarmálið og stöðu íslands i
samfélagi þjóðanna.
Ráðstcfnan verður haldin i
Kélagsheimili stúdenta við
Hringbraut næstkomandi laugar-
dag og sunnudag og standa fundir
frá klukkan 14—18 báða dagana.
Ráðstefnan er öllum opin, en
framsögumenn verða þeir Einar
Karl Haraldsson fréttamaður,
Hjiirleifur Guttormsson, náttúru-
fræðingur, Cecil Itaraldsson
kcnnari, formaður Sambands
ungra jafnaðarmanna, Sigurður
Lindal, prófessor, Vésteinn Lúð-
víksson rithöfundur og Vésteinn
Ólason magistcr.
Umræöustjórar verða Már
Pétursson, lögfræðingur, Njörður
P. Njarðvik, lektor, Vilborg
Harðardóttir blaðakona, cg Hjalti
Kristgeirsson, hagfræöingur.
A ráðstefnunni verður m.a
fjallað um hin breyttu viðhorf i
Evrópu með tilliti til austur-
samninga Willy Brandt og
nýafstaðinna kosninga i Vestur-
Þýzkalandi, fyrirhugaða
Oryggismálaráðstefnu Evrópu,
samningatilraunir i Viet-Nam,
nýjar umræður á Norðurlöndum
um ,,varnir án vopna”, og fléiri
atriði alþjóðamála sem nú eru
ofarlega á baugi. Ennfremur
verður fjallað um herstöðina i
Keflavik, hernaðarlega þýðingu
hennar og stjórnmálaleg, efna-
hagsleg og menningarleg áhrif
hennar hér innanlands. Sérstak-
lega verður fjallað um Kefla-
vikursjónvarpið og hinar skiptu
skoðanir um lögmæti þess.
Ráðstefnan er öllum opin og eru
allir andstæðingar herstöðva á
tslandi, svo og aðrir áhugamenn
um utanrikismál; hvattir til að
mæta.