Þjóðviljinn - 29.11.1972, Síða 2

Þjóðviljinn - 29.11.1972, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 29. nóvember 1972 30 ára afmæli Jóns Loftssonar h.í. Fyrirtækið Jón Loftsson h.f. á 30 ára afmæli um þessar mundir. t sambandi við afmæli hefur nú verið opnað sérstakt húsnæði i JL-húsinu fyrir byggingarvörur, teppi, böð og hreinlætistæki, rak- tæki og húsgögn. Hér er um að ræða verzlun á 4000 fermetra gólffleti. i tilefni afmælisins hefur hluta- félagið ákveðið að bjóða stað- greiðsluafslátt þessa vikuna, sem nemur frá 5-15% eftir þvi hversu verzlunin er mikil. Ráðskonuvandamálið á Klaustri er leyst Villandi frásögn í Þjóðviljanum í fyrradag „Fyrir atbeina Magnúsar Torfa ólafssonar mennlamálaráðherra hefur ráðskonuvandamálið hjá okkur nú verið leyst’’, sagði Jón Hjartarson skólastjóri á Kirkju- bæjarklauslri þegar hann hringdi til blaðsins i gær. Óskaði hann eftir þvi að blaðið kæmi á fram- færi leiðréttingu við vikugamla Irétt sem höfð er eftir honum um þelta mál i blaðinu i lyrradag. Mistök Þjóðviljans eru þau, að fréttin sem birtisl um þetta i lyrradag er ódagsettt, og það sem sagl er þar að haft sé eftir skóla- stjóranum,,i gær"kom fram-i við- tali við Jón Hjartarson, skóla- sljóra, múnudaginn 20. nóv. og hefur Iréttin þvi beðið birtingar i rúma viku. Kn á þessum tima heíur málið semsagt verið leyst. líjóðviljinn biður hlutaðeigandi velvirðingará þessum mistökum. * 4 M l< I' I. V. ! ■■ Fullveldisf agnaður Stúdentafélagsins Stúdentafélag Reykjavikur mun að venju minnast fullveldis islands með fagnaði hinn 30. nóvember. Verður fagnaðurinn haldinn i Súlnasal Hótel Sögu n.k. fimmtudagskvöld og hefst kl. 19.30. Undir borðum mun sr. Sigurður Pálsson, vigslubiskup, flytja ræðu. Þá mun Guðrún Á. Simon- ar, söngkona, syngja nokkur lög, og Karl Einarsson glytja gaman- mál. Valdimar örnólfsson, kenn- ari, stýrir almennum söng, en veizlustjóri verður dr. Gylfi Þ. Gislason, prófessor. Að þessu sinni mun félagið ekki sjá um dagskrárþátt i útvarpinu, eins og oft hefur verið að undan- förnu. Hins vegar vill félagið minna á, að um þessar mundir eru 50 ár liðin frá þvi, að fyrst var farið að minnast fullveldisdags- ins með hátiðahöldum af hálfu stúdenta. Aðgöngumiðar að fagnaðinum og borðapantanir verða afgreidd- ar i anddyri Súlnasals Hótel Sögu i dag. miðvikudaginn 29. nóv., kl. 4—6. (Frá Stúdentafélagi Reykjavikur) Fyrir neðan þind Þar skutu kanar okkur heldur betur ref fyrir rass. Það er kominn bráðfallegur kvensjóliði suður á Rosmhvalanes og von á 100 i viðbót. Hvað getum við kall- kyns hérnámsandstæðingar nú gert? Það hefur jú mörgum karlfuglinum sviðið sárast i brjósti að þvi er virðist að vita af blessuðum ungu fallegu islenzku stúlkunum okkar i tygjum við hermennina, þótt utanrikisþjónustunni hafi tekizt með frábærri stjórn- kænsku að bægja hinu allra- versta frá: að einhverjir verndaranna (og væntanleg afkvæmi þeirra) yrðu svartir. Ja, það var nú þjóðernisbar- átta i lagi. Guðbergur segir reyndar einhversstaðar, að það sé aum andspyrnu- hreyfing, sem ætli sér að vekja þjóðerniskenndina i klofinu á fólki, en Guðbergur er misvitur einsog margir þekkja. Má nú ekki búast við, að byrjað verði smám saman á þvi að bjóða ungum framsóknarmönnum og kröt- um, sem verið hafa óþekktir, á, og i öðru lagi hefur þessu út- varpi og sjónvárpi Verið mót- mælt frá fyrstu tið, þótt blaut- geðja ráðherrar hafi enn ekki getað stunið þeim mótmælum upp, svo hér er ekki um neina fyrningu sakar að ræða. Væri annars ekki ráð, að þeir Þór Vilhjálmsson og Hans G. Andersen ræddu þetta mál við SigurðLindal i sjónvarpinu, ef þeir þorai Að gjalda torfalögin Útvarpsstjóri þóttist auðvitað ekkert geta gert á eigin spýtur. Honum er sizt i mun, að útvarpið sé sjálfstæð stofnun og gaf þvi boltann til yfirboðara sins menntamála- ráðherra. Og þar var nú ekki i kot visað frekar en fyrri daginn. Það er illt að þurfa að viðhafa slikt orðbragð um góðvin sinn, en við það er ekki að dyljast, að ráðherrann Magnús Torfi er einna helzt farinn að minna á Aðalráð ráðlausa, svo maður hefur á tilfinningunni, að hann fái uppsölur stórar i hvert sinn sem hann á að taka ákvörðun. Hann sagði, að annaðhvort væri dátasjónvarpið löglegt eða löglegt ekki, og það væri GLERBR0T Á HAUG siðan frjálslyndum og kommunistum i nýjar góð- viljaferðir suður á Völl til að kynnast lifi og háttum her- skvfsnanna og komast að raun um, að þetta er hið alúðlegasta fólk, sem okkur getur allsengin ógn stafað af, heldur sé miklu fremur fengur og fremd að sem nánustum mökum við það. Það sé ekki annað en útúrboruháttur og mannfælni að amast við dvöl þessara góðu gesta og nær sé að aflétta öllum hömlum á ferðafrelsi þeirra, svo þau megi njóta gistivináttu i nær- liggjandi bæjum nætur sem daga. Loks gætu svo rauð- sokkar fagnað og barizt yfir þessu jafnrétti i raun. Það fór amk. ekki mikið fyrir þjóðerniskennd hvorki ofan þindar né neðan hjá lög- fræðingi rikisútvarpsins, út- varpsstjóra eða ráðherrunum tveim, sem Einar Karl reyndi að æra eitthvert álit útúr um daginn. Eftir að Sigurður Lindal hafði á nauðaeinfaldan hátt sýnt fram á, að her- stöðvarsjónvarpið væri ólög- legt og hefði alltaf verið, þá kemur Þór Vilhjálmsson og segir, að þessi útvarpsrekstur sé ekki bannaður „berum orð- um” i neinum lögum. Ég hugsa það sé heldur hvergi bannað berum orðum i iögum að hengja mann á stóru tánni upp i simastaur, og sam- kvæmt viðlika kenningu mætti þá fara svona með prófessor Þór án þess að teldist tvi- mælalaust lögbrot. Hann teygði laga- og samnings- greinar i allar áttir einsog blöðrutyggjó til að reyna að þenja þær yfir lögleysur kanans. Það var ljóta klístrið. Landsimanum hefðu t.d. verið veittar undanþágur, möo. Landsimi Islands er varla rétthærri en sjálfur Herinn. Herstöðvasamningurinn gerði ráð fyrir „ýmiss konar að- stöðu” hernum til handa, og útvarpsrekstur gæti með vel- viljaðri túlkun rúmazt innan slikrar aðstöðu. Auk þess gæti verið kominn á venjuréttur, þar sem þetta hefði verið látið viðgangast i 20 ár. Það var lika svo sannarlega kominn á venjuréttur á sinum tima, þegar Islendingar voru meðhöndlaðir sem amt i danska rikinu, og Jón Sigurðsson var á þeim tima ósköp „óraunsær” stjórn- málamaður. En i fyrsta lagi helgar venja ekki lögbrot, einsog Sigurður Lindal benti lögfróðra manna að skera úr þvi. Hvaða bull er nú þetta? Tveir lagaprófessorar geta einmitt ekki komið sér saman i þessu efni enda vantar engin lög um þetta. Vilji er allt sem þarf. Hvort sem unnt væri að klina einhverjum lagastimpli á hersjónvarpið eður ei, þá ætti rikisstjórnin engu að siður að geta gefið fyrirmæli um breytingará rekstri þess. Eða hvað. Eruð þið hræddir drengir? Það hefur nefnilega flogið fyrir, að ónefndir ráðherrar teldu óheppilegt að angra kanana einmitt núna með svonalöguðu kvabbi. Heyr á endemi. Kanar hafa rekið hér sjónvarp i 10 ár og útvarp helmingi lengur i trássi við islenzk lög. Þeir hafa rofið Varnarliðið: Fyrsti kvensjó- liðinn kominn FYBSTI ósifti kvensjóliðinn er nú tekinn til starfa hjá varnar- Uðinu á Keflavikiirflugvelli. Heit ir liún Dbuui Gabriel og kemnr til íslands frá San Diego í Kali- forníu. samkomulag frá 1967 um styrk og útbreiðslumátt stöðvarinnar. „Tilmælin”, einsog ráðherrar orða það svo hetjulega, fela ekki einu sinni i sér neina skerðingu á sjón- varpsþjónustu til her- mannanna sjálfra, heldur all- einasta, að létt verði þessari innrás i islenzka menningar- helgi. En sumir ráðherrar telja það vist óvinveitta aðgerð að benda könum á lög og gerða samninga. Þetta minnir helzt á Biedermann og brennuvargana. Hér er ekki um nokkurn út- úrboruhátt eða einangrunar- stefnu að ræða, heldur þvert á móti. Væri þess kostur að njóta hér sjónvarpssendinga hvaðanæva úr heimi með til- styrk gervitungla, þá bæri að fagna þvi. Að þvi hlýtur lika að reka fyrr eða siðar. En það er menningarleg einangrun á vondu stigi að binda sig svo við sjónvarpsframleiðslu einnar erlendrar þjóðar sem hér er raunin á. Sem dæmi um slika menningareinangrun (sem þó stafar ugglaust ekki frá sjón- varpi einu) má taka eftir- farandi klausu úr „Landa- fræði handa framhaldsskólum II, Útálfur” bls. 58: „Viet- Nam skiptist i Norður-Viet- Nam (164 þús km2, 20 milj. ib.), þar sem kommúnistar fara með stjórn, og Suður- Viet-Nam (170 þús km2, 17 milj. ib.), sem Bandarikin styðja. Hefur styrjöld geisað i Viet-Nam um árabil.” Um þetta mætti skrifa langt mál, en hvaðan skyldi nú höfundi námsbókarinnar koma sú vizka, að Bandarikin styðji Suðurvietnam? Ætli það sé ekki einhversstaðar úr áróðursvél USA i öllum sinum tilbrigðum. Bandarikin hafa aldrei stutt annað i Suður- vietnam en hverja spillingar- klikuna á fætur annarri i Saigon, sem aldrei hafa haft nema hluta landsins á valdi sinu hvað þá stuðning nokkurs hluta ibúanna. En þessi lygi kemst inn i skyldunámsbækur hrekklausra unglinga fyrir til- stilli hrekklauss kennara (væntanlega), sem er fórnar- lamb þeirrar menningar- einangrunar eða einokunar sem við búum við og mun ágerast þvi meir sem banda- riskur áróður fær fullkomnari tækifæri til að smjúga inn i hverja glufu. Janus er tvíhöfða. Loks var svo haft eftir Einari Ágústssyni, að sjón- varpsmálið yrði eitt atriði við- ræðnanna fyrirframfrægu i mánuði hins tvihausa Janusar. Það skyldi þó aldrei verða aðalniðurstaða hinnar margumtöluðu og marg- frestuðu „könnunar”, að USA féllist á að breyta sendi- styrknum og takmarka hann við herstöðina eina, og þetta yrði rós Einars I hnappa- gatinu, þegar hann stigi útúr ílugvélinni „með lendarnar hafnar og hertar um þvert og herping i miðdepli naflans.” Vamniairíliiiðiilð nieClkniair fnie<ð, aC fá uim 100 óg’iíffcair kotntuir tiiíl sifcairfa || á riæsita ári í s»fcaið kajrflimainmia, fiem fffiuttlir varöa itfill airnniainra | StÖÖVO. w: Þá gæti móttökunefndin kyrjað á flugvellinum: Ég kom, gat hann sagt, já ég koin og ég sá. En kveinkaði hann sér við hið þriðja? Vonandi eru þetta þó óverð- skuldaðar hugrenningar. Sjálfsagt kemur Einar með þær sennilegu fréttir, að kanar hafi raunar viljað vera farnir fyrir löngu, en bara ekki kunnað við það vegna grát- kvennanna á Mogganum og vina sinna, hermangara, sem óneitanlega missa af þónokkr- um krónum. Og þarmeð tæki þvi ekki að fárast yfir sjón- varpinu þá fáu mánuði sem eftir væru. Eina von hermangara væru þá Rússar einsog fyrri daginn. Þeim er sem kunnugt er bölvanlega við allan burtdrátt stórvelda á herjum sinum frá öðrum löndum, enda hættulegt fordæmi i þeirra augum. Þeir væru þvi visir til að urra ein- hversstaðar i A-Evrópu, svo hermangarar og lyddur gætu tekið gleði sina á riý, beðið kana að vera kyrra, og aftur rikti jafnvægi i byggð Evrópu. Arni Björnsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.