Þjóðviljinn - 29.11.1972, Síða 7

Þjóðviljinn - 29.11.1972, Síða 7
Miðvikudagur 29. nóvember 1972 ÞJÓDVILJINN — StÐ’A 7 Rœtt við Hjalta Páhson, forstjóra In /ijlutningsdeildar SÍS Mikil uppbygging á döfinni Vísitalan hækkaði um 1 stig Kauplagsnefnd hefur reiknað visitölu framfærslukostnaðar i nóvemberbyrjun sl. og reyndist hún vera 176 stig eða einu stigi hærri en i byrjun ágúst 1972. Hækkun framfærsluvisitölu frá ágústbyrjun til nóvemberbyrj- unar var nánar tiltekið 0,8 stig. Hækkanir námu alls 2,3 stigum, en þar komu til frádráttar 1,5 stig vegna nýákveðinnar hækkunar á fjölskyldubótum frá 1. nóvember að telja, úr 11 þúsund krónum i 13 þúsund krónur með hverju barni á ári, að þvi er fram kemur i fréttatilkynningu frá Hagstofu ís- lands. r Obreytt verðlags- uppbót Verðlagsuppbót breytist ekki 1. desember, en verður áfram eins og gilt hefur siðan 1. júni si., að þvi er segir i fréttatilkynningu Hagstofunnar: „Samkvæmt 6. gr. laga nr. 87/- 1972, um timabundnar efnahags- ráðstafanir, skal á timabilinu 1. september til ársloka 1972 greiða verðlagsuppbót samkvæmt kaup- greiðsluvisitölu 117 stig. Eftir fyrirmælum i siðari málsgr. sömu lagagreinar gildir þetta þó ekki. ef kaupgreiðsluvisitala, reiknuð samkvæmt ákvæðum kjarasamninga, hækkar meira en 2,5 stig. Ef svo fer, skal verðlags- uppbót verða 17% að við- bættri hækkun umfram nefnd 2,5 stig. Samkvæmt útreikningi Kaup- lagsnefndar er kaupgreiðsluvisi- tala frá 1. desember 1972, reiknuð eftir ákvæðum kjarasamninga, 2,49 stigum hærri en 117 stig. Ber þvi samkvæmt nefndum laga- ákvæðum að greiða 17% verð- lagsuppbót frá og með 1. desem- ber 1972, eða óbreytta frá þvi, sem gilthefur siðan 1. júni 1972.” Breytingar hjá atvinnu* rekendum I haust sagði Björgvin Sigurðs- son lausu starfi sinu sem fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins frá n.k. áramótum. Nú hefur Ólafur Jónsson, hdl., verið ráðinn framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands tslands frá og með 1. janúar n.k. Ennfremur hefur Brynjólfur Bjarnason, viðskiptafræðingur, nýlega verið ráðinn til að vera deildarstjóri Hagdeildar Vinnu- veitendasambandsins, en hún mun taka til starfa um n.k. ára mót. Brynjólfur er 26 ára gamall og er að ljúka námi i rekstrarhag- ffæði við University of Minnesota. Frá Sundahöfn (likan). Innflutningsdeild Sambands islenzkra samvinnufélaga er mikið fyrirtæki, og skiptist i 7 undirdeildir. Á 1» fyrstu mánuðum þessa árs varð heildarsala deildarinnar 1231 miljón króna. og hafði aukizt um 200 miljónir miðað við sama tima i fvrra. Deildin endurgreiddi kaupfélögunum 33 miljónir króna i arð á s.l. fjórum árum, og þar af til KRON 3,9 miljónir króna. Söluhæsta undirdeild Inn- flutningsdeildar StS er Birgðastöðin. sem sér um sölu á mat- og kjörbúðarvörum. Hafði þessi eina deild selt fyrir 422 miljónir 10 fyrstu mánuði ársins, og er um að ræða 27,9% aukningu miðað við 10 fyrstu mánuði siðast liðins árs. Sú starfsemi, sem Innflutningsdeildin rekur hlýtur að þurfa mikils pláss við. Lagerpláss deildarinnar er að þvi er virðist i of litlu húsnæði við Grófina, og þar sem aukin umsvif deildarinnar hljóta að kalla á aukið húsrými fyrir vöru- lagerinn, spurðum við Hjalta Pálsson, forstj. Innflutnings- deildarinnar, l'yrst um byggingaráform deildarinnar, er við hittum hann að máli fyrir skömmu. — Samb. hefur fengið lóð, skammt innan við Sundahöfn, eða réttara sagt innan við Kleppsspitalann. Þar er fyrir- hugaðað koma upp framtiðar- birgðastöð. Framan við hana verður byggt viðlegupláss, fyrir skip Sambandsins. — Hvað sparast við byggingu slikrar birgða- stöðvar? — Við þetta sparast margt, en mest viö flutning á vörunni. Þarna mundi varan koma beint úr skipinu og færi á lyfturum inn i birgðastöðina eftir eðlilega tollafgreiðslu, en þaðan yrði henni siðan dreift. Þetta er verulegur sparnaður frá þvi sem nú er, þvi við þurf- um að sækja vöruna i hin ýmsu pakkhús skipa- félaganna. — Er hugsanlegt að smá- sala verði i beinum tengslum við þessa birgðastöð? - Jú, það er vel hugsanlegt, en ekki á okkar vegum þvi smásalan er réttilega i hönd- um kaupfélagsins hér, og annars staðar á landinu i höndum kaupfélaganna á staðnum. Norðmenn hafa byggt smásöluverzlun við hliðina á slikri birgðastöð. Með þessu móti geta þeir sparað sér flutnings- kostnaðinn, sem annars er töluverður frá birgðastöð til verzlunar. En þegar verzlunin er við hlið birgða - stöðvar, i sama húsinu, er hægt að færa verzluninni vöruna meö innanhússfæri- böndum og lyfturum, auk þess sem verzlunin losnar að veru- legu leyti við að liggja með stóran vörulager og binda fé sitt i honum. - Hve margar vöru- tegundir flytur Innflutnings- deildin inn? — Mér telst til að við séum með á skrá hjá okkur i birgða- stöðinni rétl um 1700 vöru- númer. Þessi vörunúmer eru alltaf umdeild, .og eftir þvi sem þeim fjölgar verður velluhraðinn minni. Þvi er reynt að fækka vörunúmerun- um, en jafnlramt reynt að lullnægja eftirspurninni. Al einstökum deildum Innflutningsdeildar er velnaðarvörudeildin með um 1300 vörunúmer, en bús- áhaldadeildin, sem er með auk búsáhalda l.d. leikföng, sportvörur og verkfæri, er með yfir 3000 númer. Þannig að allt i allt eru okkar deilchr, sem mata verzlanir kaup- félaganna, með i kringum 6000 mismunandi vörunúmer. — Verður einhver frekari uppbygging á vegum SIS við Sundahöfn? — Eins og við komum að áðan, verða byggð þarna auk vörugeymslu og skrifstofu- húsnæðis bryggja, bryggju- plan og tollvörugeymsla. Þarna verður afgreiðsla á langferðarbilum, og örugg- lega 'verður um enn frekari uppbyggingu að ræða á þessu svæði. - Verður ekki reist l'óður- blöndunarstöð þarna á vegum Innflutningsdeildar? — Við Sundahöfnina, á svo nefndum Korngarði, er búið að byggja og taka i notkun lijalli l’álsson kornturna. Við hliðina á þess- um kornturnum er Sambandið núna að byggja fóður- blöndunarstöð. Fóðurmagnið sem kemur til landsins er ein- hvers staðar á stærðar- gráðunni 60 þúsund tonn, og i l'yrra var innflutningur okkar 40 þúsund tonn. Afkastageta þessarar verksmiðju, sem sett verður upp við Sundahöfnina, er með 10 tima vinnu á dag 25 þúsund tonn, en áætlað er að þörfin fyrir fóðurblöndu austan frá Lómagnúp og upp i Hvalfjarðarbotn sé rösklega 15. þús. tn. hjá okkar viðskipta vinum. Stöðin er höfð þetta stór, þvi það Kemur töluverður kral'tur i neyzluna um sauð- fjárburð, og altur þegar kemur fram á vorið. - Hvenær verður fóður- blöndunarstöðin tekin i not- kun? - Kyrirhugað var að taka hana i notkun seint i janúar. Að öllum likindum dregst þetta i nærri þvi þrjár vikur en i febrúar ætti hún að vera komin i gagnið. Verksmiðjan verður mjög vélvædd, og fáir menn koma til með að vinna i henni. Hversu stór innflytjandi er Innflutningsdeildin, ef miðað er við heildarinn- llutning landsmanna? — Það er ekki gott að gefa upp tölur i þessu sambandi, en þó væri hægt að taka til ein- staka vöruflokka, en slikar lölur gætu jafnvel gefið ranga heildarmynd. Nánast held ég að ekki sé til nein heildarmynd af þvi hversu stórir við erum á þessu sviði. — Oft heyrist talað um það að Samvinnuhreyfingin hafi misst sjónar af stefnumiðum sinum. Heldurðu að þetta sé rétt? — Nei, það held ég ekki. Það er ekki hægt i öllu að bera saman það sem þá var og nú er. Það hefur ýmislegt breytzt f þjóðlifinu á þessum sjötfu árum sem hreyfingin hefur starfað. Sambandið og kaupfélögin þurfa að vera i takt við þær breytingar sem eiga sér stað á hverjum tíma. Ef þeim tekst það, þá eiga þau enn eftir að áorka miklu. —úþ Vegna tíðra heybruna Blaðinu hefur borizt cftirfar- andi orðsending frá Rafmagns- eftirliti rikisins til rafverktaka, hænda og annarra seni lilut eiga að máli vegna tiðra hey- og hlöðu- bruna að undanförnu. Undanfarin ár hafa verið alltið- ir eldsvoðar á sveitabýlum og einnig i heyhlöðum i þéttbýli og valdið stórtjóni. Rafmagnseftir- litið hefur reynt að grafast fyrir um orsakirnar i hverju tilviki fyrir sig og hefur ýmislegt nýtt komið i ljós, sem nú skal frá greint. Á bæ á Norðurlandi var geymsla, sem i voru tvö ljósker, fest á vegg og voru þau bæði meö hlifðarglerjum. Aðeins var pera i öðru ljóskerinu. Frágangur ljós- kera var óaðfinnanlegur til notk- unar i geymslunni. Nú var geymsla þessi tekin undir ehy og þá ber það við dag einr. að elds- verður vart 1 klst. eftir að kveikt er á ljóskérinu. Auk skemmda á heyi urðu verulegar skémmdir á húsum, bæði af eldi og vatni. Sjónarvottar telja ótvirætt að elsupptök hafi verið við áðurnefndan lampa, út frá heyryki , sem fallið hafði á lampann. Eftirlitsmaður raf- lagna á veitusvæðinu telur alltið- ar ikviknanir frá ljóskerum jafn- vel þótt þau séu með hlifðarglerj- um t.d. handlömpum og þess háttar, af völdum heyryks, sem á þá f e 1 1 u r . Erlendar upplýsingar hafa staðfest að þetta er rétt og i er- lendri timaritsgrein i timaritin ,,Der Elektromeister” er skýrt frá stórbruna á búgarði af þessum sökum . tkviknunin átti sér stað frá fasttengdum 110W skipslampa er festur var láréttur á timburbjálka, en milli bjálkans og lampans var asbestplata. Tæpri klukkustund eftir að kveikt var á lampanum varð vart eld- bjarma frá honum, á gagnstæð- um eldvarnarvegg. Þegar að var komið - logaði heyryk ofan á hlifðargleri lampans og breiddist eldurinn út á svipstundu, og varð ekki við neitt ráðið. Raflögnin var aðeins 6 mánaða gömul og hafði verið skoðuð og fullnægði þá i öllu ströngustu öryggiskröfum. Hér er aðeins rætt um eldsvoða, sem orsakazt hafa af hita frá ljós- kerum og heyryki án þess að nokkuð hafi verið athugavert við raflagnirnar. Þá vaknar sú spurning, hvað hægt sé að gera til þess að fækka eldsvoðum af þessum sökum. Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.