Þjóðviljinn - 29.11.1972, Page 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. nóvember 1972
Hús
dagsins:
Grettisgata 11
Sum hús eru igildi ljóðs. Þau
eru ekki eingöngu byggð sem
mannabústaður, heldur tjá
þau vissar hugrenningar,
ákveðið lifsviðhorf. Þess-
vegna eru þau ekki aðeins
byggð handa þeim, sem i þeim
búa, heldur einnig handa
þeim, sem framhjá ganga.
Grettisgata 11 er gott dæmi
um slikt hús. Þetta hús byggði
Jens Eyjólfsson árið 1907 og þó
hann hafi tekið mið af
ákveðnum evrópskum stilteg-
undum, þá ræður sérstæður
persónulegur smekkur mestu
um útlit hússins, þar fær lifs-
gleðin útrás i sérkennilega út-
skornu þakskeggi, fuglarnir
sem upphaflega sátu á
strompinum eru þvi miður
fúnaðir og týndir. Og slik
hefðu svosem getað orðið ör-
lög alls hússins, ef núverandi
eigendur og ibúar hefðu ekki
kostað miklu fé til að hressa
upp á það fyrir fáeinum árum.
Hafiði aldrei skoðað þetta
skemmtilega ævintýri við
Grettisgötuna?
Nœr samhljóða samþykkt ASÍ-þings:
SKORAÐ Á RÍKISSTJ ÓRN-
INA AÐ YIÐURKENNA DDR
Á 32. þingi ASÍ var
gerð samþykkt um að
skora á rikisstjórnina að
viðurkenna Þýzka al-
þýðulýðveldið DDR. 1
nefnd þeirri er fjallaði
um málið var samstaða
um tillöguna að öðru
leyti en þvi, að einn
nefndarmanna, frá VR,
sat hjá. Endanleg var
samþykkt ASÍ-þingsins
á þessa leið — gerð með
þorra atkvæða gegn
tveimur:
,,32. þing Alþýðusam-
bands íslands haldið i
Ilvík, 20.—-25. nóv. 1972,
samþykkir að beina
þeim tilmælum mjög
eindregið til rikisstjórn-
arinnar, að full og form-
leg viðurkenning íslands
á Þýzka alþýðulýðveld-
inu verði ákveðin og
framkvæmd á þessu
ári”.
Flutningsmenn tillögunnar
voru óskar Garibaldason, Bjarn-
friður Leósdóttir, Arni bormóðs-
son, Stefán ögmundsson, Gisli
Hjartarson, Eðvarð Sigurðsson,
Pétur Sigurðsson, Isafirði, Herdis
WjjýiMíMði
HLIÐ VIÐ HLID. Sendinefndir Austur-Þýzkalands (t.v.) og Vestur-Þýzkalands (t.h.) sitja hlið við hlið i mesta bróðerni á öryggismálaráð-
stefnu Evrópurikja i Helsinki þessa dagana. Finnland hefur viðurkennt.Austur-Þýzkaland sem fullvalda riki, og eftir samkomulag beggja
þýzku rikjanna nýverið hafa Austur-Þjóðverjar byrjað víðtæka þátltöku í alþjóðasamstarfi m.a. i stofnunum Sameinuðu þjóðanna.
ólafsdóttir, Guðriður Eliasdóttir,
Gunnar G. Hólm og Tryggvi
Benediktsson.
— Þess skal getið að Einar
Agústsson sagði i viðtali við Þjóð-
viljann um viðurkenningu
Þýzka alþýðulýðveldisins, að
rikisstjórnin stefndi að viður-
kenningu fyrir áramót.
Samið um
málsmeðferð
í Helsingi
HELSINKI 27/11. — Fyrir helgi
náðu sendiherrar 32 Evrópu-
landa, Bandarikjanna og
Kanada, samkomulagi um máls-
meðferð á væntanlegri öryggis-
ráðstefnu Evrópurikja. Er sagt
að bæði fulltrúar Sovétrikjanna
og Bandarikjanna hafi mælzt til
þess við menn, að þeir eyddu sem
minnstum tima i slik formsatriði.
Samkomulag þetta var borið
undir undirbúningsfund Evrópu-
ráðstefnunnar i dag. Taka nú við
ræðuhöld fulltrúa hvers rikis um
afstöðu þess til helztu mála.
Jarðskjálftar
á
Mið-Ítalíu
RÓM 27/11. — Þúsundir manna
urðu að hafast við undir berum
vetrarhimni eftir að mörg hundr-
uð hús hrundu i allt að 12 stiga
jarðskjálftum i gær. Gerðist þetta
i héraðinu við Acoli Piceno á Miö-
Italiu. Hafa mjög margir flúið
heimili sin á þessum slóðum.