Þjóðviljinn - 29.11.1972, Page 11
"V
Miftvikudagur 29. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
f
GETRAUNASFÁ
/«v
/*v
- Vlkingur
- FH
Bobby Mnorc fyrirliAi onska landsliftsins lék sinn 500. leik mcft
libi sinu WVsl llani sl. Iau)>arda)>.
Oft liefur getraunaspáin gengið
verr hjá okkur en siðast, þvi að
við vorum með <> rétta af þeim 10'
leikjum sem úrslit fengust i, en
einum leik var frestað og öðrum
varð að fresta i leikhléi, þar eð
lióðljósin biluðu. En þrátt fyrir
það þá cr ckki hægt að vera
.ánægður meíf þessa útkomu, við
stcfnum að sjálfsögðu eins og
allir affrir að 12 réttum.
Kkki var mikið um óvænt úrslit
á siðasta seðli, cf undan er skilinn
stórsigur Derby yfir Arsenal. Að
sjálfsögðu kemur það ekkert á
óvart þótt meistarar Derby vinni
Arsenal heima, en 5:0 er stærri
sigur en nokkurn óraði fyrir. l>á
kom sigur Birmingham yfír
Norwich, 4:1, nokkuð á óvart,
einkum hvað hann var stór. Þá
kom loks að þvi að Manchester
Utd. vann leik og kannski fer nú
landið að risa hjá þessu heims-
fræga liði. En litum nú á næsta
iseðil.
Arscnal — Lecds 2
Ef til vill finnst mönnum óráð-
legt að spá ekki Arsenal sigri á
heimavelli, en ég hef ekki trú á
sigi*p Arsenal i þessum leik, sizt
eftir tvo siðustu leiki liðsins, sem
það hefur tapað samtals 8:0. Að
visu kemur jafntefli til greina en
við látum útisigur standa.
Coventry — Everton 1
Sigurganga Coventry hélt
áfram siðasta laugardag en þá
sigraði liðið Ipswich og það á úti-
velli. Coventry hefur ekki tapað
>4
leik i margar vikur i deildinni og
ég hef ekki trú á að Everton
stöðvi þá sigurgöngu að þessu
sinni.
C. Palace — Sheff. Utd I
Þá erum yið komin að nokkuð
erfiðum leik. Raunar má segja að
jafntefli eða~jafnvel útisigur komi
hér freklega til greina, en við lát-
um héimasigur standa.
Leicester — VVBA X
Bæði þessi lið eru neðarlega i 1.
deild eins og er og þótt Leieester
sé ef til vill sigurstranglegra, þar
eð það leikur á heimavelli, þá
setjum við samt exið aftan við að
þessu sinni.
Liverpool — Birmingham 1.
Mér kemur einn af þessum
leikjum. sem maður segir að séu
100% öruggir. Það kemur vart
annað til greina en að Liverpool
vinni leikinn og það á heimavelli.
Ég efast um að nokkur maður
spái i alvöru öðruvisi en svona.
Man. City —Ipswich 1
Hér er aftur á móti um erfiðan
leik að ræða. Marrchester City
hefur tekið sig verulega á undan-
farið og er nú komiö úr neðsta
sæti i deildinni og upp i hana
miðja. Á heimavelli ætti það að
sigra Ipswich.
Norwich — Man. Utd. 1.
Þótt ef til vill sé eitthvað að rofa
til hjá Man. Utd. þá hef ég ekki
trú á að það sæki bæði stigin til
Norwich. en þó kæmi til mála, að’
annað stigið færi til Manchester.
en við spáum samt heimasij>ri.
South'uton — Tottenliam 2
Iðg Hef ekki trú á að heima-
völlurinn dugi Southampton til
sigurs gegn Tottenham. sem er
nú i 4. sæti i deildinni, jafnvel þótt
Scvuthampton sé'i efri flotanum i
deildinni. Þess vegna setjum við 2
hiklaust við þennan leik.
Stoke — Chelsea X
Mjög erfiður leikur. Segja má
að hvort sem er heimasigur eða
útisigur komi hér til greina.
West llam — Newcastle 1
Hér kemur enn einn af þessum
leikjum sem erfitt er að spá um
úrslit i. Ég hef þá trú að heima-
völlurinn dugi West Ham að þessu
sinni til sigurs en þarna eigast við
mjög áþekk lið og gæti jafntefli
þessvegna komið til greina.
VVolves — Derby 2
Meistarar Derby náðu sér
heldur betur á strik á laugar-
daginn var, þegar þeir sigruðu
Arsenal 5:0. Það kemur vart til
greina, að Úlfarnir stöðvi þá, ef
þeir ná sér svo á strik aftur.
Sunderland — Burnley 2.
Burnley hefur nú þegar yfir-
burðastöðu i 2. deild. tveim stig-
um á undan næsta liði.
Það er þvi harla ótrúlegt, aö
Sunderland nái stigi af Burnley i
þessum leik, þrátt fyrir að
Sunderland leiki á heimavelli.
Yalur
og IR
mætast í kvöld
Senn líður að lokum
Rey kj a víkurmótsins
I kvöld heldur l.-deildar-
keppni íslandsmótsins í
handknattleik áfram og
mætast þá Valur og
Víkinguri fyrri leiknum, en
IR og FH í þeim síðari.
Leikirnir fara fram í
Laugardalshöllinni. öruggt
er að þetta verða jafnir og
skemmtilegir leikir og þá
ekki sizt fyrirþá sök, að svo
litur út sem dómararnir séu
að taka á sig rögg og stöðva
tafirnar sem þeir hafa leyft
i handknattleiknum alit of
lengi. Sú ákvörðun þeirra á
eftir að gera mótið mun
skemmtilegra en ella.
Fyrri leikurinn i kvöld er á milli
Vals og ..Reykjavikurmeistara”
Vikings. Það fer vart milli mála
að flestir lita á þennan leik sem
uppgjör milli þessara liða fyrir
leikinn sem fram hefði átt að fara
um Reykjavikurn>pistaratitilinn,
þar eð þessi lið voru jöfn að stig-
um i mótslok, en Vikingar kærðu
leikinn við tR og unnu þannig
mótið. Og hvernig fer svo þessi
leikur? Um það er mjög erfitt að
spá. .Leiki Valsmennirnir ekki
betur en gegn F'ramJ4~dögunum,
þá sigra Vikingar örugglega. En
ef Valsmenn ná sér aftur á strik
ættu þeir ekki aö þurfa að óttast
Vikingsliðið. en Valsliðið er eins
Frá lcik Vais og Vikings i islandsmótinu I fyrra. Vikingur vann þá fyrri leik liðanna allóvænt.
5:1
8:10
5:8
í handknattleik
og vindurinn, maður Veit aldréi
hvert hann blæs.
Hinn leikurinn verður án efa
mjög skemmtiiegur. Þar eigast
við þau- tvö lið sem ekki hafa
tapað stigi i mótinu til þessa, 1R
og FH.
Miðað við-getu liöanna ætti FH
ekki að þurfa að lenda i neinum
vandræðum með 1R, en 1R hefur
fengið mjög athygiisverðan
markvörð, Geir Torsteinsson,
sem hefur staðið sig afburða vel i
siðustu leikjum. Það er þvi
spurning hvort hann stendur sig
jafn>vel gegn stórskyttum FH og
hann gerði gegn Skyttum
Ármanns og KR. Ef svo verður
ekki fer FH án efa með sigur af
hólmi.
FH sýndu mjög sannfærandi
leik gegn Fram á dögunum og eru
^nú flestir þeirrar skoðunar að FH
vinni þetta mót. En við verðum að
biða nokkra mánuði enn til aö fá
þeirri spurningu svarað. ^
Nú mun ölium leikjum Reykja-
vikurmótsins i handknattleik
lokið nema úrslitaleikjum og eiga
þeir að fara fram 9. desemiþer að
þvi er næst veröur komizt. Þó eru
úrslit kunn i nokkrum flokkum.
Valur varð Reykjavikur-
meistari i mfl. kvenna, Vikingur i
1. fl. karla og i mfl. karla á kæru.
Um siðustu helgi fóru fram siö
ustu leikirnir i riðlum mótsins og
urðu úrslit þessi.
1. fl. kvenna.
Ármann —Valur 3:10
2. fl. kvenna.
KR — Valur 5:1)
F'ram — Fylkir 4:4
1R — Vikingur * 4:7
Þróttur — Ármanh 0:9
2. fl. karla
Þróttur —Fram - 5:7
Valur — Fylkir 6:6
KR — Vikingur 6:11
Ármann — 1R 5^9
1. fl. karla
IR-Valur
Þróttur — Vikingur
Fram — Armann
3. fl. karla
1R — Fylkir
KR — Þróttur
Fram — Valur
Vikingur —Armann