Þjóðviljinn - 07.12.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.12.1972, Blaðsíða 4
4 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN PMmmtudagur 7. desember li)72 — 1 h x 2 - 1 X * (30. leikvika — leikir 2. des. 1972). tlrslitaröðin: HO — IIX — 2XX — X22 l.vinningur: lOréttir — kr. 101.500.00 Nr. 722 — nr. 22000 — nr. 42354 — nr. 07440 2. vinningur: 9 réttir — kr. 2.200.00. nr. 779 nr. 21929 nr. 30242 nr. 01840 + nr. 73729 nr. 2008 nr. 22071 nr. 30717 + nr. 01848 + nr. 74024 nr. 8257 nr. 22225+ nr. 30721 + nr. 03540+ nr. 74800 + nr. 9447 nr. 23110 nr. 30727 + nr. 03079 nr. 74804 + nr. 11298 nr. 24330 nr. 38139 nr. 05011 nr. 74805 + nr. 1 1344 + nr. 25825 nr. 39181 + nr. 08230+ nr. 74811 + nr. 12114 nr. 25889 nr. 43527 + nr. 08351 nr. 70483 + nr. 13490 nr. 20792+ nr. 43554 + nr. 70295 nr. 79200 + nr. 14591 + nr. 27198 nr. 45735 nr. 70071 nr. 79002 nr. 15489 nr. 30722 nr. 49457 nr. 70971 + nr. 80848 nr. 15491 nr. 31788 nr. 00598 nr. 70989 + nr. 82741 + nr. 17058 + nr. 33300 nr. 00992 + nr. 70993 + nr. 82742 + nr. 19242 nr. 34413 nr. 00984 nr. 71775 nr. 82743 + nr. 21044 nr. 34729 nr. 01319+ nr. 71839 + nr. 83023 nr. 21120 nr. 35070 nr. 01838+ nr. 72052 nr. 30718 + nr. 21290 + nr. 30181+ nr. 01840 + + nafnlaus. Kærufrestur er til 27. des. Vinningsupphæðir geta lækk- að, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 30. leikviku verða póstlagðir eftir 27. des. Ilandhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingai r um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir grciðsludag vinninga. GETKAUNIR — iþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK. Auglýsingasíminn er 17500 DJOWIUINN JFHA FL.UGFE.UUGINU Brennivínsleikur og ASÍ Islendingum var af góð um guði gefinn einn sannleikur og hann var brennivin. (íslandsklukkan). Þessi ivitnun var notuð af konu nokkurri sem flutti snjalla ræðu á Alþýðusambandsþingi þar sem hún andmælti bónusnum og taldi hann nu eiga að verða nokkurs konar brennivinssannleik fyrir illa rekin frystihús landsmanna. En kannski henni hafi líka verið ofarlega i huga sá blessaði sann- leikur, sem að þvi fólki var haldið sem kom til Reykjavikur að sitja stórt og þýðingarmíkið þing is lenzkrar verkalýðshreyfingar. Á Hótel Sögu var þingið haldið, eina staðnum iiklega á landinu sem hefur salarkynni svo stór að þing það rúmi i sæti við borð yfir 350 fulltrúa ásamt starfsliði svo fjöl- menns þings. Allan timann var i liðarsal op inn bar, þar sem hægt var að velja sér sterkar veigar. Allan miðvikudaginn sem þingið sat var þar veitt áfengi, þó sam- kvæmt þeim reglum sem vinveit- ingastaðir hafa, sé þetta vinlaus dagur. Þingið stóð stundum fram á nótt, og siðustu nóttina var fundur alla nóttina og langt fram á dag og alltaf var opinn bar i salnum og engar veitingar aðrar hægt að fá. Hverjareru reglur vinveitinga- staða? Mega þeir hafa opna bari nótt og dag ef þeim býður svo viö að horfa? Er uppgjöf okkar i áfengismálum svo algjör, að eng- um lögum og reglugerðum sé reynt að hlýða? Er yfirleitt bjóð- andi upp á það að halda slíka fjöldafundi dag og nótt með opinn bar i hliðarsal og aðra 5 bari i húsinu sem hægt er að gripa til ef að á liggur! Hvar erum við staddir Islend- ingar? Nú vil ég ekki halda þvi fram, að það fólk sem situr Al- þýðusambandsþing sé drykkfeld- ara en annað fólk. nema siður sé. Ég þori að fullyrða að enginn svona stór hópur fólks nú i dag sæti erfitt þing nótt og dag með öllum þeim vínaustri sem þarna á sér stað, myndi hafa lokið þing- störfum jafn vandræðalaust með sóma og háttvisi eins og þarna var þó gert. En er hvergi friður fyrir þess- um ófögnuði? Er ekki lengur hægt að halda vínveitingalaust þing eða fund? Og að endingu krefst ég þess að fá svar við þeirri spurningu minni: Á hvers ábyrgð er slik vin- sala sem hér hefur verið sagt frá, alla daga, þurra daga sem aðra, heilar nætur sem hálfar? Er þetta kannski sá sannleikur sem var af góðum guði gefinn oss Islendingum og er brennivin. Herdis ólafsdóttir. Skrifstofustúlka óskast Flugfélag íslands óskar að ráða vana skrifstofustúlku til starfa i skipulagsdeild félagsins. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu vanar enskum bréfaskriftum og vélritun. Ensk stúlka kemur til greina. Umsóknareyðublöð, sem fást i skrif- stofum félagsins, skilist til starfsmanna- halds i siðasta lagi 15. desember n.k. FLUCFELACISLAJVDS Maöurinn ininn KRÍMANN ÍIKLGASON verkstjóri Laugavegi 128 verður jarðsunginn fr desember kl. 13,30. í Frikirkjunni föstudaginn 8. Margrét Stefánsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför INGVAItÍNU EINARSDÓTTUR Borgarnesi Guðmundur V. Sigurðsson Erla G. Guðmundsdóttir Boye Petersen Þorgeir Guðmundsson Rebekka Benjamlnsdóttir Eydis Guðmundsdóttir Þorsteinn Benjamfnsson (iuðniundur Petersen Margrct E. Þorgeirsdóttir Lisa Petersen. Eitthvað brogað við bókhaldið? (Niðurlag) Þ. Þorgrímssyni og co. svarað Vegna skril'a Þorgrims Þorgrimssonar um viðskipti min við fyrirtækið Þ.Þorgrimsson & co. bið ég birtingar eftirfarandi upplýsinga. Það var ekki min ósk, að birt var nafn Þ.Þorgrimsson & co. i umræddum skrifum ,,EITTH VAÐ BROGAÐ VIÐ BOKHALDIД 21/11 s.l. Upplýsingum Þ.Þorgrimsson & Co., um að gerðar hafi verið tilraunir til að ná i mig i sima, visa ég algjörlega á bug sem til- Ræfulausum. Langlokuútskýringar Þ.Þorgrimssonar um mistök fyrirtækisins. gleymsku með sérkvittun, ..afstemningu” á vixileignareikningi o.fl., segja sina sögu. Kaupandi vixilsins, Búnaðarbanki tslands, hefði auöveldlega átt að geta upplýst Þ.Þorgrimsson & Co. um greiðsludag umrædds vixils. Kannski árangurslausar sima- tilraunir við bankann lika? Vegna vonbrigða Þorgrims Þorgrimssonar og ágizkana hvað valdið hafi afhendingu hótunar og rukkanabréfa skal ég skýra viðhorf mitt. Þegar ég kom af sjónum að kvöldi 9da sept. s.l. beið min innheimtu- hótunarbréf frá Þ.Þorgrimsson & Co. vegna vixilskuldar frá 5. júni ’72. Eftir að hafa skoðað vixilinn (greiddur viku fyrir fall), brostum við hjónin að kerfisbókhaldi Þ.Þorgrimsson & Co. A rúmri sólarhringsdvöl i landi, og það yfir helgi, er nógu að sinna öðru en sliku ónæði. Rukkunarbréf (nr. 2) frá Þ.Þorgrimsson & Co. beið min þegar ég kom i land um miðjan október. en nú brá svo við að innheimtuhótunin var ekki i bréfinu. Hvers konar bókhald er eiginlega hjá Þ.Þorgrimsson & Co? hugsaði ég. Játað skal hreinskilnislega, að mér var þá skapi næst að hafa samband við Þorgrim Þorgrimsson og lesa honum pistilinn. Hvers vegna ég lét það ógert, man ég ei gjörla, en stutt viðdvöl i landi, fjarri erli þorskastriðs, er nægjanleg skýring. Eftir móttöku 3ja bréfsins frá Þ. Þorgrimsson og Co., varð mér ljóst, að leiðrétting á kerfisbók- haldi Þ.Þ. og Co. gegnum sima, eða með heimsókn til fyrir- tækisins, myndi ékki leysa vanda okkar neytendanna. Þessi innheimtubréf Þ. Þorgrimsson og Co., og önnur svipaðs eðlis, sem ég og aðrir höfum orðið fyrir ónæði af, knúðu mig til afhendingar, i þeirri von að fyrirtæki og stofnanir sæju að sér i þessum efnum. Ekki mun af veita. Varðandi yfirlýsingu Þ.Þ. og Co., um að hann I framtíðinni vilji ekki eiga önnur viðskipti við mig en staðgreiðsluviðskipti, vil ég benda Þ.Þ. á, að staðgreiðsla hefur of oft reynzt húsbyggjend- um og öðrum neytendum dýr- keypt óþægindi þegar um gallaða vöru hefur verið að ræða. Á hinu leitinu finnst mér þessi ákvörðun Þ.Þ. og Co., að vilja ekki eiga við mig heiðarleg bankaviðskipti, lýsa helzt til mikilli vantrú á eigin bókhaldi Þ. Þorgrimsson og Co. Með jólaóskum og fullri vin- semd. V/s Ægi 3ja des. ’72. Jón Steindórsson. Sjónvarp á Vestfjörðum Það kom fram i svari Magnús- ar Torfa Ólafssonar, mennta- málaráðherra, á alþingi er hann svaraði fyrirspurn frá Kar- vel Pálmasyni, að i Vestfjarða- kjördæmi eru nú 82 býli sem ekki hafa skilyrði til móttöku sjón- varpssendinga, og til viðbótar 27 býli með slæm móttökuskilyrði. Ráðherrann sagði, að heildar- áætlun um úrbætur i þessum efnum lægi ekki fyrir, en ráðgert væri að reisa á næstu misserum 3- 4 stöðvar, er leystu vanda tæps helmings þessara býla. Um möguleika á sjónvarps- sendingum til sjómanna á hafi úti sagði menntamálaráðherra, að athuganir ( þeim efnum væru skammt á veg komnar. Þó virtist ljóst, að hvað Vestfjaramið snerti væri heppilegast að reisa slika stöð uppi á Barða, og benti mjög lausleg áætlun til þess að slik stöð mundi kosta a.m.k. 5 miljónir króna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.