Þjóðviljinn - 07.12.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.12.1972, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓDVJLJINN Fimmtudagur 7. desember 1972 innlend UM ANDATRÚ OG ÍSLENDINGA Ibúðirnar þykja dýrar Sauftárkróki, 5/12 — Fram- kvæmdanefnd byggingaráætlun- ar hefur lokið við byggingu fjöl- býlishúss við Viðigrund. Hafa tólf ibúðir verið teknar i notkun, sex i hvoru stigahúsi. Heldur þykja ibúðir þessar dyr- ar hér i kaupstaðnum. Þóttu þess- ar ibúðir fara fram úr áætluðum kostnaði. Hreinn. Mikið að gera hjá iðnaðarmönnum Sauðárkróki, 5/12 — Mikil vinna er hér hjá iðnaðarmönnum. Kru nokkrar stórar byggingar i smiðum. Hæst ber þar smiði nýs sláturhúss fyrir Kaupfélag Skag- firðinga. Upp komið er það talið kosta um 80 miljónir kr. Unnið verður viö þetta hús i allan vetur. Þá er byrjað að byggja heimavist fyrir gagnfræðaskólann og iðn- skólann. Frost hefur þó tafið grunngröft. Þá stendur lika á teikningu frá Stefáni Jónssyni, arkitekt. Hreinn. Húsið kostar á 8. miljón kr. Sauðárkróki, 5/12 — Bygg- ingarkosnaður við læknisbústað hér er nú kominn á áttundu miljón kr. og þykir sumum nóg um kostnað við þessa miklu villu. Dýrmætt er hins vegar að njóta góðrar læknisþjónustu. Hreinn. Dauft yfir sjávarútvegi Sauðárkróki, 5/12— Skuttogar- inn Hegranes veiðir nú eitt skipa héðan og helur útivist sjö til tiu daga i senn. Leggur það upp afl- ann til skiptis i tvö frystihús og er verkafólk þrjá til fjóra daga að vinna úr þessum afla. Fjórir til fimm snurvoðabátar byrjuðu veiðar i haust. Var þá unnið daglega i fiskvinnslu. Veiði var hins vegar treg og hættu þeir mánuði áður en snurvoöaleyfi rann út um siðustu mánaðamót. Ekki þykir mönnum hér full- kannað ennþá um hörpudisksmið hér skammt undan. Vinnsla við hörpudisk skapar mikla vinnu og arðsama útflutningsvöru. Skelin þótti nokkuð smá til vinnslu á þeim miðum er hún fannst á hér undan. En þessi mið eru ekki fullkönnuð ennþá og mættu fiskifræðingar frá Haf- rannsóknarstofnuninni leggja þar hönd á plóg. Hreinn. Ný vatnslögn Sauðárkróki, 5/12— Búið er aö leggja meginlögnina frá vatns- bólum i Gönguskörðum og verður hún senn tengd innanbæjarveit- unni. Á sinum tima fundust góðar vatnslindir i Gönguskörðum og þurfti að leggja pipur allt að átta kilómetrum þaðan til bæjarins. Vatnið er hins vegar tekið úr upp- sprettulind. Veður hefur hamlað frekari framkvæmdum. Er þó auð jörð hér á Sauðárkróki þessa daga. Hreinn. Geysir 50 ára Akureyri, 5/12 — Afmælistón- leikar karlakórsins Geysis fóru fram i Akureyrarkirkju um mánaðamótin. Söng kórinn undir stjórn Askels Jónssonar og Philip Jenkins. Á söngskránni voru inn- lend og erlend lög og höfðu menn unun af. Fyrsta söngskemmtun kórsins var haldin 16. desember 1922. Fyrsti formaður kórsins var Ein- ar .1. Heynis, en núverandi for- maður er Haraldur Helgason. Vilja breyta farvegi Glerár Akureyri, 5/12 — Bæjarráð er nú að hugleiða að breyta farvegi Gleráraustan Glerárgötu og færa ána til norðurs. Skipulagsnefnd hefur málið til umsagnar. Sjö lœknar á einu ári Olafsfirði, 5/12 Hér hefur verið læknislaust siðan i ágúst. Um siöustu mánaðamót réðist hingað læknir Guðjón Guðnason og verður hér til áramóta. Er þá von á öðrum lækni i janúar, sagði Asgrimur Hartmannsson, bæjar- stjóri. Á þessu ári hafa margir læknar gegnt hér störfum frá Reykjavik. Fyrst var hér Ölafur Ólafsson, núverandi landlæknir. Kom hann með fjölskyldu sina og var hér tæpan mánuö. Þá tók við Jósep Olafsson, læknir i Hafnarfirði og kom hann lika með sina fjöl- skyldu. Þriðji var Guðsteinn Þengilsson, Heykjavik, þá Vik- ingur H. Arnórsson, siðar Arin- björn Kolbeinsson með sina fjöl- skyldu. Kom hann tvisvar sinnum og var hálfan mánuð i hvort skipti. A eftir honum kom dr. Friðrik Einarsson með sina konu. Allir höfðu þessir læknar nóg aö starfa. Árshátíð ABN llellissandi, 5/12— Siðastliðinn laugardag var haldin árshátið á vegum Alþýðubandalagsins i Neshreppi. Konur stóðu fyrir myndarlegum veitingum. Þá hélt Helgi Seljan alþingismaður ræðu og Kristján Helgason i Ólafsvik flutti nýhönnuð Ijóð og Jörundur skemmti. Hljómsveitin Kátir félagar sáu um dansfjörið. Skemmtunina sóttu félagar úr nágranna- byggðalögum. Skemmtu menn sér hið bezta. Timi til félagsstarfa er að haustinu vegna annrikis á vetrar- vertiðum. Formaður ABN er Danieí Guðmundsson. Stjórnaði hann með prýði undirbúningi að þessari árshátið. Skal. Opnuðu dagheimili llellissandi, 5/12 — í dag er opnað dagheimili fyrir börn hér i kauptúninu. Verða þar vistuð 30 til 40 börn og er dagheimilið opiö frá hádegi til kl. 19 að kvöldi. For- stöðukona hefur verið ráðin og heitir hún Oddný Gestsdóttir. Mikil nauðsyn hefur verið að koma upp dagheimili vegna þess að húsmæðurnar eru hér þunga- miðja vinnuaflsins i atvinnulif- inu, — i frystihúsinu, saltfisk- vinnslustöðvunum, við linubeit- ingu og afgreiðslustörf i verzlun- um. I haust var ákveðið að breyta gömlu ibúðarhúsi i dagheimili. Ákváðu fiskverkendur að leggja i þessar breytingar ákveðið fjár- magn. Þó peningar væru fyrir hendi var ekki hægt að fá fag- menn eða lagtæka menn til þess að breyta húsinu. Hafa félagar i Lion-klúbbi Nesþinga gengið i að breyta húsinu. Skal. Einhversstaðar stendur að íslendingar kunni ekki að rök- ræða, þvi að þegar kemur að kjarna málsins þá hrökkvi þeir viðog slái út iaðra sálma. Ekki skal neitt fullyrða um hvort þetta er rétt eða ekki. En hitt er hægt að fullyrða, að eitt er það mál sem ekki er nokkur leið fyrir efasemdar- mann eða trúleysingja eins og mig að rökræða við vel flesta islendinga. Þetta mál er andatrú, þ.e. lif eftir dauðann, andalækningar, miðlar og aðrir þeir er hafa atvinnu af einfeldningshætti fólks i þessum efnum. Ég hygg, að um það bil 90% af þjóðinni trúi á þessa hé- gilju. Að visu er prósentu- talan ágizkun ein, en eftir þeim fjölda sem maður hefur heyrt ræða þessi mál er hún sennilega ekki fjarri sanni. Beri þessi mál á góma ein- hversstaðar þar sem fólk kemur saman, þá stendur aldrei á þvi að-eir sem á þetta trúa kunni frá sögum að segja, sem það hefur annað hvort heyrt eða upplifað sjálft, og hversu fáránlegar sem þessar sögur eru, finnur maður ekki nokkurn minnsta efa um sann- leiksgildi þeirra hvað þá að neitt sem við kemur andatrú geti verið rangt, mis- eða of- sagt. Það einkennilegasta við þetta allt saman er að þetta efalausa fólk i efnum anda- trúar er oft á tiðum algerlega trúlaust fólk, enda þarf ekki > hin svo kallaða guðstrú og andatrú að fara saman. En þegar rætt er um trúmál við þetta fólk fyllist það efasemd- um um margt það sem stend- ur i bibliunni. Það vill ekki trúa þvi, að guð hafi hannað himin og jörö. Og sjálfsagt af góðri reynslu vill það heldiir ekki trúa þvi, að Maria hafi getað orðið ófrisk án þess að lifandi karlmaður kæmi til skjalanna, jafnvel ekki rauð- sokkUr fást til að trúa þvi, hvort sem rauðsokkAr gera það eður eða ei. Svona mætti lengi telja um efasemdir þessa fólks, þegar biblian er annarsvegar. En þegar kemur að andatrúnni... Nei takk. Þar stendur hver stafur án efa. Hvernig stendur á þessu? Ég heyröi það eftir ein- hverjum gerlasérfræðingi er- lendum, þegar verið var að ræða um ofskynjunarlyfið LSD fyrir nokkrum árum, að i sekmmdu korni myndaðist efni, sem væri það sama og eitt aðalefnið i ofskynjunarlyf- inu LSD. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja, að fáar ef nokkrar þjóðir þurftu hér fyrr á áirum að éta eins mikið af skemmdu korni i einhverri mynd og islenzka þjóðin. Nú er það einnig kunnara en frá þurfi að segja, að hverskonar draugatrú, trölla- og annarra óvætta trú, var svo rik i tslendingum hér fyrr á árum og er jafnvel enn, að engu lagi er likt. Getur það hugsazt, að efnið i skemmda korninu eigi - hér sök að máli? Getur verið að islenzka þjóðin hafi gengið i einhverri „lsd-vimu” mikinn hluta hins drungalega skammdegis öldum saman? Er þarna komin skýringin á þvi að hverskonar óvættatrú var og er rikari hér á landi en nokkurstaðar annarsstaðar, ef undan eru skildar hinar frum- stæðu þjóðir inn i frumskóg- inum? Ef svo er, þá er þessu fólki vorkunn, þótt það hafi séð skottur, móra,tröll og for- ynjur i hverju skúmaskoti hins drungalega islenzka skamm- degis. Hitt er aftur á móti ófyrirgefanlegt, að þar sem við erum i dag hætt að éta skemmt korn, höfum góð og vel lýst hibýli og eigum að teljast sæmilega upplýst þjóð, að þá skuli enn angi af þessari endaleysu lifa enn með þjóð- inni i jafn rikum mæli og raun ber vitni, andatrúin. Hve oft hefur maður ekki heyrt sögur sem eiga að sanna andalækningar, lif eftir dauð- ann o.s.frv. Hve oft hefur maður ekki heyrt menn segja frá þvi þegar þeir fóru til andalæknis vegna alls konar kvilla sem hrjáðu þá, segja frá hvernig þetta hefur læknazt á stuttum tima. Menn sem vegna of mikillar vinnu eru orðnir of spenntir á taugum, menn sem eru að byggja sér ibúðir og eru lika yfirspenntir á taugum, fara til andalæknis. Svo slaknar á spennunni, áhyggjurnar minnka, og menn iæknast smám saman, þá er það andalækninum að þakka. Þessu fólki dettur aldrei i hug að draga slikt i efa. Það er ekki hugsanlegt að likaminn hafi gert þetta sjálfur þegar spennan og áhyggjurnar minnkuðu. Nei, ekki aldeilis. Þetta er aðeins eitt dæmið: Kona fer til andalæknis og hann segir allt i einu: „Honum bróður þinum, pabba, mömmu, eða eiginmanni þinum, er illt i bakinu”. Þegar heim er komið á manneskjan varla orð til að lýsa hrifningu sinni. Hvernig gat „lækn- irinn” vitað þetta, að honum pabba er illt i bakinu? Það er aldrei hugsað út i það að þetta sé hin venjulega gigt sem 99% af öllu öldruðu fólki verður fyrir einhverntimann á lifs- leiðinni. Ef það er bróðirinn, en hann segir að sér sé alls ekkert illt i bakinu, þá er ef til vill rifjað upp, að einhvern timann meiddi hann sig i bak- inu, mikið eða litið. „Jú ann- ars, eg er helzt á þvi að ég hafi aldrei almennilega náð mér siðan”, er þá vanalega svarið, þótt maðurinn hafi kannski ekki munað eftir þessu lengi. Og auðvitað batnar honum strax nóttina eftir. Og hvilikt kraftaverk hefur ekki átt sér stað! Og sannleikurinn er sá, að margt fólk, sem þykist ekki trúa á þetta, segir svo allt i einu þegar þessi mál ber á góma: „En ég get sagt ykkur það, að ég heyrði samt dálitið merkilega sögu um svona- lagað um daginn...” Efinn leynist alltaf innst inni. Svo eru gefnar út bækur og það margar bækur árlega hér á landi um þessi efni, og að sögn eru þessar bækur met- sölubækur ár eftir ár. Og engum dettur i hug að draga eitt einasta orð i þeim i efa. Ég hygg að til þess að reyna að fá fleiri en 10 sálir við messu i 300 til 500 manna kirkjum lands- ins ættu prestarnir að breyta til og auglýsa i stað þessarar klassisku auglýsingar — messa kl. 10 f.h. barnamessa kl. 2 séra Jón Jónsson — ættu þeir að setja — andafundur kl. 10, lækningafundur kl. 2, Jón Jónsson miðill mætir við messu, séra Jón Jónsson. -S.dór. VQF Fólkið sem lög og reglu heimtar Þann 17.11 birtist i málgagni Alþýðuflokksins á Akureyri, Alþýðumanninum, ræða eftir Bárð Halldórsson einn af aðalfor- kólfum Alþýðuflokksins á Norðurlandi, sem hann flutti á Sauðárkróki þann 23. sept. síðast- liðinn. Þar kemur vel fram sú andlega niðurlæging, sem Alþýðuflokkurinn er i eftir 12 ára faðmlög við ihaldið. Bárður hefur ræðu sina á þeirri fullyrðingu, að öll vandamál tilheyri fortiðinni, nú sé ekki lengur fyrir neinu að berjast. Þvi á nú að leggja öll baráttumál til hliðar og höfuð- stefna Alþýðuflokksins skal framvegis vera atkvæðasöfnun, annað skiptir ekki máli. Og þegar um svo göfuga hugsjón er að ræða er litið á þvi græðandi að reka verklýðspólitik, Það er önnur stétt, sem Alþýðuflokkurinn græðir meira á að höfða til vegna þess að hún er stærsta stétt landsins það er millistéttin. Það var lika millistéttin, sem Hitler höfðaði til, enda varð Nazistaflokkurinn fljótlega stærsti flokkur Þýzkalands á sin- um tima. Hún er þvi ekki amaleg fyrirmyndin sem Bárður hefur. En hvað er það þá sem Bárður vill gera til að vinna hug og hjörtu þessa fólks? Jú, það skal fá lög og reglu, allt agaleysi og ringulreið skal barið niður með harðri hendi undir forystu Alþýðuflokksins. En hvernig er það eiginlega, það er eins og mig minni að slagorðin „lög og regla” hafi komið fyrir einhvers staðar annars staðar, verið notuð af fleiri pólitikusum en Bárði. Jú mikið rétt, þetta hefur vist verið eitt af höfuð- slagorðum Nixons Bandarikja- forseta og fasistar á öllum timum hafa notað það sér til fram- dráttar. En það skal gera meira til að fá millistéttina til að kjósa Alþýðu- flokkinn. Og hvað skyldi nú það vera? Jú, hún skal setjast á skólabekk, þvi það er óþarfi að halda uppi „rándýru skólakerfi bara handa striðöldum bilifiskrökkum”. Og nú eru tryggingarnar ekki neitt baráttumál Alþýðuflokksins lengur, enda eru þær bara stirðn- aðar úreltar hugmyndir og það fólk, sem mest nýtur góðs af þeim 'gamalt fólk og öryrkjar) ekki nærri þvi eins margt og milli- stéttarfólkið. En það er von að Alþýðuflokks- menn hugsi mikið um atkvæði nú á siðustu og verstu timum og sjái flokk sinn i hillingum sem stóran millistéttarflokk, þvi hún var ekki svo beysin útkoman úr síðustu kosningum. Stefán Karlsson (sign) stud.soc

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.