Þjóðviljinn - 13.12.1972, Side 3

Þjóðviljinn - 13.12.1972, Side 3
Miftvikudagur 13. desembcr 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Einleikur á sembal og fiðlu ' .. : Einleikararnir Konstantin Krechler, Helga Ingólfsdóttir og Páll P. Pálsson eru hér á mynd- inni, sem tekin var á blaða- mannafundi sem haldinn var i gær. 6. reglulegu tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar tslands verða haldnir i Háskólabiói annað kvöld kl. 8,30. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson og einleikarar Helga Ingólfsdóttir á sembal og Konstantin Krechlerá fiðlu. Flutt verða tónverk eftir Bach: Sembalkonsert i E-dúr og Fiðlu- konsert nr. 2 i E-dúr og konsert fyrir hljómsveit eftir Béla Bar- tok. Þurrkví í Reykjavík: Endanlegar tillögur til umsagnar Ekki er annað sýnilegt en þurrkvi verði byggð hér i Reykjavik á næstunni. Er þá miðað við að hægt sé að taka upp allt að 4 þúsund tonna skip til viðgerðar. Verkfall lam- ar starf EBE BIIUSSEL 12/12 — Verkfall 0000 starfsmanna við aðalstöðvar Efnahagsbandalags Evrópu I Brussel hélt áfram i dag og var rétt með naumindum hægt að halda tvo ráðherrafundi EB. Likur eru á að verkfallinu ljúki fyrr en áætlað var, þar sem stjórn EB hefur beðið EB-dómstólinn að skera úr launadeilunni með gerðardómi. Starfsfólkið hafði boðað niu daga verkfall. þ.e. til 19. desember. en það hófst i gær. 1 dag varð að fresta vegna verkfallsins fundi i Euroatom, þar sem visindaráðherrar EB landa ætluðu að ræða fimm ára áætlun kjarneðlisrannsókna. Var fundurinn settur, en frestað eftir fimm minútur, þar sem engir túlkar voru við vinnu. Siðar i dag mættu hinsvegar hærra settir starfsmenn og gerðust verkfalls- brjótar og bráðabirgðatúlkar og var þá fundi Euroatom haldið áfram. A fundi landbúnaðarráð- herra gerðust tungumálastúdent- ar i túlkadeild við háskólann i Brussel verkfallsbrjótar. Starfsfólk EB hélt fund i dag til að ræða möguleika á gerðardómi. I Luxemburg héldu starfsmenn Evrópuþingsins áfram samúðar- verkfallinu með EB-starfs- fólkinu, svo hætta varð fjögurra daga fundi þingsins um hádegið. Þetta er viðtækasta og bezt heppnaða verkfall starfsfólks EB til þessa, en það hefur nokkrum sinnum áður farið i verkfall undanfarin tvö ár til að mótmæla kjörum og starfsaðstöðu. DAGSKRA HELGUÐ NORDAHL GRIEG I tilefni af þvi, að i ár eru liðin 70 ár frá fæðingu Nordahls Griegs, efnir Norræna húsið til dagskrár um skáldið kl. 20.30 á föstudagskvöld þar sem meðal annars verða flutt ljóð eftir hann i þyðingu Magnúsar Asgeirssonar (flytjandi Andrés Björnsson), minningarorð um hann eftir Magnús Asgeirsson (flytjandi Brynjólfur Jóhannesson) kveðja frá Halldóri Laxness (flytjandi Arni Kristjánsson) auk þess sem sungin verða lög við texta Nordahls Griegs af Svölu Nielsen og Einsöngvarakórnum við undirleik Guðrúnar Kristins- dóttur. Norska skáldið NORDAHL GRIEG (1902—1943) er islending- íbúð seld á 5,5 miljónir A dögunum seldist 5 herbergja ibúð i vesturbænum á 5,5 miljón kr. Er þetta 100 fermetra ibúð i 15 ára gömlu húsi. um að góðu kunnur, bæði fyrir snilldarþýðingar Magnúsar Ásgeirssonar á allmörgum ljóð- um hans og vegna dvalar hans hér á striðsárunum (1942). Á Þingvöllum orti hann eitt af ljóð- um sinum, ,,Den menneskelige natur” (sept. 1942), sem ekki birtist fyrr en að striði loknu, að hans eigin ósk. Ljóðið ,,A Þingvöllum”, sem Magnús Asgeirsson þýddi á islenzku,orti Grieg i október 1943, tæpum tveimur mánuðum áður en hann fórst með flugvél, sem skotin var niður yfir Berlin 2. desember 1943. Kona Griegs, Gerd, mun verða viðstödd dagskrárflutninginn. Samtimis dagskránni á föstu- dagskvöld verða sýnd verk Griegs, sem til eru i Landsbóka safninu, auk þess sem Norræna húsið sýnir það sem það á af bók- um eftir hann. Þess má geta að ein frumútgáfa af bók Griegs var prentuð hér, ljóðabókin Friheten, en Ragnar i Smára gekkst fyrir þvi á sinum tima. —úþ. Siðastliðið haust skilaði sænskur skipasmiðaforstjóri frá Helsingborg John Helmerson að nafni ákveðnum tillögum að byggingu þurrkviar við Gelgju- tanga, sagði Gunnar B. Guð- mundsson, hafnarstjóri i gær. Eru þetta endanlegar tillögur og eru nú til umsagnar i iðnaðar- ráðuneytinu. Ekki hefur verið fjallað til fulls um þessar tillögur i hafnarnefnd Reykjavikur. I iðnaðarráðuneytinu er i undirbúningi frumvarp að lögum varðandi þessa þurrkvi Lítið miðar í samkomulag Kjarasamingar hjá tiu verka- lýðsfélögum runnu út um siðustu mánaðarmót við tslenzka álfélagið og hafa samningavið- ræður verið heldur stirðar og litið gengið saman. 1 fyrradag var haldinn samningafundur með deiluaðil- um og náðist þá samkomulag um flokkaskiptingu i heild á kaupi starfsmanna byggt á eldra starfs- mati, sagði Hermann Guðmunds- son formaður Hlifar. NÝJAR ÚTGÁFUR Á RITUM HÖFUÐSKÁLDA Þórbergur Þóröarson FRÁSAGNIR Hinar styttri frásagnir meistarans. Verð ib. kr. 850.-, skb. kr. 1.050.-, ób.kr. 650. + sölusk. Jóhannes úr Kötlum LJÓÐASAFN Tvöfyrstu bindin komin út. Verð hvors bindis ib. kr. 650.-, ób. kr. 480.- + sölusk. Magnús Stefánsson (Örn Arnarson) BREF TIL TVEGGJA VINA Verð ib. kr. 580.- ób. kr. 420.-, + sölusk. MAL OG MENNING HEIMSKRINGLA Gildran er nýjasta bók Des- mond Bagleys. í henni greinir írá því, er bófinn Slade, sem við kynntumst í bókinni ÚT í ÓVISSUNA, slapp úr hönd- um réttvísinnar og var eltur frá Englandi, um írland og suður í Miðjarðarhaf. Þessi saga stendur öðrum bókum Bagleys ekki að baki í spennu og átökum. — Kvikmyndun hennar er þegar hafin. Aðal- hlutverkin leika Paul New- man og Candice Bergen. Desmond suðri BagleyiMÉÉeS GILDRAN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.