Þjóðviljinn - 13.12.1972, Síða 8

Þjóðviljinn - 13.12.1972, Síða 8
8 SIÐA — ÞJóÐVILJINN Miðvikudagur 13- desember 1972 Gísli Guömundsson skrifar fréttabréf frá Súgandafiröi M.b. Stefnir 1S 150. Gæöaskip, sem byggt er árift 1954. Gisli Guftmundsson, fréttamaftur blaðsins, treffilegur náungi þótt gamall sé. Dýrt aö búa í krummavíkum Tiöarfar i nóvember var frekar óblitt og róörar þvi af þeim sök- um oft erfiðir. Veöurhæð suma róðrardaga var um 8-10 vindstig með snjókomu, en frostalitið. Frá 4.-13. var farið aðeins einn dag á sjó þann 8. Þann dag var lika Botnsheiði opnuö fyrir bila. Eftir eina klukkustund var hún lokuð aftur og hefur verið það siðan. Það fennti hér mjög mikið, og elztu menn muna ekki jafn mik- inn snjó á þeim tima árs. Póstbát- urinn Fagranes kemur nú hingað tvisvar i viku með hinar lifsnauð- synlegu þarfir t.d. mjólk, brauð og brennivin. Snjóbiliinn hefur lika verið i förum eftir að hann komst i lag eftir sumarhvildina. Ekki er hann þó fyrir alla og er það undir duttlungum sveitar- stjórans komið hverju sinni, hvort hann fæst. Sennilega hefur billinn i upphafi ekkert verið styrktur af almannafé. Er þá neitun vel skiljanleg, ekki sizt ef satt er, að hann sé rekinn með bullandi tapi. Privatferðir kosta nú 3.500.- kr. hver ferð, en sætið i áætlunarferðum kr. 350.-. Bil- stjórinn fær kr. 1500.- íyrir ferð- ina. Það getur verið dýrt og erfitt að búa & svona krummavikum þegar vegir lokast og tið er vond. Læknir kemur hér tvisvar i viku ef veður leyfa. Gjöfulu miðin hafa smá- þornað Sjósókn Súgfirðinga hefur verið frá upphafi vega mjög góð. Nú á siðustu timum hefur hún harnað mjög, enda skipin stór og vel út- búin. Súgandafjörður var i upp- hafi vel staðsettur á landabréfinu og þægilegur til sjósóknar. Yfir- leitt var hér góð höfn, og nú siðan nýja höfnin kom, ágæt. Það er 15 til 20 minútna sigling frá þvi farið er úr höfn og þar til komið er út fyrir á opið haf. Aður fyrr var hér lika mjög stutt á miðin, en undan- farin ár hafa þessi gjöfulu mið verið að smáþorna. Það verður Þá er þaö nóvemberafli bát- anna nú og i fyrra: þvi að sækja á fjarlægari mið og stundum og iðulega i 45-80 sjó- milna fjarlægð héðan og þá venjulegá vestur á við,suður fyrir Vikurál, sem kallað er og suður á Breiðubugt. Ég tel nú sem gamall og reyndur aðfluttur vestfirzkur sjósóknari, að það séu Patreks- fjörður og Tálknafjörður, sem séu nú og verði i framtið bezt fallnir staðir til sjósóknar hér á Vest- fjörðum. Ekki sizt þegar norðan- áttin haslar sér völl hér á norð- vesturslóðum. Skv. ofanskráðum atriðum hafa þvi stórhuga menn hér á Suðureyri selt smærri báta sfna og keypt aðra stærri. Ég þarf ekki að lýsa þeim frekar ég gerði það i siðasta fréttabrefi. Aflinn og loftsins fítons- kraftur Samanlagður nóvember-afli skv. framanskraðu er þvi 668.0 tonn. óvenju mikið af þessum afla var tindabikkja eða 38.7 tonn. Hæsti bátur var með 9,8 tonn af tindabikkju og fór hún öll eins og að venju- i mjölvinnslu Úm 90 tonn af aflanum miðað við óslægðan fisk voru flutt til tsa- fjarðar og Hnifsdals með bilum eða Fagranesinu. Vonin h.f. tók lika af sinum bát Ólafi 34.6 tonn af þorski, ýsu og lúöu og fór það allt i herzlu. Ekki eru þeir félagar nú háðir veðráttunni með þurrkinn, þeir nota nú tæknina. Loftið er sótt út i himingeiminn og þvi er dælt með fitonskrafti um herzlustöðina, og fiskurinn þornar mjög fljótt að sagt er. Vinnan, rúsinuverð og ástralskar dömur. 1968. Talið var þá, að útgerðin stæði höllum fæti og þvi talið nauðsynlegt af stjórnvöldum að ráðast á sjómannastéttina. Kaup- máttur þeirra hækkaði ekki við þessar ráðstafanir og var þvi lika mjög illa liðinn sem von var. 1/1 1970 var verðið ákveðið kr. 6.30 og uppbót kr. 0.66 skiptaverðið kr. 6.96. 1. júni sama ár hækkaði það svo um kr. 0.05 pr. kg. fór i kr. 6.35 og uppbót kr. 0.66, skiptaverðið kr. 70.1 1. janúar árið 1971, árið sem átti að kjósa til þings/var verðið ákveðið kr. 8.40 uppbót kr. 0.83 skiptaverð kr. 9.23. Nú nái* aðist kosningar, og 1. júni þetta ár fór verðið i kr. 8.85 uppbót kr. 0.88 skiptaverð kr. 9,73. Sjómenn hoppuðu af gleðir sjáiði hvað Við- reisnin er vinveitt sjómönnum, Húrra! Hver andskotinn, Við- reisnin féll. Já, að talið er á snjöllu klofbragði kappans Hannibals Valdimarssonar. Eftir þetta fór að koma skriður á fisk- verðshækkanirnar. 1. ágúst 1971 hækkaði það i kr. 10.05 pr. kg upp- bót 0.88 kr. skiptaverð kr. 11.38. 1/1 1972 var það kr. 12.20 og þá lika 100 aurar i uppbót kr. 13.20 skiptaverð. 1/10 sama ár hækkaði það i kr. 14.05 uppbót kr. 1.00 skiptaverð kr. 15.05 og það er það nú. Það kann að vera að rikis- stjórn hafi engin áhrif á fiskverð; þó efast ég um það. Good-bye to Brynjar Skeljabáturinn Brynjar, sem keyptur var hingað i júli 1969 og hét þá Guðmundur frá Bæ er nú allur. Hann fór i sumar til við- gerðar i Hafnarfirði ofan þilfars. Við nánari athugun og viðtæka skoðun kom i ljós að i honum var þurrafúi og honum þvi banað að fullu og segjum þvi nú með réttu Good-bye. Stefnir 1S, sem keyptur var hingað 1954 (Landsmiðjubát- ur) er nú fyrir nokkru kominn á söluskrá og mun eiga að seljast ef kaupandi fæst. Búið er að segja öllum upp sem á honum eru nú; uppsögnin er miðuð við ára- mót. Hörð norðanátt hefur verið hér enn það sem af er desember. Tveir bátar voru á sjó i fyrradag, mánudag, og þrir bátar á sjó i gær. Afli var tregur og erfiðir róðrar. Stórstraumur er nú yfir- standandi sem ekki bætir úr skák. Og að lokum er hér afli skel- veiðibátanna. Afli Kóps i mánuð inum var 30.0 tonn, Gullfaxi var með 20.8. Hörpudiskurinn er unn- inn jöfnum höndum, og þar starfa nú um 25 manns. Nýverið kom að sunnan eftirlitsmaður frá fersk- fiskmatinu, að likindum vegna kvartana einhvers aðila hér að heiman. Hann tók méð sér suður þrjárprufur af siðast unnum afla bátanna og skv. athugun þar syðra reyndist útkoman ágæt . Ef ferskfiskmatið hugsaði jafn vel um meöferð ferskfisks bæði við slægingu og annað, eins og það virðist gera við skelfisk, þá væri vel farið. Trausti Kristján Guðmundsson ölafur Friö’bertsson Sigurvon Guðrún Guðleifsdóttir Stefnir 1972 141.2 tonn 20 r. 139.2 tonn 20 r. 135.3 tonn 20 r. 126.8 tonn 19 r. 95.9 tonn 17 r. 29.6 tonn 13 r. 1971 139.2 tonn 20 r. sigldi með aflann 142.6 tonn 19 r. 122.0 tonn 18 r. ekki hér i fyrra. 54.6 tonn 15 r. JÓN SKAGAN ÍÓN SkAQAN AXLASkÍpCÍ A 'CUNQLÍNU MÍNNÍNGAROQ MyNÖÍK AXLASKIPTI A TUNGLINU Ævi manna er samslunginn vefur atvika, orsaka og afleiðinga. Ráðgáta lífsins verður því oftast torskilin og yfir henni hvílir hula óræðis og óskiljanleika. Oft verður manni ljóst hvernig lítil atvik verða aflgjafi stórra atburða í lífi einstaklinga og stórra hópa manna. Við lestur þessarar bókar séra Jóns Skagans verður manni þetta ljósara en áður. Frásögnin er öll lifandi og skemmtileg í einfaldleik hins frásagnarglaða sögumanns. Þessi bók er skemmtileg myndasýning úr hinu daglega lífi. ÞJÓÐSAGA BYGGGARÐI SELTJARNARNESI - SÍMAR 13510, 26155 OG 17059 Mikil vinna var hér i frystihús- inu allan mánuðinn. Unnið var stanzlaust 25 daga og stundum til kl. 11 á kvöidin og tekjur fólks þar af leiðandi mjög góðar. Háseta- hlutir sjómanna urðu lika mjög góðir. Talið er af skiptaráðunaut- um bátanna að um 440- kr. hlutur sé úr hverju aflatonni og er þá or- lof meðtalið. Xaupmáttur launa er hér breytilegur , eftir þvi hvar er verzlað. Rúsinur kosta nú i annarri verzluninni kr. 162,- pr. kg. en i hinni kr. 116.- að likindum mun vera svipaður verðmunur á ýmsum hlutum öðrum. Tæpir 7 metrar eru á milli búða. Gott útlit virðist nú vera með fjölgun á kvenfólki, þvi brátt koma hingað 5 og ef ekki fleiri ástralskar dömur til frystihúss- ins. Heimildin er frá verkalýðs- foringjanum, sem veitir þeim landvistarleyfi ásamt tilheyrandi ráðuneytum. Féll á klofbragði Hanni- bals. Það er oft minnzt á Viðreisnar- timabilið ogþá hvað þá hafi verið blómlegt og kaupmáttur launa glæsilegur. Eðlilega eru það þá stjórnarandstæðingar sem um það skrifa og tala. Hann var það ekki hjá sjómönnum, að minnsta kosti ekki alltaf. Ég hef hér hjá mér fiskverð frá árinu 1968 til og með þessa dags. Það er aðeins verð á einni tegund fisks, sem ég greini hér frá og er það þorskur yfir 57 cm. stór óslægður með haus og fyrsta flokks. Með tilvis- un til laga nr 97/1961 hefur verð- lagsráð sjávarútvegsins ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á ferskfiski árið 1968. Svona eða þessu likt hljóða verðskrár verð- lagsráðs sjávarútvegsins. Allt árið 1968 var verðið hæst kr. 5.- pr. kg. og uppbót frá riki og kaupanda 0,85 kr. pr. kg. skipta verð þvi kr. 5.85. Allt árið 1969 var það kr. 5.47 og uppbótin þá aðeins kr. 0.60 skiptaverð kr. 6.07. Það ár fengu útvegsmenn 27% viðbót við kr. 5.47 frá fiskkaup- anda, skv. lögum frá haustinu Gisli.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.