Þjóðviljinn - 13.12.1972, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 13.12.1972, Qupperneq 9
Miðvikudagur 13. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Rannsókna- stofa undir dekkinu Á togaranum Narfa hafa farið fram skipulegar tilraunir með brennslu svartoliu í stað venjulegrar gasoliu. Takist þær er ekki óliklegt að spara megi um 100 miljónir kr. i oliukostnaði á ári, ef miðað er við að svartolia verði notuð sem eldsneyti I öllum togurum okkar. Á síðustu mánuðum hef ur öðru hverju i blöðum verið minnzt á þær tilraunir, sem nú standa yfir með brennslu svartolíu í togaranum Narfa. Leidd hafa verið rök að því að með því, að nota þessa olíu i stað gasolíu á togaraflota okkar, megi árlega spara um 100 miljónir kr. Hvernig væri nú að heyra álit vélstjóra á þessu máli, manns, sem keyrt hefur vélarnar í þessu skipi bæði á gasolíu og svartolíu? Með þetta i huga héldum við á fund Ágústs Geirssonar, sem verið hefur 1. vélstjóri á Narfanum þann tíma, sem tilraunirnar hafa stað- ið, en Ágúst lauk námi frá Vélskóla íslands fyrir tveim árum. Þegar við hittum hann að máli var hann nýkominn í land, lík- lega úr siðasta túrnum sín- um á Narfa, því hann mun innan tíðar halda til Japan til að fylgjast með niður- setningu véla í nýjan skut- togara, sem gerður verður út frá Raufarhöfn, en þar hefur Ágúst átt heima. Það má vera ibúum Raufar- hafnar fagnaðarefni, að heimamaður, sem nú hefur aflað sér bæði menntunar og reynslu, skuli ráðast sem vélstjóri á hinn nýja skut- togara. — Nú virðist manni að gætt hafi vissrar andstöðu gegn þvi að gera tilraunir i þessa átt. Kannt þú nokkrar skýringar á þvi, Ágúst? — Ég held að þar sé fyrst og fremst um fullyrðingar að ræba, sem ekki hafa verið studdar nein- um rökum eða reynslu. — Menn hafa sagt sem svo: Svartolia, það getur aldrei gengið hér, það má vel vera að það geti blessazt hjá útlendingum. — En ég spyr sem svo: Af hverju getum við ekki verið frumkvöðlar á þessu sviði, þjóð, sem hefur á að skipa yfir- leitt mikið betur menntuðum vél- stjórum um borð i skipum sinum heldur en almennt gerist erlendis? — Nú varð á sinum tima vart við slit i vélarhlutum i Narfanum, var ekki svo? — Jú, það er kannski rétt að rekja svolitið sögu þessara til- rauna, i þessu sambandi. Ég vil þó fyrst segja, að útilokað sé að segja að eitthvert beint samband sé milli þess sem gerðist og svart- oliubrennslunnar. Það var á árunum 1969—'70 sem gerðar voru tilraunir með svartoliuna, og þá var settur upp oliuhitari, sem óhjákvæmilegur er við svartoliubrennsluna. Þegar þessi tilraun hafði staðið i 14 mánuði fór fram nákvæm Verður svartolía eldsneyti allra togara okkar? TILRAUNIRNAR í NARFA SPÁ GÓÐU, SEGIR ÁGUST GEIRSSON, 1. VÉLSTJÓRI Ágúst Geirsson skoðum (Loyd’s eftirlit) á vélinni. Fyrst kom fram bilun i afgas- túrbinu sem var auðvitað óháð svartoliunni, en einnig kom i ljós slit á bullum og strokkum vélar- innar. Viðgerð á þessu fór fram . úti i Grimsby og voru „slifarnar” .á krómhúðaðar að innan. Ég vil segja, að það slit sem þarna kom fram hafi fyrst og fremst verið að kenna ónógri strokkasmurningu. Við vorum með minni strokkasmurningu en jafnvel er viðurkennt að þurfi fyrir gasoliu. Annars staðar mun eftir þvi sem ég hef komizt næst, talið að a.m.k. tvisvar sinnum meiri smurningu þurfi á strokka þegar brennt er svartoliu. Þetta held ég að hafi verið ein meginor- sökin fyrir þessu sliti á sinum tima. — Nú, þar við bætist, að þessar tilraunir voru meira og minna handahófskenndar, séu þær bornar saman við þær, sem verið er að gera i dag. — Áður en við vikjum að þeim : Er vélin i Narfa að þinu áliti heppileg til þessara tilrauna? — Nei, ég hef alltaf verið þeirr- ar skoðunar, að hún sé óhentug i þessu skyni, og sagði það strax og ég heyrði að þetta stæði til. Þessi vél er „snarvend” ei'ns og við segjum á okkar máli, en það þýð- ir að þegar taka þarf afturábak er vélin stöðvuð og sett i gang með öfugri snúningsátt. Þetta orsakar það að bruninn verður ófullkomn- ari og sótmyndun meiri i strokk- unum meðan vélin er að ná eðli- legum snúningshraða. — Þetta vandamál er úr sögunni með til- komu skiptiskrúfunnar. — Hitt vil ég segja, að ef tilraunirnar i skipi eins og þessu verða jákvæðar þá ætti það að verða leikur að brenna svartoliu i öllum okkar togurum. — Nú hefur þú verið 1. vélstjóri þann tima sem núverandi tilraun- ir hafa staðið. Hvað viltu segja um þær; hefur borið á óeðlilegu sliti og hvað um viðhald vélarinn- ar miðað við gasoliubrennslu? — Já, þessar tilraunir byrjuðu 1. sept. s.l. og Gunnar Bjarnason fór með okkur fyrsta túrinn. Nú er leitazt við að fylgjast sem ná- kvæmlegast meö áhrifum þessar- ar oliu á vélarhlutana. Við höfum með reglulegu millibili tekið upp bullur, og loka, (dýsur, útblást- urs- og eldneytisloka). Eins og ég sagöi áöan tel ég að slitið hafi fyrst og fremst stafað af ónógri strokkasmurningu. Hún hefur nú verið aukin og gerðar verða tilraunir með mismunandi magn i þvi sambandi, um leið og gerðar verða samanburðarmæl- ingar á sliti. Ég geri ekki ráð fyrir að endanlegar niðurstöður af þessum tilraunum muni liggja fyrir fyrr en eftir 1/2 ár. — En hvað þá um viðhald? — Eg tel að það verði sáralitið meira. Svartoliuna þarf að skilja og i Narfanum er „eldri gerð” af skilvindu, sem þarf að hand- hreinsa. Þessa skilvindu þurfum við að hreinsa einu sinni á sólar- hring, ef allt er eðlilegt, og það verk tekur um 1/2 klst. Þétta er aukavinna vegna svartoliunnar. 1 nýrri gerðum skilvinda fer þessi heinsun fram með þvi að þrýst er á hnapp: sem sagt sjálf- virk hreinsun. Sama máli gegnir um óþrifnað, að hann er ekki meiri, ef skipið er útbúið fyrir þessa oliu. — Ég vil taka það fram, að sú svartolia, sem við höfum verið með nú i þessa þrjá mánuði, hefur verið nokkuð misjöfn, og það getur haft sitt að segja. Við höfum gert ýmsar tilraunir með smuroliuna, en of langt mál yrði sjálfsagt að lýsa þeim i blaðaviðtali. Ég vil þó aðeins geta þess að það sem menn óttuðust var að svartolian myndi orsaka hærra sýrustig i oliunni. Efna- greining hefur hins vegar leitt i ljós, að með réttri oliutegund virðist ástæðulaust að óttast þetla. — Einnig voru menn hræddir um að útblásturslokarnir myndu „brenna” meira, en með þeim búnaði sem nú er kominn á markaðinn og snýr lokanum með- an hann er að lokast (Rotomat) er þetta vandamái úr sögunni. — Þú ert þá nokkuð bjartsýnn á þessar tilraunir? — Það má segja að útkoma þessa ársfjórðungs sé mjög já- kvæð, og ég er tilraununum al- gerlega meðmæltur og ekki sizt þar sem hér á i hlut gömul og slitin vél. Ef þetta mistekst mun enginn lita við þessu, en ef það tekst með góðum árangri að brenna svartoliu i jafngamalli vél og þessari þá munu allir vilja hverfa að svartoliunni. — Um fjárhagslega ávinninginn gæti Ólafur Eiriksson tæknifræðingur, sem átt hefur stærstan þátt i að koma þessum athugunum af stað, sjálfsagt veitt þér ýmsar upplýs- ingar. En ég vil að endingu segja að það getur kostað óhemju fé að breyta yfir i svartolíubúnað, og þess vegna er það svo mikilvægt að nýju skipin verði frá upphafi búin þessum búnaði ef niðurstöð- ur tilraunanna verða jákvæðar. —gg AÐILUM FJÖLGAR AÐ FISKIFÉLAGI i öndverðum desember var kallað saman Fiskiþing til aö fjalla um breytingar á lögum og skipulagi Fiskifélags islands. Forseti þingsins var kjörinn Niels ingvarsson og ritari Margeir Jónsson. Félagsleg uppbygging Fiskifé- lags hefur ekki þótt fylgja kröfum timans. Hefur félagið svo til ein- göngu mótazt af mönnum er ifást aðeins við fiskveiðar. Samkvæmt hinum nýju lögum öðlast 11 sérsambönd og félög starfandi i sjávarútvegi aðild að Fiskifélaginu. Þau eru Landssamband is- lenzkra útvegsmanna, Félag is- lenzkra botnvörpuskipaeigenda, Sjómannasamband Islands, Far- manna- og íiskimannasamband Islands, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, Félag sambands fisk- framleiðenda, Sölusamband is- lenzkra fiskframleiðenda, Félag sildarsaltenda á Norður- og Austurlandi, Félag sildarsalt- enda á Suðvesturlandi, Samlag skreiðarframleiðenda og Félag islenzkra fiskimjölsframleið- enda. Samkvæmt hinum nýju lögum voru eftirtaldir menn kjörnir i stjórn Fiskifélagsins: Aðalmenn Andrés Finnbogason, Eyjólfur ís- feld, Jón Karlsson og Jón Sigurðsson. Varamenn þeirra voru kjörnir Ingólfur Stefánsson, Jónas Jónsson, Tómas Þorvalds- son og Karl Auðunsson. Voru þessir menn kosnir til viðbótar þeim er fyrir voru i stjórn félags- ins. Eiga nú sæti i aðalstjórn 11 menn. Allt til athugunar og umræðu Þjóðhátiðarnefnd 1974 vill, að gefnu tilefni, taka fram, að hún telur engar hugmyndir um minn- ingarathafnir vegna 1100 ára byggðar i landinu slikar, að ekki séu athugunarhæfar og umræðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.