Þjóðviljinn - 24.12.1972, Page 1
Þjóðviljinn 32 síður í dag — Blað II
(gkÖtlesfól
öðrumstilen þeim,sem forfeðrum hans þótti fegurstur og
gerði, svo að aftur sé vitnað i formála Kvæðakvers, ,,til-
raunir i ljóðrænum vinnubrögðum, rannsóknir á þanþoli
ljóðstilsins, eins konar landkannanir, bæði i heimi hins
raunhæfa og hins óraunhæfa, hins venjulega og hins ó-
venjulega, hins hversdagslega og hins fáránlega, hins
hlutkenda og hins óhlutkenda. Ég vona”, segir hann enn-
l'remur, ,,að sumstaðar hafi ég fundið nýar leiðir og at-
liyglisverðar aðferðir, sem aðrir gætu haft til hliðsjónar,
án þess að það þyrfti nokkuð að skerða þeirra eigin frum-
leik".
En i áðurnefndri afstöðu Halldórs felst einnig það, að
endurskoðun hans er bundin vissum sviðum. Hann gerir
t.d. öngva teljandi uppreisn gegn bragforminu sjálfu.
Hrynjandi. stuðlar og rim eru ekki þau fyrirbæri, sem forð
ast ber. 1 annan stað eru viðfangsefnin engan veginn ó-
venjuleg: ástin, ættjörðin, guð og menn, svo að nokkuð sé
nefnt. Loks eru kvæðin yfirleitt einföld og auðskilin. Hitt
er annað mál, að gengið er i berhögg við rikjandi ljóðstil
og túlkun kennda. Halldór er hundleiður á hefðbundnu
ljóðmáli, hátiðleiki og venjuhelgað orðaprjál i kveðskap
er eitur i beinum hans, að ekki sé talað um hinn klökka
tón. Árið 1950 kemst hann svo að orði:
„Þegar ég var að alast upp voru grátljóð i tisku. Þótti
sá mestur maður, sem ámátlegast gat talið tölur sin-
ar". Og siðar i sömu grein: ,,Að minsta kosti voru þetta
timar, þegar skáld nokkurt orti frægt visuorð, reyndar
ekki nema eitt, en þó nógu merkilegt til þess, að höfund-
ur þess heíur eignast fastan sess i bókmenlasögu
aldarinnar: ,,Mér fannst ég finna til” ”. (Dagur i senn
bls. 19—20)
í Kvæðakveri er enginn söknuður eða leiði ; heldur ekk-
ert háfleygt spekimál. t margnefndum formála þess segir,
að ljóðin séu velflest ort i þeim stil, sem nefndur er
burlesque. Og orðrétt segir hann:
„Byggíng margra þeirra er með hermiljóðabrag, enda
sum þeirra beinar hermur, ýmist á eigin kvæðum eða
annara, sum óbeinar. Enn mega nokkur þeirra kallast
skopstælíngar á skáldlegu sálarástandi eða hugsunar-
hætti yfirleitt”.
Hér er rétt að staldra litið eitt við. Burleskur 1 jóðstíll
var út af fyrirsig engin nýjung, heldur gamalþekkt aðl'erð
til að gera virðuleg fyrirbæri spaugileg með þvi að svipta
þau hefðbundnum hátiðleik og túlka þau sem hvern annan
hversdagsleika. Alls konar hlutir, atvik og persónur
sveipast óvæntum hugblæ vegna nýrra tengsla. Halldór á-
varpar t.a.m. drottin með eftirfarandi orðum:
llimneski Guö á livitum sólskinsskóm
með huntlraö þiisund eldspýtur á lofti —
Þá eru skopstælingarnar af likum toga spunnar. Kveðið
eftir vin minn táknar skopstælingu á skáldlegu sálará-
HALLDORS LAXNESS
ÚTVARPSERINDI FLUTT 19. NÓVEMBER SL.
„Þegar venjulegur maður, sem stundar einhverja aðra
atvinnu en ljóðagerð, hefur orðir fyrir þeirri reynslu að
skrifa nokkra metra af kvæðum, þá rennur sú stund ó-
hjákvæmilega upp i lifi hans, að hann á um tvo kosti að
velja, þann fyrri að kasta blöðunum i eldinn, þann sfðari
að kasta þeim út i veður og vind. Þetta er sagan um mig
og ljóð þau, sem hér koma fyrir almenníngssjónir. Nú
er ég orðinn laungu leiður að hafa þetta á flækíngi á
skrifborði minumilliannarablaða, sem snerta hið eigin-
lega starf mitt, en ástæðan til þess, að ég sendi þau út i
veður og vind, er ekki sú, að mér sé óljóst, að þau eru
litilvæg, heldur hin, að nokkrir vinir minir gæddir
ágætri dómgreind, hafa fyrirboðið mér að brenna þeim,
og álita, að mörgum kunni að finnast þau skemtileg,
þótt ég sé orðinn leiður á þeim.
Nú má það i rauninni einu gilda, hvort kvæðum er
brc nt eða þau gefin út, þvi góð kvæði lifa, þótt þeim sé
bremt og vond kvæði deyja, þótt þau séu gefin út... Nú
veit ég ekki, hvort nokkuð er gott i minum kvæðum, en
það getur verið nógu gaman að láta timann prófa það.
Þetta eru svona smá-hugleiðingar, sem eiga hvergi
beinlinis heima i verkum minum, hafa flest orðið til á
strætum úti, þegar ég var að spásséra, sum i bió, önnur
á ferðalagi. En öll eiga þau sammerkt iþvi aðhafa orðið
til vegna þess, að ekkert, sem ég kunni eftir önnur
skáld, fullnægði tjáningarþörf minni i svipinn, svo mér
var nauðugur einn kostur að yrkja sjálfur”.
Enda þótt þessi formáli sé skrifaður i dálitið kæruleysis-
legum tóni, þarf vist enginn, sem þekkir skáldið Halldór
Laxenss að draga i efa, að hann hafi i alvöru hugleitt þann
1) f siöari útgáfunni hefur höfundur viða breytt orðalagi,
og verður hér miðað við endanlega gerð.
vanda að gerast ljóðskáld á islenzka tungu. Um Úngling-
inn i skóginum, sem liklega er alvarlegasta tilraun hans
til frumlegrar ljóðagerðar, segir hann löngu siðar:
„Þetta litla kvæði var vetrarstarf mitt i Reykjavik
1924—25: ég orti það upp æ ofani æ mánuðum saman”.
Um likt leyti og hann orti kvæðið ritaði hann stutta grein
i Morgunblaðið i tilefni af fyrstu ljóðabók Tómasar Guð-
mundssonar, Við sundin blá. Þar vill hann brýna tvennt
íyrir bróður sinum i Braga. 1 fyrsta lagi að vanda val á
höfundum til samanburðar og i annan stað að yrkja fyrir
hina vandlátustu lesendur. Enginn höfundur skyldi sniða
stakk sinn að skapi annarra en þeirra, sem vitrastir eru
samtímismanna hans, ef hann yrkir fyrir nokkra lesendur
á annað borð. Þessum ábendingum fylgir svo m.a. eftir-
farandi hugleiðing:
„Fyrsta skilyrðið til þess, að nokkur andans maður
skari fram úr samtið sinni er það, að hann sé barn sam-
tiðar sinnar, markaður hennar æðstu menning eða
úthrópuðu ómenning. Skáld, sem er aftur úr, kemur
eins og veislugestur eftir dúk og disk”.
Þetta merkir þó ekki, að Halldóri þyki nýr skáldskapur
endilega betri en gamall. „Ég er”, segir hann i sömu grein
„fyrirfram trúlaus á þá siskulistamenn, sem geta ekki
kropið fyrir snilld fortiðarinnar, og ég álit sniild nýju list-
anna ekki hóti æðri hinni fornu snilld, munurinn ekki á
gæðum i minum augum, heldur á viðfangsefnum, aðferð-
um og sviðum”. En þetta haggar ekki þeirri staðreynd, að
nýr lifsstiH krefst endurnýjaðs ljóðstHs. Að dómi Halldórs
eru íslendingar orðnir 20—50 árum á eftir i allri hugsun og
hátterni.
Þegar þessi viðhorf og stefnumörkun er höfð i huga, get-
ur enginn undrazt, þótt Halldór kvæði næstu árin i nokkuð
standi. „Ég var” segir höfundur, ,,i of alþýðlegu eða
hversdagslegu skapi til þess að geta hugsað á ljóðrænni
gollrönsku um burtgeinginn meðbróður”. Þó fer ekki hjá
þvi, aö lesandi . finni til samúðar með hinum burtkall-
aða:
Þú snýlir þér oft* í gardinur
meö sigurhros á vör,
og spýtir á bak við mublur
mcö sigurhros á viir,
cn aldrei varstu á þeirra bandi, seni máttu sin meir,
meö sigurbros á vör,
og þaö er ég ekki hcldur
meö sigurbros á vör.
Burleskur still er þekktur i Evrópubókmenntum siðan á
miðöldum, og kunnur er hann hér á siðustu öld, einkum af
ritum Gröndals i óbundnu máli. H. Laxness á þó ekki heið-
urinn af að hafa innleitt hann i ljóðlistina fyrstur manna
og i þessu efni var Þórbergur Þórðarson honum nærtæk
fyrirmynd. 15 árum áður en Kvæðakver kom út hafði Þór-
bergur sent frá sér ljóðakverið Hálfa skósóla, en þar
mátti sjá, að púki fútúrismans hafði sparkað hinni við-
kvæmu Ijóðrænu út i veður og vind, svo noluð séu orð
skáldsins. Þannig hélt Þórbergur fram stefnunni i ljoða-
gerð sinni, og i Hvitum hröfnum 1922 hæðist hann óspartað
kynferðisvoli siðustu ljóðskálda vorra, eins og hann segir
sjálfur. Þar er ekki heldur neinn skortur skopstælinga og
hermiljóða. En þó að vissa þræði megi finna milli Hvitra
hrafna og Kvæðakvers — og raunar fleiri en hér hafa verið
raktir, eiga tilraunir Halldórs sér i aðalatriðum erlendar
forsendur. Expressionismi og surrealismi voru öldur i
Evrópulistum og bókmenntum, sem Halldór hafði borizt á
i allmörg ár, áður en Kvæðakver hans kom út.
Expressiónisminn, sem H. sjálfur hefur kallað kjarn
Allt frá þvi er ljóð Halldórs Laxness tóku að sjást á
prenti nálægt miðjum þriðja áratug þessarar aldar, munu
flestir hafa litið á þau sem einhvers konar aukagetu i
skáldskap hans, lággróður sem sprottið hafi i skugga
stórra hlyna — skáldsagna og annarra prósaverka, sem
skipa margfalt meira rúm i hinu mikla ritsafni hans. Þar
við bætist, að i fyrstu munu kvæðin varla hafa veriö tekin
alvarlega, enda eru þau flest — og þar á meðal öll hin
nýstárlegustu — frá timanum, áður en þjóðin lærði að
meta skáldið,þegar flestir litu á skáldskapartiltektir hans
með tortryggni. Af öllu þessu leiðir, að minni styr hefur
staðið um ljóð Halldórs en önnur rit hans. Þó væri með
ólikindum, ef enginn hefði hrokkið við eða hneykslazt, og
raunar eru viðbrögð alþingismanna staðfest dæmi þess:
Er þeir sáu Unglinginn i skóginum árið 1925, felldu þeir
umbeðna styrkveitingu handa skáldinu til að ferðast til
ttaliu og skrifa Vefarann mikla.
Halldór Laxness hefur sent frá sér tvær ljóðabækur,
hina fyrri árið 1930 undir þvi viðhafnarlausa nafni Kvæða-
kver, og hina siðari 1949 með sama nafni, enda tekið fram,
að hér sé önnur útgáfa aukin. 1 fyrra kvæðakveri eru 32
kvæði, þegar brot eru reiknuð, en i hinu siðara 41 til við-
bótar, flestyngri. Langflest eru frumsamin. Fjögur kvæði
mega þó kallast þýðingar, en nokkur að auki stælingar. Og
þá er ekki annað ótalið af kveðskap Halldórs en nokkrar
stökur, brot og smákvæði, flest felld inn i önnur verk hans
og ekki tekin upp i kvæðakverin, enda sumt ort siðar. 1) 1
siðari útgáfunni hefur höfundur viða breytt orðalagi, og
verður hér miðað við endanlega gerð.
1 formála Kvæðakvers 1930 leitast Halldór við að skýra
fyrir lesendum það tiltæki, sem útgáfa þessi sé; þar má
greina afsökunartón og efa, sem tæpast á sér hliðstæðu i
öðrum ummælum hans um eigin verk. Hann segir:
ÓSKAR HALLDÓRSSON,
LEKTOR:
LJÓÐA-
GERÐ