Þjóðviljinn - 24.12.1972, Page 11

Þjóðviljinn - 24.12.1972, Page 11
ÞJÓÐVILJINN — aukablaö — SÍDA 11 ÉG SKAL SEGJA ÞÉR ... Framhald af bls. 9. ar hann var i dauðateygjunum, þá ljómaði hann allur upp. þegar hann var að skilja við: Ja, mikið var það dásamlegt. þegar við vorum að ræna helvitin dönsku. — það var sko alveg dásamlegt. Og iór að lýsa þessu. hverninn þeir hefðu hagað sér: Og þeir hentu á sig 200 punda sekkjum og báru, og vaðmál og allt saman. Og einhver gestur heyrði og þá komst þetta upp. En þá var ekki hægt að taka málið upp vegna þess að þeir voru bara flestir dauðir og hinir orðnir gamlir, þeir fáu sem eftir lifðu. Og þá var settur sýslumaður. En þaö var Jón Espólin hinn vitri, og honum feilaði, skal ég segja þér, að einu, að hann tók Hnausa- Bjarna og setti i gapastokk — það var stokkur fullur af vatni — til að skjóta hinum skelk i bringu. En Bjarni smygiaði bæði vini úr skútunum frönsku, — hann gat talað frönsku, lærði það af sjálf- um sér — og eins betri veiðarfær- um en þeim dönsku og var alltaf kærður og kærður. Og hann kvað niður drauga, svona bara fyrir brennivin hjá fátækum, en kannski stórgrip hjá hinum. Og svo fóru þeir þannig með hinn vitra Jón Espólin, að hann fekk hvurgi nokkursstaðar inni nema i skemmu á Selvelli, sem er eyðibýli núna og bara fjárhús. En Asgrimur prestur, hann fylgdi alltaf körlunum, og hann sendi honum þessar visur, skal ég segja þér, þegar hann var kominn i skemmuna, — hann varð að smyrja hana með kúaskit til að hún læki ekki: Ef þú spyrð að Espólin og hans kvenl'ólkinu. Er hanii þá að ætlan min innf kúgildinu. Þviað skemman var virt á eitt kúgildi og það eru sex ær, eitt kú- gildi. Og þá sendi sýslumaður honum afturþessar visur, presti: Kúgildanna ci þurftir þá þegar stela gerðir, á altarinu austur frá ærnu bættir verði. Lærbrauzt knapa lika þar, lof er frá þér runniö. llefur þú til hegningar hundrað sinnuin unnið. Þegar þú Hellnum flæmdist frá sem flestir kunna að niuna, in jókjaftaður mjög að sjá inyrtir kerlinguna. Svona var nú andinn i Jöklurum þá. 6g ætla að segja þér frá einni hákarlalegu, þá sérðu nefnilega andann, hverninn andinn er i þessum gömlu mönnum, bæði mér og öðrum. Hann Helgi heitinn i Gislabæ, hann var formaður. En sonur hans var Jóhannes, sem skar út altaristöfluna, sem er eitt mesta listaverk á fslandi, og það sagði hann mér, hann Sven Jansson, sem talaði islenzku þegar forset- inn Kristján fór til Sviþjóðar, stór maður, hann sagði, að þeir yrðu að taka sina beztu menn i Sviþjóð til að gera svona. Sven Jansson var hjá okkur i viku og við fórum á skytteri og hann bauð mér út til Sviþjóðar. Ég hef nú aldrei farið. En Sven Jansson fæst við rúnalist og hefur ferðazt mikið með kóng- inum þarna útí Sviþjóð. Hákarlakariar Jæja, svo er nú ekkert með það. En Helgi var formaður, og þarna á skipinu er Andrés nokkur og hann hafði tveggja manna mátt og var seglamaður, hélt drag- reipinu ef að hvessti og þá var slakað upp og niður, það er ekki von að þú skiljir það, til að minnka ferðina á skipinu. Svo er annar. það er Frimann, hann var ljóngáfaður, kunni bibliuna alla utanað, gat rekið hvurn prest á stampinn i bibliunni, kunni Is- lendingasögurnar og það sem hann vildi muna, það mundi hann. Þetta voru hákarlarnir. Fleiri ætla ég nú ekki að nefna, en svo róa þeir frá Hellnum og þegar þeir eru komnir fram á Hóladjúp. þá er hvitalogn og þeir eru að byrja að verða varir við hákarl. Þá þykknar i lofti og rokið þevtir hnoðrum yfir fjallið og það boðar vind. Og þá er ekkert með það, aö það skellur á norðaustan- bvlur alltieinu, svoleiðis að það sér ekki útfyrir borðið. Og þeir fara að sigla og það gefur þetta mikið á, að þeir standa allir i austri. Þá segir Frimann (A ég að herma eftir honum? Og siðan leikur Þórður Frimann, Helga og hina karlana, svo þeir verða ljós- lifandi þarna i stofunni hjá okk- ur): Ja, hvurn djöfulinn eruð þið að spila ykkur sem formenn og geta ekki styrt? Þá segir Helgi með sina prúðmennsku: Jæja, Frimann minn, kannski þú stýrir meðan ég fæ mér i nefið. — Það er sjálfsagt, lambið mitt, segir Frimann, — Frimann sagði mér söguna. — Og þegar F’rimann tek- ur við stýrinu, þá kallar hann frammí: Drési, djöfullinn þinn, rifaðu stórseglið og hækkaðu fokkuna! Og Drési gerir það og var fljótur. Svo sigla þeir og þeir klára að ausa og gefur ekkert á. Og þá segir Helgi með sinni prúð- mennsku: Hvert heldurðu nú að stefni, Frimann minn? — Ja, hvert heldurðu að stefni, góurinn, nemabeinti helviti og kvalirnar. Þá eru þeir orðnir það kátir þar frammi barka i skjóli, karlarnir, að þeir eru farnir að kveða. Af hvurju svona kátir? Að þurfa ekki að ausa, maður. Heldurðu það sé ekki munur en að standa alltaf i austri. Gaf ekki dropa á eftir að Frimann breytti seglum. Og hvað helduröu þeir kveði? Draugs- rfmu: Fárleg vóru fjörbrot hans, l'old og sjórinn stigu dans, gæða sljór við glæpa fans Grimur fór til andskotans. Ilitti að bragði Satan sinn, sönn fram lagði skilrikin. (ilóða flagða gramurinn Grim þá sagði velkominn. Niður dauður sfðan sé svartur kauði á Niflheimc. Skekktist hauöur, skulfu tré, skarkaði og sauð i jörðunne. En við skulum halda áfram með Arnarstapa. Það hefur verið stórhapp núna íyrir Arnarstapa, að tveir menn hafa komið þang- að. Annar er Tryggvi Jónssor., semað var að mestu fiskimönnum á Islandi, en er orðinn fullorðinn maður og töluvert útslitinn og ekki fær um að vera skipstjóri lengur. Hann var skipstjðri i tugi ára og farnaðist alltaf vel, einn af þeim mönnum, semað eiginlega allir hafa gagn af, stórvitur mað- ur, þó að l'áir taki eftir. Og þessi Tryggvi Jónsson, semað er l'ædd- ur að Stapa og var alltaf með mestu fiskimönnum á Islandi, helur bara trillu og rær núna og er með smábú og tekur lifinu bara skynsamlega, — þegar menn eru orðnir svona útslitnir og fullorðn- ir. Hann er einsog ættin, Jón faðir hans Sigurðsson var einn af þeim, semað björguðu mörgum, hann var þarna kaupfélagsstjóri á Arnarstapa i nokkur ár og þegar fálæklingar og aðrir voru i vand- ræðum, alltaf var þá farið til Jóns og hann leysti öll vandræði. Og eins er Tryggvi, hann er einn af þeim mönnum, semað leysir öll vandræði og fer alltaf ei'tir þvi semað hann heldur sannast og réttast, burtséð frá skoðunum annarra. Svo var annað stórhapp, semað kom l'yrir okkur. skal ég segja þér, og það var að hann Gunnar Dal kom þangað. Og það get ég sagt þér. að það hefði liklegast aldrei verið bjargað prófessors- frúnni uppúr jöklinum, hefði Gunnar Dal ekki verið. Þviað það skildi enginn, hvað strákurinn var aö bulla, sko. Hann talaöi bara frönsku. Þeir héldu sumir, að það væri bara bill stoppaður. Og það er annað, dálitið merki- legt. að allir, semað fara þarna um. auðmenn skáld, fræðimenn. — allir koma þeirtil Gunnars Dal, og bakpokafólkið lika. Einu sinni vissi ég, i stormi og regni, að þá borðuðu þar 24 útlendingar. 6g hugsaði. að þarna. i þessu litla húsi. sé eitthvert mesta gestrisnisheimili á lslandi. Heföuö þið farið i stóru húsin ... Einu sinni komuGunnar og ann- ar maöur upp fjöru. Þá eru þar þrir menn, allir útlendingar og þeir lara aðpata og pata. Eitt var Indverji. eitt Þjóðverji og eitt Englendingur. Jú. þeir láta þá pata svona fyrst, og þá eru þeir að strika það á kort. hyar gatklettur- inn sé. dettur náttúrlega ekki i hug, að neinn skilji nokkuð i þeirra máli. En svo fer Gunnar að tala við þá og byrjar að tala ensku við þann, semað talaði ensku. Gunnar er feikna málamaður. Svo talaði hann á þýzku við Þjóð- verjann og alveg eins og innfa'dd- ur maður. Siðan talaði hann ind- versku við Indverjann. Já, það var dálitið gaman að þvi. Svo kem ég nokkru seinna að Búðum og það er olt, að þessir stórhöfðingjar eru þarna á Búð- um, og þá kemur þar maður til min og einhver útlendingur með honum að spyrja, hvernig standi á þvi, að kotbóndi tali svona mörg tungumál. Og svona vel. Og þá svaraði ég náttúrlega: Jú, en hefðuð þið farið i stóru húsin á Stapa, — þar tala þeir kinversku til viðbótar! Þar er annað, skal ég segja þér, dálitið merkilegt, að það verða- liklegast þýddar bækur eftir Gunnar á útlend mál til og frá suðri löndum og af það háttsett- um mönnum, að það þarf ekki að spyrja fslendinga um, hverninn skáld þetta sé. Krafturinn og segullinn Já, það er margt undir Jökli. Og núna eru ýmsir farnir að spekúlera i þvi að fara að fá sumarbústaði þarna vestur undir Jökli. Þvi að, — ég ætla ekki að biðja þig að trúa þvi frekar en þú viit, — en þeir semað eru tauga- veiklaðir eða þykir lifið svart, jafnvel það svart, að þeim dettur i hug aö fá snæri i vasann og hengja sig, þegar þeir eru húnir að vera hjá okkur að sunnanverðu undir jöklinum, þá finnst þeim lif- ið bjart og skemmtilegt. Þvi að alll hamingjuleysi, skal ég segja þér, það er kraftleysi að þola ekki tilveruna. Og hvað sem það er, þá er þetta viðkvæma fólk, semað kannski er skyggnt og sér lengra enaðrir. það finnur kraltinn, þeg- ar að það l'er að koma uppá Axlarhólinn, það l'innur til þess. Hvað þetta er i náttúrunni sjálfri, það veit maður ekki. En fyrir mörgum öldum höfðu Indverjar skrilað um þetta, að þetta væri einhver kraftur i Snæfellsjökli. Elað þú lest söguna, sérðu, að það er hvurgi nokkursstaðar. semað kotungar hala brúkað eins kjaft við höfðingja einsog á Snælellsnesi eða sunnanundir Jökli. Og heldurðu, að það séu ein- hver áhrif frá jöklinum? Það eru áhrif Irá einhverj- um segul, semað er i landinu eða jöklinum. Sko, séra Arni segir. að það datt aungvum manni i hug að hafa á móti þvi, semað prestur eða sýslumaður sagði,, en þegar að kom á Snælellsnes. urðu þeir að láta undan vesölum kotungum. Þella sagði mamma lika. Hún var að austan, og þar var yfirleitt ekki halt á móti þvi senað prest- ur eða sýslumaður sögðu. En undir Jökli, þar er'alveg ægilegt, hverninn kotungar fóru með yfir- völdin.eins ogégvarað segja þér af Espólin. En svo ætla ég tð segja þér annað. Veiztu það, að það er engin Irægð til nema i augum fá- vitra manna. Mennirnir skilja eftir sig á jiirðunni veggi, garða, þeir skilja eftir hallir, bækur, og mest al okkar bókum veit enginn hver hefur gert, bara þjóðin á allt, semað skilið er eftir, Ekki rétt? Og margt af skáldskap veit enginn hver hefur ort. Og þó vill þjóðin ekki tapa þessu. Hvorl hann heitir Fétur eða Jón, það skiptir engu máli. bara þjóðin á það, semað skilið er eftir. Og það er eins og segir á einum stað: Enginn hefur gert svo gullna mold, að grafi nokkur maður eltir þeim. Og svo þegar að þessir menn eru allir auðir, þá kemur annað: Þá er konungurinn við kotungs siðu. ölmusumaður. auð- kýfingur. — allt hreint i sama garðinum. Tók tófuna á Coty — Þú ert að verða svo alvar- legur, Segðu mér nú eitthvað af sjálfum þér. — Ja, hvað viltu að ég segi. Ég er sjálfhælnasti maður á Islandi. A ég kannski að segja þér af refa- veiðum? Einu sinni var ég spurð- ur. hvort ég væri skytta, en þá sagði ég: Menn halda, að ég sé skytta, en það er ekki. Ég tek tóluna bara á vellyktandi. — Hvernig gerirðu það? Þú verður að athuga það, að tólan hún er vitrari en menn. El'að uppeldislra'ðingur ætlaði að læra a'ðstu uppeldisfræði, þá ætti hann að fara á greni. A ég að færa rök lyrir þessu? Svoleiðis er, að tól'an er bara hrædd við það semað hún þarf að vera hrædd við. það er hundur og maður og þarmeð búið, ég er búinn að margreyna það. Og það er lykt af hundi og lykt af manni og hún er svo lyktnæm, að langt i burtu linnur hún lykt af manninum. Ég byrjaöi á þvi að ég hafði hest. Tjóöraði hestinn, þar semað hún skildi eftir hállt lamb, en það er svo sterk lykt af hestinum, að hún ylirgnælir lyktina af manninum. Og tól'an kemur beint undir vind- inn, linnur lyktina af hestinum, en þó að hesturinn frTsi á hana, þá stoppar hún ekki, - en hann má ekki hala beizli , hún er hrædd við hringlið, það gera bogarnir, gegnum erfðir hún stoppar ekki, fer bara beint að lambinu til að sækja það. Svona skaut ég fyrstu tóluna. Nú var ekki hægt að koma hesti um allt og þá þurfti ég að fara að hugsa málin. Þá prulaði ég á einu greni að taka reykingalög, sem er notaður til að bera bæði á kjöt og lisk, en er baneitraður og krabbameinslóður, sagði iiiér prófessor einn, og hellti á hellur langt lyrir neðan grenið. Tófan fór að þvi og ég fór á bak við annan hól og annan stein og skaut hana. Þá var hún ekki hrædd við þetta. Svo bara bar ég á mig þennan reykingaliig, Og til að skáka iiðrum, en það er siöur hjá veiðimiinnum að skáka iiðrum og þegja yfir brögðunum þangað til þeir eru orðnir gamlir... Erlu þá hættur núna? Skaut 15 i sumar. Ég er refaskytta ennþá. Stundum erég i þremur hreppum. Er svona mikið af tófu þarna ennþá? Ég er búinn með hana. góða. Ertu að útrýma henni? llvernig helurðu samvizku til þess og segir samt, að tófan sé svona vitur skepna? Þú mundir ekki tala svona elað þú va'rir Ixindakona og tófan tæki lamb frá þér á hverri einustu nóttu. Þá myndirðu segja: Hvar er helvitið hann Þórður refa- skytta, nú linnst hann hvergi. . . Jæja. nú fer ég að liugsa málið og kem að bæ og þá vijdi ég halda þessu leyndu, til að skáka öðrum, skilurðu. Þá er sagt við mig: llvaða óttaleg revkingalykt er af þér? o, minnztu ékki á það, elskan min, það var svona sterkt hangiketið, sagði ég, semað ég lékk uppá grenið, Svo fer ég að hugsa málið og hugsa með mér: Það er bezt að prufa bara vellykt- andi. Og ég nolaði vellvktandi i 20 ár og komst aldrei upp lyrr en ég fór að segja frá þvi. Einhverja sérstaka tegund? Mest Coty. franskt. Það entist svo vel, var svo djöfull sterkt. En hvað heldurðu. Þegar ég kom á bæ, þá segja allir: Hver djöfullinn er þetta, hver andskot- innerþetta: Þú angarbara allur i vellyktandi og kemur olanaf greni. Þá sagði ég þetta: Ó, minnztu ekki á það , elskan min, og talaðu ekki hátt um það. mað- ur má ekki oröiö taka skvisur uppi jeppann á l'örnum vegi, þá verður maður svona. Þetta skildu allar frúr og töluðu ekki meira um það. Hefuröu heyrt i tófu? — Hefurðu aldrei revnt að herma eftir tófunni, eins og þeir gera l'yrir austan? Framhald á bls, 13 Gat-kletturinn á Stapa. (IVIyndir A.K.).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.