Þjóðviljinn - 11.01.1973, Blaðsíða 8
8.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. janúar 1973
73
Alistair Mair:
Það
var sumar í
gær
— Þetta er allt og sumt, sagöi
hann. — Bara smástunga.
Hún horfði framani hann, róleg
og æðrulaus.
— Ég fann ekki neitt, sagði
hún.
— Þú átt ekki að finna neitt,
sagði Peter. — En þú ert samt
búin að fá sprautuna. Hann rétti
Anne notuðu sprautuna. — Þessu
á að fleygja, sagði hann. — Og ef
ég má, þá ætla ég að skilja eftir
nokkrar sprautur, sótthreinsað
vatn og töfluhylki og allt sem með
þarf. Þá er þetta við höndina.
— Allt i lagi, sagöi Anne. — Við
skulum setja þetta allt saman i
skúffu.
— Þarsem þú vilt, sagði Peter.
— Bara þær séu ekki á glámbekk.
Hann sneri sér aftur að Jacky. —
Er ekki allt i lagi? spurði hann.
Hún kinkaði kolli.
— Jú, sagði hún. — Ég er bara
að velta fyrir mér hvað gerist.
— Ekkert sérstakt, sagði hann.
— Við snúum skerminum frá
rúminu.. svona. Þá verður hæfi-
lega dimmt og notalegt hjá þér.
— Sofna ég?
— Já, sagði hann. — Um stund
liður þér dasamlega. Verður
syfjuð og sæl. Siðan sofnarðu.
— Og þú verður hér?
— Já, sagði Peter bliðlega. —
Ég verð hér.
Hann beið við rúmið hennar i
hálfrökkrinu og hélt um hönd
hennar, meðan Anne sat á snyrti-
borðsstólnum og studdi hönd
undir kinn og eftir nokkra stund
voru þau orðin hluti af þögninni,
hluti af næturbiðinni meðan
ekkert heyrðist nema lágt tifið i
klukkunni og hraður andardrátt-
ur sjúklingsins. Hún var svo
undarleg þessi kyrrláta rökkur-
stund meðan beðið vareftir þvi að
svefninn lokaði augunum á
Jacky. Anne virtist svo nátengd
honum, nánari en nokkru sinni að
degi til, og fljótlega varð þetta
dýrmætur timi friðar og unaðar
sem máði burt vandamál dags-
ins. I heila viku var þetta
þannig. Siðan kom kvöldið þegar
hún missti skeiðina.
Það var á föstudegi, það mundi
hann seinna, fyrsta föstudaginn i
febrúar. Morfinið var uppleyst,
upplausnin tilbúin, þegar skeiðin
glopraðist úr fingrum hennar og
niður á gólfið.
— Hver skollinn!
Höfuð þeirra rákust saman
þegar þau beygðu sig bæði niður
eftir henni, og það var hann sem
tók skeiðina upp.
— Allt i lagi. Hann rétti henni
hana. — Ég nota aðra.
Nú tók hann eftir skjálftanum
þegar hún rétti fram skeiðina, og
grannir fingurnir sem eitt sinn
höfðu verið svo styrkir, svoru
farnir að titra. Hann leit snöggt i
andlit hennar. Það var fölara,
teknara og kringum augun voru
bláleitir þreytuskuggar. Og þegar
hann hafði lokið við inngjöfina og
hún búin að ganga fra öllu i skúff-
unni, kom hún til hans.
— Þarftu á mér að halda?
Rödd hennar var daufleg.
— Nei, sagði Peter. — Eigin-
lega ekki.
— Þá hitti ég þig þegar þú ferð.
Hann kinkaði kolli.
— Allt i lagi.
Dyrnar lokuðust hljóðlega á
eftir henni og hann var einn eftir
hjá spyrjandi augum Jacky.
Hann brosti uppörvandi.
— Hún kemur aftur, sagði
hann. — Hún skrapp aðeins frá
andartak.
— Ég sakna hennar, hvislaði
Jacky.
— Já, sagði Peter. — Ég lika.
Hann beið hjá henni i kyrrðinni
sem var ekki lengur hin sama unz
svefninn slakaði á taki grannra
fingranna og hvarmarnir luktust.
Þá læddist hann hljóðlega burt
frá rúminu og út úr herberginu.
Þegar marraði i efsta stigaþrep-
inu kom Anne fram úr herbergi
sinu.
— Fyrirgefðu, sagði hún lágt.
— 1 kvöld gat ég með engu móti
afborið þetta.
Hann leit á fallegt en þreytulegt
andlithennar og svipurEans varð
einbeittur.
— Komdu með mér niður,
sagði hann. — Ég þarf að tala við
þig. 1 anddyrinu sneri hann sér að
henni. — Hvenær fórstu siðast út
fyrir dyr ?
Hún yppti öxlum.
— Ég veit það ekki. Það er
nokkuð siðan. Ég man það ekki.
— Þá ættirðu að ná i kápuna
þina, sagði Peter. — Þú ferð út
núna.
— Núna?
Hún starði á hann.
— Já, sagði Peter. — Núna. Þú
kemur með mér upp á Kastala-
hótel og færð einn drykk.
— En hvað um Jacky?
— Jacky er sofandi, sagði
Peter. — Ef allt verður eins og
undanfarnar nætur, þá sefur hún i
átta tima. Og sæktu nú kápuna
þina.
— En —
— Sæktu hana, sagði Peter.
Hún hikaði aðeins andartak enn
Svo brosti hún og sneri sér frá
honum.
— Ég ætla að segja Robin frá
þvi, sagði hún.
Hún sat við hlið hans i bilnum,
klædd stuttu rúskinnskápunni,
hár hennar blakti i golunni gegn-
um opinn gluggann, hún sneri
höfðinu upp i vindinn og mælti
ekki orð á leiðinni að Kastal-
anum.En þegar hann leit á hana i
mildu Ijósinu á barnum, þá var
kominn roði i vanga hennar og
þreytusvipurinn i augunum hafði
minnkað. Hann leiddi hana að
borði innarlega i salnum og nú
var hann reiðubúinnn að hjálpa
henni úr kápunni.
— Hvað viltu fá? spurði hann.
— Vodka aftur, eða hvað?
— Konjak, sagði hún. —
Blessað konjak.
Seinna þegar drykkirnir voru
komnir á borðið, lyfti hann glasi
sinu og horfði á hana yfir brúnina.
— Skál fyrir þér, sagði hann. —
Fyrir skyldurækni.
Hún brosti þreytulega.
— Það er ég sem ætti að segja
þetta við þig. Ég vissi ekki að það
væru lengur til læknar eins og þú.
— Þetta er atvinna min, sagði
Peter. — Það er engin sérstök
dyggð að stunda atvinnu sina. En
það þarf mikið til að gera það sem
þú hefur gert undanfarinn mánuð
og lengur.
Hún setti frá sér glasið og hristi
höfuðið.
— Nei, sagði hún. — Það er
meira en atvinna þin. Þú hefur
allan timann gert miklu meira en
starf þitt útheimti. Þér ber engin
skylda til að sitja hjá Jacky
þangað til morfinið verkar. Og þú
þarft ekki heldur að bera um-
hyggju fyrir ættingjum sem
standa ekki nógu vel i stykkinu.
— En þú hefur kjarkinn, sagði
Peter. — Ég veit það.
Fimmtudagur ll. janúar
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Þórhallur Sigurðsson
heldur áfram „Ferðinni til
tunglsins” eftir Fritz von
Basserwitz (9). Tilkynning-
ar kl. 9.30. Létt lög milli
liða. Þáttur um heilbrigðis-
mál kl. 10.25: Árni Björns-
son læknir talar um skarð i
vör og gómi. Morgunpopp
kl. 10.45. John Lennon
syngur og leikur. Fréttir kl.
11.00. Hljómplötusafnið
(endurt. þáttur G.G.)
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 A frivaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.15 Við sjóinn. Ingólfur
Stefánsson ræðir við Jakob
Jakobsson fiskifræðing um
sild. (endurt. þáttur)
14.30 Sumardagar i
Suðursveit. Einar Bragi
skáld flytur fjórða og sið-
asta hluta frásögu sinnar.
15.00 Miðdegistónleikar:
Filharmóniusveitin i
Dresden leikur. Kurt Masur
og Heinz Bongarts stjórna.
a. „Leónóru-forleikurinn nr. (
3 eftir Beethoven. b. Þáttur '
úr Serenötu nr. 2 i A-dúr op.
15 eftir Brahms c. Þáttur úr
Flautukonsert i G-dúr eftir
Quantz Einleikari: Auréle
Nicolet. d. Baccanale eftir
Roger. e. Forleikur að
„Overon” eftir Weber. f.
Forleikur að „Rósa-
mundur” eftir Schubert.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
16.25 Popphornið.
17.10 Barnatimi: Agústa
Björnsdóttir stjórnar. a.
Sagnir og sönglög. Með
Agústu les Hjálmar
Arnason. b. útvarpssaga
barnanna: „Uglan hennar
Mariu” eftir Finn
Havrevol.Olga Guðrún
Arnadóttir les (4)
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Frcttir. Tilkynningar.
19.20 Dagiegt mál. Indriði
Gislason lektor flytur þátt-
inn.
19.25 Glugginn.
Umsjónarmenn: Sigrún
B jörnsdóttir, Guðrún
Helgadóttir og Gylfi Gisla-
son.
20.05 Samleikur i útvarpssal:
Einar Jóhannesson og Sig-
riður Sveinsdóttir leika á
klarinettu og pianó verk
eftir Pierné, Schumann og
Malcolm Arnold.
20.30 Leikrit: „Saksóknari
hins opinbera” eftir Georgi
Djagarov. Þýðandi: Torfey
Steinsdóttir. Leikstjóri:
Baldvin Halldórsson
Persónur og leikendur:
Marko Voynov, saksóknari
hins opinbera, Rúrik Har-
aldsson. Nikolov, yfirmaður
leyniþjónustunnar, Pétur
Einarsson. Kossita, systir
Markos, Briet Héðinsdóttir.
Boyan, bróðir Markos,
Guðrún Helgadóttir svaraði
okkur til og sagði að meðal
annars yrði spjall við fólk á
vinnustöðum um það hvað það
hefði lesið af bókum yfir jólin,
og viðtal við Klemenz Jónsson
um barnaleikrit Þjóðleik-
hússins, Ferðina til tunglsins.
Glugginn hefst klukkan 19.25.
Erlingur Gislason. Kostadin
Voynov, faðir Markos,
Valur Gislason. Minka,
móðir Pavels, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir.
21.50 Ljóðfórnir. Elin
Guðjónsdóttir les úr ljóða-
flokki eftir Rabindranath
Tagore i þýðingu Magnúsar
Á. Arnasonar.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. 1
sjónhending. Sveinn
Sæmundsson talar við Jón
Eiriksson skipstjóra um
mannlif við sunnanverðan
Faxaflóa eftir aldamótin.
22.45 Manstu eftir þessu?
Tónlistarþáttur i umsjá
Guðmundar Jónssonar
pianóleikara.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
KOTTUR I STORRÆÐUM
EFTIR KROKAREF
„Hver veit nema ég geti eitthvað hjálpað þér,” heyrðist sagt allt I einu. 1 sama bili
kom Rósa auga á stóran svartan kött, sem verið hafði ofan i öskutunnunni. „Ég er
hann Herra Lúter, sagði kötturinn.” Ég þekki alla hér i borginni, og ef einhver getur
visað þér á þann, sem villhjálpa ykkurPétri gamla, er það ég.
Lúter stökk nú niður úr tunnunni og settist hjá Rósu.
Herra Lúter fór strax að hugsa ráð sitt og var mjög alvarlegur á svipinn. Rósu
leizt varla á þennan kött fyrst i stað, þvi þetta var augljóslega flækingsköttur.
„Biðum nú við”, sagði Lúter. „Mér dettur strax gott ráð i hug. Niðri við höfnina
býr hann Palli rotta. Hann er góður vinur minn og vis til að geta bent okkur á rétta
lausn, á þessum vanda.” Lúter lagði strax af stað og Rósa herti upp hugann og
fylgdi honum eftir.