Þjóðviljinn - 11.01.1973, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 11. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Iþróttir
Framhald af 9. siðu.
áttunni i vetur. Ef til vill hefur
þýðing hans sett mest mark á
hann,og liðin bæði virtust tauga-
óstyrk.
Framan af siðari hálfleik var
enn jafnt. A markatöflunni sást
10:10 og 11:11. En þá tóku
Ármenningar góðan kipp og
komust i 14:12 15:13, og 16:14.
Maður var farinn að halda að
þeim ætlaði að takast aö ná i
bæði stigin. En Haukarnir höfðu
ekki gefizt upp. Hinn ágæti
markvörður þeirra Gunnar
Einarsson varði vitakast frá
Vilberg Sigtryggssyni þegar
staðan var 16:14 og Haukarnir
náðu boltanum og Sigurður Jóa-
kimsson skoraði 15. markið.
Aftur breikkaði bilið i 2 mörk
17:15 Armanni i vil og þá voru 6
minútureftir af leiknum. ólafur
Ólafsson, langbezti maður
Hauka-liðsins, skoraði 16. mark
Hauka, og aftur varði Gunnar
vítakast. Uppúr þvi komust
Haukarnir i hraðupphlaup og
Stefán Jónsson skoraði 17.*
markið og jafnaði þar með
stöðuna, og rúmar 3 minútur til
leiksloka.
Ragnar Jónsson skoraöi
stuttu siðar 18. mark Armanns
en Svavar Geirsson skoraði 18.
mark Hauka og jafnteflið var
staðreynd.
Eins og áður hefur verið
minnzt á hefur taugaóstyrkur
leikmanna eflaust átt mestan
þátt i þvi hve illa liðin léku, en
þau hafa sýnt það i vetur bæði
tvö,að þau gátu mun betur en
þau gerðu að þessu sinni. Hjá
Armanni voru þaö Olfert,
Hörður Kristinsson, Björn
Jóhannsson, svo og Kjartan
Magnússon, sem er hér heima i
jólaleyfi frá námi erlendis, sem
beztan leik áttu. Og Jón Ast-
valdsson kom einnig all-vel frá
leiknum. En bezti einstak-
lingurinn var Ragnar
Sigurðsson markvörður.
Það var alveg sama sagan hjá
Haukum. Gunnar Einarsson
markvörður var bezti maður
liðsins. Markvarzla hans i siðari
hálfleik bjargaði öðru stiginu
fyrir Hauka. Þá átti Ólafur
Ólafsson einnig ágætan leik, svo
og Sigurgeir Sigurðsson og
Þórður Sigurðsson. Stefán
Jónsson er enn nokkuð langt frá
sinu bezta og hefur svo verið i
vetur.
Mörk Armanns: Kjartan 5,
Jón Astv. 3, Vilberg 3 (öll viti),
Björn og Hörður 2 hvor. Olfert,
Guðmundur og Ragnar 1 mark
hver.
Mörk Hauka: Ólafur 6, Sigur-
geir 4, Þórður 3, Svavar 2,
Sturla, Sigurður og stefán 1
mark hver.
Kotof eggjar
Framhald af bls.6.
Margar vonir eru tengdar gáf-
uðum ungum mönnum og þá fyrst
og fremst við'sjaldgæfan hæfi-
leikamann A. Karpof. Hann er 21
árs og hefur að baki sér nú þegar
marga fyrsta flokks sigra i sterk-
um mótum. Karpof hefur forystu
fyrir heilum hópi æskumanna, en
meðal þeirra má nefna V. Savon
og V. Túkmakof.
Sameinuðum kröftum
Skáksambandið og leiðandi
stórmeistarar eiga óleyst ýmisleg
skipulagsmál og fræðileg verk-
efni i undirbúningi sinum fyrir
ábyrgðarmiklar orrustur. Það
skiptir miklu, að kraftar séu sam-
einaðir, að starf leiðandi stór-
meistara sé i auknum mæli tekiö
undir eftirlit samtakanna. Nauð-
syn ber til að efla hlutverk þjálf-
ara. Gagnlegt væri að gera vis-
indalega rannsóknaraðferð að
höfuðatriði iskákfræðum, og væri
hún samræmd verkefnum sam-
timans og þroskastigi kenningar-
innar. Má vera, að i þessu skyni
beri að ýta undir beztu verk sem
unnin eru á sviði fræðanna og
kynna almennt þær skákskýring-
ar sem djúphugsaðastar eru.
Sovézka skáksambandið, beztu
stórmeistarar okkar, eiga marga
ónotaða möguleika og krafta.
Nauðsyn ber til að gera allt sem i
okkar valdi stendur til að bæta við
þá skáktitla, sem við berum,
endurheimtum titli heimsmeist-
ara i skák meðal karla.
Leikför
Framhald af bls 6.
Stjórn Leikklúbbs Laxdæla
er þannig skipuð:
Melkorka Benediktsdóttir,
formaður. Jón Tr. Markússon
ritari. Skjöldur Stefánsson
gjaldkeri. Anna Flosadóttir
meðstj. Heimir Lárusson,
meðstj.
Leikklúbburinn hefur flutt
bókmenntakynningu Steins
Steinarrs og Táp og fjör
Jónasar Arnasonar fimm
sinnum i Búðardal við góða
aðsðkn og frábærar undir-
tektir. Næstu sýningar verða i
Logalandi i Borgarfirði
laugardaginn 13. jí.m. kl. 16.
og 21. dansleikur verður að
lokinni siðari sýningunni.
(Fréttatilkynning.)
Mótmœli
Framhald af bls. 1
sendiráðsins segir t.d. að þegar
Óðinn hafi komið að brezka
togaranum Maretta að veiðum 26,
sjóm. frá Langanesi aðfaranótt 8.
jan, þá hafi togarinn kallað á
eftirlitsskipið Othello, sem hafi
komið á vettvang og komið i veg
fyrir frekari athafnir af hálfu
Óðins. Er minnt á að það sé refsi-
vert að islenzkum lögum að að-
stoða við ólöglegar fiskveiðar.
Askilur islenzka rikisstjórnin sér
fullan rétt til slikra refsinga og til
skaðabóta vegna tjóns sem af
slíkri aðstoð geta hlotizt.
1 mótmælaorðsendingunni til
vestur-þýzka sendiráðsins segir
m.a. að morguninn 8. janúar hafi
varðskipið Ægir nálgazt vestur-
þýzkan togara, Saxonia NC 471,
að veiðum i landhelgi, en vestur-
þýzka eftirlitsskipið Meerkatze-2
hafi siglt upp að togaranum og
komið i veg fyrir frekari aðgerðir
af hálfu Ægis.
Siðar sama dag reyndi Ægir i
tvigang að nálgast annan vestur-
þýzkan togara, Berlin BX 673,
sem var að veiðum i grennd en i
bæði skiptin kom Meerkatze
siglandi á fullri ferð óg kom i veg
fyrir að Ægir nálgaðist togarann.
Bæði Ægir og Meerkatze sigldu
umhverfis togarann meðan hann
hafði vörpuna úti og sigldi þýzka
eftirlitsskipið nokkrum sinnum i
veg fyrir Ægi til að koma i veg
fyrir að varðskipiö gæti nálgazt
skut togarans. Stóð þessi viður-
eign frá þvi um tólfleytið fram
yfir kl. fjögur. Meerkatze hafði að
engu þau alþjóðlegu hljóðmerki
um stefnubreytingu, sem Ægir
gaf hvenær sem þurfti, en sjálft
gaf eftirlitsskipið engin slik
merki, en lét stundum þokulúður
glymja i sibylju þegar mest lá á
að sigla i veg fyrir Ægi. Braut
Meerkatze hvað eftir annað al-
þjóðlegar siglingareglur með
þessu móti, segir i mótmælaorð-
sendingunni.
1 báðum tilkynningum er lögð
áherzla á að rikisstjórn Islands
„mótmæli harðlega” þessari
ihlutun eftirlitsskipanna.
HRIFNIR
PEKING 9/1 — Sjú En-læ for-
sætisráðherra Kina undirstrikaði
i dag ánægju Kfnverja með þá
þróun til sameiningar Evrópu
sem i gangi er um þessar mundir
i samtali sem hann átti við
Giuseppi Medici utanrikisráð-
herra ítaliu.
Einnig kom fram það álit Sjús
að samstarfið ætti ekki að tak-
markast við efnahagsmál heldur
ætti að teygja það yfir á svið
stjórnmála og varnarmála.
Það sem Kina sér helzt við
sameiningu Evrópu er að sam-
einuð gæti hún virkað sem mót-
vægi við Bandarikin og Sovét-
rikin.
ALLIANCE Francaise
F rönskunámskeið
Kennt er i mörgum flokkum, fyrir
byrjendur og lengra komna.
Kennarar: Franski sendikennarinn
Jacques Raymond og frú Marcelle
Raymond.
Innritun og allar frekari upplýsingar i
Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar & Co.,
Hafnarstræti 4 og 9, simar 1-19-36, 1-31-33
og 1-42-81.
Væntanlegir nemendur eru beðnir að
koma til viðtals i Háskólann, 3.
kennslustofu, 2. hæð, föstudaginn 12.
janúar klukkan 6.15.
Auglýsing
um lausar stöður i Myndlistarhúsinu á
Miklatúni.
Skrifstofustúlkur, sem störfuðu sína
vikuna hvor frá kl. 16.00 — 22.00.
Gæzlu- og ræstingamenn, er störfuðu sína
vikuna hvor kl. 22.00 — 8.00.
Til álita kæmi einhver breyting á vinnu-
tima frá þvi sem að framan greinir.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður
hússins Alfreð Guðmundsson á staðnum
15. og 16. janúar n.k. kl. 16.00 —18.00.
Umsóknum skal skilað i skrifstofu borgar-
stjóra eigi siðar en 23. janúar n.k.
Stjórn Myndlistarhússins á
Miklatúni, 11. janúar 1973.
F óstra
Staða fóstru við dagheimili Kleppsspital-
ans er laus til umsóknar nú þegar.
Umsóknir, er greini menntun og fyrri
störf, sendist skrifstofu rikisspitalanna,
Eiriksgötu 5, fyrir 15. janúar n.k.
Nánari upplýsingar veitir forstöðukona
Kleppsspitalans.
Iieykjavik, 9. janúar 1973
Skrifstofa rikisspitalanna.
Starfsstúlkur
óskast nú þegar til starfa i borðstofu og
eldhúsi Kleppsspitalans.
Upplýsingar veitir matráðskona
spitalans, milli kl. 13 og 14 næstu daga.
Reykjavik 9. janúar 1973
Skrifstofa rikisspitalanna
RYMINGARSALA
STÓRLÆKKAÐ
VERÐ
EINSTAKT TÆKIFÆRI
Vegna breytinga verða seldar
Terylene herrabuxur í stórum númerum.
Jersey dömusíðbuxur í öllum stœrðum.
Telpna- og unglinga hettukópur
RÝMINGARSALAN SKÓLAVÖRÐUSTfG 15
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ISLANDS
Á mánudag verður dregið i 1. flokki. 2.700 vinningar að fj^rhæð 19.640.000 krónur.
Á morgun er seinasti heili endurnýjunardagurinn.
_______ Happdrætti Háskóla tsiands
’ Vinningar ársins (12 flokkar):
4 á 2.000.000 kr. 8.000.000 kr.
44 á 1.000.000 kr. 44.000.000 kr.
48 á 200.000 kr. 9.6000.000 kr.
7.472 á 10.000 kr. 74.720.000 kr.
52.336 á 5.000 kr. 261.680.000 kr.
Aukavinningar:
8 á 100.000 kr. 800.000 kr.
88 á 50.000 kr. 4.400.000 kr.
60.000
403.200.000 kr.