Þjóðviljinn - 11.01.1973, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 10. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Islandsmótið 1. deild: Haukar - Armann 18:18
Ármann og Haukar skiptu með sér stigunum er
liðin mættust s.I. þriðjudag i 1. deildarkeppninni
og eru þá bæði komin með 3 stig, en KR situr eftir
á botninum án stigs.og má það teljast kraftaverk
ef það nær að bjarga sér frá falli eftir þessi úrslit.
í sannleika sagt var jafntefli nokkuð sanngjörn
úrslit i þessum leik, sem var einn hinn slakasti
sem leikinn hefur verið i mótinu til þessa. Hnoð
og aftur hnoð var einkennið og varla hægt að
segja, að fallegum augnablikum brygði fyrir.
Ármenningarnir leiddu oftar en Haukarnir, og ef
til vill má segja að þeir hafi verið nær sigri en
Haukar, en mér fannst jafnteflið sanngjörnustu
úrslitin. Eina jákvæða i leiknum var hve mark-
varzlan var oft á tiðum góð hjá báðum liðum þótt
varnirnar væru ekki uppá það bezta.
Framan af náðu Haukarnir
betri tökum á leiknum og
komust i 3:1 og 4:2 en
Ármenningar náðu að jafna og
komast yfir 5:4 þegar fyrri hálf-
leikur var rúmlega hálfnaður og
þeir gerðu betur. Þegar 20
minútur voru liðnar af leiknum
Úrleik Ármanns og llauka: Kjartan Magnússon (Armanni) hindrar hér Þórð Sigurðsson gróflega á lln-
unni. (Ljósm. B.B.)
var staðan orðin 7:4
Armenningum i vil. En næstu
þrjú mörkin skoruðu Haukarnir
og náðu að jafna 7:7. Aftur var
jafnt 8:8 og 9:9 en i leikhléi
höfðu Haukarnir náð frum-
kvæðinu 1Ó:9.
Eins og gefur að skilja var
þetta mikill baráttuleikur, enda
afar þýðingarmikill fyrir bæði
liðin sem verið hafa i fallbar-
Framhald á 11. siðu.
íslandsmótið 1. deild: ÍR-Yalur 21:16
yfirgefið á
botninum
Eftir jafntefli
Hauka og Armanns
KR eitt og
Y als-markverðirnir
vörðu aðeins 4 skot
f
Og IR-ingarnir áttu ekki í minnstu erfiðleikum með Val
IR-liðið/ fingurbrjótur
Valsliðsinss.l. 3-4 ár, átti
ekki í nokkrum erfið-
leikum nú frekar en
endranær með Vals-liðið
og sigraði 21:16 sem var
minni munur en efni
stóðu til/ því að lengi vel
hafði iR 7-9 mörk yfir.
Ástæðan fyrir þessum
yfirburða sigri IR er
margþætt. I fyrsta lagi
virðist iR hafa einhver
sérstök tök á Valsliðinu;
menn muna ef til vill
leik þessara liða frá 1970
þegar iR gerði von Vals
um sigur í íslandsmótinu
að engu. I öðru lagi var
vörn Valsmanna afar
slök í leiknum og í þriðja
lagi/ og var það sem
raunar var afdrifaríkast
fyrir Val, að mark-
varzlan var í algerum
molum. Aðeins 4 skot
varin allan leikinn.
ólafur Benediktsson lék
ekki með, hann var
settur útúr liðinu vegna
agabrots.
1R hefur sýnt mestar fram-
farir allra islenzkra liöa á
þessum vetri ef miðað er við
árið I fyrra. Og það er þegar
komið i hóp okkar beztu liða.
En sannleikurinn er sá að það
hefur oft leikið betur en að
þessu sinni. Það þurfti bara
ekki á meiru að halda gegn
hinu slaka Vals-liði.
Valsmenn byrjuðu með
boltann og það leið ekki
minúta þar til Ólafur H. Jóns-
son, sem nú lék langt undir
getu, skoraði fyrsta markið.
Þetta var i eina skiptið sem
Valurhafði yfir i leiknum. 1R-
ingar jöfnuðu og komust siðan
i 3:1, 5:2 og 6:3. Siðan kom 7:3
og 8:4. Þegar 5 minútur voru
eftir af leiknum var staðap
orðin 11:7 1R i vil og slikur var
leikur Vals-liðsins að augljóst
var að 1R hafði gert útum
Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson
leikinn og aðeins spurning hve
stór sigur IR yrði, en ekki
hvort liðið myndi sigra. I leik-
hléi var staðan 14:9 og 14.
markið skoraði Þórarinn
Tyrfingsson beint úr auka-
kasti eftir að leiktiminn var
runnin út.
Byrjun siöari hálfleiks var
enn verri hjá Vals-liðinu en
nokkur kafli i fyrri hálfleik.
Þegar siðari hálfleikurinn var
um það bil hálfnaður var
staðan orðin 19:10; þá fyrst
var eins og Valsmennirnir
vöknuðu af svefninum en það
var bara of seint. Eins var það
að IR-ingarnir gáfu eftir,enda
leikurinn þegar unninn. Loka-
tölurnar urðu svo eins og áður
segir yfirburða sigur IR 21:16.
Sigur sem liðið þurfti ósköp
litið að hafa fyrir.
Það fer ekkert milli mála að
munurinn á liðunum lá fyrst
og fremst i markvörzlunni.
Það er alveg sama hve gott lið
er; hafi það ekki
markvörzluna i lagi vinnur
það ekki leik gegn öðru liði.
Markvarzla IR-inga var ágæt.
Geir Thorsteinsson markvörð-
ur þeirra hefur staðið sig m jög
vel i vetur, auk þess sem hann
er einn af heppnustu mark-
vörðum sem maður sér i
handknattleik.
IR-liðið er nú loks að ná þvi
að mynda góða heild og um
leið eins og margsinnis hefur
verið bent á, þá gerir það
þetta lið sterkt,enda hefur það
á að skipa góðum einstakling-
um, en þeir hafa bara ekki náð
saman fyrr en i vetur.
Brynjólfur Markússon,
Gunnlaugur Hjálmarsson,
Þórarinn Tyrfingsson og Vil-
hjálmur Sigurgeirsson voru
beztu menn liðsins. Þetta eru
allt menn sem ekki má líta af
augnablik,þá er hætta á ferð-
um. Þá átti Hörður Árnason
góðan leik á linunni.
Enginn Valsmanna náði þvi
að leika við getu að þessú
sinni. Einna skástur var
ólafur H. Jónsson.en hann lék
þó langt undir getu. Agúst Og-
mundsson kom einnig sæmi-
lega frá leiknum undir lokin
en þá skoraði hann hvert
markið á fætur öðru. Það
vekur sifellt furðu hve misvel
Vals-liðið leikur. Oftast leikur
það eins og það getur bezt.og
þá standast þvi fá lið snúning,
en svo inni milli koma leikir
sem eru langt fyrir neðan það
sem liðið hefur sézt gera bezt.
/®v
staðan
Staðan i 1.
FH
ÍR
Valur
Vikingur
Fram
Haukar
Armann
KR
deild er nú þessi:
5500 91:82 10
5401 100:83 8
5302 106:86 6
5302 112:102 6
5302 98:91 6
6114 108:113 3
6114 99:126 3
5005 83:114 0
Markahæstu menn:
Geir Hallsteinsson 38
Ingólfur óskarsson Fram 33
Óiafur ólafsson Haukum 32
Einar Magnússon Vikingi 31
Vilberg Sigtryggsson Arm. 30.
Bergur Guðnason Val 30.
Brynjólfur Markússon IR 28
Haukur Ottesen KR 25
Vilhjálmur Sigurgeirsson ÍR
25
Guðjón Magnússon Vikingi 19
Hörður Kristinsson Ármanni
19
Ólafur H. Jónsson Val 17
Þórður Sigurðsson Haukum 17
Björn Pétursson KR 15
Stefán Halldórsson Vikingi 15.
Hvað þessu veldur getur sjálf-
sagt enginn svarað, þótl
margir vildu eflaust geta
fundið lausnina.
Mörk IR: Vilhjálmur 5 (3
viti) Gunnlaugur 5, Brynjólfur
3, Þórarinn 5, Hörður 2 og
Jóhannes 1.
Mörk Vals: Bergur 5 (öll úr
vitum), Agúst 4, Ólafur og
Gunnsteinn 2 mörk hvor, Jór
Jónsson, Gisli og Þorbjörn 1
mark hver.