Þjóðviljinn - 11.01.1973, Blaðsíða 12
'IÚÐVIUINN
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru gefnar i simsvara1
Læknafélags Reykjavikur,
simi 18888.
Lyfjaþjónusta apótekanna
vikuna 6.-11. janúar er i
Holtsapóteki og Laugarnes-
apóteki.
Slysavaröstofa
Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn.
Kvðld-, nætur og helgidaga-
vakl a heilsuvernarstöfiinni.
Simi 21230.
Fimmtudagur 11. janúar 1973
Ef Nixon
skyldi aftur
verða mál. .
PARlS 10/1. — Viðræður
Kissingers hins bandaríska
og sendimanns Norður-
Víetnamstjórnar, Le Duc
Tho, um vopnahlé í Viet-
nam héldu áfram í dag,
þriðja daginn i röð, og
hvíldi lítill vinskaparandi
yfir fundinum. Mun líða á
löngu áður en aftur skapast
það andrúmsloft sem ríkti
áður en Bandaríkjamenn
Moskvuför
Frakklandsforseta
PARIS 10/1. — Pompidou
Frakklandsforseti fer á morgun,
fimmtudag, i 2ja daga heimsókn
til Moskvu og mun eiga þar við-
ræður við sovézka ráðamenn.
Væntanlega um öryggismál i
Evrópu, en einnig um efnahags-
samvinnu Frakklands og Sovét-
rikjanna.
hófu ógnarsprengingar sin-
ar 18. desember s.l.
Kissinger og Tho hafa nú setið á
fundum i alls 10 stundir siðan við-
ræður hófust að nýju nú eftir ára-
mótin. Geta allir gert sér i hugar-
lund hvernig það muni vera fyrir
Tho aö þjarka nú i það óendan-
lega um þau atriði sem fullt sam-
komulag hafði tekizt um þegar i
október. En i millitiðinni hefur
mótpartur hans staðið að ægileg-
ustu loftárásum sögunnar.
Bandariskar heimildir telja að
Kissinger muni að þessu sinni
dvelja i Paris unz Nixon verður
aftursettur inn i forsetaembættið
til næstu 4ra ára, 20. janúar n.k.
Nema þvi aðeins að viðræðurnar
sigli i strand, áður en að þeim
tima kemur (les: ef Nixon skyldi
nú aftur verða mál að létta
sprengjuþotur sinar yfir þéttbýl-
ustu svæðum Norður-Vietnam).
Norður-.Vietnömum tókst i dag
að skjóta niður 2 árásarþotur af
gerðinni B-52 og gerðist það sunn-
an 20. breiddarbaugsins i suður-
hluta landsins.
Enn skálarœður um
norrœna samvinnu
KAUPMANNAHÖFN
10/1. — Annað kvöld,
fimmtudagskvöld, verður
haldinn meiriháttar
norrænn fundur i Kaup-
mannahöfn á vegum
Vinnings-
númerin í
Happdrœtti
Þjóðviljans
Við birtum hér vinnings-
númerin i Happdrætti Þjóð-
viljans, en þau hafa verið inn-
sigluð hjá borgarfógeta þar til
nú, siðan dregið var á
Þorláksmessu.
1. Bifrcið, SKODA sport-
módcl, kom á númer 38730
2. Ferð fyrir 2 til Kanari-
eyja, 15 daga, frá ferða-
skrifstofunni Úrval kom á
númer 38747
3. Ferð fyrir 2 til Kaup-
mannahafnar með flugvél
Flugfélags tslands kom á
númer 33348
4. Ferð fyrir 2 til Kaup-
mannahafnar með flugvél
Loftleiða kom á númer
19126.
5. Ferð fyrir 2 til meginlands
Evrópu með skipi Eim-
skipafélags tslands kom á
númer 35959.
Vinninga sé vitjað á skrifstofu
Þjóðviljans, Skólavörðustig
19, Reykjavik.
■
Þjóðviljinn þakkar öllum
þeim fjölmörgu, sem veitt
hafa blaðinu liðsinni með
kaupum á happdrættismiðum,
en þó alveg sérstaklega þeim
mörgu sjálfboðaliðum, sem af
mikilli atorku og dugnaði hafa
unnið að innheimtu fyrir
Happdrætti Þjóðviljans bæði i
Reykjavik og úti um allt land.
Norræna félagsins, sá fyrsti
eftirað Danmörk gekk sína
leið inn i Efnahagsbanda-
lagið. Forsætisráðherrar
Danmerkur, Noregs og
Finnlands sækja fundinn,
viðskiptaráðherra Sví-
þjóðar og sendiherra
Islands. Þetta á ekki að
verða umræðufundur, en
stjórnmálamennirnir munu
i almannaáheyrn flytja
ávörp um norrænt samstarf
og möguleika þess í fram-
tíðinni.
Þess er sérstaklega getið i frétt
norsku fréttastofunnar NTB, að
ölafi Jóhannessyni hafi verið
boðið, en hann ekki þegið. Bendir
fréttastofan á það að hann hafi i
nýársræðu sinni gagnrýnt
Norðurlönd harölega fyrir skort
þeirra á samstöðu með íslandi i
sambandi við útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar. — Þess er enn-
fremur getið að Olof Palme hinn
sænski sé löglega forfallaður frá
þátttöku vegna setningar rikis-
þingsins.
Kcið ekki Nixon allan timann við samningaborðið, reiðubúinn til viðræöna á jafnréttisgrundveili?
Munið herstöðvaráð-
stefnuna um helgina!
f
Ráðstefna herstöðva-
andstæðinga um næstu
helgi hefst klukkan tvö á
laugardag i Félagsheim-
ili stúdenta við Hring-
braut. Þá verða flutt
inngangserindi um verk-
efni ráðstefnunnar, og
það gera þeir Björn
Teitsson cand. mag.,
Cecil Haraldsson kenn-
ari og Ragnar Stefáns-
son mag. scient. Þjóð-
viljinn hafði i dag sam-
band við Arna Björnsson
þjóðháttaf ræðing, en
hann er i undirbúnings-
nefnd ásamt þeim Þor-
birni Broddasyni og Úlfi
Hjörvar.
Árni lagði áherzluá, að
herstöðvaandstæðingar
ættu að koma til fundar
þegar í upphafi ráð-
stefnunnar. Að loknum
stuttum inngangserind-
um verður ráðstefnu-
gestum skipt niður í
smærri hópa, og geta
þeir ekki allir starfað í
Félagsheimilinu, heldur
verða í öðrum húsakynn-
um. Þetta á að verða
vinnuráðstefna, sagði
Árni, og við væntum þess
að þetta nýstárlega form
gefi góða raun og verði
vinsælt.
Pompidou er illur
útí jafnaðarmenn
PARíS 10/1. — Franski
sósíalistaflokkurinn gagn-
rýndi Pompidou Frakk-
landsforseta harðlega í dag
vegna ótiIhlýðilegra og
dónalegra viðbragða hans
við alþjóðlegri ráðstefnu
sósialdemókrata sem á að
halda i París um næstu
helgi.
Forsetinn sagði á þriðjudaginn
að ráðstefnan væri ihlutun i
frönsk innanrikismál vegna
kosninganna sem standa fyrir
dyrum i landinu. Meðal gestanna
á ráðstefnunni verða fjórir for-
sætisráðherrar, þau Jörgensen
frá Danmörku, Palme frá Sví-
þjóð, Kretsky frá Austurriki og
Golda Meir frá ísrael. Pompidou
sagði að stjórn sin mundi i mót-
mælaskyni ekki hafa neitt sam-
band við ráðstefnugesti, ekki
heldur hina erlendu forsætisráð-
herra.
Þessi vðbrögð Pompidou hafa
AÐSTOÐIN ÓSKIPT
TIL N-VIETNAMA
KAUPMANNAHÖFN 10/1. —
Þær 5 miljónir danskra króna
sem rikisstjórn Anker Jörgensens
hcfur veitt V'ietnam nýlega vegna
jólasprenginga Nixons munu
ganga rakleiðis og óskiptar til
Norður-V'ietnam, sagði danski
utanrikisráðherrann á þingi i
dag.
íhaldsmaðurinn östergárd,
fyrrum hermálaráðherra, gagn-
rýndi það að upphæðinni skyldi
ekki jafnt skipt milli landshluta i
samræmi við fyrri hefð, en hon-
um var bent á það að óþarft væri
að „pólitfsera” málið. 1 Norður-
Vietnam væri sérstakt neyðar-
ástand vegna loftárásanna, og
ætlunin væri að leggja nokkuð af
mörkum til að létta neyð fólksins
þar.
Kuldakast eyði-
lagði uppskeruna
TEL AVIV — Kuldakast i Israel
hefur valdið eyðileggingu græn-
metis, sitrusávaxta og blóma
fyrir tugi miljóna, að þvi er land-
búnaðarmálaráðherra landsins
hefur upplýst. Verður útflutning-
ur blóma i janúar sennilega þriðj-
ungi minni en venjulega, og út-
flutningur appelsina minnkar um
a.m.k. 15%.
MÓTMÆLA ÍHALDI
LONDON 10/1. — Brezkir rikis-
starfsmenn fara sér nú hægt að
vinnu i mótmælaskyni við 90 daga
verðlags- og kaupgjalds-frystingu
ihaldsstjórnarinnar. Starfs-
mannafélög með um 260 þúsund
manns innan sinna vébanda hafa
hvatt til aðgerða af þessu tæi. Af
þeirra völdum þurfti að loka
Brítish Museum i dag, og þótti
það einstæður viðburður. Skrif-
stofufólk, starfsmenn i út-
lendingaeftirliti, tollþjónar og
menn i flugeftirliti fóru sér hægt i
dag, og varð af þessu mikil seink-
un á flugvöllum. A fundi i einu
starfsmannafélaginu var sam-
þykkt að hvetja til algers verk-
falls i næsta mánuði, en brezkir
rikisstarfsmenn hafa aldrei gert
verkfall. Með þessu hyggjast
rikisstarfsmenn fá stjórnina til að
falla frá hömlum sem hún ætlar
'að setja á réttinn til kjarabóta.
vakið reiði, og segir Mitterand
formaður franska sósialista-
flokksins að framkoma hans geti
unnið samskiptum Frakklands
við önnur riki tjón. Blöð i ísrael
hafa verið harðorð i garð
Pompidou vegna gagnrýni hans á
komu Goldu Meir til Frakklands.
Reiði Pompidou stafar vitan-
lega af þeim góðu horfum sem
kosningabandalag sósialista og
kommúnista hefur til að verða
Gaullistum sterkara i þingkosn-
ingunum. Hins vegar mun
Mitterand vilja útskýra það fyrir
öðrum jafnaðarmönnum, hvers
vegna flokkur hans hefur ákveðið
svona náið samband við
kommúnista.
Okkur vantar
fólk til að bera
út blaðið
Skjól
Hjarðarhaga
Miðbæ
Hverfisgötu
Skúlagötu
Höfðahverfi
Háteigshverfi
Sólheima
Nökkvavog
Voga 2
Safamýri
Sogamýri
D/ODVIUINN