Þjóðviljinn - 14.01.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.01.1973, Blaðsíða 1
Kjurii Tríöui* Baldur Ráðstefnu herstöðva- andstœð- Kjaramálaráðstefna ASÍ Vill niðurfellingu skatta vegna „tekna” af íbúðum Fylgjandi að tannlœknaþjónusta verði niðurgreidd - hagur þeirra lœgstlaunuðu verði ekki skertur inga lýkur í dag Helgarráðstefna Samtaka hernámsandstæðinga um skipulagsmál og næstu verk- efni var sett i Félagsheimili stúdcnta við Hringbraut i gær. í dag verður sameiginlcgur fundur allra þátttakenda kl. 14-18 i félagsheimilinu. Fundarstjórar i dag eru Bjarnfriður Leósdóttir og Baldur óskarsson. Danir viður- kenna DDR HOFN 13/1. — Danmörk og Austur-Þýzkaland hafa undir- ritað samkomulag um að taka upp gagnkvæm stjórnmálaleg tengsl. Tekur samkomulagið gildi þegar i stað. Þá ákváðu löndin að skiptast á sendiherrum. Þannig fjölgar hratt þeim Natórikjum sem bætt hafa Austur-Þýzkaland inn á sitt pólitiska landakort. Kjaramálaráöstefnu ASí lauk um tvö leytið í fyrrinótt og uröu talsvert miklar umræöur um efna- hagsmálin, en skoöanir manna nokkuð samhljóða. Raðstefnan geröi eftirfarandi ályktun: Vegna þeirra hugmynda sem fram hafa komið af hálfu rikis- stjórnarinnar um atriði hugsan- legra aðgerða til þess að draga úr vixlahækkunum verðlags og kaupgjalds á þessu ári — ályktar ráðstefna ASÍ um kjaramál, haldin 12. janúar 1973, eftirfar- andi: I. Varðandi lækkun tekjuskatts og aðrar skattabreytingar. Rdðstefnan lýsir stuðningi við þær hugmyndir sem fram eru settar i minnisgrein rikis- stjórnarinnar um lækkun tekju- skatts og skatta þeirra, sem búa i leiguhúsnæði. Þá telur ráðstefnan hertskatteftirlit mjög jákvætt, en bendir jafnframt á nauðsyn þess að sérstakar ráðstafanir séu gerðar tilað hefta skattsvik þeirra aðila, sem geta i raun ákveðið skatta sina sjálfir. Enn- fremur telur ráðstefnan æskilegt Frh. á bls. 15 Olof Palme um Víetnam: Hikum ekki við að segja skoðun okkar Fjölsóttur umrœðufundur Sá fyrsti af 18 vikuleg- um umræöufundum Alþýðubandalagsins í Reykjavík var haldinn i fyrradag. Fundurinn var mjög vel sóttur, og var salurinn að Grettisgötu 3 troðfullur. Fundarefnið var ,,Baráttan gegn her- stöðvum á íslandi fyrr og nú" — og var Kjartan Olafsson, ritstjóri, máls- hef jandi. Mikill áhugi rikti á fundin- um lyrir eflingu baráttunnar fyrir brottför hersins. Næsti umræðufundur af þessu tagi á vegum Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik verður næstkomandi fimmtu- dagskvöld að Gre'ttisgötu 3. Fundarefnið verður „tslenzk iðnvæðing, islenzkur sósial- ismi”. Málshefjandi verður Magnús Kjartansson, rdð- herra. Myndirnar sýna hluta fundarmanna á fundinum i fyrra dag. Við ræðum við Ferdinand Ferdin- andsson. elzta starfandi skósmið landsins. um starfið fyrr og nú. SJÁ OPNU PARíS 13/1 — Olof Palme lýsti þvi yfir í dag aö ekki væri grundvöllur fyrir sameiginlegum aö- geröum Noröurlanda i Vietnammálinu. ,,En ef máliö snýst á verri veg megum viö ekki hika við aö segja skoðun okkar hátt og snjallt" sagöi Palme á blaöamannafundi stuttu eftir komu sina til Parisar þar sem hann tekur þátt i fundi alþjóðasamtaka sósíaldemókrata. F’undur þessi hefur valdið mik- illi taugaspennu i Paris. Lögregl- an hefur viggirt fundarstaöinn rammlega og allar mótmælaað- gerðir hafa verið bannaðar. Mestum áhyggjum veldur þátt- taka Goldu Meir forsætisráð- herra Israel. Hefur lögreglan fengið fjölda sprengjuhótana i til- efni komu hennar til Parisar. Frh. á bls. 15 Friðvœnlegra í Vietnam? Betri samninga- horfur í París? PARiS 13/1 — Margt bendir til að höfuöágrein- ingsefni Bandaríkjamanna og Noröur-Vietnama séu aö leysast og aö þeir séu reiðu- búnir aö undirrita friðar- samninga. Þetta er haft eftir bandariskri sjón- varpsstöð,en hvorki Banda- rikjamenn sé Norður-Viet- namar hafa tjáö sig um málið. Þeir Kissinger og Le Duc Tho hófu fund i morgun og hafa við- ræðurnar nú staðið i sex daga i röð. 1 gær sátu þeir á fundi i 6 tima. Bandarikjamenn sýna þó enga linkind i sprengjukasti sinu. 1 gær fóru hundr. sprengju- og árásar- flugvéla i árásarferðir yfir Suður- Vietnam og suðurhluta Norður- Vietnams og köstuðu þær meðal annars um 1200 tonnum af sprengjum á svæði sem er um 60 kilómetra norðvestan við Saigon. Yfirvöld i Saigon óttast að ÞFF og Norður-Vietnamar séu að draga saman liðssafnað á þessu svæði og að þeir hafi i hyggju að gera áhlaup á höfuðborgina. 1 Kambodju hertóku skæruliðar niu stöðvar stjórnarhersins með- fram Mekongánni og hafa þeir nú stöðvað alla birgða- og vopna- flutninga til höfuöborgarinnar Pnom Penh, eftir ánni^en hún er mjög mikilvæg samgönguæð á þessum slóðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.