Þjóðviljinn - 14.01.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 14. janúar 1973 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 3
Frá
Grindavík
Um líf eða
dauða
er að tefla
Glugginn í beitingaskúrnum
eins og lítið málverk eftir Scheving
Enn erum við á ferð i gamla
Járngerðarstaðahverfinu inn-
an um gamla beitingaskúra,
sem eru að sligast niður af elli
og fúa. Við litum inn i þröng
húsasundin full af lífi og sál, —
glittir i rauða lóðabelgi fyrir
enda þeirra og hvitt brimið við
ströndina.
Gasljós týrir i einum glugg-
anum, og við göngum inn i
einnbeitingaskúrinn og hittum
þar fyrir formanninn á Vörðu-
nesinu GK. Hann er að stokka
upp linu og hagræða lóðaböl-
um fyrir vertiðina.
VörðunesiðeröOtonna bátur
og er nýkominn úr vélahreins-
un. Formaðurinn Sigurpáll
Aðalsteinsson er einn af þrem-
ur eigendum bátsins.
Sigurpáll hefur róið á hverri
vertið frá þvi hann var f jórtán
ára og gerþekkir miðin þarna
fyrir utan bæði fyrr og nú.
Fiskigengdin hefur minnkað
með árunum og einkum sið-
ustu árin vegna rányrkju.
Aður fyrr var mikill fiskur hér
"GÓÐA VEIZLU GERA SKAL"
BRÚÐKAUP, fermingarveizlur, afmælishóf,
átthagafélagssamkomur eða annar mannfagnaður
standa fyrir dyrum hjá einhverjum dag hvern.
Þá vaknar spurningin: hvar skal halda hófið?
Ef aðstæður leyfa ekki að hafa veizluna heima fyrir,
þá er næst að hringja í Hótel Loftleiðir. Þar eru
salarkynni fyrir hvers konar samkvæmi.
Allar upplýsingar í síma 22322.
Peir salta
Hér er Sigurpáll Aðalgeirsson, skipstjóri á Vörðunesi GK 45, að huga að línunni.
á grynnmgum. Nú þarf yfir-
leitt að fara tvo og hálfan tima
út á Selvogsbanka til þess að
leggja linuna. Það hefur verið
tregt á linu undanfarið vegna
beitunnar. Við beitum sild úr
Norðursjónum og veiðist illa á
þessa beitu. Okkur vantar is-
lenzka sild eða smokkfisk
núna i byrjun vertiðar.
Fiskurinn hefur þorrið hér
á miðunum undanfarin ár, og
hef ég merkt það betur sið-
ustu árin. Fiskverð hefur
hækkað til muna, en minni afli
fæst ár frá ári. Við fengum 600
tonn á siðustu vertið. Var það i
góðu meðallagi miðað við
báta hér.
Alvarlegir hlutir eru að ger-
ast úti á miðunum. Fólk gerir
sér ekki grein fyrir, hvað út-
færsla landhelginnar i 50 mil-
ur er mikilsverð fyrir aflahlut
sjómanna og þjóðarbúskap-
inn. Stundum finnst mér lagt
undir lif eða dauði.
Þá þarf að friða hrygningar-
svæðin hér fyrir utan.
f skúrnum er litill gluggi
með hvitri umgerð, og sér út á
æðandi brimið i rennunni, —
nær, uppi á klöppinni, liggur
rauð linubauja. Otsýnið um
gluggann er eins og litið mál-
verk eftir Gunnlaug Scheving.
Það er stundum erfitt að
komast á bátum gegnum
rennuna inn i Grindavikur-
höfn. Fyrir utan er endalaus
Suðurströndin með hvitfext-
um brimsköflunum. A þessari
öld hafa nær tuttugu sjómenn
týnt lifinu við að sigla inn i
Grindavikurhöfn.
Þetta sagði formaðurinn
mér æðrulaus og tók i nefið.
g.m.
Viö litum inn i saltfisk-
verkunarstöð Þorbjörns
h.f. í Grindavík. Þeir
voru nýbúnir að fletja
nokkur tonn af ufsa og
ætla síðan að salta hann
og þurrka fyrir markað í
S -Ameríku.
Netabátar fá ekki annað en
ufsa i netin, og leggja hér upp
bátar eins og Hrafn Svein-
bjarnarson, Hrafn Svein-
bjarnarson II og Hrafn Svein-
bjarnarson III. Fara tveir þeir
fyrrnefndu á loðnu siðar á ver-
tiðinni, en sá þriðji verður á
netum alla vertiðina frá
Grindavik. Þá leggur Alfta-
nesið upp hjá þeim og verður á
netum i vetur og ennfremur
Ársæll Sigurðsson er vitjaði
neta á mánudag.
Ógæftir hafa verið siðustu
daga, sagði Jón Árnason verk-
stjóri. Ufsinn er bæði flakaður
og saltaður og llka hertur. Um
15 manns starfar nú hjá Þor-
birni h.f. i saltfiskverkunar-
stöðinni. Þaö á eftir að fjölga
upp i 30 menn er skarpasta
hrotan gengur yfir á vertið-
inni. Við höfum ágætan húsa-
kost fyrir aðkomumenn er
vinna hjá okkur. Þetta var
rekið sem hótelbygging i
Hjá Þorbirni h.f. unnu þeir við að pakka inn saltfiski. Talið frá vinstri: Evelyn Adólfsdóttir, Viggó
Einarsson frá Vík i Mýrdal, Eyjólfur Eiriksson, matsmaöur, Pálus Vikraberg og Lena Poulsen.
sumar fyrir stangveiðimenn.
Stöðug vinna er hér i salt-
fiskverkunarstöðinni frá kl. 8
á morgnana til kl. 18 á kvöldin
Á vertiðinni i fyrra verk-
uðum við 12 hundruð tonn af
fiski upp úr salti. Þetta voru
um 3600 tonn af fiski upp úr
sjó, — netafiskur.