Þjóðviljinn - 14.01.1973, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 14. janúar 1973
Valery Giscard d’Estaing
Mitterand og Marchais á fundinum 1. desember. Milli þeirra situr skáldiö Aragon
Kosningahorfur
í Frakklandi
Síðari hluti
Er sigur vinstri flokkanna þá
tryggöur i þingkosningunum i
Frakklandi i vor? Ef litið er á
skoöanakannanirnar einar virð-
ast þeir nú standa sterkar en
nokkru sinni siðan á dögum
Alþýðufylkingarinnar 1937, þeir
virðast jafnvel eiga þess kost að
vinna meirihluta á þingi. En
skoðanakannanirnar sýna aðeins
eina hlið mála. De Gaulle lét sér
nefnilega ekki nægja að leysa
Alsirdeiluna, hann samdi lika
kosningalög og stjórnarskrá, með
það markmið fyrir augum að
tryggja Frökkum „stöðuga
stjórn” eins og sagt var, og binda
þannig endi á sífelldar stjórnar-
kreppur 4. lýðveldisins. En þegar
á málin er litið viröist þessi stöö-
uga stjórn ekki vera annað en
dulnefni fyrir stöðuga valdasetu
Gaullista sjálfra. Allt miðaðist
nefnilega við að þeir fengju sem
mestan þingmannafjölda, og það
var eins og ekki væri gert ráð
fyrir þvi að þeir gætu misst meiri-
hlutann. Skopmynd sem birtist i
ýmsum blöðum 1958, þegar
de Gaulle var að semja stjórnar-
skrána og sýndi hann vera að
smíða forsetastól eftir máli, hitti
naglann óneitanlega á höfuðið.
Kosni nga lög in vinstri
mönnum í óhag.
Þannig getur enginn vafi leikið
á þvi, að kosningalögin stefndu
beinlínis að þvi að útiloka vinstri
menn, einkum kommúnista, sem
allra mest frá þingmennsku og
tryggja Gaullistum miklu fleiri
fulltrúa á þingi en atkvæðatalan
leyfði. Þetta var gert með tvenns
konar bellibrögðum: kjördæma-
skipuninni og kosningafyrir-
komulaginu. Segja má að Frakk-
land skiptist i tvo hluta: rót-
grónar byggðir, kaþólsk sveita-
héruð og gamlar borgir, þar sem
menn eru ihaldssamir og fast-
heldnir á forna siði, og ný iðnhér-
uð, verkamannaborgir, úthverfi
stórborga o.þ.h. þar sem vinstri
menn hafa meginfylgi sitt. Með
þvf að skipta kjördæmunum
haganlega, gera þau sem smæst
og flest i ihaldssömum héruðum,
en sem stærst og fæst þar sem
vinstri menn eru i meirihluta ( —
öll kjördæmi eru einmennings-
kjördæmi — ) er hægt að
tryggja hægri mönnum miklu
betri aöstöðu. En þetta þótti ekki
nóg. Tekið var upp kosningafyrir-
komulag i tveimur atrennum: 1
fyrri umferð ná þeir frambjóö-
endur einir kjöri, sem fá hreinan
EINAR MÁR
SKRIFAR
FRÁ PARÍS
meirihluta,en i seinni umferð er
kosið milli tveggja efstu fram-
bjóðendanna þar sem enginn náði
hreinum meirihluta. Annar
þeirra getur þó dregið sig i hlé og
látið annan frambjóðanda, sem
færri atkvæði fékk, koma i
staðinn fyrir sig. Nú vilja mið-
flokkamenn og marg.ir jafnaðar-
menn ekki kjósa kommúnista og
greiða frekar Gaullista atkvæði ef
þvfer að skipta. Þetta fyrirkomu-
lag hefur þvi bitnað langverst á
kommúnistum, og árangurinn er
mjög skýr: það eru aðeins um 30
þús. atkvæði að meðalt <á bak-við
hvern þingmann Gaullista,en um
120 þús. á bak við hvern þing-
mann kommúnista. Þingsæta-
skiptingin gefur þvi litla mynd af
vilja þjóðarinnar: 1967 fengu
vinstri flokkarnir 43 af hundraði
atkvæða og aðeins 194 þingmenn.
Ári siðar fengu stjórnarflokk-
arnir 46 af hundraði atkvæða og
það nægði þeim til að fá 368 þing-
menn.
Þetta fyrirkomulag gerir
vinstri flokkunum þvi áreiðan-
lega róðurinn mjög torveldan,
þótt þeir hafi meira fylgi en
nokkur annar flokkur eða flokka-
bandalag, þvi að kjósendur mið-
flokkanna (um 15 af hundraði)
geta vel tryggt stjórnarflokk-
unum sigur enn einu sinni. En það
er ekki vist: allt er komið undir
þvi hvernig atkvæði vinstri
manna nýtast i seinni umferö. Ef
jafnaðarmenn fylgja t.d. fyrir-
mælum flokksforystunnar og
greiða kommúnistum atkvæði i
þeim kjördæmum þar sem
baráttan stendur milli kommún-
ista og Gauilista (eða miðflokka-
manns). er öruggt að þingsæta-
tala þeirra nálgast miklu meira
að vera i samræmi við raunveru-
legan styrk þeirra meðal þjóðar-
innar, Það er þó ýmsum vanda
bundið. Kommúnistar hafa hins
vegar sýnt miklu meiri kosninga-
aga, og hlýða yfirleitt sams konar
fyrirmælum sinna eigin leiðtoga.
Þeir gætu þvi bætt stöðu vinstri
flokkanna enn með þvi að færa
vissar fórnir til að vega upp á
móti tregðu jafnaðarmanna. Ef
þeir láta frambjóöendur sina
draga sig i hlé i nokkrum kjör-
dæmum, þar sem þeir hafa að
visu meirihluta en jafnaðarmenn
eru mjög sterkir og ófúsir til að
geiða kommúnista atkvæði, gætu
atkvæði þeirra tryggt frambjóð-
endum jafnaðarmanna sigur, þar
sem sigur vinstri manns væri
annars óviss. 1 slikum tilvikum
má nefnilega búast við þvi að þeir
fái einnig fylgi ýmissa miðflokka-
manna, þvi að mar'gir þeirra (38
af hundraði samkvæmt skoðana-
könnun) kjósa fremur jafnaöar-
menn en Gaullista, þegar um það
er að velja.
Svo virðist sem stjórnarflokk-
arnir óttist þetta mjög mikið.
Sumir telja jafnvel að ferð
Pompidous til Sovétrikjanna i
þessum mánuði sé að einhverju
leyti tilraun til að hindra slik
„herbrögð” kommúnista: sagt er
að hann ætli að lofa Bresnéf þvi
að halda fast við utanrikisstefnu
de Gaulles gegn þvi að Bresnéf fái
franska kommúnista til að vera
„ósamvinnuþýða” við jafnaðar-
menn. Þetta telja einstaka frétta-
skýrendur að kunni að hafa áhrif,
þvi að bæði Bresnéf og franskir
kommúnistaróttist mjög stuðning
jafnaðarmanna við Efnahags-
bandalagið og Atlanzhafsbanda-
lagið. Það er mjög sennilegt, að
einn tilgangur ferðar Pompidous
sé að benda kommúnistum á að
Sovétstjórninni falli utanrikis-
stefna hans betur en utanrikis-
stefna jafnaðarmanna. En jafn-
vel þótt Bresnéf reyndi sjálfur að
hafa áhrif á franska kommúnista,
er fullvist að það hefði engin
áhrif: sigurvilji vinstri manna
mótar nú allar gerðir þeirra. Það
má þvi segja að þeir hafi nokkra
von um að ná meirihluta i kosn-
ingunum, þrátt fyrir óhagstæð
kosningalög.
Stjórnarskráin
En hvað gerist ef vinstri menn
ná meirihluta? Sú spurning er
mesta vafaatriðið i þessari kosn-
ingabaráttu og verður vafalaust
mikið rædd næstu vikur. Sam-
kvæmt stjórnarskrá 5. lýðveldis-
ins frá 1958 hafði forsetinn geysi-
leg völd: hann tilnefndi ráð-
herrana og var höfuð fram-
kvæmdavaldsins. Þessi völd juk-
ust enn 1962, þegar ákveðið var að
forsetinn skyldi kosinn með
þjóðaratkvæðagreiðslu, þvf aö þá
varð hann, að áliti Frakka, jafn-
mikill (j a f n v a ida m i k ill)
fulltrúi þjóðarinnar og
þingmennirnir. Siðan hefur þró-
unin stöðugt stefnt i sömu átt:
eftir þvi sem fylgi Gaullista hefur
dvinað meðal þjóðarinnar, hefur
vald forsetans orðið meira — og
það á kostnað þingsins. Stjórnar-
skiptin i júni eru gott dæmi um
þetta: forsetinn rak þá frá
völdum forsætisráðherra, sem
hafði skömmu áður fengið yfir-
gnæfandi traust þingsins, og til-
nefndi annan, sem sá ekki einu
sinni ástæðu til að fara áður fram
á neina traustsyfirlýsingu.
Margir fréttaskýrendur töldu þá,
að þinginu hefði verið sýnd
fádæma litilsvirðing. En þingið
lét ekki á sér bæra, sem ekki var
von þvi að það hefur jafnan sýnt
stjórninni hina mestu fylgispekt.
En hvað gerðist ef and-
stæðingar forsetans næðu meiri-
hluta i þinginu og það mótmælti
vinnubrögðum af þessu tagi?
Þessari spurningu verður ekki
svarað: það er eins og höfundar
stjórnarskrárinnar hafi ekki búizt
við þvi að Gaullistar kynnu að
missa meirihlutann, þvi að hún
gerir alls ekki ráð fyrir árekstri
milli þings og forseta og hcfur alls
engin ákvæði um það hvernig
leysa skuli siikan árekstur. Ef
vinstri mönnum tekst að ná þing-
meirihluta i marz, hlýtur það þvi
að leiða til meiri háttar stjórn-
lagakreppu, þar eð kjörtimabili
Pompidous lýkur ekki fyrr en
1976.
Pompidou hefur þá um tvennt
að velja: hann getur ákveðið að
taka tillit til kosningaúrslitanna
og valið forsætisráðherra úr hópi
þingmanna vinstri flokkanna (en
þá hlýtur hann fyrr eða siðar að
lenda i deilum við stjórnina,
nema hann fallist á að afsala sér
þeim völdum sem stjórnarskráin
gefur honum) eða hann getur
ákveðið að fylgja fast fram sinni
eigin stefnu og valið forsætisráð-
herra úr hópi stuðningsmanna
sinna. Ýmsar yfirlýsingar
Pompidous sjálfs á blaðamanna-
fundi I september og siðar og
fylgismanna hans benda til þess
að honum sé skapi næst að taka
siðari kostinn. Gaullistar hafa t.d.
sagt að þann muni velja ráð-
herrana i samræmi við stefnu
sina en ekki i samræmi við „eitt
eða annað kosningabandalag”.
Þeir hafa jafnvel fundið upp nýtt
Frh. á bls. 15
RYMINGARSALA
STÓRLÆKKAÐ
VERÐ
EINSTAKT TÆKIFÆRI
Vegna breytinga verða seldar
Terylene herrabuxur í stórum númerum.
Jersey dömusídbuxur í öllum stœrðum.
Telpna- og unglinga hettukópur
RÝMINGARSALAN SKÓLAVÖRÐUSTlG 15