Þjóðviljinn - 14.01.1973, Page 5
Sunnudagur 14. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Er samhengi milli kaffidrykkju og
kransœðastíflu?
Það er gamalt máltæki
að allt sem ánægjulegt er
sé annaðhvort ósiðlegt eða
heilsuspillandi. Nú telst
hópi bandarískra lækna svo
til, að kaffi, þjóðardrykkur
islendinga, auki líkur á
kransæðastfilu.
Hópur fræðimanna við
Læknaháskólann í Boston
hefur á grundvelli athug-
ana á 1380 sjúklingum
komizt að þeirri niðurstöðu
að þeim sem drekki meira
en fimm bolla af kaffi á
dag sé helmingi hættar við
kransæðastíflu en þeim
sem ekki drekkur kaffi.
Einkum var konum hætt —
ef þær drekka 12 bolla eða
meira er þeim fjórum
sinnum hættar við krans-
æðastíflu en bindindisfólki
á kaffi. Og þegar miklar
sígarettureykingar bætast
við, þá versna horfur kaffi-
drykkjufólks enn meir.
Ekki er vitað enn í hverju
þetta samhengi milli kaffis
og hjartasjúkdóma er
fólgið. Sumir telja að í
kaf f i sé ef ni sem haf i skað-
leg áhrif á fitubúskap
líkamans og þá kholester-
innihald blóðsins. Aðrir
Frh. á bls. 15
ODAL
£©kur
.meiifi/wíipiim
Undanfarin ár hefur öðal við Austur-
völl gert sér far um að bjóða gestum
sínum aðeins úrvals mat og dýrar veigar,
þegar þeir vildu gera sér dagamun.
Nú hefur öðal ákveðið að breyta
um stefnu. Maturinn verður jafngóður,
ef ekki betri. Þjónustan verður vonandi
óaðfinnanleg. Það eina,
sem breytist verulega eru verðin.
Þau breytast til hins betra.
Stefnubreytingin felst í því, að þér eigið
að geta heimsótt öðal og snætt
góðan hádegis- eða kvöldverð án þess
endilega að þér séuð að halda upp
á afmæli eða sérstakt tilefni sé fyrir borð-
haldinu. Þess vegna tekur öðal ofan
sparisvipinn, breytir til, og
býður yður réttan mat á góðu verði.
Tökum til dæmis:
Pönnusteikt smálúðuflök með
sítrónu og smjöri kr. 195.00
Marineruð síld og kryddsíld
með brauði og smjöri kr. 185.00
Lambahryggsneiðar með
rauðvínssósu kr. 375.00
Grillsteiktar grísakótelettur
með rís og karrý og steiktum
hpetum kr. 375.00
Nautasteik öðals með bakaðri
kartöflu og salati kr. 575.00
öðalskakan með jarðarberjum
og hlaupi kr. 75.00
Meira þarf ekki að taka fram.
Það er yðar að reyna og dæma eftir
reynslunni. Gjörið svo vel.
Góður matur á réttu verði
OÐA
V/ AUSTURVÖLL
L»