Þjóðviljinn - 14.01.1973, Qupperneq 8
8.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. janúar 197J
Sunnudagur 14. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
RÆTT VIÐ FERDINAND R. EIRIKSSON,
99
„Svona var lcðrift hamrað hér áöur fyrr,” sagöi Ferdinand, og
áhaldiö sem hann hefur á hnjánum er siöan um aldamót.
Skóauglýsing frá 1918. Hún var sú fyrsta sem Ferdinand stillti út hjá
sér.
— Þegar ég hóf nám í
skósmíði 1906 þótti það afar
„fint", að vera skósmiður,
og fóik sagði við unga
menn sem komust í það
nám: Mikið varstu heppinn
góði minn, nú er þér borgið.
— Þá var erfitt að fá at-
vinnu, og þvi þótti þetta
mikið öryggi. En nú er
öldin önnur. Það vill enginn
læra skósmíði í dag, og ég
fæ ekki betur séð en að
þessi iðngrein deyi út rétt
af sjálfu sér. Nú þykir ekki
lengur „fint" að vera skó-
smiður.
Það er Ferdinand R.
Eiríksson skósmiður að
Hverfisgötu 43 sem segir
þetta. Hann hefur stundað
skósmiði siðan 1906, að
hann hóf nám hjá Matthí-
asi Matthisen að Bröttu-
götu 6, og hann hefur rekið
skósmíðastofu að Hverfis-
götu 43 síöan 1918. Það er
með skósmíðina eins og
nokkrar aðrar iðngreinar,
sem eigi alls fyrir löngu
voru fjölmennar,að þær eru
að deyja út vegna þess að
ungir menn vilja ekki læra
þær í dag.
Okkur datt i hug, aö fróðlegt
gæti verið að ræða við mann sem
starfað hefur i 66 ár i iðngrein
sem greinilega er á undanhaldi i
dag. Og það kom einnig i ljós
þegar við fórum að ræða við
Ferdinand, að hann á mikið safn
af gömlum verkfærum úr skó-
smiöi sem að mestu leyti er hætt
að nota i dag, á tima vélvæðingar
og nútimatækni. Þvi að þrátt fyrir
útlit um aö skósmiði leggist niður
eftir tiltölulega fá ár, eru til mjög
fullkomnar vélar til allra hluta i
skósmiðinni i dag.
— Ég er fæddur á Eyvindar-
stöðum á Alftanesi árið 1891,
sagði Ferdinand, þegar við fórum
að rabba saman. Og árið 1906 hóf
ég skósmiðanám hjá Matthiasi
Matthisen, sem var með stofu i
Bröttugötu 6 i Reykjavik. Þar
lauk ég svo námi 1910.
— Það þótti fint segirðu, að
komast i skósmiðanám i þá daga?
— Já mikilósköp. Skósmiði var
þá afar fjölmenn iðngrein enda
voru nú málin dálitið öðruvisi þá
en nú. Við vorum einir 10 sem
unnum á stofunni, 5 nemar og 5
sveinar. Þá þurftum við að smiða
skó, eins og nafnið á iðngreininni
segir til um. Það var til að mynda
mikið að gera á haustin við að
gera leðurstigvél fyrir sjó-
mennina, en það var áður en
gúmístigvélin komu til sögunnar.
Þessi leðurstigvél, sem i dag eru
gjarnan notuð af hestamönnum,
voru vönduð og mikil vinna að
smiða þau. Við þurftum að vera
búnir með þessi stigvél um ára-
mót eða þar i kring, þar eð
skúturnar fóru út um það leyti.
Eins var þá mikið i tizku, aö gefa
sérstaka inniskó. Þaö sem kom
yfir ristina var þá prjónað og á
þvi alls konar myndir, en sólann
smiöuðum við og festum yfirlagið
á. Þetta var vanalega gert á
haustin, þvi að þessir skór voru
gjarnan gefnir i jólagjafir.
— Ekki hafiö þiö nú haft vélar
til að sauma þetta i þá?
— Nei biddu fyrir þér. Allt var
unnið i höndunum. Viö notuðum
ekki einu sinni nálar. Þaö var
notaður sérstakur tvinni, mjög
sterkur og grófur, og á endann á
honum voru festir þræðir úr
svinsburstum, sem komu i stað
nálanna. Fyrst var gatað með sýl
og siðan þrætt.
ELZTA STARFANDI SKÓSMIÐINN í REYKJAVIK
VILL
— En gúmistigvél, hvenær
komu þau til sögunnar?
— Það var nú nokkuð fljótlega
uppúr þessu, en það fylgdi sá
böggull skammrifi að ef gat kom
á þau, var ekki hægt að bæta það
svo gagn væri að. Þá þekktist
ekki lim til að lima bætur á. Við
vorum að reyna að sauma
bæturnar á, en þetta hriplak allt
saman og var gagnlaust. Ég man
vel eftir þvi þegar limið kom. Það
var nú meiri breytingin i sam-
bandi viö gúmmiskótau. Það
mun hafa verið Fálkinn h/f sem
fyrstur flutti lim til landsins, og
viö vorum fljótir að tileinka okkur
notkun á þvi.
— Var betra eða verra leður til
skósmiða hér áður fyrr en þið
hafið i dag?
— Það var sizt verra. En það
kom gjarnan óvalsað til landsins.
Fyrst i stað þurftum við aö berja
það til með hamri, áður en
völsunarvélar komu til landsins,
Ég eignaðist eina slika eftir að ég
stofnaði mina stofu, og manni
fannst mikill vinnusparnaður að
henni, auk þess sem hún létti af
manni miklu erfiði.
— Manstu hvað þú fékkst i
kaup meðan þú varst að læra?
— Vinur minn, ég fékk ekkert
kaup. Maður réði sig uppá fritt
fæði og húsnæði og annað ekki.
Maður varð sjálfur að klæða sig
og sjá fyrir þjónustu. Nei, það var
ekki verið að greiða lærlingum
kaup i þá daga. Hinsvegar fékk ég
25 aura fyrir að gæta sona
meistarans á sunnudögum, og
það þótti bara nokkuð vel borgað.
— En svo settir þú upp þina
stofu 1918?
Já, það var nú dálitið sögulegt
hvernig það atvikaðist að ég setti
hana upp hér i Reykjavik. Þannig
var að ég vann i surtarbrands-
námunum á Húsavik 1917, enda
litið þá að gera i skósmiðinni. En
þá var lagt að mér að setja upp
skósmiðastofu á Húsavik, þar eð
enginn skósmiður var þar á
staönum. Það varö svo úr, að ég
fór suður og fékk mér eitthvað af
tækjum og hugðist flytja þau
norður um veturinn. Þau voru
send með skipi, en þegar til
Seyðisfjarðar kom, var svo mikill
is, fyrir Norðurlandi, að skipið
komst ekki lengra og sneri við
aftur til Reykjavikur. Það varð
þvi úr að ég setti upp stofuna hér.
Ég sá að laust pláss var i
kjallaranum að Hverfisgötu 43 og
fékk það leigt. Þar hef ég svo
verið siðan.
— Manstu hvað kostaði að sóla
skó þegar þú byrjaðir með þina
stofu?
— Nei, ekki man ég það nú ná-
kvæmlega , en ég man að 1910
kostaði það 3,50 kr að sóla skó og
það var jafn mikið og dagkaup
verkamanns við höfnina. I dag
kostar 500 kr. að sóla skó meö
hæl, svo við getum séð að þetta
hefur lækkaö mjög verulega
miðaö við verkamannakaup.
— Var eingöngu unnið með
handverkfærum um það leyti sem
þú opnaðir þina stofu?
— Já, eingöngu nema hvað
komnar voru saumavélar til að
sauma sólana og ég á eina frá
þeim tima sem ég nota enn i dag.
Það er góður gripur.
— Var samkeppnin ekki hörð á
þessum árum hjá skósmiðum?
— O, jú, við vorum einir 5 sem
vorum með skósmiðavinnustofur
hér á svæði sem afmarkaðist af
Hverfisgötu, Klapparstig,
Frakkastig. Svo þú getur séð
hvort samkeppnin hefur ekki
verið hörð. En svo kom kreppan
og þá hófust lánaviöskiptin, sem
urðu mörgum að falli. Menn
höföu ekki vinnu og gátu ekkert
borgað og við vorum að lána fólki
þegar það kom með skó til við-
gerðar og það var að reyna að
borga eitthvert litilræði inná
reikninginn ef einhver vinna
fékkst. Þessi viðskipti urðu
mörgum skósmiðnum svo erfið að
hann hætti með stofuna. Siðan
hefur skósmiðum farið fækkandi
jafnt og þétt. Ungir menn hafa
Handáhöld I skósmiði hafa ckkert breytzt I gegnum árin. Hér má sjá
margskonar verkfæri, sem öll eru komin til ára sinna.
Leðurvölsunarvél frá því laust eftir aldamót sem nú er fyrir löngu hætt
að nota.
ENGINN
LÆRA
ÞETTA
LENGUR”
Þessi stigvél eru smiðuð af Jóni
Vilhjálmssyni skósmið, sem rak
stofu á Vatnsstig 4. Þau voru til
viðgerðar hjá Ferdinand.
ekki viljað nema þetta einhverra
hluta vegna.
— En hefur breytt skótau orðið
til þess að atvinna skósmiða hefur
minnkað?
— Já, dálitið er nú til i þvi,
Þessir skór úr gerviefnum eins og
nyloni til að mynda, eru mun
sterkari og endast þvi betur, og
fyrir bragðið hefur vinna skó-
smiða minnkað verulega. Eink-
um er dauft yfir þessu yfir
vetrarmánuðina nú orðið.
— Er ekki sonur þinn starfandi
skósmiður hér i Reykjavik,
Ferdinand?
— Jú, Gisli sonur minn rekur
stóra skósmiöastofu, og ég held
að hann sé sá eini sem er með
nema i dag. Annar sonur minn,
Eirikur, lærði lika skósmiði, en
hann býr nú i Kaupmannahöfn.
Eins má segja að flestir
strákarnir minir geti neglt undir
skóna sina. Þeir hjálpuðu mér
mikið þegar þeir voru yngri og
kunnu þetta orðið, þótt þeir hafi
ekki lært þetta formlega. Nú
seinni árin höfum við veriö tvö
hér á stofunni, konan min
Magnea Guðný Olafsdóttir og ég.
Ég er nú kominn á niræðisaldur-
inn og fer sennilega að hætta
þessu. Ég er orðinn hálf heilsu-
laus og get þetta varla lengur.
— Þú hlýtur að eiga marga
fasta viðskiptavini eftir rúmlega
50 ára veru með stofuna þina á
sama stað?
— Já, ég á þá marga, og allt
eru það góðir kunningjar minir.
Það liggur við að ég geti séð það á
skónum elztu viðskiptavina
minna hver á hvað, ég þarf ekki
að sjá þá þegar þeir koma með
þá. Það er nefnilega þannig að
enginn gengur sina skó eins. Það
er eins og skaplyndi manna komi
niður á skónum. Það vita sjálf-
sagt allir gamlir skósmiðir.
—S.dór.
Riddarar
Víetnama í
fortíö
og nútíö
Viö birtum hér mynd af
þrem glæsibúnum riddur-
um með austrænu yfir-
bragði. Kappar þessir eru
víetnamskir, og vafalitið
eru það Kinverjar sem þeir
beina sjónum sinum að.
Því fyrr á öldum þurftu
Víetnamar oft að beita allri
hreysti sinni gegn kín-
verskum innrásarseggjum
og ofbeldismönnum.
Frá upphafi okkar tíma-
tals voru Víetnamar undir-
gefnir Kínverjum i um 500
ár, en fyrsta sjálfstæða
víetnamska rikið stóð frá
544 til 608 og nefndist Van
Xuan. Þá náðu Kínverjar
yfirráðum að nýju, en
Víetnamar gerðu hvað eftir
annað harðvítugar upp-
reisnir, t.d. árin 722 og 791.
í lok 9. aldar var langvinn
uppreisnaralda sem lauk
með stofnun sjálfstæðs
ríkis Víetnama á ný árið
905. Frægur er sigur Ngo
Quyen á Kínverjum í sjó-
orrustu 938, og urðu Kin-
verjar miklu spakari í
landakröfum sinum lengi á
eftir. Ngo gerði sjálfan sig
hins vegar að kóngi yfir
Víetnömum og efldi ríkis-
valdið.
Saga Víetnama frá 10. til
16. aldar einkennist af
linnulausri baráttu gegn
erlendum ofrikismönnum,
þeirra á meðal Mongólum
og kínverskum keisurum af
Ming-ættinni. Á þessum
tíma festist lénsskipulagið í
sessi í Víetnam, en efnahag
þesstók að hnigna á 16. öld,
og það komst í kreppu á
næstu tveimur öldum.
Bændauppreisnir hófust. í
valdabaráttu sinni tóku
einstakir höfðingjar að
styðjast við erlend stór-
veldi, og þannig náðu
Frakkar fótfestu i landinu.
Víetnamar hafa flestum
þjóðum lengri og dýr-
keyptari reynslu af því að
berjast fyrir frelsi sínu og
sjálfstæði. Mikinn þátt í
þeim siðferðilega styrk
sem þeir nú sýna í bar-
áttunni gegn Bandaríkja-
mönnum, á sú stolta þjód-
ernisvitund sem þeir fengu
af 1500 ára striði við Kin-
verja.