Þjóðviljinn - 14.01.1973, Page 11

Þjóðviljinn - 14.01.1973, Page 11
Sunnudagur 14. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Érfiölega gengur þeim i Utvarpinu aö gera svo öllum liki þráttfyrir viröingaveröa viöleitni og góöan ásetning. Þetta kom átakanlega fram i laugardagsþætti Páls Heiöars.einhverntima á jólaföst- unni. Hann haföi þá kvatt til viöur- mælis tvær konur úr hópi hlust- enda. Það kom fram, að konur þessar voru svo andlega þrosk- aðar, að þær höfðu mikla ást á sigildri tónlist. Þær hlökkuðu mjög til þess aö hlusta á tónverk, mig minnir eftir Bach, sem flytja átti sunnudags- morguninn næsta og hefjast klukkan niu. En tilhlökkunin var ekki óblandin. Þaö var alveg voðalegt að þurfa aö vakna klukkan niu á sunnudagsmorgni, jafnvel þótt þeim væri boöiö upp á klassiska tónlist,og þeim fannst það alveg sérstök ónærgætni af forráöamönnum útvarpsins að hafa ekki slika tónlist á öðrum og heppilegri tima sólarhrings. Við vottum hér með hinum morgunsvæfu konum samúö okk- ar og vonum aö útvarpiö taki meira tillit til óska þeirra og Virðist fagnaöur sá hafa hlaupiö fyrir brjóst sumra. — Frá samkomu stúdenta l Háskólabiói 1. desember. Skúli á Ljólunnarstöðum -kriiar um útvarpsda óvenjulega ,Þetta hafa verið þreytandi jól’ þarfa hér eftir en hingað til.Hins- vegar skal þaö játað, að við, sem reynum að hafa okkur á lappir á sjöunda tímanum morgun hvern, allan ársins hring, verðum undrandi og gáttuð, þegar við heyrum að til er fólk sem finnst það andleg og likamleg mis- þyrming, að vakna klukkan niu, jafnvel þótt það eigi von á klassiskri tónlist 1. desember Áður en við hverfum að sjálfri jólahátiðinni, er bezt að bregða sér enn lengra aftur i timann, alla leið til 1. des. 1972. Þá var það að háskólastúdentar efndu til mannfagnaðar, sem útvarpað var frá, samkvæmt venju. Virðist fagnaður sá hafa hlaupið fyrir brjóst sumra... Ég minnist þess til dæmis, að i Morgunblaðsleiðara var látið dólgslega i garð stúdenta og jafn- vel haft i hótunum . Nokkru siðar var svo einhver lögfræðingur að nöldra út af þessum sama fagnaði i degi og vegi. Þáttur þessi mun vera algert einsdæmi. og hefir útvarpsráð titt gert samþykktir af minna tilefni. Höfundur þáttar- ins nefndi ýmis nöfn er við sögu komu i fyrrnefndum mann- fagnaði -og lét I ljós ákveðnar skoðanir ekki einungis á mál- efnum, heldur einnig á þvi fólki, er að flutningi fyrrnefndrar dag- skrár laut. Maöur þessi flutti þátt um dag og veg fyrr á liðnu ári og gekk einnig þá lengra i áreitni við pólitiska andstæðinga en nokkur hefir áður leyft sér i degi og vegi. Maður þessi hélt þvi fram I fyrrnefndum þætti, að öll pólitisk sjónarmið ættu aö koma fram, þau er fyrirfyndust meðal háskólastúdenta. En hversvegna hefir mann- inum ekki dottið þetta i hug fyrr? Hefir hann, eða nokkur Ihalds- maður, nokkurntima stungið upp á sliku, meðan Vaka hafði meiri- hluta i stúdentaráði? Hefir ekki 1. des verið notaður af þeim aðilum er meirihlutann hafði hér á árum áður, til purkunarlauss áróðurs fyrir Atlanzhafsbandalagið, hersetu Bandarikjamanna og til hvers- konar þjónkunar fyrir ihaldið? Það orkar þvi á mann eins og skrytla, þegar þeir menn, sem hafa talið það eins og sjálfsagðan hlut, að Ihaldsöflin i Háskólanum fengju að vaða uppi óáreitt ár eftir ár, fara nú að krefjast pólitisks jafnréttis innan Háskólans. Þeir hefðu sannarlega þurft að vakna fyrr. Ég Heyrði ekki nema siðari hluta hinnar umræddu og um- deildu dagskrár. En sumt af þvi sem ég heyrði fannst mér ekki nógu gott. Það er eins og sumir hinna ungu manna séu okkur hinum eldri dálitið framandi, enda þótt við séum þeim efnislega sammála. En kannski hafa þeir náð hjörtum jafnaldra sinna, og þá er vel. Hvað sem öllum baráttuaðferðum liður og tjáningafromum, erum við þó sammála um það, að herinn verð- ur úr landinu að fara og að baráttan gegn áhrifavaldi auð- valdsins verður ævarandi og á henni má aldrei slaka. Svo held ég að það hefði mátt vera ógert að leika Internation- alinn. Það á ekki að egna upp illt skap, segir máltækið, og sumir menn eru þannig af guði gerðir, að það er eins og nauti sé sýnd rauð dula að láta þá heyra þetta lag. í álögum Þau meinlegu álög hafa löngum hvilt á okkar ágætu útvarpsráð- um, að þegar þau hafa gert sam- þykktir og látið lesa þær upp i útvarpinu, hafa slikar sam- þykktir oftast verið með þeim hætti, aö hlustendur hafa rekið upp hlátur þegar þeir heyrðu. Nú- verandi útvarpsráö hefur ekki getaö losað sig undan þessum álögum og ber samþykktin um pólitiskt afskiftaleysi útvarps- manna þvi átakanlegt vitni. Raunar virtist svo, að formaður útvarpsráðs hefði fullan hug á að éta meiginefni tillögunnar ofan i sig. Tillagan átti aðeins að tryggja það, að starfsmenn stofnunarinnar vanræktu ekki störf sin I hennar þágu, með þvi að standa i pólitisku stússi. En þá verður manni á að spyrja: Hvers- vegna á útvarpið, eitt opinberra stofnana, að meina starfsmönn- um sinum opinbera afskiþti af stjórnmálum? Raunar er alger- lega ósannað mál, að Stefán Jóns- son, sem hin furðulega samþykkt útvarpsráðs virðist hafa beinzt að, sé óhlutdrægni stofnunarinnar nokkuð háskalegri en Arni Gunnarsson, sem hefir að eigin sögn stigið niður I endurfæðingar- laug hlutleysisins og afn'eitað öllu pólitisku stússi. Hnífurinn f kúnni Keflavikursjónvarpið komst á dagskrá útvarpsins, einhvern- tima á jólaföstunni, og vakti sú málsmeðferð furðu mina, svo ekki sé meira sagt. Fyrst sögðu tveir lögfræði-^ prófessorar frá skoð- unum sinum um lögmæti •sjónvarpsins og komust að gagn- stæðri niðurstöðu. Annar hélt þvi fram og færði rök að, að nefnt sjónvarp væri ólögmætt. Hinn hélt þvi jafn ákveðið fram, að sjónvarpið væri fyllilega lög- mætt. Hvað á svo óbreyttur leik- maður að halda, þegar tveir lögvitringar komast að svo gagn- stæðri niðurstöðu? En það var meira blóð i kúnni. Útvarpsstjóri var að þvi spurður hversvegna Keflavikursjón- varpinu væri ekki lokað. Hann visaði á menntamálaráðherra. Menntamálaráðherra var spurð- ur. Hann visaði á utanrikisráð- herra. Utanríkisráðherra var spurður. Hann visaði til væntan- legrar könnunar á stöðu varnar- liðsins. Og þar stóð hnifurinn i kúnni. Þetta heföi þvi i raun og veru átt heima i áramótagrini og minnir mjög á Fúsintesarþuluna gömlu, þar sem hver visaði á annan. Óvenju þreytandi Nú eru jólin loksins liðin hjá, með öllu sinu kaupmangs æöi og skinhelgihaldi, að óglevmdu sprengiregninu mikla i Vietnam. Við getum aftur andað léttara og horft I tilhlökkun fram til hinna venjulegu virku daga. Meðan útvarpiö tekur af sér helgi- grimuna og birtist okkur á ný, með sitt hversdagandliti sem við erum yfirleitt sáttir við og finnst einkar notalegt og viðfelldið. Þetta hafa verið óvenjulega þreytandi jól. Fyrst auglýsinga- æðið, sem hófst með jólaföstu og jafnvel fyrr. Auglýsendurnir sóttu að hlustendum, eins og óvig- ur her, og mér er nær að halda, að meiri hluti þess varnings, sem fólki var boðinn hafi verið þarflaust skran, sem vel hefði mátt komast af án. Einkum voru skartgripirnir mikið áberandi. Demantshringur er góð fjár- festing núna, sagði einn auglýsandinn. Hvað skyldi þetta „núna” hafa átt að þýða? Skyldi auglýsandinn hafa haft einhvern pata af þvi, að gengisfelling var alveg á næsta leiti? Svo var eins og dytti bylur af húsi á aðfangadagskvöld. Auglýsingunum slotaöi og andlegheitin tóku við. Og hélzt svo með nokkrum hvildum fram yfir nýár. En þetta voru óvenjulega innantóm andlegheit. Og það var raunar ekki að ófyrirsynju, að andlegheitin voru venju fremur innantóm.eða þá að hlustandinn tók þau ekki mjög hátiðlega, að þessu sinni. Það hefir hlotið að vera óþægilegt, fyrir túlkendur friðarboðskaparins að þessu sinni, að tala um frið á jörð, meðan verið var að drepa fólk, með sprengjuregni austur i Vietnam Og prestarnir annað- hvort þögðu um hina válegu at- burði i ræðum sinum, eða þeir fóru I kringum þá, eins og köttur i kringum heitan graut. Og ekki varð biskupinn blessaður við þeim tilmælum Jakobinu Sigurðardóttur að biðja fyrir honum Nixon. Hefði hann þó mátt vita, að enginn maður, á þessari okkar syndum spilltu jörð, hefði haft jafnrika þörf fyrirbæna sem þessi blóðþyrsti forseti. Slik fyrirbæn hefði ekki verið ókristilegt athæfi, þvi að i heilagri ritningu stendur: Guð vill ekki dauða syndugs manns, heldur að hann snúi sér og lifi. Og þegar þjónar kirkjunnar, margir hverjir, að þvi er ætla má treysta þessum syndum spillta forseta betur en guði almátt- ugum, til þess að vernda þjóðina fyrir áreitni Rússa, ber það vott um alveg grátlega litið guðs- traust. Ekki tók betra við, hjá hinum veraldlegu forsjármönnum, þegar þeir létu ljós sin skina um áramótin. Forsætisráðherrann lýsti að visu hryggö sinni, en lét þess þó jafnframt getið að engin þjóð hefði reynzt okkur betri en Bandarikjamenn öllu hvassyrtari var starfs- bróðir hins islenzka forsætisráö- herra I Sviþjóð. Ölafur Pálmi brúkaði beinlínis kjaft við Nixon, og hefði okkar ágæti forsætisráð- herra nokkuö mátt læra af nafna sinum og starfsbróður. Svo er það jólahangiketið, það er að segja gamanmál útvarpsins um jól og nýár. Um það má segja, að það var óvenjumikið að vöxt- um, en ærið misjafnt að gæðum, svo sem oft vill verða. I jólagrininu voru nokkrir þættir, sem vel var á hlustandi, annað herfilega vitlaust, eins og t.d. jólakötturinn og orðræður kúnna. Sama má segja um brótajárn- hauginn hans Jónasar. Þáttur Jökuls var betri og sumt i honum verulega sniðugt eins og t.d. um sparibaukinn hans Jóhanns, sem Gengisfellir stal. Nýársglettur, sem fluttar voru á nýársdag, heyrði ég ekki. A, m.k. einn heilagur Ég er ekki alveg sammála þvi, sem hann Einar Bragi sagði við morgunkaffiborðið á laugar- daginn var varðandi þá Jónas Jónasson og Andrés Björnsson, Hann skrúfar að visu allt af fyrir Jónas og veit þar af leiðandi ekki hvort honum hefir farið fram eða aftur, eftir að fyrirskrúíunin hófst. Min reynsla af Jónasi er hinsvegar sú, að hinum hefir farið fram, þó honum séu eins og okkur öllum mislagðar hendur. Honum hefir tekizt að venja sig af ýmsum kækjum, er voru ærið áberandi á fyrstu árum hans við útvarpið, og ég skrúfa aldrei fyrir hann vilj- andi. Hinsvegar myndi hann vafalaust hafa gott af nokkurri hvild. Andrés Björnsson er að visu heilagur eða leikur að minnsta kosti heilagan mann. En það er ekki nema gott um slikt að segja. Stór stofnun eins og útvarpið getur ekki komizt af meö minna en einn mann heilagan,og það fer vel á þvi, að sé sé einmitt sjálfur útvarpsstjórinn. Ræða hans að þessu sinni hefir vafalaust verið góð þvi ég man mjög litið úr henni, enda dottaði ég alltaf annað veifið. Það er sönnun þess að prédikunin veiti manni hinn sanna sálarfrið, sofni maður undir henni. 6. og 8. jan. 1973 Skúli Guðjónsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.