Þjóðviljinn - 14.01.1973, Síða 13

Þjóðviljinn - 14.01.1973, Síða 13
Sunnudagur 14. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13. ® Alistair Mair: Það var sumar i gær Það fór hrollur um hana og hún sneri höfðinu frá remmunni af tóbaki og bjór og skemmdum tönnum. — Já, ójá, sagði hann. — Það er ekki eins mikill snúður á þér núna, ha? Þegar þú veizt að það er önnur sem liggur undir honum. Ljóshærð hóra i rauðum bil og með nógu langar neglur til að klóra augun úr hverjum sem er. Svona er hann þessi djöfuls lækn- ir. Svona er þessi maður þinn. Hann er hreint ekkert annað — — Othéðan! Hún sleppti takinu skyndilega. Hurðin gaf eftir. Morrison kippt- ist til og um leið keyrði hún vinstri höndina upp að kinninni á honum og steinninn i hringnum hennar reif hann til blóðs og um leið og hann hörfaði tókst henni að skella hurðinni, setja slagbrand- inn fyrir og hún hallaði sér skjálf- andi upp að traustum viðnum. Seinna, miklu seinna fannst henni, rétti hún úr sér, andaði djúpt, og skjálftinn i likama hennar var að réna. Þá mundi hún eftir blóðinu. Hún þvoði sér i snyrtiherberginu og skolaði skinnpjötlu af hringnum og meðan hún var að þurrka sér, sá hún spegilmynd sina. Þar var enga breytingu að sjá. Augu hennar voru skær og þurr, engin tár að sjá. Tárin voru hið innra, yfir þvi sem verið hafði og yrði aldrei framar. Hún fór fram i eld- húsið og gekk fyrstu skrefin inn i breytta veröld. Simon leit við. — Hvað vildi hann? — Ekkert sérstakt, sagði Elisabet. — Eruð þið bráðum búin? — Næstum þvi, sagði Susan. — Þá ljúkið þið þessu fyrir mig, er það ekki? sagði Elisabet. — Ég þarf að hringja. Hún notaði simann i svefnher- berginu upp á lofti. Hún var að byrja að fá höfuðverk, þungan seyðing i hvirflinum sem berg- málaði simhringinguna. Hún heyrði ekkert annaö fyrr en rödd Bills, róleg og eðlileg, heyröist i simanum. Þá lokaði hún augun- um og lét fallast út af á koddann. — Bill — hvislaði hún. — Halló. Halló. Þetta er Lamb- ton. — Það er Elisabet, sagði hún. — Elisabet! Hvernig liður þér? Hvenær ætlið þið að koma hingað og borða með mér? — Heyrðu Bill, það hefur dálitið komið fyrir — Rödd hans breyttist. — Fyrir hvern? Peter? — Nei, sagði hún óstyrkri röddu. — Ekki beinlinis að minnsta kosti. En ég verð að hitta þig - — Allt i lagi. Ég skal koma undir eins — — Nei! Nei, gerðu það ekki, Bill. Ég vil ekki að hann viti það — Þú vilt ekki að Peter viti það? Hún fann hve undrandi hann var. — Nei, sagði hún. — Ekki enn að minnsta kosti. En ég verð að tala við þig. — Allt i lagi, sagði Bill rólega. — Hvenær? — Við skulum sjá. Hún settist upp og reyndi að taka á sig rögg. — Það verður að vera á kvöldi sem hann á vakt. A miðvikudag. Ekki á morgun,heldur hinn. Ég get sagt að ég ætli i búðir siðdegis og svo i leikhús um kvöldið. Eitt- hvaö i þá áttina. Ef þú gætir hitt mig... hvenær gætirðu hitt mig? — Klukkan sex, sagöi Bill. — Klukkan sex á hótel Central. — Já, allt i lagi. Ég verð þar klukkan sex. — Það er bara eitt — — Hvað er það Bill? — Það eru tveir dagar þangað til, sagði hann. — Ég veit ekki hvað er um að vera, en stundum geta tveir dagar verið langur timi. Er þetta i lagi þangað til? — Já, sagði Elisabet. — Já, það er i lagi. Hið eina sem var undarlegt við þessa tvo daga, var hversu eðli- legir þeir voru. Allt gekk fyrir sig með eðlilegum hætti og ekkert gaf til kynna að undirstaðan sem allt hið eðlilega hvildi á, gæti hrunið við eitt einasta orð. Peter var eins og hann hafði verið siðan um jól, hæglátari, alvarlegri, innhverf- ari, en það bólaði ekki á neinni sektarblandinni ástrfðu i augum hans. Og kvöldheimsóknir hans til Jacky Carstairs drógust aldrei á langinn. Hún tók sérstaklega eftir þvi. Hún talaði við hann þegar hann kom þaðan á þriðju- dagskvöldi. ' — Ég var að hugsa um að skreppa til Glasgow á morgun, sagði hún. — Ég þarf að skreppa i búðir. — Biddu með það til fimmtu- dags, sagði hann. — og þá skal ég aka þér þangað. — Já, mér datt það lika i hug. En það er sýning á Kings sem ég hefði gaman af að sjá og ég hef ekki farið i leikhús i eilifðartima. — Það hefur hvorugt okkar gert. — Já, ég veit það, en ef við færum á fimmtudag, kæmirðu of seint heim til að fara til Jacky. — Það er satt, sagði hann. — Þess vegna fannst mér til- valið að fara á morgun, verzla siðdegis og skreppa i leikhúsið um kvöldið og koma svo til baka með hálfellefu-bilnum. Ég væri komin heim um hálftólf. — Já, þvi ekki það? sagði hann. — Vantar þig peninga? Henni varð allt i einu ljóst, hve auðvelt var að blekkja. En hún hafði ekki átt von á þvi að finna til sektarkenndar þegar hún hitti Bill i anddyrinu á Central hótel- inu kvöldið eftir. — Jæja, sagði hann, — hvert eigum við að fara? Upp á barinn eða heim til min? Hann var brosandi og rólegur, en hún leit kvfðafull i kringum sig innanum allt fólkið. — Heim til þin, sagði hún. — Ef pað er allt i lagi? — Auðvitað er það allt i lagi. Hann tók undir handlegginn á henni. — Komdu. — Hann spurði einskis fyrr en hann var búinn að bjóða henni sæti, hella i glas handa henni og ýta til hennar silfursigarettu- kassa. Þá lyfti hann glasi sinu þar sem hann stóð. — Megi óvinir okkar ruglast i riminu! Hún brosti eilitið. — Ég get skálað fyrir þvi, sagði hún. Hann settist — Jæja, láttu það koma, sagði hann bliðlega. — Frá byrjun. Ro- lega. 1 samhengi. Án allrar kven- legrar tilfinningasemi og ágizk- ara. Aðeins staðreyndir. Hún leit undrandi á hann. — En það get ég ekki, sagði hún. — Staðreyndirnar eru bland- aðar eðlisávisun. Og þegar hug- boðið er máð burt, þá er litið eftir af staðreyndum. — Þeim mun betra, sagði Bill. — Þá tekur frásögnin ekki langan tima. Komdu fyrst með stað- reyndirnar einar. Hún reyndi. Þetta var i fyrsta sinn, sem hún hafði vinzaö staö- reyndirnar frá. Henni brá næstum þegar hún uppgötvaði hve rýrar þær voru. Hún lauk máli sinu veikróma. — Og þetta er eiginlega allt og sumt, sagði hún. — En þessi maður hafði hræðileg áhrif á mig. Ég hef aldrei á ævi minni verið eins miður min. — Allt i lagi, sagði Bill. — En það er liðin saga. Og þú lezt hann l'inna fyrir þvi. En það er ekki maðurinn sem máli skiptir, heldur það sem hann sagði og hvort það er satt eða ekki. Og við skulum taka þetla eina sem þú segir að gæti verið satt .... drykkjuna hjá Randolph i Stirl- ing. Hún kinkaði kolli. — Já, það gæti verið satt. Ég veit að hann hitti hana i Stirling, vegegna þess að hann sagði mér það sjálfur. Og það hefði getað verið hjá Randolph. Ég veit það ekki. Brúðkaup Þann 25/11. voru gefin saman i hjónaband i Selfosskirkju af séra Sigurði Sigurössyni ungfrú Guð- björg Erla Kristófersdóttir og Aðalbjörn Þór Magnússon. Heimili þeirra verður á Selfossi. STUDIO GUÐMUNDAR, Garðastræti 2. Þann 16/12 voru gefin saman i hjónaband i Dómkirkjunni af séra Öskar J. Þorlákssyni ungfrú Asta Egilsdóttir og Axel Smith. Heimili þeirra er að Hverfisgötu 74 Rvik. STUDIÖ GUÐMUNDAR, Garðastræti 2. Simi 20900. BRIDGE „Vofa Reeds” Meistarar Þessi þraut sem samin var eftir spilagátu Bandarikjamannsins Jay Reeds er ekki mjög auðráðin. N sp. AKDG hj. A ti. AG987 la. DGlO Y sp. 109876 hj. 82 ti. 6 la. A8653 A sp. 54 hj. 76543 ti. KD1042 la. K á villigötum Er þessi alslemma of erfið til þess að viðfrægir meistarar geti unnið hana við spilaborðið? Það mætti ætla, þvi að þegar hún var spiluð, töpuðu þeir Avarelli og Robinson henni, hvor við sitt borð. Látið yfir hendur Austurs og Vesturs, áður en þið ákveðið hvernig spila skuli. N sp. AlO hj. K86 ti. A87 la. KD1073 s sp. 32 hj. KDG109 ti. 52 la. 9742 Y sp. 4 hj. G1052 ti.-1096 1 la. G984 A sp. G765 hj. D743 ti. 42 la. 652 Vestur lætur út tigulsexuna og Suður vinnur fjögur hjörtu, hvernig sem mótherjarnir reyna að verjast. s sp. KD9832 hj. A9 ti. DG53 la. A Svar: Suður tekur útspilið með tigulásnum, tekur siðan á hjarta- ásinn og þá á háspilin i spaða, til að geta kastað af sér tapspilinu i tigli. En Austur trompar, Suður yfirtrompar, og tekur á háspil sin i trompi og kastar i þau úr blind- uin laufunum þremur.Þá kemur upp þessi staða sem er harla lik hinni upphaflegu spilagátu Reeds. Suður verður enn að taka tvo slagi: Vestur lætur út hjartatvist. Hvernig hefðu þeir Avarelli og Robinson átt að halda á spilunum til að vinna alslemmu i spaða, hvernig sem vörninni var háttað? Athugasemd um sagnirnar. Einföldustu sagnirnar hefðu getað verið þessar: sp. G. ti. G987 sp. 106LÁ86 ti. KD104 la. K ti. 5 la. 9742 Suður lætur út laufatvistinn. Fyrr.a tilvik: Vestur lætur lág- lauf, Suður kastar tigli úr blind- um og Austur tekur á kónginn, en verður að láta út tigul, svo að blindur fær á gosa sinn og loks á spaðagosann, sem er frispil. Annað tilvik: Vestur tekur laufatvistinn með ásnum og sé spaðagosanum haldið eftir i borði, hlýtur Vestur að koma blindum inn i spaða til þess að neyða hann til að gefa þrjá slagi i tigli. En Suður á einmitt að kasta spaðagosanum úr borði. Þegar Vestur hefur þá tekið á laufaás- inn, siðan á spaðatiu og sexu, verður hann að láta út i laufgaffal Suðurs (9 7). Norður Suður lgr. 3 sp. 3 gr. 4 ti. 4 sp. 4 gr. 5sp. 5 gr. 6hj. 6sp. 7sp. (eðapass) Kóngaspurningin sem kennd er við Blackwood (5 grönd) bendir til þess að enginn ás sé úti og Suður hafi alslemmu i huga. Þegar sex spaðar eru sagðir er Norður i nokkri klipu. Hann á aðeins tvö tromp og engan styrk i liglinum, að ásnum undan- skildum. Hins vegar getur hann gert sér vonir um að langlitur hans i laufi veiti tækifæri til ,,af- kasta”. Hann hefur þvi fullt leyfi til að segja sjö spaöa, eða þá að passa við sex spöðum. Hefði hann átt spaðaásinn þriðja, hefði al- slemman verið fyllilega réttmæt. GLENS ,,Viltu gera svo vel að líta á lyfseðilinn minn aftur”.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.