Þjóðviljinn - 14.01.1973, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 14.01.1973, Qupperneq 15
Frá Frakklandi Framhald af bls. 4 orð, „forsetameirihluti”, til að tákna forsetann og stuðnings- menn hans á þingi, þar eð óvist er að þeir verði þingmeirihluti eftir kosningar: ef Gaullistar hafa ekki lengur meirihluta á þingi geta þeir þannig haldið áfram að stjórna með „forsetameirihlutan- um”! En ef Pompidou reynir þetta, er hætt við að honum verði von bráöar hált á þvi, vegna þess að hinn raunverulegi þingmeirihluti getur þá fellt allar stjórnir sem hann tilnefnir, fellt öll lagafrum- vörp og gert framkvæmdavaldið óstarfhæft. Þá myndast kreppa sem mjög erfitt er að leysa. Pompidou getur að visu rofið þing og efnt til nýrra kosninga, en mestar likur eru til þess að úrslit þeirra verði á sömu leið. Þá á hann aðeins tveggja kosta völ: beita 16. grein stjórnarskrárinnar og taka sér alræðisvald (eins og forsetinn getur gert einmitt þegar „framkvæmdavalið er óstarf- hæft”) eða segja af sér (i slikum kringumstæðum myndi tilnefning vinstri stjórnar vitanlega jafn- gilda afsögn). Ef þingmeiri- hlutinn er nógu öflugur og sam- heldinn, er sennilegast að kreppunni lykti með sigri hans (og e.t.v. nýjum forsetakosning- um), en ef hann er veikur, eru úr- slitin tvisýn og hætt við að kreppan verði afdrifarik. Það er vitanlega mjög hæpið að vinstri flokkarnir fái nógu sterkan meiri- hluta nú til að komast sigursælir út úr slikri stjórnlagakreppu. Stj.skráin hefur tvimæl'aíaust tryggt Frökkum stöðuga stjórn i 14 ár, en henni er greinilega um megn að tryggja lýðræðisleg og snurðulaus stjórnarskipti. Verður miðflokkastefna lausnin? Það er þvi ekki að furða þótt ýmsir vilji leita annarra ráða til að leysa vandann. Stjórnin reynir auðvitað að nota óttann við upp- lausn og öngþveiti sér til fram- dráttar eins og bezt hún getur. Það er m.a. mikið bent á það að undanfarnar vikur hafi talsvert fjármagn verið flutt úr landi (i banka i Sviss og önnur skálka- skjól góðborgaranna) — af ótta við sigur vinstri flokkanna og upplausnarástand. Ýmsir frétta- skýrendur (m.a. hagfræðingurinn kunni Michel Bosquet) hafa þó leitt talsverð rök að þeirri kenningu, að stjórnin hafi sjálf komið þessum flótta fjár- magnsins af stað til að geta betur hrætt menn til fylgis við sig. Einnig er augljóst að stjórnin hefur notað skoðanakannanirnar til þess að fylkja stuðningsmönn- um sinum betur um sig: á þann hátt tókst að binda endi á inn- byrðis deilur stjórnarflokkanna, og hefði það reynzt erfitt annars. Þetta er þó engan veginn alvar- legt fyrir vinstri flokkana. Óttinn við upplausn virðist nú að svo stöddu ekki mikill, og slikur áróður hefur þvi takmörkuð áhrif. Michel Bosquet benti einnig á að flótti fjármagnsins úr landi kynni að lokum að bitna verst á Gaullistum sjálfum. Eins og kunnugt er hefur slikur flótti (eða hótunin um hann) verið eitt helzta vopn hægri manna gegn jafn- aðarmönnum og kommunistum i Frakklandi, þess vegna gæti vit- anlega ekki verið annaö en hag- stætt fyrir tilvonandi stjórn ef hægri menn væru þannig búnir að eyöa púðrinu áður en hún kæmíst til valda! Versta hættan er annars staðar. Eins og áður var sagt hafa ýmis miðflokkabrot i stjórnarandstöðu (einu nafni nefnd „umbóta- sinnar”) stuðning um 15 af hundraði kjósenda. Ef stjórnar- flokkarnir missa meirihlutann og vinstri flokkarnir ná ekki hrein- um meirihluta (eða fá mjög tæpan meirihluta), er sennilegt að þeir reyni að biðla til mið- flokkanna og jafnvel hægri jafnaðarmanna. Hætt er við að hótunin um upplausn hafi meiri áhrif á suma þingmenn en á kjósendur. Sumir telja jafnvel að stjórnarflokkarnir séu fúsir til að fórna ýmsum þröngsýnum og strangtrúuðum Gaullistum, t.d. Michel Debré (núverandi her- málaráðherra), til þess að eiga auðveldara með að komast að samkomulagi við „umbóta- sinnana”. Ef þetta gerðist yrðu kosningarnar jafn mikil timamót i Frakklandi og ef vinstri flokkarnir næðu meirihluta, en á allt annan hátt: þær myndu þá tákna afturhvarf til þeirrar mið- flokkastjórnar, sem einkenndi frönsk stjórnmál fram að 1958, þegar Gaullistar komust til valda, og lamaði allar aögerðir og allar umbætur i landinu. En ekkert er enn ráðið, og fer það eftir þróuninni næstu vikur hvernig þessi flóknu mál leysast. Það verður næsta fróðlegt að fylgjast með þvi, enda er liklegt að þessar kosningar hafi úrslita- áhrif um þróun Frakklands næstu ár. e.m.j. ^ IkiiiLíiiii er IkiUIií;h*I jr BÚN/\0/\RB/\NKI N N A/ Útför mannsins mins og föður FINNBOGA RÚTS ÞORVALDSSONAR prófessors fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 16. janúar kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta liknar- eða framfara- stofnanir njóta þess. Sigriður Eiriksdóttir Vigdis Finnbogadóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður KARITASAR SKARPHÉÐINSDÓTTUR Börn og tengdabörnr. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför konu minnar, móður okkar, dóttur, tengdamóður, ömmu og systur KLÖRU HALLDÓRSDÓTTUR IIamrahlið9. Sérstaklega þökkum við Lögreglukór Reykjavikur og Þjóðfeikhúskórnum fyrir fagran og áhrifamikinn söng. Ingólfur Sveinsson Edda Ágústsdóttir Halldór Ingólfsson Klara Geirsdóttir Rósa Ingolfsdóttir ogsystkinin. Guðmunda Guðmundsdóttir Sunnudagur 14. janúar 1973 ÞJÓÐVÍLJINN — StÐA 15 Kaffi Framhald af 5. siðu. benda á, að hér geti verið um sálrænt samhengi að ræða: kannski eru kaffi- svelgir einmitt sú mann- gerð, sem fyrirfram á það á hættu að fá kransæðastíf lu. Svo virðist aftur á móti, sem te sé ekki einungis óskaðlegt, heldur vinni jafnvel gegn hjartasjúk- dómum. Að tedrykkju- menn fái helmingi sjaldnar kransæðastíflu en þeir sem láta te afskiptalaust. ASÍ Framhald af bls. 1 að niður verði felldur skattur vegna „tekna” af eigin ibúð, en þá jafnframt lika tilsvarandi frádráttur, annar en viðhalds- vinna. Verði tekna aflað i stað tekjutaps vegna skatt- lækkunarinnar þurfa að koma til sérstakar aðgerðir, sem tryggja að hagur fólk i lægstu lekju- flokkum verði ekki skerturi sam- bandi við hugsanlegar breytingar. 2. Varöandi bætla þjónustu try ggingakerfisins Ráðstefnan lýsir fylgi sinu við þær hugmyndir að tann- læknaþjónusta veröi að meira eða minna leyti greidd af sjúkrasam- lögum og telur að i slikri ráðstöfun felist veruleg hagsbót, sérstaklega fyrir láglaunafólk og barnmargar fjölskyldur. Sú breyting, sem á er minnzt varð- andi íjölskyldubótakerfið sýnist og allrar athygli og athugunar verð og gæti orðið til hagsbóta lágtekjufólki, sérstaklega þvi sem nýtur engra eða litilla fjöl- skyldubóta 3. Varðandi niðurfellingu K-visi- tölustiga vegna hækkunar verðs á áfengi og tóbaki. Hér telur ráðstefnan vera um mál að ræða, sem ihuga beri og endurskoða við gerð kjara- samninga, sem fram eiga að fara siðar á árinu, en telur sig skorta umboð til að fallast á eða mæla með lagasetningu, sem fæli i sér beina niðurfellingu á umsömdum . greiðslum verðlagsbóta á samningstimanum. I. Varðandi mat á hugsanlegum aðgerðum. Ráðstefnan fellst á að réttmætt sé að þær hagsbætur, sem launþegar hugsanlega fengju vegna skattlækkunar sbr. liö 1, vegna bættar tryggingaþjónustu sbr. lið 2, þám. áhrif þeirra á ráðstöfunartekjur og skemmri biðtima eftir verðlagsbótum verði metin sem nákvæmlegast af kauplagsnefnd. Ráðstefnan felur miðstjórn sambandsins að fylgjast með allri þróun framangreindra mála og gæta hagsmuna verkalýðs stéttarinnar varðandi einstök framkvæmdaatriði i samræmi við ályktun þessa og ályktun 32. þings sambandsins um efnahags- og kjaramál. Palme Pompidou Frakklandsforseti er heldur óhress yfir fundarhöldum þessum sem hann segir einungis vera hugsuð sem áróðurstæki fyr- ir vinstriöflin i kosningabaráttu þeirri sem nú stendur yfir i Frakklandi. HERRAMANNS MATUR í HÁDEGINU ÖDALÉ VID AUSTURVÖLL Kjólar kr. 995,000 Mary Mekko blússur undir hólfvirði Popplin kápur kr. 1995,00 Yetrarkápur kr. 2995,00 Dömubuxur kr. 995,00 Buxnasett kr. 1995,00 Allt að 75% afsláttur MARKAÐURINN, AÐALSTRÆTI 9 iftlftllilffflffiefí flS Wi. a Íj INOVERSK ÚNDRAVERÖLO * LlUl Nýtt og mjög fjölbrcytt úrval austurlenzkra skrautmuna til tækifærisgjafa TIIAI — SILKI i úrvali. Einnig reykelsi og reykelsisker. Gjöfina scm vcitir varanlega ánægju fáið þér i JASMÍN við Illemmtorg (Laugavegi 133) S® ðBHSHHKHlflW BILASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. LJÖSASTILLINGAR HJOIASTILLINDAR MOTORSTILLINDAR Látiö stilla i tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 Prentsmiðja Þjóðviljans tekur að sér alls konar setningu og prentun. Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Skóla vör ðustí g 19 Sími 17505

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.