Þjóðviljinn - 18.01.1973, Síða 3
Fiskafli 1972:
Fimmtudagur 18. janúar 1973 þjóÐVILJINN — StÐA 3
50% aukning loðnu—
8% minnkun annars afla
Fiskifélag íslands hefur sent frá sér tölur um
heildarafla islenzkra fiskiskipa árið 1972 og 1971.
Tölur um afla ársins 1972 eru bráðabirgðatölur.
Annar afii en loðna minnkaði á árinu 1972 frá
fyrra ári um 40.000 lestir, úr 501.300 lestum i 461.200
lestir eða um 8%. Loðnuafli jókst hins vegar úr
182.900 lestum i 77.700 lestir eða um meira en 50%.
Vegna mikillar loðnuveiði i fyrra varð þvi aukning á
heildarafla á árinu 1972, og nam hann alls 738.900
lestum á móti 684.200 lestum á árinu 1971.
flér (er á eftir samanburður á afla einstakra fisk-
tcgunda 1971 og 1972:
HEILDARAFLINN 1/1 - 31/12 1972 og 1971.
Samkvoant aflafráttum "ÆGIS".
1972 1971
I. ÞOTSKAFLI: Jan/Des. lestir dsl. Jan/Des. lestir ósl,
a) Bítaafll: Samtals 33S.300 350.300
b) Togaraaflf: Snmtals 62.500 70.600
II. SfLDARAFLI: Samtals 43.300 62.100
III.LOÐNUAFLI: Samtals 277.700 182.900
IV. RÆKJUAFLI: Samtals 5.000 S.300
V. IIÖRPUDISKUR: Samtals 6.500 3.800
VI. HUMARAFLI: Samtals 4.000 4.700
VII.KOLMUNNI: Samtals 0.600
VIII.HROGNKELSI Samtals 3.000 3.500
HEILDARAFLINN SAMTALS 738.900 684.200
Kynningarfundir um
skólafrumvörpin
Lenging árlegs
Liðsfundur Víetnam-
nefndarinnar í kvöld
Vietnamnefndin bobar til liðs-
fundar á fimmtudagskvöld 18.
jan. kl. 8.30 i Stúdentaheimilinu
við Hringbraut.
Fundarefni:
1. Undirbúningur mótmælaað-
gerða laugardaginn n.k., en 20.
janúar verður alþjóðlegur mót-
mæladagur gegn striðsrekstri
Bandarikjamanna i Indókina.
2. Akveðið hefur verið að vikka
út skipulagsform Vietnam-nefnd-
arinnar með myndun FNL-hópa,
þ.e. starfshópa til stuðnings FNL,
þjóðfrelsisfylkingunni i Suður-
Vietnam.
Skorað er á allt stuðningsfólk
við baráttu Vietnama gegn
bandarisku heimsveldastefnunni
að fjölmenna á þennan liðsfund.
(Frá Vietnamnefnd.)
Halda mótmælafund
og efna til kröfugöngu
Ungir námsmenn hafa stofnað til hreyfingar er
þeir kalla „Þjóðernishreyfingu íslendinga”. Hyggj-
ast þeir efna til útifundar og mótmælagöngu i dag,
fimmtudag, vegna framferðis Breta og Vestur-
Þjóðverja i islenzku landhelginni. Mótmælafundur
hefst i dag kl. 15.30 á Skólavörðuholti, en að honum
loknum verður gengið að sendiráðum Vestur-
Þýzkalands og Bretlands. Hér fer á eftir hvatning
vegna fundarins, sem Þjóðviljanum barst i gær.
Fimmtudaginn 18. janúar 1973
mun Þjóðernishreyfing tslend-
inga efna til hópgöngu hér i höf-
uöborginni i þeim tilgangi að
mótmæla yfirgangi brezkra og v-
þýzkra skipa á fiskimiðum ts-
lendinga. Verður safnazt saman á
Skólavörðuholti ki. 15.30, en farið
verður að sendiráðum V-Þýzka-
lands og Brellands og komið við i
stjórnarráðinu við Lækjargötu i
leiðinni. Lögð er á það áherzla, að
aðgerðir þessar eru i friðsamleg-
um tilgangi, en allir islendingar,
sem virkilega standa með úl-
færslu fiskveiðilögsögunnar og
yfirráðarétti okkar yl'ir land-
grunninu (sem vafalaust eru
100% þeirra), eru hvattir til að
sýna einhug og samstöðu i land-
helgismálinu með þvi að laka þátt
i mótmælaaðgerðum þessum.
llverju cr mótmælt?
llKkki hefur liðið sá dagur
Framhald á bls. 11.
Ekki rætt
við vél-
gæzlumenn
Ekki hefur verið boðað til
sáttafundar vegna verkfalls
vélgæzlumanna i frystihúsum,
siðan á laugardag. Þá hófst
fundur klukkan 2 e.h. og stóð
til klukkan að ganga 6 á
sunnudagsmorgun.
Bilið milli deiluaðila er ekki
eins breitt og látið er i veðri
vaka og er búizt við að samn-
ingar takist fyrir mánaðamót-
in, en þá taka vélgæzlumenn
frostið af frystikerfum hús-
anna.
Matreiðslumenn
á farskipunum
vilja ræða
kaupsamninga
Matreiðslumenn hafa nú
bætzt við i þann hóp starfs-
manna farskipaflotans sem
farið hafa fram á viðræður um
nýja kjarasamninga.
Það sem veldur þvi að
starfsmenn farskipaflotans
hafa beðið um viðræður um
launakjörin er nýgerð gengis-
felling, en farmenn fá hluta
launa sinna greiddan i erlend-
um gjaldeyri.
Eldborgin
búin að fá
800 t.
Litið er að frétta af loðnu-
miðunum þessa slundina. Eld-
bórgin, sem fyrsl varð á miðin
og veiðir i flolvörpu, er þó búin
að fá um 800 tonn af loðnu, en
hún kom til Eskifjarðar i
fyrradag með rúm 500 tonn.
Súlan Irá Akureyri er lögð ai'
stað á miðin, en þrir Akureyr-
arbátar munu stunda loðnu-
veiðar i vetur.
Gunnar Irá Ileykjavik kom
á miðin i gær og fékk 60 lestir
af loðnu i hringnót.
skólatíma einna
helzt gagnrýnd
Það cr langhelzt lenging skóla-
timans á ári hvcrju, sem fólk úti á
iandi gcrir athugasemdir við i
nýja grunnskólafrumvarpinu, að
þvi cr fram hefur komið á
kynningarfundunum s c m
menntamálaráðuneytið hefur
staðiö fyrir að undanförnu, og
virðist fólk óttast að lengri skóla-
timi samrýmist ekki isienzkum
atvin nuháttum.
Kynningarfundunum um frum-
vörp til laga um skólakerfi og um
grunnskóla er nú lokið utan
Reykjavikur, Suðurlands og
Reykjaness og hafa þeir verið vel
sóttir, að þvi er fulltrúi ráðu-
neytisins, Indriði H. Þorláksson,
sagði Þjóðviljanum; komið frá 60
og yfir 100 manns á fund.
Umræður hafa verið fjörugar og
mikið gert af athugasemdum og
fyrirspurnum og fannst honum
frumvörpunum vel tekið og mun
betur en hinum fyrri, frá 1971.
Mestar umræður urðu yfirleitt á
fundunum um lengingu skóla-
timans á ári hverju, en ekki, eins
og ætla hefði mátt, um aðal-
breytinguna, þe. lengingu skóla-
skyldunnar um eitt ár, úr 8 i 9.
Virtist fólk álita, að lenging
skólatima kæmi sér illa fyrir at-
vinnulifið, einkum i sjávar-
plássunum, þar sem unglingar
vinna yfirleitt i fiski á sumrin.
Tam. varð þetta atriði mikið um-
rætt á fundinum á Akranesi i
fyrrakvöld, þar sem allir
skólarnireru þó þegar með lengri
starfstima en lágmarkið sem
miðað er við i frumvarpinu.
Annars kom jafnframt fram viða,
að ákvæðin um skólatimann eru
mun rýmri en menn höfðu gert
sér grein fyrir.
Skiptar skoðanir komu fram um
lengingu skólaskyldunnar, en
áberandi var, sagöi Indriði, að
flestir lýstu yfir ánægju sinni með
frumvörpin i meginatriðum og
fannst þau stefna i jafnréttisátt,
þe. til jöfnunar námsaðstöðu i
dreifbýli og þéttbýli. Eins var
mjög vel tekið ákvæðunum um
dreifingu fræðsluvaldsins með
fræðsluráðum og skrifstofum i
kjördæmunum og þar sem gert
hafði verið ráð fyrir einu
sameiginlegu fræðsluráði i tveim
kjördæmum, þe. fyrir Norður-
land vestra og eystra, komu fram
eindregnar óskir um, að þau yrðu
heldur tvö og verður sennilega
tekið tillit til þeirra.
4 í bíl
Biíreiðaeign landsmanna 1.
jan. 1972 var sem hér segir:
Fólksbilar 46.737. Vörubifreiðir
5.752 — alls 52.489.
Fjöldi bifreiða á eftirtöldum
stöðum:
Reykjavik 21.804, Kópavogur
2.747, Gullbringu- og Kjósars.
5.658. Keflavik 1.606, Arnessýsla
2.399, Rangárvallasýsla 1.071.
Samtals 35.285 bifreiðar eða
67,2% af bifreiðaeign.
HJTSAm
Okkar landsfræga janúarútsala
að Laugavegi 89 er í fullum gangi
Jakkaföt frá 3.900.-iír Stakir herrajakkar frá 1.500.-
☆ Stakir dömujakkar frá 1.200.- ☆ Terylene-buxur frá 990.
☆ Gallabuxur frá 490.- -fr Flauelsbuxur frá 890.-
☆ Skyrtur frá 300.- ☆ Peysur dömu og herra frá 790.-
☆ Bolir dömu og herra frá 190.- -fr Ullarteppi 690.-
Terylene-bútar — Úrvals buxnaefni í litum
Aldrei meira úrval allt á útsöluverði
☆ Þetta er útsala ársins!
rn)2?
HJTSALA