Þjóðviljinn - 18.01.1973, Page 5

Þjóðviljinn - 18.01.1973, Page 5
Kimmtudagur 1S. janúar 1973 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5 Um finnska rithöfundinn Vejo Meri, sem hefur hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Smáir fiskar í möskvastóru neti Finnski rithöfundurinn Veijo Meri sem á mánu- dag var úthlutað bók- menntaverðlaunum Norðurlandaráðs, er ekki þekktur höfundur á Islandi, enda þótt hann sé einn þeirra höfunda lands síns sem mest eru þýddir á önnur mál. Hér fer á eftir kynning á höfundinum, sem er byggð á kaf la úr bókinni Finnlands moderna litteratur eftir Kai Laitinen. Sú bók nær að- eins til ársins 1967 og leiðir þá af sjálfu sér að ekki er fjallað þar um verðlaunaskáldsögu Meris, ,,Son liðsfor- ingjans". Um striðið Af tveim ástæðum er Veijo Meri (f. 1928) bezta dæmið um tilraunastarf i finnskri nútimasagnagerð. Hann er bæði þekktastur höfunda sinnar kynslóðar utanlands sem innan, og hann hefur eins og Vainö Linna (sem hefur einnig hlotið bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs) skrifað mikið um striðið, og gefur þvi tilefni til ýtarlegs samanburðar við hann. Striðið er nálægt f öllum bókum Meris, allt frá fyrsta sagna- safni hans ,,Að jörðin grænki ekki” (1954), i þekktustu skáldsögu hans „Hampreipið” (1957), i skáldsögu hans um borgarastyrjöldina, „Það gerðist 1918” (1960), i skáld- sögu hans um liðhlaupa, „Jafningjar mætast” (1961) og i leikritinu um hermanninn Jokinen (1965). Sé ekki bein- linis fjallað um styrjaldarat- burði kýs hann sér vettvang meðal hermanna eins og i „Rótum i vindi” (1959) og „Bilstjóra ofurstans” (1966). Af þeim fáu verkum sem fjalla um borgaralegt lif má nefna sögusafnið „Aðstæður” (1962) og skáldsöguna „Konuna i speglinum” (1936). Það virðist full ástæða til að taka trúan- lega yfirlýsingu höfundarins sjálfs um að hann hafi verið „neyddur tii að skrifa um striðið”. Bernskuumhverfið hefur haft áhrif i þessa átt — hann er sonur liðsforingja, al- inn upp i setuliðsbæ, hefur hlustað á óteljandi striðssögur og lifað aðstæður, sem siðar vakna til nýs lifs i verkum hans. Vainö Linna tók sjálfur þátt i heimsstyrjöldinni og skrifar mikið um þá reynslu. En heimurinn, umhverfið, er i sögum hans eitthvað sem er tiltölulega traustjóbreytanlegt —• ringulreið striðsins nær ekki tii náttúrunnar eða hlutanna. Umhverfi mannanna er þeim óháð og þeir reyna að laga sig að þvi, þeir bregðast skyn- samlega við, einnig i fáránleg- um aðstæðum, reyna að bjarga þvi sem bjargað verð- ur. Hjá Linna gildir hin sigilda tviskipting — annarsvegar er heimur sem er öllum sam- eiginlegur, hinsvegar „ég”, sem glimir við umhverfið með ihugun og aðlögunarvilja. Fáránleikinn Hjá Meri blasir annað við. Hjá honum hverfur munurinn á umheimi og fyrstu persónu — umhverfið er skoðað i gegn- um meðvitund persónunnar. I „Jafningjar mætast” birtist vanliðan aðalpersónunnar, þegar hann skilur að hann hefur rétt sloppið við dauða- dóm, i náttúrunni sjálfri: „það var sem loftið væri fullt af þunnum trefjum, sem gengu fyrirhafnarlitið inn i hann og skáru hann i svo þunnar sneiðar, að þær losnuðu ekki frá hver annarri. Honum var kalt og hann ældi”. Landa- mærin eru óskýr, umhverfið dembist yfir persónuna með kröfum sinum og hinsvegar breytir hugarfarið um- hverfinu. Þegar þessi afstaða er yfir- færð á styrjöldina þýðir hún, að við fáranlegar aðstæður breyta persónurnar ekki eftir skynsemd, heldur eru við- brögð þeirra fáránleg og óut- reiknanleg. Hegðun hermann- anna og aðstæðurnar eru jafn- brjáluð. 1 heimi Meris hættir sambandið milli orsakar og afleiðingar að verka, eða er orðið svo flókið, að ómerk orsök getur haft viðtækar af- leiðingar eða þvert á móti. Joose, söguhetjan i Hampreipinu finnur kaðal- spotta, dettur i hug að smygla honum heim með sér, og gengur fyrir sakir þessarar hugdettu, sem verður honum að meinloku, i gegnum martraðar raunir i langri lestarferð. Og þegar hann kemur heim er hann svo ringlaður að reipið verður að skera utan af honum -- allt er fyrir gýg. i Jafningjar mætast fyllist Ojala undirliðþjálfi beiskju yfir þvi, að hann og herflokkur hans eru eftir skildir i stórsókn Rússa á Kirjálaeiði, og þegar hans eigin varðmenn hafa næstum þvi skotið hann til bana, gengur hann sig blátt áfram á brott frá hernum til að sinna búskapnum — liggur við að sú athöfn kosti hann lifið. Fljótandi heimur Það er engin tilviljun að persónur Meris eru á stöðugri hreyfingu. Hampreipið og Bilstjóri iiðsforingjans eru byggðir alveg upp i kringum ferðalag, og Jafningjar og Kona i spegli að nokkru — og það er einkennandi fyrir Meri að ferðalagið er oftast til einskis farið. önnur verk hans eru einnig full með hreyfingu: Það er i sifellu skipt um sjónarhorn, og umhverfiö fær stöðugt nýjan svip. Um leið eykur hann á fjölbreytni með þvi að skjóta inn nýju efni i liki skrýtlu. Skrýtlur þessar gefa til kynna ýmsa möguleika sem ekki koma beint fram i textan- um og geta bæði visað fram á við og aftur á bak. Stundum fela þær i sér einskonar skop- færslu á meginefni skáldsög- unnar. t þessu samspili huglægni, duttlungasemi orsakasam- hengis, breytilegra sjónar- horna verður sjálfur veruleik- inn i skáldsögum Meris sibreytilegur, alla vega ótryggur. Þetta kemur einkar greinilega fram i „Það skeði 1918”. Um þá sögu má vel hafa orð sem sett eru i samband við japanskar skáldsögur átjándu aldar — „fljótandi heimur”. óvissan i heimi Meris er enn mögnuð upp af samtölunum. Persónurnar tala ekki saman, heldur vanalega fram hjá hver annarri, hver um sig hefur sinar eigin forsendur og markmið, það kemur ekki til eiginlegra samskipta. Niður- staðan er mjög spaugileg — eins og hjá Tékkanum Jaroslav Hasek eða rússneska meistaranum Gogol, sem báða má nefna lærifeður hans. Það gerist oft að smámunir og málvenjur, sem sagðar eru út i bláinn eru teknar i fullri al- vöru. I Rótuin i vindi spyr Nuutinen loktor, bara til að segja eitthvað, ekil sinn að þvi, hver það geti verið, sem á bæinn sem þeir eru að fara fram hjá. Og ekillinn nemur staðar og hleypur af stað til að grenslast eftir þessu. En aðstæðuspaug af þessari teg- und, sem minnir á húmor þöglu myndanna, afhjúpar um leið umkomuleysi manneskj- unnar og einsemd. Flestar persónur Meris eru með ein- hverjum hætti rótlausar, til- vist þeirrai breytilegum heimi er ótrygg eða beinlinis óraun- veruleg. Um leið bjargast þær að lokum fyrir sakir hinna óvæntu viðbragða sinna, þær smjúga gegnum atburði striðsins eins og litlir fiskar gegnum möskvastórt net. Hetjuskapur þeirra er ómeð- vitaður, afrek sem þær kunna að vinna gerast i misgáningi. Stundum — eins og i Jafningjar mætast, er sam- bandið milli hinnar voldugu opinberu striðsmaskinu og einstaklingsins sem ekki botnar i stöðu sinni, likt þvi sem Gunnar Björling segir á einum stað: „Guð sló mig, og ég lamdi hann aftur...” ÓGNYALDUR NATO Lögfrœðinga• félagið rœðir fóstur- eyðingar Sagt frá aðalfundi félagsins Lögfræðingafélag tslands hélt aðalfund sinn 14. desember s.l. Formaður félagsins prófessor Þór Vilhjálmsson flutti skýrslu liðins starfsárs. Að lokinni skýrslu formanns skýrði Ragnar Aðalsteinsson, hrl. frá starfsemi Bandalags háskóla- manna á liðnu starfsári, en félagið á aðild að bandalaginu. Kom þar m.a. fram, að vonir standa til að endurskoðun sú á lögum um kjarasamninga opin- berra starfsmanna og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna rikisins, sem nú fer fram, muni leiða til verulegrar aðstöðu- breytingar fyrir samtök háskóla- manna, að þvi er kjaramál varðar. Þá fór fram stjórnarkjör. Af fráfarandi stjórnarmönnum gáfu þeir Sigurður Hafstein og Friðrik Ólafsson ekki kost á sér til endur- kjörs og voru þeim þökkuð störf þeirra i stjórn félagsins. Þessir hlutu kosningu: Formaður var endurkjörinn Þór Vilhjálmsson prófessor. Aðrir i stjórn: Jónatan Þór- mundsson, prófessor (varafor- maður) Hrafn Bragason, borgar- dómari (ritari), Stefán Már Stefánsson, borgardómari (gjald- keri), Hjalti Zóphaniasson stjórnarráðsfulltrúi, Knútur Bruun hdl. og Skúli Pálsson hdl. I varastjórn: Auður Þorbergs- dóttir, borgardómari, Helgi Agústsson, stjórnarráðsfulltrúi, Magnús Thoroddsen, borgar- dómari, Sigurður Lindal, prófessor, Þorvaldur Grétar Einarsson hdl. og Þórir Oddsson, aðalfulltrúi yfirsakadómara. Endurskoðendur: Ragnar Ólafsson, hrl. og Arni Björnsson, hdl. Til vara: Helgi V. Jónsson, borgarendurskoðandi og Sigurður Baldursson, hrl. 1 fulltrúaráð B.H. M.: Bjarni K. Bjarnason, borgardómari, Hallvarður Ein- varðsson, aðalfulltrúi saksóknara og Ragnar Aðalsteinsson, hrl. vara: Bragi Steinarsson, deildar- stjóri, Magnús Thoroddsen, borgardómari og Þorleifur Pálsson, stjórnarráðsfulltrúi. í Kjaramálanefnd: Bogi Ingi- marsson, hdl., Haraldur Henrýsson, aðalfulltrúi, Helgi Ágústsson, stjórnarráðsfulltrúi, Kristján Torfason, skrifstofu- stjóri, Kristinn Ólafsson, hdl., Steingrímur Gautur Kristjánsson, héraðsdómari, og Þorvaldur Grétar Einarsson. hdl. Til vara: Þórarinn Árnason, hdl. og Þórhallur Einarsson, fógeta- fulltrúi. Hin nýkjörna stjórn hefur þegar hafið störf sin og boðar til' almenns félagsfundar i kvöld (fimmtudagskvöld) kl. 20.30 að Hótel Sögu. Hefur stjórnin fengið Hjördisi Hákonardóttur cand. jur. til að flytja þar framsögu- erindi, en Hjördis stundar nú framhaldsnám i Oxford og leggur fyrir sig réttarheimspeki. Erindi sitt nefnir hún: „Eru fóstur- eyðingar réttlætanlegar? ” Að framsöguerindi loknu verða um- ræður að vanda. Bókauppboð Knútur Bruun heldur sitt ellefta listmunauppboð næstkomandi mánudag 22. janúar kl. 17 i Átt- hagasal Hótel Sögu. Að þessu sinni verða boðnar upp bækur og eru hundrað númer á söluskrá. Kennir margra grasa meðal upp- boðsmuna og má þar finna höfunda eins og Jón Espólin, Stephan G. Stephansson, Benedikt Gröndal o.fl. Einnig er þar að finna bók með þvi forvitni- lega nafni: „Þeir aagiætu og andrijku Psalma Flockar” og mun þar vera um að ræða 19. út- gáfu Passiusálma útgefna að Hólum 1780. Bækurnar verða til sýnis að Grettisgötu 8 laugardaginn 20. jan. milli kl. 14 og 18 og á uppboðsstað mánudag 22. jan. milli kl. 10. og 16. Minavisen, sem er málgagn SF flokksins danska, hefur unnið það þarfaverk að svipta hulunni af hinum dularfulla kafbát sem menn sögðust nýverið hafa séð i norskum og grænlenzkum fjörð- um. Niðurstaða blaðsins var sú, að hér hafi verið um að ræða hinn þekkta kafbát Nautilius sem sagður er hafa sokkið við Lófót árið 1867. Hér fylgir á eftir frá sögn blaðsins af fyrirbærinu og viðtal blaðsins við skipstjóra bátsins hinn þekkta sæfara Nemo. Nú verða allir efasemdarmenn að beygja sig fyrir staðreynd- unum. Það er i raun og veru kaf- bátur á sveimi um hið veðurbarða Norður-Atlanzhaf og nærliggj- andi höf. Og það ekki neinn venju- legur kafbátur heldur enginn annar en hinn frægi Nautilius sem Jules Verne skrifaði um á öldinni sem leið. Árvökull blaðamaður Minavisens var á ferð niðri við Friðrikshólmskanal árla morguns eftir að hafa eytt drjúg- um hluta nætur á kránni Laurits Betjent. Þá kemúr hann auga á dularfullt fley sem lá þar við festar. Og þar sem hann hafði ný- lokið við að lesa eintak sonar sins af bók Jules Verne, Umhverfis jörðina i kafi, sá hann i hendi sér að hér var kominn hinn heims- frægi kafbátur Nemos skipstjóra. Að þvi er sagan hermir átti hann að visu að hafa farizt i hinni ill- ræmdu Lófótarröst árið 1867 en blaðamanninum hafði nú alltaf fundizt það heldur billeg lausn og lagt á hana'litinn trúnað. Og af sinnieðlislægu þrjózku lagði hann til uppgöngu i skipið og heimtaði viðtal við skipstjóra. — Þér hafið sem sé bjargað yður úr Lófótarröstinni eins og allir vonuðu en fáir þorðu að vona? — Já, en þetta hefur ekki verið neitt sældarlif. 1 105 ár höfum við reikað stefnulaust um höfin þar til loks um daginn að við kom- umst inn i Sognsæ, svona rétt til að fá okkur smáblund. — En þér hljótið þó að vita að Natóflotinn hefur leitað að yður sem galinn væri. Af hverju gáfuð þér yður ekki fram? — Þér hljótið þó að vita að ég sagði skilið við samfélagið og sleit öll tengsl við mannkyniö þegar árið 1864. Ég þoli hreint út sagt ekki þennan bölvaða Bismarck. — Já en hann er löngu dauður. — Hann er nú samt enn á kreiki. Andi hans svifur enn yfir vötnum. Ég slapp úr röstinni þegar á árinu 1914, en sá að hún var sem lygnasta lón samanborið við þann darraðardans sem þessir Bismarckar höfðu komið af stað. Svo ég sigldi til baka og það mun ég gera i hvert sinn sem ég fæ nóg af mannkyninu. — Þér sáuzt upp við Grænland nýlega. — Ég rétt skauzt þar inn til að rifja upp gömul kynni við það eðla land. En svei — þar eru Kanarnir alls staðar á sveimi á þyrlunum sinum að fylgjast með manni. Þá ákvað ég að renna mér hingað inn i Friðrikshólmskanal, þvi að þetta er jú beint fyrir framan her- málaráðuneytið og þar dettur þeim aldrei i hug að leita að mér. Skipstjórinn sezt við rafmagns- orgelið sitt og hamrar á það upp- hafsstefið að The Yellow Submarine. — En þar sem þér hafið nú fundið mig verð ég vist að halda á djúpin á nýjan leik. Ég vil ekkert hafa með þetta þjóðfélag að gera þvi það notar mig bara sem tylli- ástæðu til að auka vopnakapp- hlaupið þegar eitthvað hægir á þvi. Verður aldrei mikið neinu tauti við fólk? Nemo skipstjóri ris á fætur og býður upp á glas úr gosbrunn- inum sinum. — Vatnið verður ætið mitt athvarf. Ég vil út á hin miklu djúp þar sem enginn mengunarráð- herra eyðileggur fyrir manni lifs- gleðina. Og nú skaltu fara að koma þér i land. — Og mundu það, segir þessi hafgammur að lokum. Ef þú birtir þessa frásögn og enginn vill Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.