Þjóðviljinn - 18.01.1973, Side 8

Þjóðviljinn - 18.01.1973, Side 8
8.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. janúar 1973 78 Alistair Mair: Það var sumar í gær El' þú gerir þaf) ekki, get ég ekki hjálpað þér. — Þú getur ekki hjálpað mér hvort eð er. Enginn getur hjálpað mér. Elisabet horl'ði niður á úfið hárið á dóttur sinni. — Það er alltal einhver sem getur hjálpað, sagði hún. — Stundum er það hjálp að geta létt á hjarta sinu. Þú ættir að reyna að iala um það. — Nei. Elisahel andvarpaði. Þú ert i rauninni búin að viðurkenna að eitthvað sé að, sagði hún. — Nú verðurðu að segja mér hvað það er — Ég segi þér það ekki! - Jæja, ef það skipti einhverju máli, þá værirðu ekki að gráta. ()g ef það skiplir máli, þá kemst ég hvort sem er að þvi fyrr eða siðar. Er það ekki satl? Nú grúfði stúlkan grátbólgið andlitið niður i koddann og hárið féll út af titrandi herðunum. Með herkjum slillti Elisabet sig um að snerta hana og hún leit i kringum sig i herberginu el' ske kynni að hún sæi eitthvað sem gæfi visbend- ingu... brét', ljósmynd, hvað sem væri, en á skril'borðinu var aðeins hrúga af slilabókum og skólabók- um. — Er það námið? spurði hún bliðlega. — Hefurðu áhyggjur af þvi? - Nei! Þvi að engin próf eru svo þýðingarmikil að tárum laki. - Það er ekki það. Elisabet horfði á stúlkuna með áhyggjusvip. Stúlkan var niður- brolin, i algeru andlegu uppnámi. Og aðeins eitt gat farið þannig með konu. Hún gerði sér það allt i einu Ijóst. OgSúsan sem hal'ði svo lengi verið barn, var nú orðin kona. Hún hallað sér na>r henni, teygði handlegginn yl'ir hana og studdi hendinni á rúmið hinum megin. - Susan, sagði nún lágri röddu. — Ég veil þér finnst það ótrúlegt, en það er ekki svo voða- lega langt siðan ég var á þinum aldri.. Eg man enn hvernig það var að vera átján ára og ást- fangin. — — Astfangin! Slúlkan tók við- bragð og sneri sér við, hárið féll l'ram á andlitið og augun glóðu. — Ég sagði ekkert um að ég væri ástlangin. Ég er ekki ástfangin. Ég vil aldrci framar heyra minnzt á ást. Aldrei nokkurn tima! En Susan — — Talaðu bara ekki um ást. Það er allt og sumt. Ekkert af þessu hel'ði komið l'yrir, ef ekki væri lyrir þessa margumtöluðu ást. Ég héll það yrði dásamlegt en það var misskilningur. Það var andstyggð! Andstyggð — Orðið drukknaði i kjökri og það var eins og viðnám hennar væri á enda þvi að hún lét lallasl i fang móður sinni. Elisabet hélt ulanum hana og bar varirnar að hári hennar. - Þetta er allt i lagi, hvislaði hún. — Það er allt i lagi. Það getur ekkert verið svona slæmt. - En það er það. Mamma, það er það. Það var varla hægt að greina orð hennar — Það er verra en það! Ég er ófrisk. Elisabet lokaði augunum. Agndofa sat hún meðan lár dótlurinnar brunnu á hörundi hennar, un/. hún hafði jalnað sig litið eitt og heimurinn umhverfis var al'tur kominn i sitt vanahorf eða þvi sem næst. Þá strauk hún hárið burt frá andliti stúlkunnar. Svona nú.sagðihún bliðlega. Setztu upp. Hún settist upp með hægð og undrandi á svipinn. Ertu ekki reið við mig? Ekki reið. sagði Elisabet — Dálitið dösuð, en ég er ekki reið. Hún reis á fætur. - Ég ætla að siekja drykk handa okkur báðum. sagði hún. — I þinum sporum myndi ég reyna að snyrta mig svolitið til. Svo skulum við tala saman. — En mamma, ég hélt þú yrðir — Geymdu þetta, sagði Elisa- bet. — Ég verð ekki lengi. Þegar hún kom til baka með konjak i stóru glasi handa sjálfri sér og ögn minni skammt handa dóttur sinni, sat stúlkan viö spegilinn — Það er litið gagn að þessu, sagði hún veikróma. — Það eru ósköp að sjá mig. — Allt i lagi, sagði Elisabet. — Það sér þig enginn. Og hér er drykkurinn þinn. Susan starði á glasið. — Hvað er þetta? — Konjak, sagði Elisabet, — Sem læknislyf, svo að reglan um tuttugu og eins árs aldurinn gildir ekki. — Það er rótsterkt eftir lykt- inni að dæma. — Það er sterkt, sagði Elisa- bet. — Þess vegna drekkum við það. Og seztu nú á rúmið og ég sit hér og við ræðum dálitið um þetta. Augu stúlkunnar urðu rauna- leg. — Ég veit ekki um hvað við getum talað. — Við getum það, sagði Elisa- bet. — Það er alltaf hægt að tala um barneignir, hvort heldur er i hjónabandi eða utan. En það sem mig langar til að vita er þetta: af hverju heldurðu að þú sért ófrisk? — Af þvi að ég er það bara. — En elsku vina, það er ekki nóg að segja þetta. Ég á við, hvort það hafi fallið úr hjá þér bíæðing eða eitthvað slikt? Hún kinkaði kolli þrjózkuleg á svip. — Já. — Hvenær átti hún að vera? — Tuttugusta og fyrsta janúar. — Og siðan eru næstum þrjár vikur. - Já. — Allt i lagi, sagði Elisabet með hægð. —Það gerist stundum. Það þarf ekki endilega að tákna að maður sé ófriskur. — En það gerir það, mamma. Það gerir það. Ég fletti upp i bók og las um öll einkenni, og það er ekki bara vegna þess að ég fór ekki á túr. Ég á við það að brjóstin á mér eru stærri og ég er magameiri og mér hefur verið óglatt á morgnana — það stendur allt heima! — Þú ættir ekki að vera maga- meiri, sagði Elisabet ihugandi. — Ekki á þessu stigi. — En ég er það nú samt! Elisabet dreypti á konjakinu. — Eg verð að spyrja þig um eitt, sagði hún varfærnislega og setti glasið frá sér a skrifborðið við hliðina á Nútima bókmennta- sögu. — Fyrir nokkrum mánuðum fékkstu smáskelk á balli með vini Simonar. Manstu það? Þú hélzt að hann hefði verið að reyna að nauðga þér. Susan sneri sér undan og reyndi að leyna roðanum. — Já, sagði hún stuttaralega. FIMMTUDAGUR 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Helga Hjörvar les áfram söguna um „Skútu- Andrés með tréfótinn” eftir Jörn Birkeholm (2) Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Heilnæmir lifs- liættir kl. 10.25: Björn L. Jónsson læknir talar um megrunaraðferðir. Morgun- poppkl. 10.45: Eric Clapton leikur og syngur. Fréttir kl. 11.00. Hljómplötusafnið (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.15 Við sjóinn.Ingólfur Stef- ansson ræðir við Hilmar Bjarnason útgerðarmann á Eskifirði (endurt.) 15.00 Miödegistónleikar: Gömul tónlist Michel Piguet, Walter Stiftner og Martha Gmúnder leika Són- ötur fyrir blásturshljóðfæri og sembal eftir Geminiani og Veracini. Söngvarar og félagar úr Little Orchestra i London flytja stúdentalög frá 17. öld eftir Adam Krieger, Johann Rose- mliller o.fl. I Soiisti Veneti leika Concerti grossi eftir Alessandro Marcello. Maurice André og Marie-- Claire Alain leika Sónötur fyrir trompet og orgel eftir Hándel og Corelli. 16.00 Fréttir, 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið. 17.10 Barnatimi i umsjá Olgu Guðrúnar Arnadóttur a) spjallað um réttlæti. b) Arnar Jónsson les gamait ævintýr frá Vietnam c) tón- list d) útvarpssaga barn- anna: Uglan hennar Mariu, eftir Finn Havrevold, (7) 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Dagiegt mál. Indriði Gislason lektor sér um þátt- inn. 19.25 Glugginn. Umsjónar- menn: Guðrún Helgadóttir, Gylfi Gislason og Sigrún Björnsdóttir. 20.05 Leikrit: „Þau eru súr, sagði refurinn" eftir Guil- herme Figueircdo. Þýðandi og leikstjóri: Sveinn Ein- arsson (Áðir útv. i jan. 1967 )j Persónur og leik- endur: Xantos, heimspek- ingur... Róbert Arnfinnsson, Clea, kona hans ... Herdis Þorvaldsdóttir, Melitta am- bátt hennar ... Þóra Frið- riksdóttir, Esóp, þræll og sagnamaður ... Lárus Páls- son, Agnostos, höfuðsmaður ... Gisli Alfreðsson. Róbert Arnfinnsson er meðal lcikara i útvarpsleikrit- inu i kvöld. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Reykja- vikurpistill, Páll Heiðar Jónsson fjallar um kvik- myndun Brekkukotsannáls. Að loknum fréttum og veðurfregnum kl. 22,15 i kvöld flytur Páll Heiðar Jónsson Rcykjavikurpistii. 1 pistiinum mun hann fjalla um kvik- mynduin Brekkukotsannáls, en fyrri hluti hans veröur frumsýndur i sjón varpinu þann 29. n.k. 22.45 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar piandleikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. KÖTTUR í STÓRRÆÐUM EFTIR KRÓKAREF Þessi maður hét Kolbeinn Klængsson. Við fyrstu sýn mátti vel halda að hann væri ekki svo afleitur, þótt ekki væri hann nú beinlinis laglegur. En atvinna hans var þó engin önnur en sú að útbúa löggild bréf handa körlum eins og Jósafat, svo þeir gætu með fullum rétti rekið þá út á götu, sem ekki gátu borgað húsaleiguna sina. Og nú var Pétur gamli einmitt umræðuefnið. Þeir kumpánar þóttust vera skelfing sorg- mæddir, en i rauninni voru þeir báðir glaðir, þvi nú gátu þeir brátt selt kofann, þar sem Pétur bjó. Þegar þrenningin, sem nú var einmitt stödd fyrir framan húsiö, ætlaöi að skjótast inn um hliðið, tóku þau eftir gömlum manni, sem ætlaði sömu leiö og þau. Eftir lýs- ingu svanapabba að dæma var ekki annað að sjá en hér væri einmitt kominn þessi einkennilegi maður, sem hann hafði heyrt Jósafat tala við um húsakaupin. „Hér bar sannarlega vel i veiði”, sagði Lúter við Rósu og Palla. Þegar gamli maðurinn hafði horfið inn um dyrnar á húsi Jósafats, læddist allur hópurinn upp stéttina.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.