Þjóðviljinn - 05.05.1973, Side 3

Þjóðviljinn - 05.05.1973, Side 3
Laugardagur 5. mal 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason, Asgeir Blöndal Magnússon og Gunnar Benediktsson á útifundum á krcppuárun- um. Rauði fáninn blaktir. Sögusýning verkalýðs- samtakanna A baráttudegi verkalýðsins, þann 1. mai s.l., var opnuð I Reykjavlk á vegum Menning- ar- og fræðslusambands al- þýðu sögusýning islenzkrar verkalýðshreyfingar. Sýning- in er að Laugavegi 18 I sal Al- þýðusambandsins, á 3ju hæð, og er opin daglega frá kl. 2-10 siðdegis. En sýningunni lýkur annað kvöld, þann 6. mai. A sýningu þessari gefst kostur á að skoða fjölmargar myndir, muni og minjar allt frá fyrstu dögum verkalýðs- hreyfingarinnar. Þó er enginn vafi á þvi, að með góðum und- irbúningi og stærri húsakynn- um mætti efna til mun stærri sýningar úr atburðarikri sögu verkalýðssamtakanna á Is- landi. Það framtak sem hér hefur verið sýnt er þó ákaflega lofsvert, og verður vonandi upphaf þess, að Alþýðusam- bandið og verkalýðsfélögin taki að sýna sögu sinni fullan sóma. Meðal elztu sýningarmuna er „Kveldstjarnan,” hand- skrifað blað elztu prentara- samtakanna, og er frá árinu 1886. Þarna er lika stofnskrá Verkamannafélagsins Dags- brúnar frá árinu 1906 undirrit- uð af 384 verkamönnum, einn- ig stofnfundargerð Hins is- lenzka prentarafélags, sem er elzta verkalýðsfélagið, sem nú starfar, stofnað 1897, og stofn- fundargerð Verkakvennafé- lagsins Framsóknar frá árinu 1914. Ræða Hallgrims Jóns- sonar kennara, frá 1. mai 1923 eftir fyrstu kröfugönguna, er þarna i handriti. Af prentuð- um blöðum má nefha gamla Alþýðublaðið frá 1906, Verka- mannablað mai 1913 útgefið af Dagsbrún, blaðið „Dagsbrún — blað Jafnaðarmanna” frá árinu 1915, útgefandi nokkur iðnaðar- og verkamannafélög. Bæklingar Af bæklingum má nefna: „Alþýðuflokkurinn” og undir- titill — „Nýr stjórnmálaflokk- ur. Hvað hann er og hvað hann vill. Kvenfólkið þarf að lesa þennan bækling engu siður en karlmenn,” útgefinn 1917. Aðrir bæklingar m.a.: „Sam- fylkingartilboð Kommúnista- flokksins til Alþýðusambands Islands.” — „Hvers vegna var Héðinn Valdimarsson rekinn úr Alþýðuflokknum,” útkomu- ár 1938. — „Vörusvikin og þjóðfélagið,” eftir Vilmund Jónsson. — „Fasisminn,” eftir Einar Olgeirsson, útkomuár 1933. — „Faðirvorið og fleiri sögur úr þriðja rikinu,” útgef- andi baráttunefndin gegn fas- isma og striði. — „Refsivönd- ur fátækralaganna,” eftir Hauk Þorleifsson. — „Fátækralögin” með yfir- prentaðri forsiðu með orðun- um „Vér ákærum.” „Jafnað- arstefna á Islandi,” eftir ólaf Friðriksson, útkomuár 1919. — „Lifæð þjóðfélagsins,” eftir Jón Rafnsson, og þannig mætti lengi telja. Flugrit Eitt af þvi, sem setur svip á sýninguna, eru flugritin frá fyrri dögum. Þegar mikið var um að vera, en blaðakostur takmarkaður, hvað þá aðrir fjölmiðlar, var oft gripið til þess ráðs að útbúa flugrit i snarheitum og ganga með það fyrir hvern mann eða þvi sem næst. Meðal flugritanna á sýn- ingunni má nefna: Fregnmiði frá miðstjórn Sósialistaflokks- ins, þegar „Þjóðviljinn” hafði verið bannaður af Bretum 26.4. 1941, — Fregnmiði „Verkamannsins” á Akureyri frá 25. 10. 1938 um stofnþing Sameiningarflokks alþýðu — Sósialistaflokksins, — Fregn- miði „Verkamannsins” á Akureyri frá 20.6. 1936 um verkfall i Reykjadal, — þá má einnig lita flugrit, sem dreift var af Sósialistaflokknum fyr- ir útifundinn i Lækjargötu við komu bandariska hersins vor- ið 1951. Myndir Myndir eru margar bæði af forystumönnum og einstökum atburðum úr stéttabaráttunni, svo og myndir frá vinnustöð- um á fyrri tið. Við fáum að sjá mynd frá Eldborgardeilunni i Vest- mannaeyjum 1936, þar sem verið er að skipuleggja verk- fallssveitirnar, — Myndir eru nokkrar frá fyrstu kröfugöng- unni i Reykjavik, þann 1. mai 1923. Myndir frá Novuslagn- um á Akureyri 1933, á einni talar Jón Rafnsson til mann- fjöldans af vörubilspalli, en á annarri má sjá kunna góð- borgara Akureyrár i handa- lögmálum við verkamenn. Myndir frá átökunum i Reykjavik 7. júli 1932, þegar atvinnuleysisbaráttan stóð sem hæst. Og á einni myndinni er Karlakór verkamanna að syngja á útifundi Kommún- istaflokksins á Stokkseyri ein- hvern tima á kreppuárunum, og má meðal söngvaranna þekkja Stefán Ogmundsson prentara, Adolf Petersen hjá Vegagerðinni og Guðjón Bene- diktsson, en önnur mynd skammt frá sýnir Guðmund Vigfússon og fleiri þramma um götur, sem Varnarlið verkalýðsins — og mega heita i öllum herklæðum, þvi að oft kom til átaka við nazista og annan skril. Lausnargjaldið frumflutt Lögreglukylfur og nazistamerkið, — herfang úr götubardögum kreppuáranna. 1 gær var frumflutt I Þjóðleikhúsinu nýtt leikrit eftir Agnar Þórðarson sem nefnist Lausnargjaldið, og er það fjórða leikritið eftir Agnar sem húsið flytur. Efni leiksins eru átök milli kynslóða — þeirrar eldri sem trúir á tækniframfarir og hagvöxt og fleira I þeim dúr, og hinnar yngri sem hafnar kapphlaupinu um efnaleg gæði og reynir aö stunda á nátt- úrulegt lif. Myndin sýnir Valgarö (Valur Glslason) sem er ein aðal- persóna leiksins henda út æsifréttamanni (Erlingur Gisiason) sem ger- ir honum lífið leitt. Næsta sýning er á morgun, sunnudag. Unnar kjöt- vörur og brauð lækka Aö þvi er verölagsstjóri tjáði Þjóðviljanum I gær eiga unnar kjötvörur og brauð að lækka frá og með deginum I dag um 2% kjötvörurnar og 2—3% brauðin. Þá hefur kaffi og smjörliki lækk- að um 2%. Von er á lækkun á öli og gosdrykkjum, en hún veröur auglýst næstu daga. Aðspurður um hvernig verð- lagseftirliti verði nú háttað, þeg- ar vörulækkun kemur til fram- kvæmda sagði verðlagsstjóri að það yrði með sama hætti og verið hefur. Verðlagseftirlitið hefur 10 manna starfsliði á að skipa til framkvæmda i Reykjavik. Þá sagði verðlagsstjóri að treysta yrði á heiðarleik viðkomandi aðila varðandi verölækkanirnar, og eins á almenningur að láta vita, verði hann var við að svikizt sé um að lækka vöruverð. Verð- lagsstjóri sagði, aö sem fyrr væri almenningur bezta verðlagseftir- litið ef hann léti sig þessi mál ein- hverju varða. —S.dór Frá skrifstofu borgarlæknis berst blaðinu eftirfarandi skýrsla um farsóttir i borginni vikuna 8,—14. april en hún er gerð sam- kvæmt skýrslum 12 lækna. Iðrakvef 15 (8) Hlaupabóla 1 (1) Skarlatssótt 3 (4) Ristill 1 (0) Mislingar 15 (17) Rauðir hundar 6 (7) Hálsbólga 32 (41) Kvefsótt 149 (116) Lungnakvef 13 (6) Inflúenza 8 (1) Kveflungnabólga 7 (4) Þorlákshöfn: Fyrsti netabáturinn hættur Senn liður að vertíðarlok- um i Þorlákshöfn. Hætti fyrsti netabáturinn i gær og landaði þá 3 tonnum, Þor- lákur 4T 5, og hætta fleiri bátar næstu daga að sögn vigtarmannsins i Þorláks- höfn. Aflasælli vertíð er nú að Ijúka þareystra, Hafa þeg- arkomiðá land 25,7 þúsund tonn af þorskfiski á móti 16 þúsund tonnum í fyrra, — þá miðað við allt árið. Þarna munar mikið um Eyja- báta, og hefur þessi vertið verið mun betri en undanfarnar vertiö- ir. Svo er lika um Þorlákshafnar- báta. Hafa bátarnir sótt aðallega á miðin kringum Eyjar. Af Þorlákshafnarbátum er Brynjólfur AR hæstur á vertið- inni. Var hann búinn að fá 820 tonn um siðustu mánaðamót. Af Eyjabátum var Þórunn Sveins- dóttir hæst i aprillok. Var þá búin að fá 790 tonn. 1 april lönduðu 111 bátar sam- tals 16,5 þúsund tonnum. A vertiðinni komu 21,5 þúsund tonn af loðnu. Samanlagt hafa komið á land 47,3 þúsund tonn af loðnu og þorskfiski. Islands- glíman háð í dag tslandsgliman verður háö i Fimleikasal Vogaskóla Reykjavik á morgun, 6. mai, kl. 2.00 e.h. Hvað skeður i Islandsglim- unni? Nú mun fara fram ein tvi- sýnasta keppni i tslandsglím- unni um árabil, þar sem þátt- takendur verða m.a. Jón Unn- dórsson KR glimukóngur frá 1972, Sigurður Jónsson Vik- verja skjaldarhafi úr Skjaldar- glimu Armanns, og hinn ný- bakaði tslandsmeistari úr Landsflokkaglimunni 1973 Ingi Yngvason HSÞ. Auk þess- ara kappa má búast við að Pétur Yngvason Vikverja, bróðir Inga, blandi sér hressi- lega I keppnina, þar sem hann hefur ætið veitt bróður sinum einna harðasta keppni. Þá mun Omar Úlfarsson KR og Hjálmur Sigurðsson Vikv. blanda sér i keppnina um efstu sætin. 1 ár mun vera einna mest breidd i glimunni.eins og sjá má á þvi, að nú skipar ekki sami maðurinn efsta sætið i öllum glimunum eins og undanfarandi ár.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.