Þjóðviljinn - 11.05.1973, Blaðsíða 15
Föstudagur 11. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Kaupmenn
Framhald af 12 siöu
gengi, en þurft að endurnýja þær
á nýja genginu, og hefur þetta þvi
neytt fyrirtækin til aukinnar
ásóknar á lánastofnanir landsins,
sem siðan rýrir getu þeirra til
lánveitinga á öðrum sviðum.
c. Þegar gengislækkanir hafa átt
sér stað siðustu ár, hefur
álagningar-prósenta verzlunar-
innar verið lækkuð. Þar af leiðir
að enda þótt verzlunin sé ósam-
mála verðlagsyfirvöldum um
réttmæti þeirra ráðstafana, þá
hljóta þær að leiða til þess að
álagningarprósentan sé hækkuö á
sama hátt, þegar gengisskrán-
ingin er færð til baka. Allt annað
er valdniðsla og tilræði við at-
vinnulifið.
d. Með gengishækkuninni er nú
reynd önnur aðferð við stjórn
efnahagsmála, en engin hag-
fræðileg rök finnast, sem réttlæta
þá leið, sem farin var með setn-
ingu bráðabirgðalaganna um niö-
urfærslu verðlags, sem skylda at-
vinnureksturinn til að lækka verð
birgða sinna, sem greiddar hafa
verið með hærra verði gjaldeyris.
4. Framangreindum atriðum
laganna mótmælir Verzlunarráð
Islands harðlega og varar við af-
leiðingum þeirra, en bendir á, að
heppilegri og varanlegri leið var
fyrir hendi, eins og til dæmis að
draga úr framkvæmdum rikisins
og umsvifum þess opinbera.
Barlómur fiskverkenda
og útvegsmanna
Við þær gengislækkanir, sem
framkvæmdar hafa verið, hafa
birgðir útflutningsvara ávallt
verið greiddar útflytjendum á þvi
gengi, sem gilti fyrir gengislækk-
un, og allur gengishagnaður verið
tekinn af stjórnvöldum með sér-
stökum lögum.
Þegar gengi nú er hækkað, þá
tekur rikisvaldið hins vegar ekki
á sig það tap, sem þetta hefur i för
með sér vegna fyrirliggjandi
birgða, heldur eiga framleiðend-
ur að bera það. Þvi er algert
ósamræmi i ráðstöfunum stjórn-
valda gagnvart sjávarútveginum
eftir þvi, hvort um gengislækkun
eða gengishækkun er að ræða.
Þessu vilja undirrituð samtök i
sjávarútvegi mótmæla og jafn-
framt krefjast þess, að birgðir út-
flutningsvara verði greiddar á
þvi gengi, sem gilti til 27. april s.l.
Landssamband isl. útvegsmanna.
Félag sambands fiskframleið-
enda.
Sölusamband Isl. fiskframleið-
enda.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Fiskiskip
Framhald af 5. siðu.
20 12-49 lestir, en allir aðrir undir
12 lestum að stærð. 63 af 72 fiski-
Þessar tölur hafa verið
dregnar út:
46 — 61 — 25 — 31 — 1
53 — 75 — 16 — 69 — 52
32 — 26 — 4 — 62 — 41
48 — 44 — 54 — 14 — 38
72 — 47 — 19 — 43 — 63
11 — 36 — 20 — 51 — 50
17 — 6 — 55 — 67 — 34
68 — 33 — 27 — 23— 21
13 — 37 — 24 — 45 — 71
15 — 57 — 73 — 42.
Framvegis birtist 1 tala á kvöldi
i sjónvarpinu. Tilkynnið bingó i
sima 84549. Þcgar einhver hefur
tilkynnt bingó verður beðið I 7
daga eftir að einhver-annar gefi
sig fram. Geri það enginn veröur
vinningurinn afhentur hinuin
fyrsta að þvf loknu.
Lionsklúbburinn Ægir.
skipum, sem bættust við 1972,
voru smiðuð innanlands. Af fiski-
skipunum voru 27 úr stáli, hin úr
tré.
Alls fluttust 100 skip milli
landssvæða vegna eigendaskipta
eða búferlaflutnings eiganda.
A árinu voru endurmæld 54 skip
samkvæmt breyttum reglum. 44
skip minnkuðu við það um sam-
tals 910 lestir, en 10 stækkuðu um
samtals 89 lestir.
I fyrr greindu riti Siglinga-
málastofnunarinnar eru gefnar
ýmsar upplýsingar um meðal-
aldur islenzkra skipa. Meðalaldur
allra fiskiskipa er 15,7 ár, en var
16,0 i árslok 1971. Fiskiskip i
ölíum tilgreindum stærðar-
flokkum undir 100 brúttólestum
eru nokkuð eldri en meðaltaliö,
eða 16, 0-20,1 ár. Stærri fiskiskip
eru mun yngri að meðaltali, og
má um það nefna, að 200-299 lesta
skip eru að meðaltali 8,7 ára og
300-499 lesta fiskiskip 11,2 ára.
Fiskiskip yfir 500 lestumeruhins
vegar 18,8 ára að meöaltali, en
meðalaldur þeirra hefur þó
lækkað úr 20,6 árum i árslok 1971.
Stafar sú lækkun af þvi, að i
þennan stærðarflokk bættust 2
nýsmiðaðir skuttogarar og 1 ný-
legur, en tveir hinna gömlu siðu-
togara féllu úr honum. Þess skal
og getið að hvalveiðiskipið
Hvalur 9 telst nú til „annarra
skipa” sem varðskipiö Týr.
Flutningaskip af öllum gerðum
eru nú að meðaltali 12,5 ára, en
voru 12,1 árs i árslok 1971.
Flutningaskip undir 100 lestum
eru nokkru eldri en meðaltaliö, en
hin stærri heldur yngri. öll önnur
skip eru 14,5 ára að meðaltali, en
voru 13,4 ára i árslok 1971.
Siglingamálastofnunin telur
1054 skráða opna vélbáta á
landinu, samtals . 3313 brúttó-
lestir. Sambærilegar tölur i árs-
lok 1971 vorul034 bátar, samtals
3246 brúttólestir.
1 árslok 1972 voru skráðir hér 20
siðutogarar, allir yfir 500 lestir að
stærð,og 3 skuttogarar i sama
stærðarflokki. Minni skuttogarar
voru 6. Fiskiskip stærri en 300
lestir voru 21, en 196 á bilinu 100-
3Cfiiestir 179 bátar voru milli
50-100 lestir, 221 milli 12 og 50
lestir og 226 bátar undir 12 lestum
að stærð.
Sundmót
Framhald af bls. 11.
Þátttökutilkynningar berist til
Guðmundar Harðarsonar Hörða-
landi 20, eöa Arnar Geirssonar
Sundlaugavegi 14, i siðasta lagi
fyrir kl. 12.00 á hádegi, laugar-
daginn 19. mai 1973.
Þátttökutilkynningar verða að
berast á timavarðarkortum.
Nixon
.Framhald af bls.16.
öörum mönnum fyrir kosninga-
svindl og önnur afbrot sem tengj-
ast endurkjöri Nixons og þar með
Watergate-hneykslinu.
Akærður er fyrrv. dómsmála-
ráöherra John Mitchell og fyrrv.
viðskiptamálaráðherra Maurice
Stans fyrir glæpsamlegt athæfi i
sambandi viö leynilegar greiöslur
á 200 þúsund dollurum til kosn-
ingasjóðs Nixons. A sömu for-
sendum voru þeir ákærðir Robert
Vesco fjármálamaður og Harry
Seacs sem eitt sinn var leiðtogi
repúblikana i New Jersey.
Ákæran er i 16 liöum og lýtur
m.a. aö samsæri og þvi að fjór-
menningarnir hafi lagt stein i
göru réttvisinnar. Þá eru þeir
Mitchell og Stans ákærðir fyrir
meinsæri og rangan framburð.
Hver liður ákærunnar varðar allt
að 5 ára fangelsi og 10 þúsund
dollara sekt.
Vesco á að hafa gefiö 200 þús-
und dollarana á laun og ráðherr-
arnir tekiö við þeim — á laun.
Kristinn
Framhald af bls. 6.
myndatökumaður, sem helgar
starf sitt glæpareyfaranum
Running Blind, ætlar að sögn
Morgunblaðsins að snúa sér næst
að Njálu. Morgunblaðið getur
sannarlega tekiö undir orð
skáldsins: min upphefð kemur ut-
an að. En ég spyr: er engin leið til
að vernda perlur islenzkra forn-
bókmennta fyrir þvi að þeim sé
kastaö fyrir svin? Og hvar er
Morgunblaðið á vegi statt að fyll-
ast lotningarfullri aðdáun á svona
tiltæki? Það er úttroöið af auglýs-
ingum hvers konar braskara
hvern dag, sem stuðla að þvi að
gera Morgunblaðið vellrikt. En er
mælir niðurlægingar þessa blað-
snepils aldrei fullur?
Kristinn E. Andrésson
Vikingur-KR
Framhald af bls. 11.
Og einmitt á morgun fer leikur
Fram og Vals fram á Melavellin-
um og hefst kl. 14. Það liðið sem
vinnur þann leik er sigurvegari i
mótinu. Undanfarin ár hafa leikir
Vals og Fram verið mjög jafnir
og skemmtilegir og má tH gam-
ans geta þess að þau léku 4 leiki i
fyrra sumar og lauk þeim öllum
með jafntefli og var Valur eina
liöið hér á landi sem Fram tókst
ekki aö sigra á hinni glæsilegu
sigurgöngu sinni. Og leikurinn á
morgun er fyrsti leikur liðanna i
ár og þvi biða menn spenntir eftir
úrslitunum.
Fjórtán
Framhald af bls. 1.
yfir, varðskip var hvergi nærri að
sjá. Flogið var yfir Húnaflóann
eins og áður segir, siðan útaf,
Horni og yfir Halann. A þessu
svæði voru landhelgisbrjótarnir.
Hafís
Þegar komiö var 55 sjómilur v-
n-vestur af Straumnesi var komið
að hafisröndinni og flogið yfir is-
inn um stund unz þoka skall yfir
og byrgði útsýni. Var þá stefnan
tekin til Reykjavikur og lent þar
um kl. 17.30. —S.dór
Bifreiðatr.
Framhald af bls. 1.
höndum og halda uppi niföldu
kerfi til að gefa út skirteini, inn-
heimta iðgjöld, umskrá bila
o.s.frv. Þetta kerfi er óhemjulega
kostnaðarsamt, og sem dæmi
þess má nefna, að reksturskostn-
aður bifreiðadeilda trygginga-
félaganna vegna þessara
ábyrgðartrygginga nam á árinu
1971 rúmum 60 miljónum kr., en
það var um 27% af iðgjöldunumV
— Með þeirri tilhögun, sem til-
lögur þinar gera ráð fyrir, virðist
vera hægt að spara mestan hlut-
ann af þessum mikla innheimtu-
kostnaði, eöa er það ekki?
— Jú, það er ótvirætt, þvi að
þau 2 innheimtukerfi, sem tillag-
an gerir ráð fyrir, eru til staðar,
og ekki þyrfti að leggja i neinn,
eða svo sáralitinn kostnað, til aö
þau gætu annast þessa innheimtu
jafnframt.
— En málið hefur sem sagt
ekki verið afgreitt i rikisstjórn-
inni?
— Nei, tillögurnar eru i athug-
un, og það er ljóst, aö ef fara á
inná þessa braut, sem ég hef lagt
til, þá gerist það ekki i hendings-
kasti, en hlýtur að hafa nokkurn
aðdraganda.
Ég fæ hins vegar ekki betur séö,
en tryggingafélögin ættu að fagna
sliku fyrirkomulagi alveg sér-
staklega, þar sem þau telja sig
tapa stórfé á hverju ári, vegna
þessara ábyrgðartrygginga.
— En hvernig er ætlunin að
haga eftirliti með þvi eina trygg-
ingafélagi, sem tæki reksturinn
aö sér?
— í vetur voru sett ný lög á
alþingi um vátryggingastarf-
semi, og samkvæmt þeim verður
komið á fót tryggingaeftirliti,
sem á að gæta hagsmuna við-
skiptavina tryggingafélaganna.
Samkvæmt þessum nýju lögum
fær tryggingaeftirlitið heimild til
að rannsaka alla reikninga,
þeirra aðila sem fást við vátrygg-
ingastarfsemi og til að úrskurða
um iðgjöld.
Mæðradagur
á sunnudag
Næsti sunnudagur er mæöra-
dagurinn. Eins og venja er verður
mæðrablómið selt þann dag og
rennur ágóðinn til sumardvalar
aldraðra mæðra. Blómið verður
afhent sölubörnum i barnaskólum
borgarinnar og á skrifstofu
Mæðrastyrksnefndar að Njáls-
götu 3.
Mæörastyrksnefnd heitir á for-
eldra að leyfa börnum sinum að
selja merkið og á almenning að
bregðast vel við þvi.
Nixon og
Pompidou
hittast á
Klambratúni
Ákveðið hefur verið að fundur
Nixon og Pompidou fari fram i
Myndlistarhúsinu að Miklatúni
(Klambratúni). Frakkar og
Bandarikjamenn, sem hingað
komu til að undirbúa fundinn,
héldu utan aftur i gær eftir við-
ræður við islenzka embættis-
menn.
Gert er ráð fyrir, að i sambandi
við fund forsetanna hér komi til
tslands um 500 embættismenn og
fréttamenn frá Bandarikjunum
og Frakklandi, þar af 370 frá
Bandarikjunum og 130 frá Frakk-
landi. Auk þess má búast við
fjölda fréttamanna frá öðrum
löndum.
Nýr skuttogari
til Ólafsfjarðar
Siðast liðinn þriðjudag kom nýr
skuttogari til ólafsfjarðar frá
Japan. Eigandi togarans er Út-
gerðarfélag Ólafsfjarðar, en að
þvi standa ýmsir aðilar. Nafn
nýja togarans er ólafur bekkur
og tók sigling hans frá Japan 50
daga.
Skipstjóri á togaranum er
Ólafur Sæmundsson.
Undirbúinn
skóli fyrir
læknaritara
Aðalfundur Félags islenzkra
læknaritara var haldinn á
Borgarspitalanum þ. 15. marz
1973.
Stjórnin var öll endurkjörin, en
hana skipa: Rósa Steingrimsdótt-
ir formaður, Hrefna Þorsteins-
dóttir ritari, Asa Þorgeirsdóttir
gjaldkeri og meðstjórnendur
Bergljót Guðmundsdóttir og Sig-
rún Sigurgestsdóttir.
Eitt aðaiáhugamál félagsins er
að komiö veröi á skóla fyrir verð-
andi læknaritara, og hefur nú
verið skipuð nefnd, sem vinnur að
undirbúningi sliks skóla.
f..............
Útför eiginmanns inins
UNNARS BENEDIKTSSONAR
Bröttuhlið 12, Hveragerði
fer fram laugardaginn 12. mai kl. 10,30 frá Fossvogs-
kirkju.
Valgerður Eliasdóttir.
MIÐNÆTURSKEMMTUN
Skemmtun ársins í Háskólabíói
Leikarar, Starfsmenn Sinfóniuhljómsveitarinnar, Listdansarar,
Skólahljómsveit Kópavogs, 14 Fóstbræður, Einsöngvarakórinn
o.fl. skemmta á lokadaginn, föstudaginn 11. maí, kl. 23,15
með músik, gríni og gamni kynnir: gunnar eyjólfsson
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna|
Allir listamenn skemmta ókeypis, og ágóði rennur í nýstofnaðan Sjóslysasjóð
Aðgöngumiðasala frá kl. 4 í dag í Háskólabíói