Þjóðviljinn - 11.05.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. mai 1973
UOWIUINN
MALGAGN SÓSiALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 iinur).
Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi.
Lausasöluverö kr. 18.00.
Prentun: Blaöaprent h.f.
YARÐSKIPSMENN BEITA NÚ NÝRRI TÆKNI
Það hefur ekki verið mikið auglýsinga-
skrum i kringum störf islenzku varðskips-
mannanna á undanförnum mánuðum.
Fréttir af stórmerkri nýjung við togvira-
klippingarnar, sem varðskipsmenn okkar
hafa verið að prófa sig áfram með að
undanförnu, hafa t.d. ekki verið háværar,
fyrr en brezk blöð skýrðu frá þvi hvernig
komið væri, en i enska blaðinu Observer
segir i grein, sem þar birtist siðast liðinn
sunnudag, frá nýrri og árangursrikri að-
ferð varðskipsmanna okkar.
Greinarhöfundur skýrir frá einvigi, sem
átti sér stað nokkrum dögum áður á mið-
unum úti af Hvalbak milli brezka land-
helgisbrjótsins Notts Forest og varðskips-
ins Ægis, undir skipsstjórn Höskuldar
Skarphéðinssonar. Þarna var beitt með
árangri nýrri aðferð við klippingarnar,
með þeim afleiðingum, að áhyggjur
brezkra togaramanna hafa greinilega
stóraukizt.
Hinn enski greinarhöfundur segir m.a.,
er hann hefur lýst atburðunum úti af
Hvalbak:
„Ef brezkir togarar eiga að verja sig
gegn þessum nýju brögðum munu þeir nú
þurfa að minnsta kosti tvo togara til
verndar hverjum einum og allir virðast á
einu máli um að af slikum veiðum væri
ekki fjárhagslegur ábati. — Við rétt merj-
um það með þvi að láta einn togara gæta
annars, segir Tom Nielsen, ritari Brezku
togarasamtakanna. En ef við þurfum að
láta tvo togara gæta eins, hverju sinni, þá
mun aflamagnið fljótt minnka”.
Þetta v.oru ummæli hins enska greinar-
höfundar, og fer ekki milli mála að hin
nýja tækni varðskipsmanna hefur komið
Bretum algerlega i opna skjöldu.
Hér er um að ræða aðferð við viraklipp-
ingarnar, sem vissulega getur skipt sköp-
um i átökunum á Islandsmiðum, en frá
þessari nýjung var fyrst skýrt i islenzkum
blöðum i viðtali, sem Þjóðviljinn átti við
Jónas Árnason, alþingismann, er hann
kom i land eftir ferð á miðin með varð-
skipinu Óðni fyrir nokkrum dögum.
Það hefur verið nógu erfitt fyrir Breta
að stunda veiðar með þeim hætti að einn
togari verndaði annan, hvað þá ef tveir
verklausir verða að vera um hvern einn
sem veiðir.
Vist er um það, að rétt eru ummæli hins
enska blaðs um ágæta sjómennsku varð-
skipsmanna okkar. En þeir eru ekki að-
eins góðir sjómenn, heldur hafa þeir einn-
ig sjáifir skapað nýja tækni, sem getur
orðið málstað okkar að ómetanlegu liði i
landhelgisdeilunni.
Þessir menn eiga skilið að fá i hendur
allan þann búnað, sem völ er á, og má hér
ekkert til spara.
Vilji Bretar halda uppi ófriði hér á ís-
landsmiðum getum við máske boðið þeim
upp á að hafa að lokum nokkur herskip til
verndar hverjum togara, og gerir floti
hennar hátignar þá ekki mikið annað á
meðan.
Til marks um það, hvilikt uppgjafar-
hljóð er nú komið i Breta, skal hér aftur
vitnað til greinarinnar i Observer þann 6.
mai, en þar segir:
,,íslenzkir varðskipsmenn hafa þróað
nýja klippingaraðferð, sem er óbrigðul,
nema þvi aðeins, að brezkir togaramenn
séu tilleiðanlegir til að stunda veiðar við
algerlega óviðunandi aðstæður, séð frá
fjárhagslegu sjónarmiði.”
— En hvað halda Bretar lengi út við
landhelgisbrot sin hér, ef veiðarnar gefa
ekki lengur ábata i aðra hönd?
ÉG YONA AÐ VIÐ NAUM EINUM
99
Það er reyndar ekki aðeins á miðunum,
sem brezka ljónið veit sig nú fara halloka
fyrir íslendingum. Fróðlegt hefur verið að
lesa blaðafrásagnir af umræðum i brezka
þinginu um landhelgisdeiluna, en þær um-
ræður fóru fram er samninganefnd Breta
kom aftur til London frá Reykjavik nú á
dögunum.
Til viðbótar við fréttirnar um aukinn
vanda Breta hér á miðunum, koma frá-
sagnir af ræðum i brezka þinginu um
þrjózku Islendinga við samningaborðið.
Sem sýnishorn af þvi, hversu illa brezku
samningamennirnir hafa borið sig við
heimkomuna, vitnum við hér i ummæli
James Johnson, sem var einn samninga-
manna Breta, en þau viðhafði hann i þing-
ræðu i London eftir heimkomuna.
— „Maður þurfti ekki að vera þarna
nema i nokkrar minútur til að komast að.
þvi, að islenzka stjórnin — og þá einkum
hinn þrjózki sjávarútvegsráðherra, Lúð-
vik Jósepsson — hefur aldrei ætlað sér að
koma með neitt tilboð, sem vit væri i. Þeir
töluðu um 117.000 tonn og hreyfðu sig ekki
þaðan.
.. . og Lúðvik Jósefsson lauk með þvi að
segja:
— Ég vona að við náum einum bráð-
lega, — og átti þar við töku togara”.
Svona er nú hljóðið i Bretum, en þeir eru
lika þrjózkir.
Kristinn E. Andrésson:
Morgunblaðið vanhelgar Njálu, en
hampar Nixon og Bretum
Hér á dögunum varð Morgun-
blaðið eins og ungmey er sér
ástardraum sinn rætast. Það
ljómaði ásjónan á leiðarahöfundi
blaðsins og kom sigurfögnuður i
röddina þegar hann flutti þann
boðskap að von væri hingað til
lands á þjóöarleiðtogunum Nixon
og Pompidou sem umleikur mest-
ur dýrðarljóminn heima fyrir um
þessar mundir.
A þriðjudaginn var bárust
Morgunblaðinu ný fagnaðarefni
sem flutt voru meö stærsta letri á
forslðu blaðsins: annað um ögr-
anir Breta við islendinga svo-
hljóöandi: „HERSKIP SEND A
MIÐIN TAKI VARÐSKIP TOG-
ARA — eða beiti föstum skotum”,
og innrammaö til viðbótar: „Þörf
herskipa til að vernda lif Is-
lenzkra sjómanna ekki siður en
togarana, sagði Antonie Cross-
land”. Hitt fagnaðarefnið með
stærsta letri: „Yfirlýsing Hvita
hússins um Watergate: AÐ-
DRÓTTANIR UM AÐILD FOR-
Skotar atyrða
~M Æ9 M svo stafinaður. aft
lajdina
Skozki þjóðernisflokkurinn
hefur stutt okkur dyggilega i
landhelgisdeilunni við Breta.
Þann 6. þessa mánaðar sendi
hann eftirfarandi kveðju til
lafði Tweedsmuir:
„Skozki þjóðernisflokkurinn
vill vara yftur vift þeim alvar-
legu afieiðingum sem þaft gæti
haft i för meft sér, aft stjórn
yftar blandafti sér i islenzk inn-
anrikismái með þvi að senda
herskip á Islandsmift. Slfk
ógnun við island, sérstaklega
þegar þetta smáriki ætlar að
gerast gestgjafi forsetanna
Nixons og Pompidou, er frek-
leg móðgun við Islenzku
stjórnina og islenzka þjóö.
Fólk gæti hneigzt til aft álykta
aft siftgæftisvitund stjórnar yft-
ar væri I algeru lágmarki
(lower than a snake's belly).
Hversu oft þarf aft segja yöur
að tilvera islenzku þjóðarinn-
ar byggist á fiskimiöunum
umhverfis landift? Er hinn
engilsaxneski hugarheimur
staftnaftur, aft hann fær
ekki skiliö einföldustu lögmál
lifsins? Neyftast tslendingar
til aft feta i fótspor frænda
sinna tra? Þarf kúlnahrift til
aft koma yftur niftur á jörftina?
Fáift þér ekki skilift smáþjóft
þegar hún biftur sér Hfs? Vild-
uft þér etv. aögerft yrfti vopnuft
árás á heimaiand yftar tii þess
aö koma hinum almenna Eng-
lendingi i skilning um hvaft
málift snýst? Hugsift málift
gaumgæfilega, Tweedsmuir,
þvi þér verftift gerft persónu-
lega ábyrg fyrir þvi sem kann
aft henda i framtiöinni.
William McDougali fulltrúi
Skozka þjóöernisflokksins á
tslandi.”
SETANS CSANNAR”.
Inni I Morgunblaðinu þennan
sama dag er siðan langt og ýtar-
legt viðtal: „Spjallað við brezka
rithöfundinn, Ian Rodger, sem
semur kvikmyndahandritið að
Running Blind, sem tekin verður
hérlendis næsta sumar”. Running
Blind er glæpasaga. í skeleggri
grein i Timanum 4. mai lýsir
Helgi J. Halidórsson kennari
hennimeöþessumorðum: „Fyrir
rúmu ári kom út i Islenzkri þýö-
ingu bók eftir Desmond Bagley,
enskan njósna- og glæpasagna-
höfund. Bókin heitir á frummál-
inu Running Blind, en á islenzku
Út I óvissuna. Bókin er látin ger-
ast á Islandi og segir frá eltingar-
leik njósnara erlendra stórvelda
með hernaðarleyndarmál.
Leikurinn berst um flesta falleg-
ustu og eftirsóknarverðustu
feröamannastaði landsins með
ótal moröum sem tilheyra slikum
sögum. Hún hefst með morði á
Krisuvikurvegi, þá er maður
drepinn i Asbyrgi, skotbardagi á
leið yfir öræfin og annar við
Geysi, fjölmargir drepnir i sum-
arbústað i grennd við Þingvelli. . .
Nú sá ég i blöðum fyrir nokkru, að
i ráði væri að kvikmynda þessa
sögu hér á landi. Mér er spurn:
Hvað er mengun á islenzkri nátt-
úru og þjóðlifi, ef ekki slikt? Og
fyrir hvaða áhorfendur er slik
b-irilrmvnH f r nm IpÍHH ? ’1
Kristinn E. Andrésson
Þessi óþverri vekur Morgun-
blaðinu eftir viðtalinu við Ian
Rodger mikla hrifningu. Þar seg-
ir: „Sem dæmi um aðdáun sina á
Norðurlöndum nefndi hann að
hann sklrði elztu dóttur sina
Freyju, og jafnframt gat hann
þess að það væri leynt metnaðar-
mál sitt aö fá einhvern tima tæki-
færi til þess að mynda Njálssögu
sem ■framhaldsflokk fyrir sjón-
varp. Undirritaður benti honum á
að hann væri ekki einn um það og
hann kvaðst þá sennilega þurfa
að hafa hraðann á”. En kórónan
er fyrirsögn viðtalsins og er með
flenniletri: VERÐUR GERÐ
SJÖNVARPSMYND EFTIR
NJALSSÖGU? Þessi brezki kvik-
Framhald á bls. 15.