Þjóðviljinn - 07.06.1973, Page 1

Þjóðviljinn - 07.06.1973, Page 1
UOmiUINN Fimmtudagurinn7. júni 1973—38. árg. 129. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA Í KRON k á Willy Brandt kemur til Israel í dag Jerúsalem 6/6 — Willy Brandt forsætisráðherra Vestur-Þýzka- lands kemur á firnmtudag til Israel, í fimm daga opinbera heimsókn. Það er Golda Meir for- sætisráðherra Israel sem býður heim. Þetta er i fyrsta skipti sem æðsti maður V-Þýzkalands kem- ur til ísrael, og þykir Willy Brandt mjög velkominn gestur. Er það bæði vegna baráttu hans við nazismann á striðsárunum, og trúlega pkki siður vegna ástandsins i dag, þegar bæði Arabalöndin og tsrael keppast við að ná hylli EB-landa, og virðist sem Arabalöndin hafi náð vináttu EB-landanna Englands og Frakklands. Kratar sluppu fyrir horn í Iðnó-málinu Sœtið autt i Brilssel 1 dag hefst I Brússel fundur hermálaráð- herra NATO. Fastafull- trúi íslands hjá Atlanz- hafsbandalaginu hefur jafnan áður tekið þátt i þessum fundum, en nú hefur islenzka rikis- stjórnin ákveðið, að sæti íslands verði autt á fundinum. Samkvæmt fréttastofufregnum NTB, kom fréttin um að ísland neitaöi að mæta óvænt i höfuð- stöðvum Atlanzhafsbandalagsins I Bríissel, en haft er eftir tals- mönnum NATO að ætlun hernað- arbandalagsins hafi verið sú, að fá íslendinga til að taka upp við- ræður við Breta um landhelgis- málið á þessum fundi. Jafnframt segir aö framkvæmdastjóri NATO ætli sér að ræða málið við brezka utanrikisráðherrann á fundi utanrikisráðherra NATO i Kaupmannahöfn i næstu viku. Þá segir einnig i frétt NTB, að fastafulltrúi Islands muni ekki taka þátt i fundi skipulagsnefndar bandalagsins, en sá fundur er einnig haldinn i dag. Þjóðviljinn sneri sér til Einars Agústssonar utanrikisráðherra og spurði hann, hvað hann vildi segja um málið. Einar sagði: Við höfum ákveðið i rikisstjórn- inni, að Island taki nú ekki þátt i fundi hermálaráðherra Atlanz- hafsbandalagsins. Ég vil taka það fram, að ég tel almennt mjög hæpið, að við íslendingar tökum þátt i slikum fundum, þar sem við höfum engan her, og eigum þar þvi litið erindi. Aö sjálfsögðu hafði svo land- helgisdeilan sin áhrif á það að þessi ákvörðun var tekin einmitt nú. Einar Agústsson Toppkratarnir i stjórn Al- þýðuhússins h/f, Iðnó sluppu fyrir horn, ef svo má segja, því dómsmálaráð- herra mun hafa ákveðið að ekki verði frekar aðhafzt i svonefndu Iðnómáli. Eins og fólk rekur minni til reis deila milli stjórnar húseigendafé- lagsins, sem i eru toppkratar, og stjórnar Leikfélags Reykjavikur, um leigugjald af húsinu, en hús- stjórnin vildi hækka leiguna þó svo verðstöðvunarlög væru i gildi. Var fyrirskipuö rannsókn á mál- inu, og hefur málið verið að velkj- ast milli rannsóknaraðila og dómsmálaráðuneytisins siöan i fyrrahaust. Nú mun dómsmálaráðherra vera búinn að gera upp hug sinn um endalok þessa máls, og telur að eins og atvikum háttar, beri ekki að óska frekari aðgerða i málinu. Fremur þykja þetta slöpp máialok, en lagalegur bakgrunn- ur til málshöfðunar mun vera hæpinn, að dómi ráðuneytis- manna. — úþ. Enn eitt verndarskip Breta á miðin Fréttastofur þær sem færa íslendingum flestar fréttir frá útlöndum, NTB og Reuter, skýrðu frá þvi i gær að varðskipið Þór hefði gert misheppnaða tilraun til þess að skera aftan úr brezkum togara. Blaðinu tókst að fá upplýst að ekkert var hæft i þessari frétt. Engin tilraun til aftan- úrskurðar var gerð. Hins vegar kom varðskipið Þór að brezkum veiðiþjófi innan 50-milna markanna og sigldi að honum. Dróg þá togarinn inn vörpuna og sigldi á brott til annars togara, sem þar var nálægur, og ekki með veiðar- færi i sjó. Var talið að togarinn fyrrnefndi heföi verið að koma veikum skipverja um borð i þann siöarnefnda, sem átti skammt eftir af útivist sinni, og héldi til heimahafnar ein- hvers staðar I brezka heims- veldinu innan skamms. Hvort sem það er nú rétt eða ekki, segir i fréttaskeyti frá NTB-Reuter, að Bretar hafi ákveðið að senda eitt verndar- skipið til á Islandsmið. I þetta skiptið á að senda hrað- skreiðasta og kraftmesta dráttarbát heimsveldisins. Lloydsman. Segir i skeytinu að hann sé væntanlegur á Islandsmiö um helgina. —úþ. Kissinger- Le Duc Tho Paris 6/6 (NTB-Reuter) — Henry Kissinger, ráðgjafi Banda- rikjaforseta, ræddi við Le Duc Tho, fulltrúa Norður-Vietnam, i Paris i dag. Þeir eru þar með að gera úrslitatilraun til þess að ná varanlegum friöi i Vietnam, en það hefur ekki tekizt þótt búið sé að semja áður. Fundurinn byrjaði kl. 11 f.h. og stóð i fimm og hálfan klukkutima. Var þá ákveðið að halda áfram umræðunum á morgun. Ráðgjafarnir vildu þó ekkert segja um árangur fundarins að svo stöddu. Vilja safna fyrir varðskipi Stokkhólmi 6/6 — (ntb-tt) Ef sænska stjórnin vill ekki verða við beiðni um að lána eða selja Islendingum varðskip, þá ætlar félag það i Sviþjóð sem héfur stuðning við málstað íslendinga að markmiði, að hefja söfnun á Norðurlöndum, með það fyrir augum að kaupa eða leigja varðskip. Þetta var tilkynnt eftir að Olof Palme forsætisráðherra Sviþjóðar hafði synjað nefndinni um að senda slikt varðskip til tslands til að- stoðar landhelgisgæzlunni. Forsætisráðherra útskýrir synjunina á þann veg, að Sviar geti ekki séð af neinu varð- skipa sinna. Nefndin vill ekki trúa þvi, að á friðartimum sé ekki mögulegt að láta af hendi a.m.k. eitt skip. Ef slikt og þvilikt hefði við rök að styðjast væru varnir Svia i molum segja forsvarsmenn Samtakanna, sem beita sér fyrir stuðningi við Islendinga. ísland mætir ekki r Eigum lítið erindi á hermálafund segir Einar Agústsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.