Þjóðviljinn - 07.06.1973, Side 2

Þjóðviljinn - 07.06.1973, Side 2
2 SIÐA — ÞJöÐVILJINN Fimmtudagur 7. júní 1973. VANDAMÁLIÐ EILÍFA EF GRANNT ER SKOÐAÐ Allir eiga við einhver vandamál aö striöa, og þaö þjóöfélag mun vart vera til sem ekkihefurviö ýmis vanda- mál aö eiga. Misjöfn eru þessi vandamál, og sum eru gerö stærri I fjölmiölum en efni standa til. Eitt er þaö ..vanda- mál” sem mjög hefur veriö blásiö upp i íslenzkum fjöl- miölum undanfarin ár, eink- um á vorin og sumrin en þaö eru hin svo köliuöu unglinga- vandamál, og nú er einmitt aö nálgast sá timi, aö bomba þessa árs springi, en þaö eru hátíöahöld unglinga um hvita- sunnuhelgina. Þar meö veröur upp vakiö hiö ægilega unglingavandamál okkar íslendinga, sem um er fjasaö og miklaö upp ár hver. Sföan fylgja I kjölfariö hátiöisdagar eins og 17. júni, verzlunar- mannahelgin ofl. Um þessar hátiöir gerist alltaf þaö sama: Börn og unglingar smakka áfengi og láta illa einh versstaöar, misjafnlega illa og misstór hópur, oftast aöeins mjög litill hópur af þeim þúsundum unglinga sem sækja úti skemmtanir á sumrin. Og dagana á eftir hverja hátiö hefst svo harmakvein manna, I biööum, útvarpi eöa jafnvel sjónvarpi um þetta mikla unglingavandamál og hversu illa islenzk æska sé á vegi stödd. Þetta sé fólkiö sem eigi aö erfa landiö og þaö sé sárt aö þurfa aö láta þaö i hendur svo gjörspilltri æsku. Svona er haldiö áfram, þar til næsta útihátiö er haldin, og eftir hana magnast öll skrif og um- ræöur aftur. Þetta heldur svo áfram unz haustar og úti- skemmtanir hætta. Þá hætta þessar umræöur þar til vorar á ný. Svona hefur þetta veriö svo lengi sem undirritaöur man eftir sér. Alltaf hefuræska landsins veriö svo illa komin aö allt hefur veriö i voöa. En litum nú aöeins nánar á þetta mál. Er hér um nokkurt vandamál aö ræöa? Ég hygg ekki. Unglingar, ef til vill nokkur hundruð eöa fá þúsund, hópast saman aö loknum skólaprófum um hvitasunnu og sleppa fram af sér beizlinu. öll hafa þau uppi galsa, nokkur hafa rekiö tunguna í stút á vinflösku og halda sig drukkin i sólarnring eða meira af þessari tungu- Idýfu. Síöan láta þau eins og drukkin væru. örfá eru drukk- in i raun og veru, kannski 5 til 10% af ötlum skaranum, og um þau er svo rætt og þaö mikla vandamál sem af þeim stafar. Og 90% sem aöeins halda uppi æskufjöri meö tiiheyrandi ærslum eru ósjálfrátt sett öll undir sama hatt. Svona var þetta einnig á árunum eftir 1950,og sennilega hefur þetta alltaf veriö eitt- hvaö svipað þessu. Mér er i fersku minni skrif og umræöur sem uröu um unglingavanda- máliö mikla eftir verzlunar- mannahelgarnar i Hreðavatni 1950 til 1955. Þá varö ekki betur séö en æska þessa lands væri ger-glötuö. Nú er þaö fólk, sem þá var glatað talið, komiö undir fertugt, og ekki hefur annað heyrzt en aö þaö sé flest aö minnsta kosti hinir nýtustu þjóöfélagsþegnar. Og þaö fólk sem hélt uppi Þórsmerkur-ævintýrum og Þjórsárdals-ævintýrum um og uppúr 1960 og var talið glötuö æska er nú komiö undir þritugt og englnn minnist lengur á aö þaö sé ekki til þess hæft aö erfa landiö.og sumir úr hópum frá árunum eftir 1950 og jafnvel úr hópnum frá árunum um 1950 fjasa og tala um glataöa æsku i dae. Sannleikurinn er sá aö hér ekki um neitt vandamál aö ræöa. Æskan meö sinum til- heyrandi ærslum og látum kemur saman og örfáir svartir sauöir setja mikinn svip á samkomuna vegna drykkju- láta. Þetta er ekki vandamál, heldur aöeins lögmál. Sá sem mest er drukkinn og verst læt- ur getur oröið beztur þjóö- félagsþegna þegar fram I sækir. Fyrirmyndar-ungling- urinn sem oft er vitnaö til get- ur oröiö sá svartasti slðar. Viö skulum þvi hætta aö niöa æskuna niður og tala um rót- leysi hennar og glötun eftir sumarhátiöarnar á komandi sumri. Þær verða sjálfsagt ekki raunverulegra vandamál en verið hefur allar götur sið- an útisamkomur voru fyrst haldnar á islandi eöa slöan dansleikir voru bannaöir sem þjóöfélagsböl hér fyrrum. —S.dór. Sunnukórinn í söngför til Noregs og Fœreyja Kynnir íslenzk tónskáld Söngstjórinn, Ragnar H. Ragnar, er fremst á myndinni nálægt miöju, honum til vinstri handar er undirleikari kórsins, Hólmfríöur Siguröar- dóttir, en til hægri handar annar einsöngvarinn, frú Martha Arnadóttir. Hinn cinsöngvarinn, frú Hanna Bjarnadóttir, er I sömu röð önnur frá vinstri. Frá fréttaritara Þjóðviljans á ísafirði. Sunnukórinn á Isafirði lagði af stað i hálfsmánaðar söngför til Noregs og Færeyja með Gullfossi kl. 7 i morgun. I Noregi syngur kórinn á þrem- ur stöðum: Trondheim, Oslo og Tönsberg, sem er vinabær Isar fjarðar, og þar verður dvalið 9. til 13. júni, þá verður komið við i Bergen og dvalið þar rúman sól- arhring. Á heimleið verður sungið i Tórshavn, höfuðstað Færeyja. Á söngskrá eru eingöngu lög eftir islenzk tónskáld og islenzk þjóölög, og er þar um að ræða sönglög frá ýmsum timum. Elzta nafngreinda tónskáldið er Jónas Helgason, fæddur 1839, dáinn 1908, en það yngsta Leifur Þórar- insson, fæddur 1935. önnur tón- skáld eru: Bjarni Þorsteinsson, Björgvin Guðmundsson, Jón As- geirsson, Jón Leifs, Jón Þórarins- son, Jónas Tómasson, Karl O. Runólfsson, Páll Halldórsson, Páll Isólfsson, Róbert A. Ottósson og Sigfús Einarsson. Einleikari með kórnum er Anna Aslaug Ragnardóttir, pianóleik- ari, dóttir söngstjórans, Ragnars H. Ragnar,og konu hans Sigriöar Jónsdóttur. Anna Áslaug hefur stundað nám I Tónlistarskóla Isa- fjarðar og Tónlistarskólanum i Reykjavik, auk þess 5 ára fram- haldsnám hjá ágætum kennurum i Englandi, Þýzkalandi og á Italiu. Lögin, sem hún leikur, eru Glettur eftir Pál Isólfsson og Sonata eftir Leif Þórarinsson. Einsöngvarar meö kórnum eru frú Martha Arnadóttir og frú Hanna Bjarnadóttir, auk þess syngur frú Martha dúett með eiginmanni sinum, Sigurði Jóns- syni. Undirleikari með kórnum og einsöngvurum er Hólmfriður Siguröardóttir, 17 ára gömui, nemandi i Menntaskólanum á Isafirði. Hún hefur verið undir- leikari með kórnum s.l. 3 ár. Söngstjóri er, eins og áöur sagði, Ragnar H. Ragnar, skóla- stjóri, fararstjóri Einar Ingvars- son, gamall tsfirðingur, nú bankastarfsmaður i Reykjavik. Sunnukórinn söng i gærkvöld fyrir miklu fjölmenni i Alþýðu- húsinu hér. Vakti söngur hans al- menna hrifningu, sama er að segja um undirleik Hólmfriðar Sigurðardóttur og einleik önnu Aslaugar Ragnarsdóttur. Efnis- skrá var sú sama og verður i utanlandsferðinni. Að loknum hljómleikum ávarp- aði Ólafur Kristjánsson skóla- stjóri i Bolungarvik söngstjóra, kór, undirleikara og einleikara, þakkaði þeim ágætan söng og hljóðfæraleik og óskaði þeim fararheilla. Að siðustu söng kórinn og samkomugestir ljóð Isfirðinga, I faðmi fjalla blárra, við lag Jónasar Tómassonar. Isafirði 30. mai ’73 Halldór Ólafsson Prófessor í vistfræði Forseti Islands hefur að tillögu menntamálaráðherra skipað dr. Agnar Ingólfsson, dósent, prófessor i vistfræði i verkfræði- og raunvisindadeild Háskóla Is- lands frá 15. mai 1973 að telja. Tónlistarskóli ísafjarðar 25 ára Frá fréttaritara Þjóðviljans á ísafirði. Tónlistarskóla Isafjarðar var slitið laugardaginn 26. þ.m. Lauk þar með 25. starfsári skólans. Skólinn tók til starfa haustið 1948, en áður hafði verið stofnað Tónlistarfélag ísafjarðar, og á vegum þess hefur skólinn starfað. Forgöngumaður að stofnun fé- lagsins og skólans var Jónas Tómasson tónskáld. sem allt til dauðadags bar velferð skólans mjög fyrir brjósti. Fyrsta verk félagsins var að ráða Ragnar H. Ragnar, sem þá var búsettur i Bandarikjunum, skólastjóra hins nýja skóla. Hann hefur siðan gegnt þvi starfi og tekizt með að- dáanlegum dugnaði og ósér- plægni að gera skólann, sem stofnaður var af miklum vanefn- um, að einni ágætustu mennta- stofnun þessa bæjar. 1 þvi efni hefur hann notið ágætrar aðstoð- ar konu sinnar, Sigriðar Jónsdótt- ur, og segja má, að heimili þeirra hafi verið skólinn og skólinn heimili þeirra, svo nátengd hafa þau samskipti verið. Ekki er ætlunin að rekja hér sögu skólans. Til þess skortir nauðsynl. heimildir. Þessskal aðeins getið, að fyrsta starfsárið voru nemendur innan við tuttugu, en nú eru þeir um hundrað. Aðal-kennslugrein skólans hef- ur verið og er pianóleikur, auk tónfræði, tónlistarsögu og ann- arra undirstöðuatriða. Orgelleik kenndi Jónas Tómasson fyrstu árin, en nemendur voru fáir, og lagðist sú kennsla niður. Þá hefur nær því frá upphafi verið kennt á blásturshljóðfæri og tvö s.l. ár á fiðlu. I skólanum er nú starfandi ágæt blásarasveit. Skólaslitaathöfnin hófst með stuttu ávarpi skólastjóra, þá lék sveit fiðluleikara undir stjórn fiðlukennara skólans frú Aldisar Jónsdóttur; þrir nemendur, Guð- rún Bjarnveig Magnúsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Hólm- friður Sigurðardóttir, léku tón- verk á pianó. Að þvi loknu afhenti skólastjóri verðlaun. I tilefni áður nefndra timamóta i sögu skólans, var einn af eldri nemendum skólans, Anna Áslaug Ragnarsdóttir, mætt við skóla- slitin og lék á pianó Glettur eftir Pál tsólfsson. Af sama tilefni fluttu forseti bæjarstjórnar, Högni Þórðarson, og formaður Tónlistarfélagsins, Gunnlaugur Jónasson, skólastjóra og skóla árnaðaróskir og þakkir fyrir mik- ilsvert starf; sá siðarnefndi af- henti einnig verðlaun Tónlistar- skólans, sem veitt eru á hverju ári og svara til skólagjaldsins eins og það er hverju sinni. Við skólaslitin mætti fulltrúi frá menntamálaráðuneytinu, Krist- inn Hallsson, óperusöngvari,sem flutti kveðju menntamálaráð- herra og fór viðurkenningarorð- um um starfsemi skólans. Við þetta tækifæri var skóla- stjóra og konu hans sýndur marg- vislegur sómi og störf þeirra þökkuð. Peningagjöf barst skólan um frá foreldrum og forráða- mönnum þeirra, sem nú stunda þar nám. Gjöfina afhenti frú Geirþrúður Charlesdóttir ásamt gjöf til konu skólastjórans. Vorhljómleikar skólans voru 24. og 25. mai, og 17. mai s.l. héldu þrir af fyrrverandi nemendum skólans, Elin Guðmundsdóttir, hörpuleikari, Lára Sigriður Rafnsdóttir, pianóleikari, og Þór- ir Þórisson, klarinettleikari, hljómleika i Alþýöuhúsinu i tilefni af afmælinu. Aðsókn var ágæt, og hljómleikarnir þóttu takast mjög vel. Isafiröi 30. mai ’73 Halldór ólafsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.