Þjóðviljinn - 08.06.1973, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. júnl 1973.
Konstantln og Anna Maria
Kostantín útlagakonungur
Saxast á
limina
hans Björns
míns...
Róm — Aþenu — Kaupmanna-
höfnjjúni. Konstantin fyrrum
konungur i Grikklandi kom á
1 a u g a r d a gs k v Ö1 d 2/6
framfyrir fréttamenn og las
upp yfirlýsingu til grisku
þjööarinnar. Þetta var það
fyrsta sem hann lét frá sér
fara opinberlega eftir að kon-
ungsdæmið Grikkland var lagt
niður. Hrærður talaði hann um
að þetta væri ekki siður alvar-
legt augnablik fyrir sig en
grisku þjóðina. Fyrirsig skipti
það ekki máli hvað stjórnar-
formið héti, heldur væri aðal-
atriðið að fólkið mætti vera
sjáifu sér ráöandi og njóta lýð-
ræðis. Reyndar hefur fjöl-
skylda þessa kóngs verið
þekktari fyrir annað en lýð-
ræðisást — en betra er seint en
aldrei, kannski.
A heimili Konstantins voru
staddar systur hans og móðir,
og sat fjölskyldan á rökstólum
og ræddi vandamál sin eftir að
öll von virðist úti um að fjöl-
skyldan komist til konung-
legra valda á ný.
Annars þurfa þau fyrrver-
andi konungshjónin varla að
kviða framtiðinni peninga-
lega, þvi þau eiga a.m.k. 40
miljón krónur danskar i
banka i Sviss.
Konstantin er kvæntur
dönsku konungsdótturinni
önnu Mariu, og nú hafa þau
hjónin látið uppi að þau vilji
gjarna flytja frá Róm, en þar
hafa þau búið undanfarin ár i
von um að komast aftur i há-
sæti i Grikklandi. Til greina
hefur þá komið að þau setjist
aö i Danmörku, en systir önnu
Mariu er drottning þar og
kærir sig vist litið um að fá
mág sinn til Danmerkur.
Vegur konungdæma gerist
smám saman æ minni, og ótt-
ast danska drottningin jafnvel
stöðumissi ef Konstantin ætlar
að hafa Danmörku sem stökk-
pall i hásætið, eða gera til-
raunir i þá átt.
En i Aþenu var enska útgáf-
an af einu dagblaðanna þar
stöðvuð vegna þess að þar átti
að birta stóra mynd af
Konstantin.
1 Aþenu hefur veriö mikið .
um dýröir, en litið virðist
breytt þótt lýðveldi sé komið
á. Fólk er enn jafnhrætt viö að
tala viö blaðamenn og óttast
greinilega að verða dregið
fyrir lög og dóm ef það segir
álit sitt á málum. Það sést
ekki mikið til ferða lögreglu og
hermanna, en fólk veit af
þeim, og að þeir eru i raun alls
staðar nálægir.
Þegar nú konungdæmi i
Grikklandi sýnist endanlega
hrunið (það hefur reyndar
verið afnumið áður) þá eru i
Evrópu eftir fimm kóngar, — i
Noregi og Belgiu og svo mey-
kóngar i Bretlandi, Hollandi
og Danmörku. Auk þess eru
hertogar við lýði i Luxemburg
og Monaco. Fyrir heims-
styrjöldina siðari voru 12 kon
ungdæmi i Evrópu og árið 1914
voru kóngar i 17 rikjum.
Farúk fyrrum Egypta-
kóngur spáði þvi á sinum
tima, að um næstu aldamót
yrðu eftir i heiminum fimm
kóngar: hjartakóngur, spaða-,
tigul- og laufakóngur, og svo
Englandskonungur.
Taugastrekkingur í finum húsum
— Eftir að komizt hefur upp um vinskap lávarða við vændiskonur er
loft mjög lævi blandið I göfugum húsum á Englandi. Frúin segir: Ef þú
hefur hreina samvizku, af hverju hcllirðu þá kaffinu I eggið?
Kynferðislíf
unglinga:
Tryggð
o/ar
sakleysi
Hvað eftir annað komast
félagsfræðingar að því, að
þrátf fyrir mikla kynlífs-
bólgu í blöðum og kvik-
myndum, þrátt fyrir klám-
bylgju og tiltölulega auð-
veldan aðgang að
getnaðarverjum breytist
kynhegðun ungsfólks furðu
lítið.
Ný vestur-þýzk skýrsla um
ungt fólk á aldrinum 13-18 ára
staðfestir þetta einnig. Svotil allir
piltar á 15 ára aldri stunda sjálfs-
fróun og um helmingur stúlkna,
og kemur það vist engum á óvart.
Stefnumót byrja yfirleitt á 13 ára
aldri, kossar á 14 ára aldri. A 16
ára aldri hefur um helmingur
unglinga prófað að minnsta kosti
„petting” neðan beltis, og á 17
ára aldri hefur önnur hver stúlka
og annar hver piltur haft sam-
farir. Flestir eru komnir alla leið
nitján ára að aldri.
Samfarir á fólk á þessum aldri
yfirleitt sjaldan, svo sem tvisvar i
mánuði. Það kemur ekki til af
áhugaleysi, heldur af þvi að að-
stæður eru oft heldur fjandsam-
legar — þau eru yfirleitt að þessu
á heimilum foreldra sinna og eru
smeyk við að upp komist.
I rannsókninni kom fram, að
unga fólkið metur mest að
mótaðilinn sýni tryggð i sam-
skiptunum — það er yfirleitt mjög
frábitið þvi sem kallað er stóðlif.
En hitt er svo annaö mál, aö þaö
er úr sögunni aö ungt fólk geri
kröfu til að vera ,,sú fyrsti” eða
,,sú fyrsta”. Um það er þeim yfir-
leitt sama. 90% af þessu unga
fólki ætlar siðan að giftast og eiga
börn.
Spánarferð
háskóla-
manna
Bandalag háskólamanna hefur
ákveðið að efna til 16 daga ferðar
til Costa del sol. Ferðin kostar frá
21.500,- og er fargjald og gisting
innifalið, en þetta verð mun vera
um 50% af þvi, sem venjulegt far-
gjald kostar.
Allir félagsmenn BHM ásamt
fjölskyldum þeirra geta tekið þátt
i ferðinni á þessu hagstæða verði.
Ferð þessi verður á vegum
ferðaskrifstofunnar Otsýnar.
Farið verður 26. júli og komið
heim 11. ágúst. Flogið verður með
þotu Flugfélags íslands.
Dvalið verður i ibúðum á Hotel
Las Palmeras, sem er nýtt hótel i
bænum Fuengirola á hinni vin-
sælu baðströnd, Costa del sol.
tbúðirnar eru loftkældar og allar
með baði. Tvær sundlaugar eru i
hótelinu og i áföstum byggingum
eru verzlanir og matsölustaðir.
Ferðaskrifstofan Otsýn,
Austurstræti 17, annast farmiða-
sölu og gefur upplýsingar um
ferðina, og er vissara að tryggja
sér farmiða sem allra fyrst.
Athygli félagsmanna skal vakin
á þvi, að i athugun er að efna til
Kaupmannahafnarferðar fyrir
félagsmenn i ágúst.
Hval hjúkrað
A hafrannsóknastöð i Kali-
forniu stóðu visindamenn ráða-
lausir gagnvart veikum hval.
Hvernig átti að hjúkra honum?
Reynið bara að gefa hval sprautu
eða setja á hann sinnepsplástur.
Það ætti að vera hægt að gefa
honum inn pillur; en þessi hvalur
lét alls ekki narra sig til þess.
Dýralæknar stofnunarinnar
fundu þá upp á þvi að fela pillurn-
ar i makril, en það hnossgæti
gleypti hvalurinn i sig með beztu
lyst, þótt veikur væri.
Onglingaústir breytast ekki mjög mikið — og óttinn viö pabba og
mömmu er sterkur.
ÞEGAR DÝRIN^?'K„NARh
■ • r JEAN
HOFÐU MÁL EFFEL
Hvílík djöfulsrigning. Þaö erekki lús út sigandi.