Þjóðviljinn - 08.06.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.06.1973, Blaðsíða 16
IÚÐVIUINN Almennar upplýSingar um læknaþjónustu borgarinnar erú gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simj. 18888. Nætur-, kvöld- og helgarþjón- usta lyfjabúðanna vikuna 8.-14. júni er i Ingólfs apóteki og Laugarnesapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- -ans er opin allan sólarhring- inn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Föstudagur 8. júni 1973. Þrengt að sprengju- Nixon WASHINGTON - Utanrik- isnefnd fulltrúadeildar Bandarikjaþings hefur sent frá sér nefndarálit þar sem lagt er til að vald Bandarikja- forseta verði takmarkað til að heyja styrjöld án samþykkis þingsins. Hann geti hér eftir aðeins beitt herafla Banda- rikjanna i 120 daga i styrjaldar átökum án fylgis þingsins. Fulltrúadeildin hefur áður gert samþykktjr á móti striðs- rekstri Bandarikjastjórnar i Indó-Kina og þykir þvi liklegt að hún samþykki nefndarálit- ið. Að þvi samþykktu yrði Nix- on forseti að hætta loftárásum á Kambódiu og öðrum hernað- araðgerðum þar, i Vietnam og Laos, innan 4ra mánaða. Leyft og bannað i áfengis- málum OSLÓ — I Noregi mega menn kaupa sér áfengi i búðum rikis- einkasölunnar þegar þeir eru orðnir tvitugir. En mörgum leiðist að biða, og i fyrra þurfti að visa 12.800 unglingum út sem ekki voru komnir á áfengisaldur. En fullorðnir fá heldur ekki afgreiðslu ef þeir eru undir áhrifum áfengis. Þurfi að visa 39.500 viðskiptavinum út af þessum sökum. Það er norska „rikið” sem hefur svona námkvæma bók- færslu á viðskiptum sinum. Arið 1972 var selt áfengi i landinu fyrir 1,2 miljarði norskra króna og er það 9,8% aukning frá árinu áður. 38.800 manns voru handteknir fyrir drykkju á almannafæri, en 1.895 var refsað fyrir brot gegn áfengislögum á sl. ári. Helmingur hafði gert sig sekan um smygl. Skrambi eru þeir farnir að falla nálægt manni! Fullbright og McCloskey leggjast báðir á Nixon RÍKISRÉ TTUR GEGN NIXON? WASHINGTON 7/6 — Hinn áhrifamikli for- maður utanrikisnefndar öldungadeilarinnar á Bandarikjaþingi, Willi- am Fullbright, hefur ráðlagt Nixon forseta og Agnew varaforseta að segja af sér. Svo mikill skuggi falli nú á þjóð- höfðingjaembættið og rikisstjórnina af Water- gatehneykslinu, og megi þessar stofnanir heita ó- starfhæfar eins og er. Fullbright sagði að hann kysi ekki að efna þyrfti til dómsrannsóknar á forsetanum i embætti og fá hann þannig felldan úr embætti ef hann Fjarskiptaverkfall gagnvart Frökkum Sidney 7/0. — í dag hófst fjar- skiptaverkfall I Astraliu gagnvart Frakklandi i mótmælaskyni við kjarnorkutilraunir Frakka i Kyrrahafi. Tekur það til sima- og telex-sambands og er skipulagt af verkalýðsfélagi simamanna. Astralskir póstmenn hafa einn- ig akveðið að fara i svipaðar að- gerðirog ætla þeir að taka til hlið- ar 750 póstpoka sem eiga að fara til Frakklands. Samtök póst- og simamanna i Danmörku ihuga nú að hefja svipaðar verkfallsaðgerðir i sam- úðarskyni. Forsætisráðherra Astraliu, Gough Whitlam, bað menn um að biða með mótmælaaðgerðir af þessu tagi unz Haagdómstóllinn hefði kveðið upp úrskurð sinn, en póst- og simamenn telja það ó- þarfa, þar eð augljóst sé að Frakkar ætli að sprengja hvað sem tautar. reyndist jafn sekur og likur bentu nú til. Paul McCloskey, repúblikani i fulltrúadeild Bandarikjaþings, hefur sagt i þingræöu að flokks- bróöir hans, Nixon, kunni að hafa brotið lög i sambandi við Water- gate-málið, og nú sé það þingdeildarinnar að ákveða hvort efnt skuli til rikisréttarákæru á hendur honum. Rétt væri þó að Nixon gæfist tækifæri til að gera hreint fyrir sinum dyrum áður. Oft áöur hefur óformlega verið sveigt að þeim möguleika að for- setinn yrði að svara til saka fyrir þessum volduga dómstól, sem er reyndar sjálf öldungadeildin - að meirihluta skipuð pólitiskum fjandmönnum forsetans, — en aldrei fyrr hefur málið verið reif- að á opinskáan hátt i þinginu. Þingmaðurinn taldi i ræðu sinni að Nixon hefði gerzt sekur um fjórfalt lögbrot: Aðstoðað mann sem braut sambandsrikislög, set- ið á upplýsingum um afbrot, hindrað rannsókn á afbrotum, til- raun til að hilma yfir upplýsingar um afbrot. McCloskey visaði til fyrri yfir- lýsinga og ummæla Nixons um Watergate-málið, en þar hefur Nixon eða starfsmenn hans fyrir hönd embættisins alltaf verið að hörfa lengra og lengra fyrir ásókn almenningsálitsins og nýfram- dreginna gagna. Þingmaðurinn sagði að þetta sýndi að sá timi nálgaðist að nauðsynlegt yrði að hefja formlega rannsókn. Fulltrúadeildin getur samþykkt að ákæra forsetann fyrir rikis- rétti, en i öldungadeild þar tvo þriðju meirihluta til að velta for- setanum úr embætti. Hinn sérstaki rannsóknardóm- ari i Watergate-málinu, Archi- bald Cox.hefur beðið öldunga- deildarnefndina að halda lokaða fundi ef fram koma upplýsingar sem fella grun á „sérstakar pers- ónur”. Eitt af vitnunum i Watergate- málinu hélt þvi fram i dag að Bob Haldeman, fyrrum starfsmanna- Framhald á bls. 15. Eftir forsetafund Nixon skálaði fyrir „leiðtogum írlands99 I siðasta hefti bandariska vikuritsins Newsweek er all- itarleg frásögn af fundi þeirra Nixons og Pompidous i Reykjavik. Blaðið nefnir ýmsarskyssur sem Nixon hafi látið sér verða á i ferðinni og nefnir það til dæmis, að Nixon hafi á Bessastöðum skálað fyrir „ieiðtogum trlands”. Mun þetta ekki i fyrsta sinn að landafræðin stendur i Nixon og hans kollegum. Blaðið tinir ýmislegt annað til, stórt og smátt, i þá veru að Frakkar hafi sýnilega kunnað miklu betur að haga sér en Nixon. Þegar fréttamenn spurðu að þvi t.d. hvers vegna Kissinger væri viðstaddur fundi forsetanna en Pompidou hefði engan slikan ráðgjafa sér við hlið, þá sagði tals- maður Frakka: „Forseta Franska lýðveldisins fannst hann vel geta verið einn”. „Hvaða lögregla” taldi? Úr þvi það var ekki Bjarki sem taldi, hver var það þá? Yfirlögregluþjónninn í Reykjavik hefur aldrei lát- ið neitt eftir sér hafa um það, hve margirtóku þátt í kröfugöngu og útifundi á uppstigningardag. Ein- stakir lögregluþjónar lægra settir kunna að hafa verið með ágizkanir um það, en Þjóðviljinn spyr: Er hægt að bera lögregluna sem slíka fyrjr því? Þjóðviljinn grennslaðist fyrir um þetta hjá Bjarka Eliassyni yfirlögregluþjóni i gær af þvi til- efni, að Morgunblaðið hermdi ákveðnar tölur upp á „lögregl- una” og notaði það til árása á Þjóðviljann og Rikisútvarpið i Staksteinum sinum i gær. Bjarki sagði aö hann hefði ekki reynt að telja og hefði aldrei farið með neinar ágizkanir um mannfjöld- ann i aðgerðunum á uppstign- ingardag við neinn, hvorki Morg- unblaðsmenn né aðra. Hins vegar hefði hann stundum áður verið að reyna að meta mannfjölda við slikar aðstæður. Væri nú ekki ráð, að Morgun- blaðið gerði hreint fyrir sinum dyrum og segi hvaða „lögregla” það er sem það hefur sinar tölur eftir? Og spari sér stóru orðin um rangfærslur i Þjóðviljanum og Rikisútvarpinu þangað til það hefur upp á ábyrgum manni sem vill setja starfsheiður sinn að veði fyrir réttmæti Morgunblaðstaln- anna. Vor í dal Kerfið þolir 15 þúsund 99 99 t kvöld klukkan 18 hefst i Þjórsárdal hátið Ungmenna- félags tslands sem hlotið hefur nafnið Vor i dat. Undanfarnar vikur hefur verið unnið mikið undirbúningsstarf fyrir hátiðina bæði hér i Reykjavik og uppi i Þjórsárdal. Við litum við á Klapparstig 16 i gær, þar sem UMFt hefur bækistöðvar sinar og forvitnuðumst um undirbúning og skipuiag hátfðarinnar. 'Þar urðu fyrir svörum Sigurður Géirdal sem á sæti i undir- búningsnefnd hátiðarinnar fyrir hönd UMFl og Pétur Einarsson blaðafulltrúi og gjaldkeri hátiðarinnar. Við spurðum hversu lengi undirbúningur hefði staöið. — Fyrir mánuði siðan var haft samband viö UMFt og spurt hvort það gæti tekið að sér hátiða- höld á hvitasunnuhelginni. Þá strax gerðum við könnun á þvi hvort okkur væri það mögulegt og gerðum starfsáætlun. Um 20. mai var svo ráðinn framRvæmda- stjóri og blaðafulltrúi. A þessúm mánuði hefur gifurlegt starf verið unnið þvi kerfið sem við höfum unnið upp gerir ráð fy.rir allt að 15 þúsund manna hátið. Til saman- burðar má nefna að undir- búningur að landsmótum UMFt tekur yfirleitt þrjú ár og allt upp i fimm. Að undirbúningi hafa starfaöfleintugirmanna. Það má segja að það sé enginn hæfari tl aö skipuleggja hátiðir af þessu tagi en UMFt þvi það hefur skipu- lagt 14 landsmót auk allra héraðsmótanna. — Hvernig er svo aðstaðan i Þjórsárdal? — Við höfum haft að leiðarljósi fjögur atriði sem við teljum for- sendur fyrir þvi að svona hátið geti farið vel fram. Þau eru: 1. að fólk hafi nóg að gera, 2. að nægur matur sé til á staðnum, 3. að hreinlætisaðstæður séu góðar og 4. öflug slysahjálp. Til þess að tryggja þetta allt hefur mikið verið gert á staðnum. Hvað varðar fyrsta liðinn höfum við skipulagt vandaða dagskrá og mikla. Rudd hefur verið 600 metra löng og 50 metra breiö braut þar sem komið verður fyrir knattspyrnumörkum og annarri aðstöðu til Iþróttaiðkana. Tveir stórir danspallar hafa verið reistir, gryfjur gerðar fyrir torfæruakstur, hestarétt er á staönum og starfrækt verður hest.aleiga, stórt tjald er þarna meö leiktækjum, komið hefur verið upp útvarpi eða öllu heldur Framhald á bls. 15. Aðalfundur útgáfu- félags Þjóðviljans Útgáfufélag Þjóöviljans heldur aðalfund miðvikudag- inn 13. júni að Grettisgötu 3. Fundurinn hefst klukkan 20:30. Auk venjulegra aðalfunda- starfa verður rætt um þær endurbætur, sem gerðar hafa verið á blaðinu á síðasta ári, og hvað enn megi gera til þess að bæta blaðið. Áriðandi er að þeir sem til- lögur hafa, eða hugmyndir um endurbætur og breytingar á blaöinu, mæti á fundum út- gáfufélagsins, komi hug- myndum sinum á framfæri og taki þannig þátt i þvi að móta blaðið. Þjóðviljinn á nú við mikla fjárhagserfiðleika að striða og er nú glimt við þann vanda. Jafnframt er nú unnið skipulega að þvi aö auka út- breiðslu blaðsins um alit land, og þarf útgáfufélagið að finna leiðir til þess að þvi starfi verði haldið áfram næstu mánuði. Allir áhugamenn um útgáfu Þjóðviljans eru þvi eindregið hvattir til þess að mæta á aðalfundinum n.k. miðviku- dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.