Þjóðviljinn - 28.06.1973, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 28.06.1973, Qupperneq 1
SENDIBÍLASTÖÐIN Hf BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA Nýtt musteri Mammons skal risa við Arnarhól! ÞÓR SKAR Á HJÁ VEIÐIÞJOF Um miðjan dag i gær skar varðskipiði Þór á báða togvira brezks veiðiþjófs, sem var að hinni ólöglegu iðju sinni um 36 sjómilur innan landhelgismarkanna á Reykjafjarðarál undir vernd herskips. Skip- herra á Þór er Þröstur Sigtryggsson. Nánar tiltekið varð at- burðurinn klukkan hálf- fimm i gærdag norður af Húnaflóa, þar sem heitir Reykjafjarðaráll. Tog- arinn brezki heitir Arc - tic Vandal H-344. Togar- inn var að veiðum 36 sjó- milur innan fiskveiði- landhelginnar undir vernd herskipsins, Charybbis F-75. Áður hefur verið skor- ið á báða togvira þessa sama togara, en það var 5. marz siðastliðinn. Þetta er i annað sinn sem skorið er á togvira brezks þjófs eftir innrás herskipanna 19. mai s.l., en þá var að verki Ár- vakur, sem átti við það i höggi við brezku her- skipin, sem reyndu að sigla hann niður. —úþ Fundur á Sauðárkróki á morgun um stofnun Þing Uruguay rofið Þó svo mannfólkinu i land- inu hafi veriö sagt af þvi aö byggingu Seðlabankahúss á Arnarhóli hafi veriö frestaö um óákveöinn tima, og óvist hvort af yröi, hefur nú veriö hafizt handa viö byggingu þessa nýja musteris til handa Mammoni á þeim staö I höfuö- borginni sem lengi hefur veriö talinn hin mesta prýöi borgar- hjartans. Mynd þessa tók Gunnar Steinn á Arnarhóli i gær, þar sem starfsmenn voru mættir til aö rifa burtu stööumæla, og afgiröa svæöi þaö sem á aö grafa upp fyrir sökkla þessa nýja musteris. Ætla þeir sem aö þessarri byggingu standa aö ljúka viö frágang aö grunni musterisins i október i haust. Þær fáu gróöurvinjar sem eftir eru i miöbænum i Heykjavik og ekki hafa ýmist lent undir stórhýsi eöa mal- bik fyrir blikkbeljur mega undir engum kringumstæöum missa sig, og þegar svo er aö þvi stefnt aö þær geri þaö samt sem áöur, er kominn timi fyrir hinn almenna mann aö láta til sin taka;og hvaö get- ur ekki hinn mikli fjöldi af þvi sem hann 'ætlar sér, ef hann virkilega leggur sig fram? — úþ. Kosið á Norður sérsambands sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra Klofnar Fjórðungs- samb. Norðurlands? Prentfrelsi Irlandi í dag BELFAST 27/6 — Herskáar hreyfingar mótmælenda og kaþólikka hafa skoraö á fólk aö eyðileggja kosningar þær til norö- ur-irska þingsins, sem fram eiga að fara á morgun, fimmtudag, sin með hvorum hætti þó. Herskárri armur írska lýðveld- isins, The Provisionals, hefur skorað á fólk að eyðileggja kjör- seðlana en hreyfing mótmælenda hefur beðið fólk að kjósa þá fram- bjóðenedur, sem lýst hafa yfir að þeir hyggist eyðileggja hið nýja þing. Þrátt fyrir þetta er álitið að úr- slit kosninganna verði þeim flokkum i hag sem lýst hafa yfir að þeir vilji gera þingið starfhæft. Þessa siðustu viku fyrir kosn- ingarnar hafa sjö manns verið drepnir á Norður-lrlandi og er þvi tala fallinna siðastliðin fjögur ár komin upp i 838. Talsmaður IRA hélt þvi fram að það hefðu ekki verið öfgasinnaðir mótmælendur sem drápu Paddy Wilson heldur hafi það verið brezki herinn sem drap hann af pólitiskum ástæð- um. Lögreglan og brezki herinn hafa gert miklar öryggisráðstaf- anir til að koma i veg fyrir óeirðir á kosningadaginn. — Það má strika yfir öll æsiorð i fréttum af þeim hugmyndum sem upp hafa komið um að skipta fjórðungssam- bandi Norðurlands i tvö félagasvæði sveitarfé- laga, sagði Kolbeinn Friðbjarnarson bæjar- fulltrúi Alþýðubanda- lagsins á Siglufirði, er við bárum undir hann fréttir blaða hér syðra i gær um að „Norðurland logaði i fjórðungsdeil- um”. — Sannleikurinn er sá, sagði Kolbeinn ennfremur, að sveita- stjórnarsambönd eru til dæmis fyrir Vestfirði og Austfirði, en að- eins eitt hér fyrir allt Norðurland, þó svo ibúafjöldi hér sé tvöfalt meiri en á Austfjörðum. Sveita- Kolbeinn Friöbjarnarson stjórnarsamböndin njóta ákveð- inna hlunninda hjá rikisvaldinu samkvæmt lögum, og það skiptir ekki máli hversu stór þau eru né heldur hve fjölmenn. Þannig nýt- ur sveitastjórnarsamband Aust- fjarða til að mynda sömu fyrir- greiðslu af hálfu hins opinbera og sveitastjórnarsamband alls Norðurlands. Ef sveitastjórnarsambönd hér yrðu tvö, myndu þau hvort um sig njóta sömu hlunninda og sömu fjármálalegu fyrirgreiðslu og þau njóta nú i heilu lagi. Vangaveltur hafa verið uppi um það i tvö ár eöa svo hvort ekki væri bæði hag- kvæmt og rétt fyrir Norðlendinga aö hafa tvö sveitastjórnarsam- bönd, þvi þá mundu þeir einfald- lega hljóta tvöfalda fyrirgreiðslu miöað við það sem nú er. Fyrir- greiöslan nemur miljónum króna árlega. Þetta er fyrst og fremst ástæðan fyrir þvi, að hugmyndin um tvö sveitastjórnarsambönd hefur komiö upp. Hinu er svo ekki að leyna, að ýmsum okkar hér i smærri byggðum á vestursvæðinu þykir Akureyri vera anzi yfirgripsmik- ill faktor i öllu sem snýr að Norð- urlandi, og það mundi ef til vill hafa áhrif til að breyta þessu ef vestursvæðið fengi sinar eigin höfuðmiðstöðvar. Framhald á bls. 10. afnumið — skólum lokað MONTEVIDEO 27/6 — Forseti Uruguay, Juan Maria Korda- berry, leysti i dag upp þing lands- ins i samráöi við vfirmenn hers- ins. i stað þingsins skipaöi hann ráð. Samtimis fyrirskipaöi hann ritskoðun á dagblööum. Alit stjórnmálamanna i Uru- guay á þessum aðgerðum forset- ans er það að með þeim sé stjórn- arskránni kippt úr sambandi. Uruguay hefur lengi haft þann orðstir að þar standi lýðræðið hvað traustustum fótum i rikjum Suður-Ameriku,en nú virðist það vera fyrir bi. Aðgerðir forsetans fela i sér að allar blaðagreinar, sem likja þeim við einveldi eru bannaðar og öllum skólum landsins verður lokað fram til 20. júli til að forðast mótmæli stúdenta. Ráðið nýja fær sömu völd og þingið. Aðgerðir Bordaberrys virðast vera til komnar fyrir þrýsting frá yfirmönnum hersins. Eru þeir óá- nægðir með að stjórnin hefur ekki framkvæmt umbætur þær sem lofað var þegar herinn gerði stjórnarbyltingu i febrúar i ár. Eitt af þvi sem forsetinn á að hafa gert er að veita öllum launþegum 50% launahækkun, en verkalýðs- félög hafa sett fram harðar kröf- ur um launauppbætur vegna mik- illa verðhækkana undanfarið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.