Þjóðviljinn - 28.06.1973, Page 4

Þjóðviljinn - 28.06.1973, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. júni 1973. Hátt í hundrað handrit koma fró Kaupmannahöfn á næstu mánuðum Átta komu í gær 1 gær komu með Múlafossi átta handrit úr Árnasafni i Kaupmannahöfn, og verða þau geymd i Árnagarði i Reykjavik. Tvö handritanna eru skinn- handrit frá 14. öld, en ásamt þeim koma 6 pappirs- handrit frá 17. öld, eða siðari uppskriftir af 17. aldar ritum. Skiptanefnd handrita hefur hvergi nærri lokið störfum, en nú i vor afhenti hún menntamálaráð- herra Dana fyrsta listann yfir handrit, sem fara eiga til íslands. Af þessum lista hafa svo verið valin þau handrit, sem búið er að mynda og ekki er verið að notaiKaupmannahöfn, og eru þau væntanleg til Islands innan tiðar. í Árnagarði er unnið af kappi að útgáfu fornra texta. Eitt meginverkefni stofnunarinnar nú er útgáfa islenzkra rimna, og er fyrst að vænta rimna frá þvi fyrir aldamótin 1600. Hluti símamanna- deilunnar leystur Deila sú sem Þjóöviljinn skýröi frá á dögunum aö risin væri milli tæknimanna Landssimans og túlkunarmanna f jármálaráöu- neytisins um greiöslur vegna uppihalds kostnaöar tæknimanna úti á landi, hefur nú veriö leyst aö hluta, aö frumkvæöi félagsmála- ráöherra, llannibals Valdimars- sonar. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá, spannst deilan af þvi, að tækni- menn töldu sig ekki fá næga peninga til uppihalds úti á landi samkvæmt túlkun þeirri, sem fjármálaráðuneytiö lagði i reglu- gerð, sem gefin var út um greiðsl- ur af ferðakostnaði tæknimanna Landssimans. Nú hefur félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarsson, gefiö út heimild, þar sem sniðganga má túlkun fjármálaráðuneytisins i málinu, þannig, að ef um neyöarástand er að ræða, eöa talið er aö neyðarástand geti skapazt, megi greiða reikninga tæknimanna eins og þeir verða fram lagðir, en ekki bundið við ákveðna upphæð, eins og i túlkun fjármálaráðuneytisins segir. Simamenn hafa ekki fengið túlkun fjármálaráðuneytisins skriflega enn sem komið er,—úþ Rafmagnsveitumenn ræða rafhitun húsa W f % — & «.niuat «£- Úv «£> M* e*M**vfíÍ<u>*i4r<a«l*'V#CW WíW *£. «4 W5«.«S». MR - ** * -w- íBitt-W . f r«*- M Blaöpartur úr Rcykjafjaröarbók. Jakkasniö frá 17. öld. Aðalfundur Sambands islenzkra rafveitna verður haldinn að Hótel Sögu dag- ana 28. — 29. júní n.k. 30. júní fara þátttakendur í skoðunarferð að Sogs- stöðvunum. Aðalmál þingsins eru rafhitunarmál. Fyrirlestur yfir rafmagnsveitumönnum flytur norskur prófessor við tækni- háskólann i Þrándheimi, og mun hann tala um rafhitun húsa og uppbyggingu rafhitakerfa. Þá mun og Jakob Björnsson, orkumálastjóri, flytja skýrslu nefndar, sem kannað hefur kostnaðarmun af oliukyndingu, heitavatnskyndingu og raf- kyndingu húsa, en rannsókn og samanburður nefndarinnar á kostnaði við þessar kyndingarað- ferðir er nú langt á veg kominn. Fundirnir verða haldrprá Hótel Sögu. — úþ Skinnhandritin Annað skinnhandritanna, sem væntanleg eru i dag, er Reykja- fjarðarbók, annað aðalhandrit Sturlungu. Handrit þetta er frá 14. öld. A 17. öld var bókin rifin sundur og blöðin notuð til þess er bezt þótti henta; nokkur blöö hafa til dæmis verið notum sem saumasnið. Aður hafði þó bókin verið skrifuð upp. Arni Magnússon reyndi svo að safna bókinni saman á ný, en tókst ekki að ná i nema 30 blöð og blaðparta, en bókin var upphaflega 180 blöð. Hitt skinnhandritið er einnig frá-14. öld, og er á það skráð Guðmundar saga góða. Pappírshandritin Pappirshandritin, sem koma með Múlafossi, eru frá 17. öld eða siðari tima uppskriftir af 17. aldarritum. Eitt þeirra er söguhandrit, og eru á þvi aðallega Austfirðinga- sögur, Hrafnkels saga Freysgoða og fleiri sögur. Er það með hendi séra Jóns Erlendssonar, en hann skrifaði mikið fyrir Brynjólf biskup. A einu pappirshandritinu, sem einnig er frá 17. öld, er uppskrift lögbóka, Grágásar og Járnsiðu. Ekki er þetta handrit neitt sér- stakt, þvi að forn lög fslendinga eru til á allmörgum handritum. Fjögur handritin eru upp- skriftir af ritum Guðmundar Andréssonar, sem uppi var á fyrri hluta 17. aldar. Hann átti meðal annars i útistöðum við Þorlák biskup og skrifaði á móti Stóra dómi. Jakob Benediktsson gaf út rit Guðmundar Andrés- sonar i Kaupmannahöfn skömmu eftir strið. Afhending handrita t dönsku lögunum um afhend- ingu handritanna er aðeins getið tveggja rita; Flateyjarbókar og Konungsbókar Sæmundar-Eddu, enda eru þær báðar komnar i Arnagarð. Skiptanefnd handrita, sem ákveður hvaða önnur handrit skuli fara til tslands, hefur enn hvergi nærri lokið störfum, en i vor skilaði hún lista til ráðherra i Danmörku, og eru á þeim lista um 400 handrit. Eftir að ráðherra hefur samþykkt list- ann, er það undir Stofnun Arna Magnússonar i Kaupmannahöfn komið, hversu greiðlega gengur aö skila handritunum. Þegar hafa verið valin um 80 til 100 handrit, sem búið er að ljós- mynda og gera við, og ekki er verið að nota i Kaupmannahöfn, en þau eru væntanleg á næstu mánuðum. Verkefnin i Reykjavik Til þess að vinna við handrit þarf óhemju bókakost. Vegna þessa hafa menn nokkuð brotið heilann um staðsetningu Þjóðar- bókklöðu og geymslustað hand- ritanna. Þetta vandamál má þó heita leyst. Stofnun Arna Magnússonar i Reykjavik (Handritastofnunin) er nú ágætlega sett, hvað inn- lendan bókakost varðar. Stofn- unin hefur keypt allmikið af bókum, og það sem meira er um vert, margir aðilar hafa gefið stofnuninni bókasöfn, sem voru i einkaeign. Þannig eignaðist stofnunin bókasöfn Steins Dofra, Jóns Asbjörnssonar og Þorsteins M. Jónssonar. Aðalverkefni stofnunarinnar er að vinna að textaútgáfu. Ný- lega kom út á vegum stofnunar- innar Arna biskupssaga. Unnið er að æðimörgum útgáfum, en af þeim verkefnum, sem lengst eru komin, má nefna þrjú fyrstu bindin af rimnasafni, sem lengi er búiö að vera i undirbúningi; veröa þar i rimur, sem kveðnar voru fyrir 1600, fyrst og fremst þær, sem ekki eru i riimnasafni Finns Jónssonar. Handritasýning Sfðustu fréttir i gær hermdu, að Stofnun Arna Magnússonar á Is- landi heföi fengið i sinar hendur handritin, sem komu með Múla- fossi. í næstu viku er von á annarri sendingu. Þá koma niu handrit, og þeirra á meðal er sá hluti Hauksbókar sem hefur að geyma Landnámugerð Hauks Erlends- sonar lögmanns (d. 1332) og Kristni sögu með hendi Hauks sjálfs. Sum þessara handrita verða á handritasýningu i Arnagarði ásamt þeim skinnbókum sem Arnastofnun hafði fyrir i sinni vörzlu. Sýningin er opin þriðju- daga, fimmtudaga og laugardaga mmniii) nmi n mm mni Frá félagi rafverktaka Fyrirtæki geta orðið aðilar að félaginu Nýlega var haldinn aðalfundur Félags lögg. rafverktaka i Reykjavik, og kom þar fram m.a.: Tala félagsmanna er nú 115. Nýlega var gerð sú breyting á lögum félagsins, að fyrirtæki geta orðið aðilar að félaginu. Á fundinum var m.a. rætt um tryggingamál rafverktaka, og greint frá þvi, aö samið heföi verið við tryggingafélag um hóp- tryggingu rafverktaka. Er um að ræða persónulega tryggingu þeirra, er fyrirtækin reka, en þeir munu nú vera verr tryggðir en starfsmenn þeirra. I h óp t r y g g i n g u n n i felst: Liftrygging, sjúkra-örorku- trygging, slysaörorkutrygging og sjúkra- og slysapeningar. Þá var greint frá þvi, að stjórn félagsins hefði látið gera könnun á áreiðanleika áætlana, sem gerðar eru fyrir verkkaupa, er bjóða út verk og kom i ljós, að mjög mikið misræmi var á milli áætlana, sem benti til þess, að varhugavert væri að treysta svo handahófskenndum vinnubrögð- um sem misræmið benti til að viðhöfö væru. Greint var frá þvi, að Innkaupastofnun rikisins hefði verið gerð grein fyrir niðurstöð- um þessarar könnunar, svo og ráðuneyti þvi, er stofnunin heyrir undir. Or stjórn félagsins gengu að þessu sinni Finnur B. Kristjáns- son, sem verið hefur formaður félagsins siðastliðin tvö ár, og úr varastjórn Hjörleifur Þórlinds- son. 1 þeirra stað voru kjörnir Gunn- ar Guðmundsson og Hannes Sigurðsson. Stjórn félagsins skipa nú: Formaður Páll Þorláksson. Ritari Gunnar Guðmundsson. Gjaldkeri Hannes Sigurðsson. Varastjórn: Eirikur Ellertsson, Friðgeir Guömundsson og Hannes Vigfússor.. Framkvæmdastjóri er Arni Brynjólfsson. (Fréttatilkynn- ing). ■ - « V<VÍ v»*»c*f4l.***S '<*:**-*m*»*l - ■ Skógræktarstöö Reykjavíkur, fórnarlamb blikkbeljunnar. Ofar á myndinni sést Kringlumýrarbrautin cn nýi vegurinn mun tengjast henni og fara þvf i gcgnum stöðina.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.