Þjóðviljinn - 28.06.1973, Síða 8

Þjóðviljinn - 28.06.1973, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJ.INN Fimmtudagur 28. júní 1973. Fimmtudagur 28. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 FISKVEIÐI- MÖRK OG ÚTHAFIÐ Utdráttur úr ræðu Jack Davis, sjávarút- vegs- ráðherra Framtiðarhorfurnar í sjávarútvegi Kanada eru stórkostlegar. Þær eru mun betri en flestir fiski- menn telja. Eftirspurn er mikil, verðið fer hækk- andi og likurnar á þvi að við náum stærri hluta af heimsaflanum eru sannarlega góðar. Þannig hóf Jack Davis sjávarútvegsráðherra Kanada ræðu, sem hann hélt á fundi flokksbræðra sinna sl. laugardag. Hér fer á eftir útdráttur úr máli hans. g þarf ekki að fara mörg- Jjj um orðum um markaði. Um viða veröld vex eftir- spurn eftir sjávarafla um 5% á ári hverju. Það þýöir að hún tvö- faldast á rúmum 10 árum. Og þar sem að fiskur e takmarkaöur i heiminum verður hann eftirsótt- ari, verðið mun halda áfram að hækka og eftirspurnin eftir þeim fiski, sem viö veiöum viö strendur landsins, veröur sem aldrei fyrr. En það eru tvær hliðar á þessu máli. Verðiö sem fiskimenn fá fyrir aflann er vel viðunandi. Það hefur meira en tvöfaldazt á sið- ustu sex árum. En aflamagnið er annaö mál. Við veiðum ekki jafn mikið og við gerðum fyrrum. Aflinn fer minnkandi — sérstak- lega á grunnmiðum. Þess vegna verðum við að einbeita okkur betur að verndun fiskistofna, endurnýjun þeirra og að þvi aö færa út fiskveiðimörk okkar til að tryggja okkur einkarétt á veiöunum, færa þau lengra og lengra út. Meginatriði i máli minu varðar þvi útfærslu, út- færslu á haf út, útfærslu einkaréttar okkar á fiski- miðunum með þvi að færa fiskveiðimörkin út að mörkum landgrunns okkar, langt út á úthafið. Við höfum þegar staöið okkur vel. Kanada hefur nú þegar tólf milna fiskveiðilögsögu. Rétt er það, að við þurftum að sýna hug- rekki þegar við tókum þessar tólf milur. Andspænis okkur stóðu Rússar, Bretar, Bandarikjamenn og Japanir. Reyndar allar úthafs- fiskveiðiþjóðir heims stóðu gegn þessari ákvörðun. En við höfðum okkar fram. Svo til allar þessar þjóðir viðurkenna núna opin- berlega fiskveiðimörk okkar. ' , ár munum við enn láta til skarar skriða. Við munum gera það á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Þar munum við ganga til liðs við önnur strandriki i heiminum. Við munum berjast með oddi og egg fyrir þvi að fá fram fiskveiði- mörk sem nái að útjöðrum land- grunns okkar. Margt bendir nú til þess, að hugmyndin um 200 milna fisk- veiðimörk muni njóta vinsælda hjá flestum aðilum. Að sjálfsögöu styöjum við hana. En við munum styöja hana með mikilvægum fyrirvara. Og hann er þessi: Hvar sem landgrunn okkar nær lengra út frá ströndinni en tvö hundruð milur verður það landgrunns- jaðarinn en ekki tvö hundruð Kort af Kanada Kortiö sýnir landgrunniö viö austurströnd Kanada og hin mismunandi fiskveiöi- mörk. Innst er núverandi tóif inílna landhelgi mörkuö, brotna strikiö sýnir fimmtiu milna mörkin, og yzt eru tvö hundruö milna mörkin sem Kanadastjórn stefnir nú aö. Þverstrikin sýna svæöin þar sem landgrunniö er innan vi hundruö metra dýptarmörk, en köflóttu svæöin hallann út frá landgrunninu aö 1800 metra dýpi. milna kenningin sem ákvarðar fiskveiðimörk okkar. Þar sem þetta er pólitiskur fundur get ég ekki á mér setiö aö taka ofurlitiö i lurginn á vinum vorum ihalds- mönnum. Þegar við börðumst fyrir setningu grunnlina og tólf mflna fiskveiðilandhelgi fyrir nokkrum árum sögðu þeir, aö þetta mundi okkur aldrei takast. Þeir höfðu ekki getaö það i sinni stjórnartið og þvi mundum við ekki geta það á árinu 1970. En við gerðum það. Við gerðum þaö fyrir tveim árum. Og nú erum viö aö fást viö mun stærra mál, mál sem rai njóta stuönings að minnsta kos tveggja þriðju hluta aðildarrík Sameinuöu þjóðanna — mál se veröur svo til ábyggilega sar þykkt á næstu Hafréttarráðstefr • Eftirspurn eftir sjávarafla vex um 5% á ári hverju i veröldinni. Það þýðir, að hún mun tvöfaldast á rúmum 10 árum. ,,Hvar sem landgrunn okkar nær lengra út frá ströndinni en tvö hundruð milur, verður það landgrunnsjaðarinn, en ekki tvö hundr- uð mílna kenningin, sem ákvarðar fiskveiði- mörk okkar”. íhaldsmenn tala djarflega um að feta i fót- spor íslendinga — lengra þora þeir ekki að fara. Úthafsveiðiþjóðir munu áreiðanlega berjast gegn þvi, að tvö hundruð milna fiskveiði- landhelgi verði viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum — en viðhorf þessara þjóða eru lika að breytast. Þær þjóöir sem eiga stóra úthafsveiöiflota munu áreiöanlega bérjast gegn viöurkenn- ingu á tvö hundruö milna fiskveiöimörkum, en viöhorf þeirra eru aö breytast, segir Jack Davis, sjávarútvegsmálaráöherra Kanada. og veita mun Kanadamönnum alla yfirumsjón með öllum fiski- miöum undan ströndum okkar. Og hvar standa vinir vorir Ihaldsmenn núna? Þeir tala djarflega um fimmtiu milna landhelgi. ísland litla tekur sér fimmtiu milna landhelgi svo aö Kanada gæti verið svo djarft aö gera slikt hið sama. Þarna hafið þið hugsunarhátt ihaldsmanna. Þeir hugsa aldrei stórt. Gera aldrei neitt nema einhver annar hafi ruttbrautina fyrir þá. Breyta aldrei -rikjandi ástandi, ef nágrannarnir hafa eitthvað við það að athuga, jafnvel þó það þýði að menn láti sér lynda að erlend skip séu að veiöum i sjónmáli frá ströndum landsins. Nú megið þiö ekki fara að halda að ég sé að kynna - • einhverja nýja stefnu Frjálslyndra hér I kvöld. Ég hef veriö aö leggja til að Kanada tæki sér vald yfir fiskimiðum sinum allt út að landgrunnsmörkum allt frá þvi að ég varð sjávarútvegs- ráöherra. Ég talaði um það á ár- inu 1968. En flestir töldu þá að þetta væru draumórar. En það hefur margt gerzt siöan — og þaö þýöingarmesta er að fiskskortur er kominn I ljós. Sú sannfæring hefur fariö vaxandi aö rányrkja eigi sér viðast hvar stað og aö fiskverndun verði að koma i stað ofveiði og strandrikin hafi beztar aðstæður til þess að gæta þess að heilbrigðari stefnu verði fylgt i framtiöinni. egar ég segi að flest van- þróuð lönd séu strandriki, og þegar ég segi að þau hafi sivaxandi áhyggjur af rányrkju á fiskstofnum þeirra, sem úthafs- flotar annarra þjóða stunda, og þegar ég segi að siðarnefndu þjóöirnar hljóti að lenda i minni- hluta á Hafréttarráöstefnunni, þá trúiö þið þvi liklega eins og vera ber. En þiö vilduð kannski spyrja, hvaö um þessar þjóðir sem eiga úthafsveiðiflota? Ekki munu þær taka þessu meö þegjandi þögn- inni? Nei, þær munu áreiðanlega berjast og nota öll meöul sem i þeirra valdi standa til að skjóta þvi á frest að tvö hundruö milna mörkin, — tvö hundruð mflna mörkin að viðbættum þeim mörkum sem sett veröa þar sem landgrunniö nær út fyrir tvö hundruö mflur — að þessi mörk verði viðurkennd af sjálfum hinum Sameinuðu þjóðum. En þær eru reyndar lika að breyta afstöðu sinni. Úthafsveiði- þjóðirnar eru farnar að sjá, að þeim er hagur i þvi að fiskistofnar verði varðveittir svo að þessar þjóðir geti einnig fengið meiri fisk — sem þær verða að visu að borga vei fyrir — um ókomna tíð. Að lokum vildi ég segja þetta: Við eigum næstlengs- tu strandlengju i heimi. Við eigum stærsta landgrunn I heimi. A næsta áratug ættum við að geta aukiö veiðar okkar um 50% að magni. Og við getum ef til vill tvöfaldað verömætiö I dollurum. Sú staðreynd að við sækjum fram á réttum tima og aö önnur riki standa með okkur, og það að viö höfum nú þegar talsverðan hluta af fiskmarkaði heimsins fyrir okkar fisk, þetta veitir okkur öryggi. K felVÍÍ'? liÉljl fpigp. Hreinsun Vestmannaeyjakaupstaðar: Um þriðjungur búinn af því sem hreinsa á — Ég hygg að búið sé aö hreinsa um 30% af því sem hreinsað verður í bænum sjálfum, sagði Páll Zophaniasson bæjar- verkfræðingur i Vest- mannaeyjum er við höfð- um samband við hann í gær og spurðum hann um mannlíf og aðra merki- lega hluti í Eyjum þessa dagana. Páll sagði enn- fremur að á næstunni yrði lagt enn meira kapp á hreinsunina, því að um næstu helgi verður komin á vaktavinna allan sólar- hringinn við lóða- og gatnahreinsun. — Frá og með deginum i dag veröur vaktavinna komin á við hluta af hreinsuninni, og um næstu helgi vonumst við til að vaktir verði komnar á viö alla hreinsunina, sagði Páll. Nú sem stendur er mest unnið aö lóða- hreinsun, en um næstu helgi verður svo lagt kapp á aö aka öskunni burt af lóðunum. Nú þegar er búið aö hreinsa um 140 lóðir og flestallar götur sem nú verða hreinsaðar. Þetta er um 30% af þvi magni sem hreinsað veröur i bænum sjálfum. Það er Helgafellsbraut sem er markið viö hreinsunina; austur fyrir hana er ekki áætlaö að fara sem stendur. Fiskvinnsla er aöeins hafin i Vestmannaeyjum, en þó enn sem komiö er I litlum mæli, enda háir rafmagnsleysi henni mikiö. Páll sagði að vonir stæðu til aö viðgerö á rafmagnsleiösl- unni yrði lokiö i endaöan júll og þá ætti rafmagnskortur ekki að há mönnum i Eyjum lengur. Nú sem stendur vinna 140 menn viö hreinsun i bænum, en alls vinna 240 manns i Eyjum. Þar af vinna 25 við húsaviögerö- ir en þær ganga mjög vel aö sögn Páls. Þá vinna 30 menn viö hraunkælingu, en henni er hald- ið áfram, enda þótt gosiö sé nú litið sem ekkert og hraunrennsli varla umtalsvert. Aö sögn Páls hefur enn ekkert veriö um þaö rætt að reisa við- lagasjóðshús I Vestmannaeyj- um, en hinsvegar hefur bæjar- Stjórnin breytt þvi skipulagi bæjarins, sem gilda átti til 1992, þannig að bætt er viö fleiri ein- býlishúsum en ráð var fyrir gert, og er þetta gert með hug- ann við þann mörguleika að fá viölagasjóðshús til Eyja. Ann- ars verður reynt að láta þetta skipulag halda sér sem mest. — S.dór. Ríkj asamband í Kóreu? HONG KONG 23/6 — Kim II Sung, forseti Norður-Kóreu, lýsti sig i dag andvigan þvi að bæöi kóreönsku rikin sæktu um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Lagði hann til að I staðinn yrði myndað rikjasamband sem sendi fulltrúa til Sþ. Hann kvaö myndun sliks sambands vel hugsanlega og að bæöi Suður- og Norður-Kórea gætu búið við óbreytt stjórnar- form innan þess. Áður sama dag hafði Park Tsjúng Hze, forseti Suður-Kóreu, lagt til i útvarpsræöu að bæði rik- in sæktu um aöild að Sþ. Þetta er stefnubreyting hjá honum þar sem stefna Suður-Kóreu hefur hingað til veriö sú að stjórn þess skyldi ein senda fulltrúa til Sþ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.