Þjóðviljinn - 30.06.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.06.1973, Blaðsíða 15
Laugardagur 30. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Ferðafélagsferðir Sunnudagur kl. 13,00 Gönguferð á Stóra-Kóngsfell. Verð kr. 300,00. Ferðafélag tslands. öldugötu 3 simar: 19533 og 1J798. „Varlega, það er brú framundan” tekjur, þegar á hefur þurft að halda. Niu manns hafa búið á heimilinu frá stofnun og vinnur það fólk fyrir sér, eins og aðrir friskir þjóöfélagsþegnar og greiöir fæði sitt og húsnæði af eigin tekjum. Margtaf þessu fólki hefði hins vegar ekki verið fært um að lifa jafn eðlilegu lifi hefði það ekki átt kost á heimilinu. Við móttöku hússins minntist Magnús Kjartansson heilbrigðis- málaráðherra sérstaklega þess merka brautryðjendastarfs er Guðriður hefði unnið með stofnun þessa vistheimilis. Með þvi hefði verið rudd brautin fyrir öðrum ámóta heimilum siðar og dregið úr fordómum fólks gagnvart geð- sjúkdómum. Þetta væri verðmæt gjöf, sagði hann, en mest væri þó vert um þann hug er að baki byggi Qg mótað hefði allan lifs- feril gefandans, sem unnið hefði mikið og ómetanlegt starf við er- fiðar aðstæður og þá fundið betur en aðrir hvar skórinn kreppti. Enn rikir þvi miður skilnings- leysi i þessum efnum, sagði Magnús. og minntist áformaðrar nýtizku geðdeildar Landspital- T álkn af j ör ður Framhald af bls. 7. Þarna hefur Ingibjartur áhuga á að koma upp betri aðstöðu fyrir fólkið i hreppnum og vill athuga möguleika á að byggja þar sund- laug og gróðurhús. Munu kunn- áttumenn kanna aðstæður i næstu viku. Sundlaug var annars byggð á Sveinseyri i Tálknafiröi fyrir um 40 árum og hefur fram til þessa verið notuð til sundiðkana og sundkennslu bæði af heima- mönnum og næstu hreppum. Hófst árlegt sundnámskeið þar miðvikudag fyrir börn úr Tálkna- fjarðarhreppi og af Bildudal ekið fram og til baka daglega. En vatnið i lauginni á Sveins- eyri þykir mörgum fullkalt, einkum til kennslu byrjenda. Það kemur úr volgri uppsprettu fyrir ofan Sveinseyrarbæinn, en vatnið i Laugardal er miklu heitara og reynist það nægilegt að magni, yrði þar mun betri aðstaða fyrir sundlaug. Slegið upp fyrir þriðja grunninum Er blaðamaður Þjóðviljans kom i Túngötu i Tunguþorpinu i Tálknafiröi á miðvikudaginn, var þar allt i fullum gangi, búið að steypa upp tvo grunna og verið að slá upp fyrir þeim þriðja. Verkið vinna tveir húsasmiðir að sunnan, þeir Gestur Jónsson og örn Jónsson, og tveir verkamenn úr Tálknafirði, bræðurnir Heiðar og Páll Jóhannssynir, en fleiri, þegar steypt er. Létu þeir allir vel yfir hve vel gengi, enda munu framkvæmdir þegar komnar framúr áætlun. Skuttogari Framhald af bls. 3.' fjögur og geta allt að 16 menn unnið samtimis að slægingu. Færibönd flytja karfa beint i þvottavél, svo og fisk frá slæg- ingu. Þess má að lokum geta, að Stál- vik h/f hefur þegar gert samning um smiði tveggja slikra skuttog- ara i viðbót, og þegar er byrjað á smiði annars þeirra, en hann er smiðaður fyrir Guðmund Run- ólfsson og fleiri I Grundarfirði. — S.dór. Tilvmnandi? Framhald af bls. 3. urinn fyllir lungun við hvert fót- mál, þvi hann er litið heilsusam- legur. Trúlega eru það fleiri en þessi eina kona, sem spyr eftir þvi, hvort það sé nú ekki tilvinnandi, þó svo það kosti mikið, jafnvel eins mikið og malbik á tvær til þrjár götur, að ganga þannig frá frárennslum borgarinnar að Ibú- arnir geti notið þeirrar fjöru sem borginni tilheyrir án þess að leggja heilsu sina að veði. — úþ. 17. júní Framhald af 16. siðu. Guðbergur les kafla úr bók sinni, Ástum samlyndra hjóna, sem nefnist Þjóðhátið, og Gylfi er með „Hljóðasalat frá sautjándanum” hvort tveggja af bandi. Allir veggir sýningarsaiar- ins eru þaktir ljósprentuðum og stækkuðum úrklippum úr dagblöðum þar sem segir frá framferði mannfólksins á sautjándanum. Blaðamaður gefur þessari sýningu beztu meðmæli og hvetur fólk til að kfkja inn á Vatnsstignum þviþar má hafa hina beztu skemmtun. —ÞH Dylgjur Framhald af bls. 16. um hvernig haga skyldi tilraun- unum til að þagga málið niður. Kvað Dean fundina hafa farið fram i febrúar s.l. þegar réttar- höldin yfir innbrotsmönnunum stóðu fyrir dyrum. Hefðu þeir rætt um það hvernig þeir gætu keypt þá til að þegja. Ehrlichman og Haldeman urðu sammála um að biðja Mitchell sem var for- maður endurkjörsnefndar forset- ans til að fjármagna múturnar og bjuggust þeir við að þaö myndi ganga en Mitchell neitaði. Vaxandi Framhald af 1 by heldur einnig i Hull, Aberdeen og Fleetwood. Aðgerðir Islandsvina hafa fram að þessu aðallega verið innan stúdentahreyfingarinnar, en nú eru uppi áform um að fara inn á viðara svið og hefja aðgerðir i verkalýðshreyfingunni, ekki sizt þar sem samtökunum hafa borizt mörg boð um aðstoö frá einstök- um félögum i verkalýðshreyfing- unni. Fréttatilkynningu frá Islands- vinum lýkur með þessum orðum: „Það er okkar ánægjuefni að geta örugglega staðhæft aö stuðn- ingur við 50 milurnar fer hraö- vaxandi i almenningsáliti i Bret- landi”. Vistheimili Framhald af bls. 1 leiðslu, en þar sem hún telur nú heilsu sina og aldur ekki lengur leyfa að hún annist rekstur vist- heimilisins tók hún þá ákvörðun að færa spitalanum það nú að gjöf, að þvi er Guðlaugur Þor- valdsson prófessor sagði m.a. er hann las upp gjafabréfið fyrir hennar hönd. Það var 1968 sem Guðriður hóf rekstur heimilisins, en þá hafði hún látið af störfum sem for- stöðukona fyrir tveim árum. Þann tima vann hún hinsvegar að rannsókn á högum fyrrverandi geðsjúklinga og kynntist bæði þá og I langvarandi starfi sinu á sjúkrahúsinu vel þeim erfið- leikum, sem mæta þessu fólki er það útskrifast af sjúkrahúsinu. Frá stofnun heimilisins hefur Guðriður lagt þar fram alla sina starfskrafta og jafnvel ellilauna- Bróðir okkar SIGURJÓN FRIÐBJARNARSON frá Vestmannaeyjum andaöist 28. júni. Systkinin. ans, þar sem reynt væri að beita ótrúlegustu aðgeröum til að koma i veg fyrir framkvæmdir. Virtust þá gleymast sjúklingarnir sjálfir, aðstandendur þeirra og þau félagslegu vandamál er þetta fólk á við að glima. Næmur skilningur hefði hins vegar verið rauði þráðurinn i öllu starfi Guðriðar Jónsdóttur, sagði hann um leið og hann þakkaöi henni gjöfina. —vh ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Skyndisöfnun Þjóðviljans Fjársöfnun til styrktar Þjóðviljanum er nú I fullum gangi og jafn- framt söfnun áskrifenda að blaðinu. Ariðandi er að sem flestir velunn- arar blaðsins taki þátt i þessu átaki og útvegi að minnsta kosti einn á- skrifanda eða hafi samband við skrifstofuna og tilnefni einhvern, sem hann vill senda blaðið til kynningar til næstu áramóta. Vegna sumarleyfa er nauðsynlegt að ljúka þessari söfnun að mestu nú um mánaðamótin og eru skrifstofur Alþýðubandalagsins að Grett- isgötu 3 opnar allan daginn simi 18081 og skrifstofa Alþýðubandalags- ins i Kópavogi milli kl. 17 og 19 simi 41746. Sprunguviðgerðir simi 10382 auglýsa: Framkvæmum sprunguviðgerðir i steypt- um veggjum og þökum, með hinu þraut- reynda ÞAN-kitti. Leitið upplýsinga. Simi 10382 Nixon Framhald af bls. 16. Gerald Ford, leiðtogi Repúblik- ana i fulltrúadeildinni, las upp til- kynningu Nixons. Hann sagði að það lægi i augum uppi að Nixon myndi beita neitunarvaldi gegn öllum frumvörpum sem fela i sér fyrirvaralausa stöðvun fjárveit- inga til loftárásanna. BRIDGESTONE NYLON hjólbarðarnir japönsku fóst hjó okkur. Allar stærðir ó fólksbila, jeppa og vörubíla. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. IUST0FAN H SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.