Þjóðviljinn - 30.06.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.06.1973, Blaðsíða 3
Lauf'ardaf'ur :iO. júnl 1973. ÞJÓDVILJINN — StÐA 3 Fyrsti íslenzki skuttogarinn sjó settur í dag Stálvík h.f. hefur samið um smíði tveggja togara í viðbót í dag kl. 18 verður fyrsti is- ien/.k-snuðaði skuttogarinn sjó- settur. Þetta er 450 lesta togari sem Stálvik h/f hefur smiðað fyr- ir útgerðarfyrirtækið Þorinóð ramma á Siglufirði. Samningurinn um smiði þessa skips var undirritaður 16. sept- ember 1971 og samþykktur i des- ember sama ár. Kjölur að þvi var lagður 2. mai 1972, og er afhend- ing þess fyrirhuguð i júlilok, en eftir að skipið verður sjósett verður það dregið til Hafnar- fjarðar þar sem lokafrágangur á þvi fer fram. Skipið er búið öllum fullkomn- ustu tækjum sem völ er á. Helztu tæki i brú eru: Radsjár tvær, Raytheon báðar, 64 sjómflna langdrægi. Dýptar- mælar, annar Atlas 780 með fisk- sjá og botnstækkun, hinn er af gerð Atlas 470. Asdic er af gerð- inni Simrad SK3, ásamt flot- vörpusjá gerð FL2. Loran, Mieco. Miðunarstöð, Taio. Talstöð, Skanti TRP400. örbylgjutæki, Storno 600, 28 rása. Giróáttaviti og sjálfstýring af gerð Anschútz. Fiskilest: Fiskilest er 17 metrar að lengd, 325 rúmmetrar og er aftari hluti hennar gerður fyrir stöflun fiski- kassa, en röskur þriðjungur er innréttaður fyrir isun fiskjar i sti- ur. Lestin er kæld með rörakerfi i lofti og á að halda hitastigi við frostmark. Kælivél er Bitzer VI Wa, 10 hestöfl. Einangrun lestar er polyuretan, sem sprautað er milli byrðings og 4 mm stálplötu- klæðninga, sem er bæði á lofti og þiljum, en botn er einangraður með frauðplasti og steinsteypu- gólfplötu. Færiband er eftir endi- langri fiskilest. Isvél af Finsam-gerð framleiðir 6 tonn af is á dag og isflutnings- tæki eru einnig af Finsam-gerð og flytja þau isinn i slöngum þangað sem hann er notaður. Fiskimóttakan tekur 28 rúm- metra af fiski ,,upp úr sjó” og blóðgað er i fjögur blóðgunarker, sem taka samtals nálægt 16 tonn- um af fiski. Slægingaborð eru Framhald á bls. 15. Hinn nýji skuttogari sem Stálvik hefur smiðaðog hleypt verður af stokkunum í dag. Er olía í Skerja- firðinum? Okkur var skýrt frá þvi i gær, að nokkuð væri af þvi að þeir sem gengju um fjöruna á Skerjafirðinum, neðan við oliutanka Skeljungs, fyndu dauða og hálf- dauða fugla, og taldi viðmælandi okkar að I oliutönkum Skeljungs i Skerjafirði er þessa stundina ein- vörðungu geymd olia sem gufar mjög fljótt upp, svo sem flugvéla- olia, flugvéla- og bilabensin. Indriði sagði að vitað væri til þess að oft dældu skip svartoliu i sjóinn, og væri það gert út við Gróttu, bærist hún inn Skerja- fjörðinn, en það er einmitt svart- olian sem er hættulegasti meng- unarvaldurinn. Indriði sagði að tankar Skelj- ungs væru ekki lekir. —úþ. ER ÞAÐ NÚ EKKI TILVINNANDI? fuglar þessir hefðu drepizt vegna oliumeng- unar. Indriði Pálsson, forstjóri Skelj- ungs, sagði okkur að til þeirra hefði komið oliuskip fyrir nokkr- um dögum, en þeim væri ekki kunnugt um að nokkuð hefði farið niður úr þvi. Þetta skip flutti hingað flugvélabensin og veldur það ekki mengun þar sem það gufar mjög fljótt upp. Fyrir neðan bensinstöð þá sem er framan við Klúbbinn við Lækjateig er fjaran heldur Ijót vegna klóaks, en það er ekki lagt nægilega langt út i sjó, þvi á fjöru kemur rörastokkurinn upp fyrir yfirborð sjávarins og smitar alla fjöruna. Kona, sem til okkar hringdi i gær, sagði að hún hefði vegna þessa máls talað við þrjá opin- bera embættismenn borgarinnar sem málið varðaði. Sögðu þeir að þetta hefði verið svona i mörg ár, og þegar konan spurði eftir þvi hvort ekki væri á döfinni að ráða bót á þessu, var henni svarað þvi til, að það yrði ekki gert þetta ár- ið, hugsanlega yrði byrjað á þvi á næsta ári, en svona væri ástandið með flest frárennsli i borgarland- inu og frágangur á þeim kostaði slikar upphæðir að lapgan tima tæki að ganga svo frá þeim öllum að ekki yllu vandræðum. Þó svo að fjörur séu freistandi leikvöllur barna og hið ákjósan- legasta göngusvæði fyrir fólk, Fyrirlestrar á vegum Krabbameins- félagsins í sambandi við fund Nordisk Cancerunion i Reykjavik 2.—5. júlí n.k. mun prófessor N.F.C. Gowing, forstöðumaður meina- fræöideildar Thc Royal Marsden llospital, I.ondon, flytja tvo fyrir- lestra i boði Krabbameinsfélags islands og læknadeiidar Háskóla islands. Fyrri fyrirlesturinn verður fluttur i kennslustofu l.andsspit- alans mánudaginn 2. júli og hefst kl. 15.00 Efni: Tumours of the Testis. Siðari fyrirlesturinn verður fluttur i 1. kcnnslustofu Háskól- ans fimmtudaginn 5. júli og hefst kl. 17.00. Efni: Unusual Infections („Opportunistic” infections) in Neoplastic Desease of the Lymphoreticular System. Prófessor Gowing er þekktur sem læknir og visindamaður, einkum fyrir rannsóknir sinar á ýmsum tegunduin illkynjaðra æxla. ætti fólk ekki að venja komur sin- ar þangað meðan þessum málum hefur ekki verið komið i viðun- andi horf, og kannski sizt á heit- um sumardögum þegar klóakilm- Frambald á bls. 15. Skrökvar hagsýslu- stjórinn? i frétt Þjóðviijans á dögun- unv af stríði tæknimanna Landsimans við yfirmenn sina og fjármálaráðuneytið um túlkun á þvi atriði hvort tækni- mennirnir eigi að fá greiddan uppihaldskostnað úti á landi eftir framlögðum reikningum eins og verið hefur, cða fái 1400 krónur á dag, hver sem uppihaldskostnaðurinn kann að vcra, eins og fjármálaráðu- neytið túlkar reglugerð um þetta atriði, var frá þvi skýrt aö yfirmenn tæknimanna telja sig ekki hafa rétt til að leyfa tæknimönnum ferðir út á land, scm svo greiðist eftir reikn- ingum, vegna túlkunar ráðu- neytisins. Þjóðviljinn hafði samband við póst- og simamálastjóra i gær og spurði hann eftir þvi, hvort frétt Þjóðviljans hafi verið rétt. Hann sagði: Okkur er bannað að senda fólk út á land, samkvæmt túlk- un reglugerðarinnar, nema með dagpeningagreiðslum. A miðvikudaginn komu fram i sjónvarpinu ummæli Gisla Blöndals hagsýslu- stjóra, en hann er sá sem túlk- aði reglugerðina fyrir fjár- málaráðuneytið. Ummæli hans voru á þann veg, að ,,yf- irmanni hverrar stofnunar væri frjálst að úrskurða i hverju tilviki, að kostnaður skyldi greiddur eftir fram- lögðum reikningum.” Hins vegar sagði póst- og simamálastjóri að aðeins sé um að ræða slikar greiðslur i neyðartilfellum, eða þegar sérstaklega stendur á. — Hér fer annar hvor aðilinn með rangt mál. — úþ. Skattskrárnar koma Byrjið að spara! Nú cr vissara að fara að leggja fyrir peninga þvi bless- aðar skattskrárnar fara að lita dagsins ljós senn hvað lið- ur, og þá er of seint að byrja sparnaðinn. Hjá embætti rikisskatt- stjóra fengum við þær upplýs- ingar að þó svo landslög gerðu ráð fyrir þvi að skattskrár væru lagðar fram fyrir 20. júni, hefði þó engin , litið dagsins ljós enn sem komið er. Sennilegt er að skattskrá Reykjaneskjördæmis komi fyrst þessara þreyðu bóka, og er búizt við henni fyrir 10. júli. Reykjavikurskattskráin mun svo aðlikindum koma næst, þó svo skattskrá Norðurlands- kjördæmis eystra veiti henni harða keppni, en við þeim þessum er búizt um miðjan júli. Aðrar skattskrár munu svo koma hver af annarri þar til allir hafa fengið sinn dóm, og er stefnt að þvi að þær verði sem flestar komnar út fyrir 20. júli. — «Þ-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.