Þjóðviljinn - 30.06.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. júní 1973.
íslenzki
dansflokkurinn
Stjórnandi: ALAN CARTER
Frumsýning i Félagsheimili Seltjarnarness sunnudaginn
1. júli kl. 21.15.
önnur sýning fimmtudaginn 5. júli kl. 21.15.
EFNISSKRA:
Sköpunin
Jónas i hvalnum
Boöorðin
Aögöngumiöasala
i dag kl.
16-18 og sunnudaginn 1.
júli frá kl. 18.
Simi 22676
Lögreglustarf
í Þorlákshöfn
Fyrirhugað er að ráða bráðlega 2—3 lög-
regluþjóna með aðsetri i Þorlákshöfn en i
starfstengslum við lögregluna á Selfossi.
Nánari upplýsingar um starfið má leita
til Jóns Guðmundssonar, yfirlögreglu-
þjóns á Selfossi, sem einnig lætur umsókn-
areyðublöð i té, þeim sem hafa áhuga
fyrir þessu starfi.
SÝSLUMAÐUR ÁRNESSÝSLU
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar, Bronco bifreið,
farangursvagn og ennfremur nokkrar
ógangfærar fólksbifreiðar er verða sýndar
að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 3. júli kl.
12—3.
Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl.
5.
Sala varnarliðseigna
Af aðalfundi Hjartaverndar
Mikið starf
en fjárhagur
mjög þröngur
Aðalfundur Hjarta-
verndar, landssamtaka
hjarta- og æðaverndarfé-
laga á Islandi, var haldinn í
Tjarnarbúð 4. júní sl.
I upphafi fundarins
minntist prófessor Sigurður
Samúelsson, formaður
samtakanna, Sigurliða
Krist jánssonar, kaup-
manns, en Siguriiði var
einn af stofnendum
samtakanna og átti sæti í
framkvæmdastjóm þeirra.
í skýrslu framkvæmdastjóra
kom fram, að starfsemi Hjarta-
verndar hefir veriö framkvæmd
eftirþeirri áætlun sem samin var
1972 til júniloka 1973, en áætlun
þessi fellur inn i þann ramma,
sem ákveöinn var viö byrjunar-
rannsókn samtakanna 1967.
í höfuðatriðum var starfsemin
framkvæmd i fjórum þáttum:
1) Lokið við II. áfanga kvenna-
rannsóknar i Reykjavik.
2) Þjónustu viö tiivisunarsjúk-
linga meö sama hætti og áöur.
3) Sept. — okt. 1972 voru rann-
sakaöir ibúar Siglufjarðarhéraðs
á aldrinum 41 — 60 ára.
4) 1 nóvember sl. hófst ranns-
ókn kvenna i Árnessýslu, sem
mættu til rannsóknarstöðvar
Hjartaverndar.
Stuttyfirlitum rannsóknarstörf
TROPICANA er hreinn safi úr u.þ.b.
2'M kg. af Flórida appelsínum.
í hverjum dl. eru minnst 40 mg. af
C-vítamini og ekki meira en 50 hita-
einingar.
sólargeislinn
frá Florida
kr 85
l'Átíg
appelsinur
kr 169,-
Hjartaverndar frá byrjun, eöa
árinu 1967, sýnir aö lokiö er
kerfisbundinni rannsókn á Reyk-
víkingum á aldrinum 33 ára til 60
ára, tveim áföngum karla og
tveim áföngum kvenna. Þriöji og
siöasti áfangi af báöum kynjum
er eftir, sem lokiö veröur 1975 —
76.
A næsta starfsári er aðal-
áherzla lögð á rannsóknir á fólki á
landsbyggöinni, og veröur lagt
kapp á aö ljúka þessum rann-
sóknum þar. Er brýn nauösyn á
að þaö takist, þar eöslðustutvö ár
af tiu ára áætlun samtakanna eru
alveg bundin viö framkvæmd
kerfisbundnu rannsóknanna i
Reykjavik, og þarf þá aö rann-
saka alla þrjá flokka karla og
kvenna, sem verður um 9000 þátt-
takendur hvort áriö.
Reynt veröur aö veita til-
vísunarsjúklingum sams konar
þjónustu og verið hefir.
Viðvikjandi rannsókn á fólki úr
Arnessýslu er þetta aö segja:
,,Af ýmsum ástæöum þótti hag-
kvæmt að boöa þetta fólk til rann
sóknar á stööina i Reykjavik.
Boöiö var til skoöunar öllum
körlum og konum, sem fædd voru
árin 1907 — 1934, alls nálægt 2.000
manns.
Boðsbréf til kvennahópsins
voru send i nóvember og er sýnt
að þátttaka mun veröa mjög góö,
allt aö 80%.
Rannsóknin hófst 6/12. I
marzmánuði hófst rannsókn á
körlum i Árnessýslu, og verður
væntanlega lokið aö mestu fyrir 1.
júli n.k.
Næsti áfangi Suöurlandsrann-
sóknar verður Rangárvallasýsla
og V.-Skaftafellssýsla."
Nauðsynlegt er aö ljúka ranns-
óknum á fólki á landsbyggðinni á
næsta ári. Er hér um stórátak að
ræða, sem ekki veröur fram-
kvæmanlegt nema með mikilli
aðstoð frá viðkomandi bæjar- og
sveitarstjórnum og góðri
samvinnú við stjórnir Hjarta- og
æðaverndarfélaganna úti á landi.
Sá alvarlegi atburður skeöi á
s.l. ári, aö samtökin voru svipt
tekjustofni sinum, og veitt fjár-
framlag kr. 5.000.000.00 á fjár-
lögum, sem mun aöeins vera
helmingur þess, sem samtökin
hefðu hlotið, ef þau hefðu notið
áfram tekjustofns sins. Siðar var
fjárhæð þessi hækkuð i meðförum
Alþingis i kr. 6.000.000.00.
Við þessa lagabreytingu var
ekkert samráð haft við stjórn
samtakanna, og er þvi greinilegt,
að samtökin eru sniðgengin, þar
eð ekki verður séð, að sama hafi
verið látið ganga yfir önnur
liknarfélög.
Ráðstöfun þessi kom þvi stjórn-
inni mjög á óvart, og varð hún
þess vegna að gripa til
samdráttar i starfsemi rann-
sóknarstöðvarinnar, sem komið
hefir fram i minnkuðum
afköstum.
Framkvæmdastjórn hefir nú
þegar snúið sér tii Heilbrigðis- og
Tryggingamálaráðuneytisins um
leiðréttingu þessa máls. Allar
áætlanir Hjartaverndar eru
byggðar á þvi, að samtökin njóti
þessa tekjustofns til ársins 1976,
eins og lögin gerðu ráð fyrir.
Skilyrði fyrir þvi, að lokið verði
öllum áætlunum rannsóknanna
er þvi að veitt verði tilsvarandi
fjárhæð á fjárlögum næstu ára,
en þetta atriði hefir stjórnin lagt
þunga áherzlu á við ráðuneytið.
Verður máli þessu haldið til
streitu, og starfsemi samtak-
anna haldið áfram samkvæmt
áætlun i von um að leiðrétting
fáist.
Starfslið rannsóknarstöðvar-
innar hefir verið að mestu
óbreytt. Olafur Ólafsson, for-
stöðumaður rannsóknar-
stöðvarinnar, lét af störfum 1.
Sigurður Samúelsson.
október s.l., er hann tók við
störfum landlæknis. Hann hefir
veitt stööinni forstöðu frá byrjun,
eða frá árinu 1967. Atti hann einn
mestan þátt i allri uppbyggingu
rannsóknarstöðvarinnar, ásamt
Nikulási Sigfússyni, lækni, núver-
andi forstöðumanni. Þakkar
framkvæmdastjórn ólafi land-
lækni vel unnin störf I þágu
samtakanna á undanförnum
árum, um leið og hún óskar
honum góðs gengis i mikilvægu
starfi, sem honum hefir verið
falið.
A árinu bárust samtökunum
nokkrar veglegar gjafir.
Guðbjartur Jónsson, Skipasundi
85, Reykjavik, arfleiddi samtökin
að kr. 200,000,00.
Guðrún Sveinsdóttir frá
Bjarnastaðahlið i Skagafirði gaf
þann 19. ágúst á siöasta ári
Hjarta- og æöaverndarfélagi
Skagafjarðar og Krabbameins-
félagi Skagafjarðar þrjár
miljónir króna. Akvað hún að
stofna sjóð til styrktar þessum
félögum og lagði fram stofnfram-
lagið, þrjár miljónir króna.
Þetta fé kemur aö sjálfsögðu aö
góðu haldi, þegar rannsókn hefst i
Skagafirði, sem væntanlega
veröur þegar Suðurlandsrann-
sókn lýkur.
I marzmánuði kom hingað til
lands yfirlæknir Otto Briisis, frá
endurhæfingarstöð fyrir hjarta-
sjúka i Waldkirch i Suður-Þýzka-
Iandi. Flutti hann fyrirlestur um
þessa starfsemi i Land-
spitalanum. I framhaldi_ af
heimsókn yfirlæknis Briisis,
dvaldist pröfessor Sigurður
Samúelsson til að kynna sér
nánar endurhæfingu hjarta-
sjúkra, bæði i Waldkirch i Suður-
Þýzkalandi um vikutima, og aðra
viku á Rikisspitalanum i
Kaupmannahöfn á hjartasjúk-
lingadeildinni. Þar kynntist hann
yfirsjúkraþjálfara i þessum
fræðum og fékk hana i boði
Hjartaverndartilað koma hingað
til lands og halda námskeið með
islenzkum sjúkraþjálfurum i
endurhæfingu hjartasjúkra.Nám-
skeið þetta verður haldið i Land-
spitalanum dagana 4 — 9 júni.
(Frá Hjartavernd)
2!^2sinnui
LENGRI LÝSIN
n
neOex
2500 klukkustunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartíma)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásaia
Einar Farestveit & Co Hf!
Bergstaðastr. 10A Slmi 169951