Þjóðviljinn - 30.06.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJOÐViLJINN Laugardagur 30. júni 1973.
DWÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSIALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Ingáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur).
Askriftarverft kr. 300.00 á mánufti.
Lausasöiuverð kr. Í8.00.
Prentun: Blaftaprent h.f.
Á AÐ EYÐA GRÓÐRI OG SPILLA GAMLA MIÐBÆNUM?
Borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir ís-
leifur Gunnarsson, sá nýlega ástæðu til að
fara með blaðamenn i kynnisferð um
höfuðborgina. Fyrir hinum nýkjörna yfir-
manni vakti að vekja athygli fjölmiðla á
umhyggjusemi borgaryfirvalda um rækt-
un grænna svæða og verndun náttúrufeg-
urðar. Tiundaði hann m.a. að borgin verði
50 miljónum króna til útivistarsvæða. Allt
átti þetta að sannfæra borgarbúa um, að
kjörorð það sem borgarstjórinn valdi sér
„gróðurinn eltir malbikið” væri enn i góðu
gildi. Aðeins fáeinum mánuðum eftir
valdatöku þessa unga borgarstjóra urðu
menn hinsvegar þess áskynja, að erfið-
lega gengi að uppfylla kröfurnar sem
einkunnarorðunum fylgdu. Þannig varð
borgarstjórinn að játa i sjónvarpi að lok-
inni kynnisferðinni, að leggjá yrði malbik-
aða hraðbraut um endilangan Fossvogs-
dal, fórna gróðurlendinu þar, en vernda
Elliðaársvæðið. Ef fullnægja ætti kjörorð-
inu, þá hefði borgarstjórinn átt að leggja
áherzlu á verndun beggja svæðanna, en
umhyggjusemi borgarstjórans nær ekki
svo langt.
Aðalskipulag Reykjavikurborgar frá
árinu 1962 þarfnast að likindum endur-
skoðunar, þar sem taka þarf tillit til
sjónarmiða náttúruverndar. Það skipulag
gerir m.a. ráð fyrir staðsetningu ráðhúss i
norðurenda Tjarnarinnar og staðsetningu
fleiri opinberra bygginga i gamla mið-
bænum. Slikt gerir kröfur til góðra hrað-
brauta er tengist gamla miðbænum og
þannig er t.d. hraðbraut um Fossvogsdal,
er tengist við Sóleyjargötu, hugsuð. Þá
býður staðsetning opinberra bygginga i
gamla miðbænum uppá kröfur til enn
stærri bifreiðastæða þar, væntanlega á
kostnað grænu svæðanna. En er ekki orðið
timabært að láta sjónarmið nýrrar kyn-
slóðar endurskoða slikt skipulag og skrín-
leggja endanlega hugmyndirnar um það
að safna opinberum skrifstofum i gamla
miðbæinn og eyða þannig gömlum bygg-
ingum og gróðri?
Væri ekki timabært fyrir borgarstjór-
ann með fögru kjörorðin að beita sér fyrir
slikri endurskoðun á úreltu aðalskipulagi?
Nú skömmu eftir að hann hefur tekið við
völdum, kemur upp andstaða meðal al-
mennings við framkvæmdir, sem einmitt
byggja á hinu úrelta skipulagi. Er þar átt
við mótmæli áhugamanna um griðland i
Fossvogsdal við lagningu hraðbrautar um
dalinn og andstaða almennings við fyrir-
hugaðri byggingu Seðlabankahúss við
norðurenda Arnarhóls, sem ætlað er að
risa sem Mammonsmúr og skyggja á út-
sýni yfir sundin. Þá mega borgaryfirvöld
eiga von á harðri andstöðu við byggingu
stjórnarráðshúss á þvi svæði sem Bern-
höftstorfan stendur á, og mest mun reiðin
verða, þegar farið verður að eyðileggja
Tjörnina vegna ráðhússframkvæmda.
Ef hinn nýi borgarstjóri og raunar
borgarstjórn i heild vill á annað borð
hlýða kalli nýs tima, þá er orðið timabært
fyrir þá að hefja fyrrnefnda endurskoðun
hið bráðasta. Og þess er að vænta að and-
staða almennings við fáránlegum skipu-
lagshugmyndum muni nú fremur ná eyr-
um valdamanna en ella, þvi borgarstjórn-
arfulltrúar vita að aðeins eru 11 mánuðir
til borgarstjórnarkosninga. En sá borgar-
stjóri, sem velur sér fallegt slagorð i upp-
hafi valdaferils sins ætti að gæta þess, að
gera það ekki innantómt og merkingar-
laust, þegar fyrir kosningar.
bréf til
blaösins
íslenzkar stúlkur
erlendis prettaðar
Nokkur brögð hafa verið að þvi
undanfarin ár, að islenzkar fjöl-
skyldur búsettar erlendis (þ.á m.
fjölskyldur tengdar sendiráðun-
um) ráði til sin islenzkar stúlkur
á ,,au pair” kjörum, en láti þær
siöan starfa sem vinnukonur,
þegar þær koma utan, án þess að
greiða þeim laun sem þvi svarar.
Grundvallarmunur er á þessum
störfum. ,,Au pair” samningar
voru fundnir upp til þess að gera
stúlkum á skólaaldri kleift að
dveljast erlendis og stunda þar
málanám og annað, og stúlkum,
sem ráða sig þannig, hefur aldrei
verið ætlað að starfa sem vinnu-
konur. Um slika samninga gilda
þvi strangar reglur, sem alþjóð-
legar samþykktir hafa verið
gerðar um, siðast á vegum Evr-
ópuráðsins 1971. Samkvæmt þeim
á au pair stúlka að vinna létt
heimilisstörf fyrir fjölskylduna,
t.d. gæta barna og þvo upp, i
mesta lagi fimm stundir á dag.
Fristundum hennar á jafnan að
vera háttað þannig, að hún eigi
þess kost að sækja skóla og
stunda nám sitt að öðru leyti.
Stúlkan á að fá einn fridag i viku,
og sá fridagur verður að vera
sunnudagur a.m.k. einu sinni i
mánuði. Fyrir þessi störf á stúlk-
an að fá bæði fæði ög húsnæði
(sérherbergi ef auðið er) og þar
að auki vasapeninga, sem eru
nokkuð mismunandi eftir lönd-
um, en eru oft i kringum
7000—8000 kr. islenzkar á mánuði.
1 sumum löndum ber fjölskyld-
unni, sem ræður au pair stúlku,
einnig skylda til þess að innrita
hana i sjúkrasamlag og tryggja
hana fyrir vinnuslysum, og bera
allan kostnað af þvi. Vanræksla á
þessu sviði getur haft alvarlegar
afleiðingar.
t öllum löndum, þar sem þessir
samningar tiðkast, eru sérstakar
skrifstofur, sem annast ráðningu
au pair stúlkna. Þær gera skrif-
legan samning milli stúlkunnar
og fjölskyldunnar, eins og vinnu-
lög þessara landa gera ráð fyrir,
og stúlkan getur siðan leitað
þangað, ef henni finnst samning-
urinn vera brotinn.
Ymsar islenzkar fjölskyldur er-
lendis hafa hins vegar þann sið,
að ráða stúlkur beint á tslandi án
milligöngu nokkurra slikra stofn-
ana. Oft er illa gengið frá samn-
ingum, þeir eru munnlegir og ó-
nákvæmir, og stúlkan þekkir
þessi vinnukjör litið sem ekkert.
Svo þegar utan er komið fá stúlk-
urnar húsnæði, fæði og vasapen-
inga eins og ,,au pair” samningar
gera ráð fyrir, en þær eru látnar
vinna miklu meira en þeir segja
fyrir um, stundum meira en
nokkru hófi gegnir. t mörgum til-
vikum verða stúlkurnar að sæta
þessu, vegna þess að þær eru
mállausar og bjargarlausar i
landinu, eiga þess vegna erfitt
með að skipta um vinnu og þeim
finnst minnkun i þvi að vera send-
ar heim. Þannig notfæra fjöl-
skyldurnar sér fáfræði og bjarg-
arleysi stúlknanna á ömurlegasta
hátt.
Þekkt er dæmi um stúlku, sem
var látin vinna næstum 12 stundir
á dag og gera öll heimilisstörfin,
m.a. sjá um öll innkaup, búa til og
framreiða mat, ryksuga og þvo
gólf, búa um rúm og þvo og
strauja allan þvott fyrir utan þau
störf sem ,,au pair” stúlkum eru
venjulega falin eins og uppþvott
og barnagæzlu. Stundum voru fri-
dagar hennar ekki virtir og vasa-
peningarnir, (sem voru eins
miklir og au pair samningar
landsins mæla um) voru greiddir
óreglulega. Stúlkan gat þvi
naumast farið út, og hún neyddist
til að hætta námi sinu mjög fljót-
lega.
Það þarf naumast að taka það
fram að þessi meðferð, sem er þvi
miður ekkert einsdæmi, er þver-
brot á vinnulögum viðkomandi
lands. Stúlka, sem innir af hendi
svo mikla vinnu, er alls ekki ,,au
pair” stúlka og tæplega vinnu-
kona heldur, og ætti að fá a.m.k.
þrisvar sinnum hærra kaup. En
óliklegt er að islenzkar stúlkur
hafi áhuga á því að fara til út-
landa til þess að starfa þar á
þennan hátt sem vinnudýr —
jafnvel þótt kaupið væri hærra —
þvi að markmið þeirra flestra er
að stunda nám eða kynnast land-
inu þar sem þær eru staddar.
Þess vegna er rétt að brýna það
fyrir islenzkumstúlkum sem vilja
ráða sig á ,,au pair” kjörum, að
fá vandlegar upplýsingar um þau
kjör i viðkomandi landi og ganga
vel frá samningum áður en þær
fara utan.
Sumarnámskeið
Kvenfélagasambands
Kvenfélagssamband Islands
efnir til sumarnámskeiðs
dagana 20. — 24. ágúst n.k. i
húsmæðraskólanum að Hall-
ormsstað og er námskeiðið jafnt
opið konum og körlum.
Helgi Hallgrimsson grasa-
fræðingur mun leiðbeina nám-
skeiðsgestum við tinslu
ætisveppa i Hallormsstaða-
skógi, og siðan verður sýni-
kennsla i matreiðslu svepp-
anna.
Einnig verður sýnikennsla i
matreiðslu á hreindýrakjöti.
Guðbjörg Kolka skólastjóri
annast sýnikennsluna.
Sigurður Blöndal skógar-
vörður sýnir skógræktastöðina.
Farið verður i kynnisferðir
um nágrennið eftir þvi sem
veður leyfir.
Þátttökugjald verður um kr. 7
þús. og er þá allur dvalarkost-
naður innifalinn i þvi frá hádegi
á mánudag til föstudagskvölds.
Tilkynning um þátttöku þarf
aðberastskrifstofu K.I. fyrir 10.
ágúst, ásamt innritunargjaldi,
kr. 1 þús. á mann, sem er
óendurkræft, en skrifstofa sam-
bandsins og Leiðbeiningastöð
húsmæðra verða lokaðar frá 9.
júli til 6. ágúst vegna sumar-
leyfa.
Til lafðinnar
Þeir svelta bæði og svíkja menn
sem þeir gerðu forðum.
Lifa Bretar lengi enn
á lygi bæði og morðum.
Selt fólk
— selt land
Selja þeir enn, þeir seldu þá,
þeir seldu í gær — en á morgun?
AAæðra fold og menja gná
meiri og meiri borgun.
Þegar vinaþjóðir
bregðast
— ályktun
bæjarstjórnar
Húsavíkur um
landhelgismál
Bæjarstjórn Húsavíkur lýsir yf-
ir fullum stuðningi við aðgerðir
islenzkra stjórnvalda i iand-
I byrjun júli kemur til lands-
ins ungur sænskur læknir, Karl-
Otto Aly að nafni, sem gestur
Náttúrulækningafélags Islands.
Læknirinn mun dvelja i
Heilsuhæli NLFl i Hveragerði
um hálfs mánaðar tima til
skrafs og ráöagerða i sambandi
viö starfsemi félags-
ins og væntanlegar hælisbygg-
ingar og flytur þar erindi fyrir
hælisgesti. Ennfremur flytur
hann opinbera fyrirlestra i
Reykjavik og á Akureyri, en
hann er kunnur og vinsæll fyrir-
lesari i heimalandi sinu. Að-
gangur að fyrirlestrunum verð-
ur ókeypis og öllum heimill, og
verður mál hans túlkað jafnóð-
helgismálinu. Einnig lýsir bæjar-
stjórn yfir fullu trausti á störfum
landhelgisgæzlunnar og dáist að
hygprýði og ró varðskipsmanna i
baráttu við ofureflið.
Bæjarstjórn lýsir furðu sinni á
skammsýni brezkra stjórnvalda i
þessu máli, sem sýnir að gamla
nýlendustefnan er ekki liðin
undir lok.
Þá minnir bæjarstjórn á, að
löndunarbann Breta árið 1952
knúði Islendinga til markaðsleitar
i Austur-Evrópu. Verður ekki bet-
ur séð.'en að aðgerðir Breta nú,
ásamt aðgerðarleysi NATO,
hljóti að beina islenzku þjóðinni
enn frekar á vit austrænna þjóða i
von um liðsinni, þegar ýmsar ná-
lægar vinaþjóðir bregðast.
Að lokum lýsir bæjarstjorn
Húsavikur fyrirlitningu sinni á
fréttaflutningi brezkra blaða og
annarra fjölmiðla um landhelgis-
málið, sem vekur alvarlega til
umhugsunar um hvort og þá hve-
nær sé óhætt að taka mark á
fréttum fréttastofa um heims-
málin almennt.
Telur bæjarstjórnin brýna
nauðsyn bera til að neyta allra
bragða og spara i engu til að
koma réttum lýsingum á atburð-
um á Islandsmiðum i heims-
pressuna ef takast mætti að
sporna við kerfisbundinni rang-
túlkun brezkra stjórnvalda og
fréttastofa.