Þjóðviljinn - 01.07.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.07.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. júli 1973 Skozk sj álfstæðishreyfing vex óðfluea fpjaUafvid áttræða ” torystukonu Wendy Wood heitir skozk kona sem hingað er komin gagngert til að lýsa yfir stuðningi Skota við aðgerðir Islendinga i landhelgis- málinu. I stuttu viðtali við VÞjóöviljann sagði Wendy Wood að hún væri fulltrúi 18 skozkra samtaka sem sameinuð eru i svonefndri þjóð- legu sjálfstæðishreyfingunni, sem stefnir að fullu og óskoruðu sjálf- stæði Skotlands. Frú Wood er nú áttræð en hefur starfað i sjálfstæðisbaráttu Skota frá átjáni ára aldri. „Baráttan hefur verið aðalatriöið i lifi minu”. Þrisvar sinnum hefur hún verið sett i fangelsi fyrir borgaralega óhlýðni, en hún leggur áherzlu á að samtökin sem hún stjórnar, Skozkir fööurlandsvinir séu sam- til sjálfstæðis — og þeir höfðu marglofað að gera eitthvað i mál- inu en ævinlega skotið þvi á frest. Svo ég sá mig tilneydda að gripa til róttækra ráðstafana. Já fástan hafði mikil áhrif, — ég fékk ótrúlega mikinn stuðning frá fólki i öllum stéttum, strætis- vagnastjórum, smábændum og jafnvel greifum. Þegar læknar sögðu að ég ætti þrjá daga eftir ólifaða létu Eng- lendingar undan og gáfu ákveðið loforð um málsmeöferð á þing- málinu. Það var ekki erfitt að fasta, maður fann bara hvernig fjörið smám saman dofnaði, það var verst að ég þurfti að vinna mikið meðan á föstunni stóð — skrifa bréf, standa i stöðugu sambandi við dagblöð, útvarp og sjónvarp, — en ég hafði lika mikla hjálp, það var fjöldi manns sem aðstoð- aði mig.” Frú Wood segir að tal Englend- inga um Breta og það sem brezkt sé — sé aðeins yfirvarp til að und- iroka Skota. „Við borgum sömu skatta og aðrir landsmenn, en hvergi i landinu er jafn mikið atvinnuleysi og i Skotlandi, hvergi meiri slömmhverfi, og kaupgjald er lægra en i Englandi. Og svo flytja auðugir Englendingar i stórhóp- um yfir til Skotlands, með meng- un eru þeir búnir að gera ólift heima hjá sér — og koma þá og kaupa upp jarðir og hús hjá okkur til að njóta náttúrugæðanna — hreina loftsins o.s.frv. En Skotar eru upp á siðkastiö farnir að am- ast við þessum ensku „flótta- mönnum” sem þeir svo kalla, enda kunna þir ensku ekkert að meta okkar sérstöku menningu. Englendingar eru nú að ræna okkur oliunni sem þeir dæla upp undan ströndum landsins og flytja siöan til Englands til full- vinnslu. Ef þeir gætu ekki tekið oliuna okkar, værum við auðug- asta þjóð i Evrópu.” Wendy Wood er mjög bjartsýn á framtiðarhorfur i sjálfstæðis- baráttu Skota. „Oliumálin opn- uðu augu margra”, segir hún. „Æ fleiri bisnissmenn koma nú til liðs við föðurlandsvini i sjálfstæðis- baráttunni og hreyfingin vex mjög ört. Það verður ekki langt þangað til við búum í sjálfstæðu Jandi.” En það eru fleiri en íslendingar sem reka sjónvarpsstöð hér. Suð- ur á Rosmhvalanesi er nokkur þúsunda sálna bæjarfélag, sem rekur eigin sjónvarpsstöð. Reyndar eru ibúarnir ekki einir við þessa iðju, þvi að stöðin er angi af áróðursvél stærsta her- veldis heimsins. Eftir að ameriski sjóherinn tók við rekstri herstöðvarinnar I Keflavik, var hafin sú stefna, að leyfa hermönnunum I auknum mæli að hafa hjá sér fjölskyldu sina. Stöðin hefur þvi misst mikiö af herbúðasvipnum og yfirbragð hennar orðið með meiri amerisk- ur smábæjarbrag en áður, þótt hið sanna eðli herstöðvar komi alla tið i ljós. Þessara breytinga hefur einnig séð merki i dagskrá hermannasjónvarpsins. Inni- haldslausir skemmtiþættir hafa i nokkrum mæli þurft að vikja fyrir heimatilbúnu efni. Einn þessara heimatilbúnu Wendy Wood. þátta, nefnist „Northern Curr- ents”, sem við gætum á vorri tungu kallaö „Efst á baugi á norðurhjara”. Þar er meðal ann- ars fjallað um sambandið við hina innfæddu og sagt frá lífshátt- um þeirra og atvinnulifi. I siðasta þætti var t.d. Einar Kristjánsson, framkvæmdastjóri frystihússins Sjöstjarnan i Ytri- Njarðvik, fenginn til að fræða Amerikana um fiskveiðar og fisk- vinnslu Islendinga. Sýndar voru kvikmyndir frá fiskvinnslu i Sjö- stjörnunni og rabbað vitt og breitt um sjávarútveg. Þó var aldrei minnzt á það mál, sem efst er á baugi i islenzkum sjávarútvegi, landhelgismálið. Aðan var látið að þvi liggja, að umræddur þáttur væri fræðslu- þáttur fyrir Kana. En bíðum við, athugum sýningartimann. Jú viti menn, þátturinn hefst kl. átta á fimmtudögum. Fer nú ekki ein- Framhald á bls. 15. Kanar hlaupa í skarðið Hersjónvarpið miðar dagskrá sína við íslenzka áhorfendur á finuntudögum tök sem ekki vilji ofbeldi heldur leggi þau áherzlu á borgaralega óhlýðni I baráttunni við Englend- inga. „Samtökin eru ekki pólitískur flokkur og bjóða ekki fram, höf- uðmarkmið þéirra er áróðurs- starf — og þetta er létt i vöfum hjá okkar”, segir Wendy Wood, „þar sem við höfum einföld fé- lagsform, en forðumst nefndir og ráð — enda getum við tekið til okkar ráða og hafið aðgerðir hve- nær sem okkur sýnist með litlum sem engum fyrirvara.” I nóvember sl. fastaöi frú Wood i eilefu daga, eða þar til hún hafði knúið fram loforð enskra yfir- valda um að taka á dagskrá það mál, að koma á stofn sérstöku þingi fyrir Skota. „Auðvitað ætla þeir þvi ekki mik.il völd, en það er skref i áttina Eins og alþjóð er kunnugt eru engar útsendingar hjá islenzka sjónvarpinu á fimmtudögum. A- stæðan til þess mun vera mann- fæð og fjárskortur. Þótt margir séu ekki ánægðir með dagskrá is- lenzka sjónvarpsins viðurkenna I þó flestir, að þar sé marg vel gert, og kunnugir menn segja að það sé fyrir margra hluta sakir aðdáun- arvert, að jafnfámenn þjóð og Is- lendingar skuli reka þó þetta góða sjónvarpsstöð. Ef þetta er haft i huga ætti sjón- varpsleysið á fimmtudögum að vera mönnum léttbærara. Eftir millistéttalýsingu í Ashton hyggst Finch lýsa verkalýðsstéttinni og uppvexti sínum Sam (Kervin Moreton) með móður sinni og vini hennar (Bar bara Ewing og John Price) I einum af fyrstu framhaldsþáttun um. Með undanfarandi lúðrablæstri hefur verka- mannssonurinn Sam haldið innreið sína f brezka sjónvarpið og á að þroskast úr 10 ára strák f fullorðinn mann í 26 þátt- um. Höfundurinn, John Finch, sá sami og samdi framhaldsþættina um Ashtonf jölsky Iduna er áttu sem mestum vin- sældum að fagna bæði hér og annars staðar, er ekki vanur að fara fljótt yfir sögu. Honum lætur að lýsa í löngu máli og ýtar- lega ólíkum örlögum fjölda fólks, eins og hann sýndi bezt i þáttunum um Ashton. Hálfri miljón punda hefur veriðráðstafað til upptöku þess- ara 26 þátta, sem hver um sig á að taka um klukkutima, en John Finch hefur reyndar þegar lýst yfir, að fái Sam ekki að lifa þrettán þætti til viðbótar sé þetta nánast til einskis. Hann vill fá að safna saman lausu þráðunum og fá yfirsýn yfir ævi sina. Þvi hér er um að ræða sjlfsævisögu að nokkru leyti. Strákurinn Sam er Finch sjálfur sem barn. Eins og Finch elst Sam upp i námubæ i Yorkshire, bernska hans mótast af krepp- unni, hungur og atvinnuleysi er rikjandi. andi. Segja má, að Finch hafi gert það að sérgrein sinni að lýsa timabili með þvi að sýna hvaða afleiðingar stóru atburðirnir hafa fyrir einstaklingana. Ash- tonfjölskyldan var úr millistétt, en nú þegar hann lýsir eigin ævi snýr hann sér að verkalýðsstétt- inni og hennar umhverfi. Flest- ar persónurnar eiga sér raun- verulegar fyrirmyndir. Þarna er t.d. móðirin, sem eiginmað- urinn yfirgefur, — Finch missti allt samband við föður sinn þeg- ar hann var niu ára. Hann veit ekki núna, hvort faðir hans er lifandi eða dáinn. — Kannski fylgist hann með þáttunum i sjónvarpinu, segir hann. Fjórði áratugurinn endurvakinn. Fyrsti þátturinn hefur fengið misjafna dóma I Englandi og er helzt kvartað yfir, að menn hafi búizt við einhverju meira lifandi og minna samkvæmt viðteknum venjum i mannlýsingunum. Þarna er móðurafinn, beizkur og harður eftir margra ára at- vinnuleysi, þarna eru konurnar, sem rifast og þræla, þarna er góðhjartaði móðurbróðirinn, sem reynir I leyni aö vera föður- leysingjanum vænn. Engin persónanna er djúpstæð, segir einn gagnrýnendanna, og engin kemur manni sérstaklega mikið við eftir þessi fyrstu kynni, hvað sem siðar verður. Umhverfissköpuninni er hins- vegar almennt hrósað og þvi hve mikið hefur verið gert til að gera timabilið lifandi. Enginn nógu heppilegur upptökustaður fannst i Yorkshire, en sjón- varpsmönnum tókst eftir mikla leit að finna bæ með tveim gömlum kolanámum i Lar.cas- hire og þar var fjórði áratugur- inn endurvakinn. Framhliðar húsa i daufum litum, gamal- dags farartæki, sorphaugar, allt er i réttum stil. Sam sjálfur þykir mjög aðlað- andi persóna án þess að vera uppáþrengjandi. Strákurinn sem leikur hann er auðvitað frá Yorkshire og talar með réttum hreim. Hinsvegar hafa full- orðnu leikararnir orðið að leggja á sig ærna fyrirhöfn til að ná Yorkshire mállýzkunni og segja sumir, að þeir séu orðnir svo færir, að Englendingar úr öðrum héruðum eigi fullt i fangi með að fylgjast með. Margir þekktir sjónvarpsleikarar eru með I þáttunum, þ.á.m. má nefnda Barböru Ewing, sem leikur móður Sams, og John Price, sem fer með hlutverk elskhuga hennar. 14 ára skóla- drengur leikur Sam, Kevin Moreton frá Yorkshire. Fáum við að sjá Sam? Þjóðviljinn sneri sér með þá Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.