Þjóðviljinn - 01.07.1973, Síða 8

Þjóðviljinn - 01.07.1973, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Sunnudagur 1. júll 1973 Sunnudagur 1. júli 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 ÖIl listaverk á almannafæri ættu að vera þannig að hægt sé að prlla I þeim, einsog I þessu verki Asmundar Sveinssonar. MIÐBÆJAR- POSTILLA Að sóa þremur korter- um af ævinni i miðbæ Reykjavikur er i sjálfu sér ekki mikill spandans, einkum ef þess er gætt að mannlifið i miðbæ höf uðstaðarins er ákaflega fiölskrúðugt á sólskinsdegi seint i júni Og þá er bara að sjá hvað augu, eyru og rit- vélin gera úr þessum þrem stundarfjórðung- um. Strætisvagnar, vörubilar, sendiferðabilar, fólksbilar, mótorhjól, skellinöðrur, reiðhjól, barnavagnar og kerrur, öll þessi farartæki renna i gegnum hjarta höfuðborgarinnar i hundruða og þúsunda tali hvern dag, dögum, vikum og mánuðum saman. Og yfir þessum farartækjum öllum þjóta svo flugvélar,og gnýrinn frá þeim bætist við gný bila og vélhjóla og útúr þessu öllu saman verður svo til þessi undarlegi ert- andi hávaði, sem þó er aldeilis hættur að vera hávaði i eyrum borgarbúans, heldur niður sem aðeins undirvitundin tekur eftir, nema skynfærum sem láta að stjórn sé beitt til að heyra. Þegar reykurinn úr öllum bil- unum svifur yfir götunum á kyrrum sólskinsdögum er hér- umbil dásamleg tilhugsun að Imynda sér miðbæinn billausan, aðeins fullan af gangandi fólki, hjólandi fólki og fólki með barna- vagna eða kerrur. Og tilhugsunin ein um ungar, leggjalangar og fallegar konur hjólandi um mið- bæinn, eða ýtandi á undan sér vögnum og kerrum, getur fengið mann til að fyrirgefa malbikinu, en þó ekki bilunum. Húsin i miðbænum eru flest nýmáluð, þau þeirra sem sjást frá Lækjartorgi. Gætir þar beinna áhrifa frá Torfumönnum, sem tóku sér bessaleyfi og máluðu Bernhöftstorfuna á vor- dögum i óþökk okkar ólajós, og nú er ég ekki lengur i liði með honum á móti Torfunni, þvi hún er bara ágæt eins og hún er orð- inn, nú, svo ekki sé nú talað um hvernig hún gæti hugsanlega orð- iö, fengju Torfumenn að ráða hvernig húsin yrðu nýtt, en nytsemd af húsum er frum- forsendan fyrir þvi að þau geti talizt einhvers virði. Og forsætisráðherrann hefur lika smitazt, þvi búið er að gera Stjórnarráðshúsið sem nýtt utan að sjá og hvitta alla veggi. A Lækjartorgi sjálfu eru aðeins þrir eða fjórir setbekkir, og i mið- bæinn vantar marga slika til við- bótar, þvi margir eiga leið um og eru fótalúnir eða vilja hreinlega fá tækifæri til að slóra. Og þar sem klukkan á Torginu er nú orð- in rétt, geta menn fylgzt með þvi hversu lengi ennþá þeim er óhætt að sitja. Mannlifið I miðbænum er afar fjölskrúðugt. Karlar, kerlingar, menn, konur, stúlkur, drengir og stelpur og strákar af öllum stærð- um og af allskyns lit, með allskyns ætlunarverk með miðbæjarferð. Sumir karlar sitja og drekka svartadauða af ölflöskum, sem ekki eru jafn fyrirferðarmiklar i vasa og sjálfar Dauðaflöskurnar, aðrir sitja og hvila sig á leiðinni úr einni búðinni i aðra, sumir hlaupa og mega ekki vera að þvi að biða eftir grænu ljósi á götuvitunum, umferðarhálfvitunum, eins og einn smávinur minn kallar þá, og hlaupa yfir á rauðu og skjótast milli bilanna; örfáir rogast með stóra pinkla, flestar konur með skrautlega innkaupapoka úr verzlunum borgarinnar; sumir sjá allt I einu gamlan vin og hraða sér til hans brosandi út að eyrum, aðrir sjá einhverja sem ekki er heppilegt að hitta og skjótast burtu undirleitir, eða skimandi i allar áttir nema þá sem sá lítt- kæri er i. Fatnaðurinn er ekki siður fjölbreytilegur en fólkið sem klæðist honum, og ógjörningur að segja frá honum, nema þá i ljóði, og það get ég ekki. Hinsvegar er annar fatnaður, sem allir geta sagt frá, það eru höfuðfötin. Það eru margir með slik föt. Alpahúfur, skýlur, hatta. Hattar eru andstyggileg föt. Ungar og fallegar konur verða fullorðnar og lifsleiðar á svipinn þegar þær eru komnar með hatt, og flestir karlmenn hjárænulegir. Hinsveg- ar bera aliir húfur með prýði, og sem betur fer nota ungar stúlkur meira húfur en hatta og slæöur. I Bakarabrekku situr fólk og sólar sig, og þefar af grasinu og moldinni, sem malbikið hefur enn ekki kaffært. Kærustupar krunkar saman og á gangstéttinni framan við parið standa þrir menn og stinga saman nefjum, en hinum megin götunnar stendur skrifstofufólkið og búðafólkið, Þessar sitja viö fótstall meistarans, en sjálfur snýr hann bakinu i óhrjáiegar bakhliðar Austurstrætishúsa. Klukkan á Torginu er farin að ganga rétt dögum saman. Sumir virðast svolitið eintnana í miðbænum einsog til dæmis þe roskna kona. Þaö getur verið gott aö fela sig milli trjánna viö isátið, sérstaklega ef kilóin eru orðin nógu mörg áður en átið byrjar. þar sem vanalegt er að mynda þingflokk Sjálfstæðisflokksins, sitja tvær konur og borða is. Von- andi er þetta fyrirboði um næstu flokksmynd. Sumir menn, einkum þeir sem i þinghúsið komast ekki til starfa, kalla þingmenn óttalega fugla. Ekki veit ég hvort þeir eru það. En einn fugl er i Alþingishúsinu þessa stundina, þvi i loftgati á vegg Kringlunnar, undir einni gluggaboru, á smáfugl sér samastað, að likindum hreiður, og drit hans litar veggina. Niður við Iðnó situr fólk i sól- baði og borðar is, þeim megin sem að Tjörninni snýr. Endurnar hreyfa ekki brauðið sem góða fólkið er að gefa þeim, þvi góðmennin eru alltaf svo mörg á svona dögum, og endurnar yfir- fullar. Bjarghring hefur veriö komið fyrir á ljósastaur við Tjarnarbakkann ef einhver skyldi nú detta útf, en eins og allir vita nær vatnið i Tjörninni fullvöxnum manni i hreöjar. En vari er á öllu beztur. A flötinni milli MR og MT liggja tvær brúnmögur og sóla sig, en hlaupa upp með irafári þegar ljósmyndarinn nálgast þær. Það þarf að sjálfsögðu engan að undra. Það berst töðuilmur af flötinni neðan við Menntaskólann, þvi nýbúið er að slá. Uppi á listaverkinu Sól, sem Ásmundur Sveinsson gerði á sinum tima og sett var þar niður, prila tveir strákar. Það ætti að gera öll lista- verk sem sett eru upp á opnum svæðum þannig úr garði, að hægt sé að prila i þeim. Þá er bæði hægt að horfa á þau og finna fyrir þeim. Annars segir mér kunnugur, að eftir að listaverkið Sól, eða Sólskin, en sá kunnugi er ekki viss hvort heldur það heitir, var sett niður hafi i heilan mánuð þar á eftir ekki komið þurr stund. í Bakarabrekkuna eru nú komnir þrir sjóarar, vinir minir, að hvila sig. Einn þeirra vill að ég segi eitthvað ljótt um ihaldið og hafi það eftir honum i blaðinu. Ég læt ekki fallerast, þvi álengdar sé ég Einar Björgvin, fyrrum blaða- mann á Timanum, sem nýkominn er heim frá útlandinu. Hann segir mér að hann hafi komið með heim með sér tvö skáldsöguhandrit, annaö að unglingasögu, en hitt er öllu svakalegra: Sannar lýsingar á mönnum og málefnum fyrir tveimur árum eða svo, þar sem ýmsir frægir menn koma við sögu og sagt er frá hvernig eru að innræti og hvernig þeir vinna að viögangi sjálfra sin. Ég þori ekki að segja frá meiru i þessari spgu. Enda eru þrjú korterin liðin, og þarmeð er ég sloppinn fyrir horn, þvi ekki átti aö segja frá nema þvi sem sást, heyrðist og fannst á þessum nauma tima. —úþ Skálmað yfir götuna á rauðu ljósi. sem auðvitað er að svikjast um i vinnunni og andar að sér bilareyknum og skælir sig framani sólina. Strætó stoppar þarna einhvers staðar, þvi fólk stendur i þyrpingu, heldur dautt framan i sér eins og allt fólk sem biður eftir strætó, sumir kappklæddir og aðrir regnklæddir og láta sem sólin sé alls ekki til. A Austurvelli situr fólk á bekkjum, sumt. Aðrir eiga að vera að vinna. Og eins og vera ber með þá sem stunda bæjarvinnu, taka slikir lifinu með ró og sóla sig. Það er alltaf hægt að taka til hendi þegar ský dregur fyrir sólu, eða þegar rignir. Slikt og þvi likt getur það fólk leyft sér sem vinnur hjá sjálfu sér, eins og borgarstarfsmenn og forstjórar. Það ljótasta við hús á íslandi er bakhliðin á þeim. Þar eru húsin við Austurvöll engin undan- tekning, ómáluð og jafnvel ómúr- uð. Þegar ég ætlaði að fara að hugsa um blómin og lyktina af þeim, gengur Tómas I saltfiskin- um framhjá mér og ekki er hægt að festa hugann við neitt annað um stund en veraldargróða og gæði. Og þegar hann er horfinn og veraldargróðinn við það að vikja fyrir náttúrufegurðinni kemur Jónas Haralz stikandi eftir Austurvelli, rétt eins og hann eigi hann einn og sjálfur og aftur fer ég að hugsa um veraldar- vandræðfii, og alla vixlana sem eftir er að borga. En það stendur stutt, þvi við stingum okkur inni Alþingishúss- garðinn, sem er afar fallegur og gróðursæll. Tryggvi Gunnarsson trónar þar á stalli og mænir bronzaugum á þinghúsið, og á bekknum utanvert við Kringluna, Hann Hilmar rak eitt sin pylsubar við hliðina á Laugaveg 28. Nú vinnur liann hjá Hótel Borg, og í frfstundum hjalar hann viö yngismeyjar með /kisulórur saumaðar á rassinn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.