Þjóðviljinn - 31.08.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.08.1973, Blaðsíða 1
Þjóðin harmi lostin eftir ofbeldisverk Breta: Yélstjórinn á Ægi lézt I fyrradag gerðist sá hörmulegi atburður að véi- stjórinn á Ægi lézt, er hann var að gera við skemmdir sem urðu á skipi hans við ásiglingu brezku freigát- unnar Appolió. Reyndu dráttarbátar að sigla á Ægi innan 12 milnanna, en Ægir sigldi undan og þá varð þessi atburður, að vélstjór- inn lézt. Ilalldór Hallfreðsson vélstjóri á Ægi var aðeins 33 ára, er hann lézt. Hann lætur eftir sig eigin- konu, Júliönu Heigadóttur og son á öðru ári. Halldór hafði aflað sér fyllstu vélstjóraréttinda. Að lokinni skólagöngu var hann fyrst I stað Viðbrögð almennings: RETÐI ALDA Siöustu atburöir á miðunum hafa vakið gifurlega reiðiöldu meðal þjóðarinnar, réttlát og heiftúðug reiði i garö brezka herveldisins, sem valdið hefur dauða eins af löggæzlumönn- um okkar Islendinga. Þeir, sem haft hafa sam- band viö ritstjórn Þjóðviljans hafa allir verið sammála um ' aö við þyrftum að herða þær aðgerðir sem okkur er fært að beita Breta. Meðal þess sem krafizt er að gert veröi nú er að stjórn- málasambandi við Breta verði algjörlega slitiö, og sendiráöii: þeirra hér i Reykjavik lok- aö. Þá eru og uppi kröfur um að Island segi sig þegar úr þvi „varnarbandalagi” sem lýtur að meira eða minna leyti forystu Breta, og bandalags- þjóö þeirra i Miðnesheiði verði þegar gert að flytja herlið sitt héðan. Brezkum herþotum, eða herflugvélum af annarri gerð, verði heimilað aö lenda hér þegar þeim sjálfum sýnist, en allar'slikar vélar veröi tafar- laust kyrrsettar og þeim ekki hleypt héðan fyrr en endir ér bundinn á ofbeldi Breta á ts- landsmiðum. Margir hafa bent á það hrikalega ósamræmi sem i þvi felst að þjónusta sú sem brezk herflugvél fékk hér á landi á dögunum og unnin var á her- stöðvarsvæðinu i Keflavik, hafi verið mun hraðvirkari en sú viðgerðarþjónusta sem Is- lendingar sjálfir veita varð- skipum þeim, sem Bretar leggja höfuðáherzlu á aö ónýta. Þá hefur þess verið krafizt að látiö verði af hvers Framhald á 11. siðu. vélstjóri á togara, en 14. október 1969 hóf hann störf hjá Land- helgisgæzlunni á Ægi. Lengst af hefur hann verið vél- stjóri um borð I Ægi, en einnig verið um tima á Óðni, Árvakri og Þór. Þjóðin er öll harmi slegin eftir þann atburð sem varð á miðunum i fyrrakvöld. Um þctta mál er itarlega fjallað I Þjóðviljanum i dag, en atburðunum sjálfum lýsir Þröstur Sigtryggsson skip- herra i viðtali sem birtist hér á siðunni. Harðorð mótmæli Þjóðviljinn hafði i gær sam- band við Ólaf Jóhannesson forsætisráöherra vegna þeirra hörmulegu atburða, er áttu sér stað um borð I Ægi I fyrra- dag. Ólafur sagði, að gerzt hefði hörmulegt slys, sem ætti óbeint rætur að rekja til að- geröa Breta, bæði herskipsins og dráttarbátsins, sem kom við sögu. Þessum ásiglingum og að- gerðum Breta yrði auðvitað harðlega mótmælt. Menn hefðu vitaskuld alltaf verið hræddir um, að einhver slys gætu komiö fyrir við vörn Landhelginnar. Ólafur sagðist vilja votta konu og syni Halldórs og öllum aöstandendum dýpstu samúð ’sina. Halldór Hallfreðsson Þröstur Sigtryggsson á Ægi um framkomu Breta: Hef aldrei séð jafn fólskulegar aðfarir Frá fréttamanni Þjóðvilj- ans á Akureyri, óttari Proppé. Varðskipið Ægir liggur nú í höfn á Akureyri og hefjast sjópróf vegna ásiglingar herskipsins Appolló og láts Halldórs Hallfreðssonar klukkan hálf níu í dag. Blaðamaður hafði sam- band við Þröst Sigtryggs- son skipherra um borð í Ægi í gær, og bað hann skýra nánar frá atvikum af miðunum i fyrradag. Eftir ásiglingu Appollo fórum við aö gera við skemmdir. Við vorum búnir aö sigla upp i vind- inn á um þaö bil 8 sjómilna hraða i nokkurn tima þegar viö sáum Statesman á radar. Freigátan hafði sagt honum að koma á þetta svæði. Þannig stefndum við i átt að Kolbeinsey i 25-30 minútur. Var þá sjáanlegt aö hraðinn var ekki nógu mikill. Ég bjóst ekki við að dráttarbáturinn færi inn fyrir 12 milur frá Kolbeinsey. Ég vil ekkertsegja hvort hann gerði það af ásetningi eða vissi ekki hvar hann var staddur. Við létum vita niður að ferðin yrði nú aukin bráðum. Halldór heitinn var hættur viðgerðar- störfum og var að ganga með log- suðuklemmu aftur, þegar skyndi- lega kom alda i ganginn og Hall- dór féll við það. Var þar hnédjúp- ur sjór. Hlupu menn til og ætluðu að taka Halldór strax inn, en það var ekki hægt fyrr en búið var að rjúfa strauminn. Ég tilkynnti stýrimanni sam- stundis hvaö heföi gerzt, fór niöur og hóf lifgunartilraunir. En þær reyndust þvi miður árangurs- lausar. Veðrið var gott þegar þessi at- burðir áttu sér stað, tvö vindstig af norð-norð-austri og lifandi kvika. Þegar Appolló sigldi á Ægi fyrr um daginn var Ægir aö koma að austan og höfðum við engan brezkan togara séð. Höfðu þeir verið á Skaga- og Sporðagrunni, en liklega var enginn þar nær okkur en 20-25 sjómilur. Þegar Statesman kom a sjónarsviðið stefndi hann i fyrstu dálitið vestur fyrir okkur, jók skyndilega feröina og tók siðan stefnuna beint á okkur eftir að Appolló var farinn út af radar. Eins og áður segir jók ég ferð- ina til aö forðast ásiglingu, en þá gerðist þetta hörmulega slys. Statesman hélt áfram að elta okkur, en fljótlega dró i sundur með skipunum, enda höföum viö ekki mælt meiri hraða á dráttar- bátunum en 16 til 16 1/2 sjómilu. Stuttu siðar heyröum við aö Statesman var sagt aö halda til togaranna á Skagagrunni. Það fer ekki milli mála, sagði Þröstur, að þarna voru brotnar fleiri en ein siglingaregla. Þjóðviljinn spurði Þröst hvort það þjónaöi nokkrum tilgangi að halda sjöpróf i slikum málum, og hvort hann teldi aö eölilegt fram- hald af þeim væri málshöfðun. Þröstur taldi að þessa spurn- ingu ætti frekar að leggja fyrir löglærða menn, en benti á, að hér væri fyrst og fremst verið að rannsaka tildrög atburðanna. Þjóðviljinn hefur bent á, að 85% tjóna á varðskipum sé greitt af brezka tryggingafélaginu Lloyds, og það er ekki alveg vist aö þeir sætti sig við aö greiða tjón sem verða af völdum ólöglegra að- geröa, jafnvel þótt brezki herinn eigi i hlut. Aðspurður sagði Þröstur, að hann teldi sig hafa heimild til aö taka togara ef hann sæi sér fært. Hann sagðist ekki vita til þess að nokkurn tima hefðu veriö gefin út skrifleg fyrirmæli um hvernig landhelgisgæzlunni skyldi háttað, þ.e. hvort og hvernig eigi að skjóta eða ekki skjóta. Sjálfsagt væri að stofna ekki mannslifum i hættu, en slikt hlyti alltaf aö vera matsatriði hverju sinni. För Ægis vestur með Norður- Framhald á 11. siðu. Varðskipið Ægir á siglingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.