Þjóðviljinn - 31.08.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.08.1973, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. ágúst 1973. JENNY BERTHELIUS: BIT- BEIN Elisabet bauð upp á te i vinnu- stofunni, en Odile var litið fyrir te og drakk bara til málamynda og létdrykkinn kólna i austurindiska tebollanum. Rissmyndirnar af andliti Odile voru festar upp um alla veggi með prjónum, röð af konum meðandlitsdrætti Odile og mismunandi skelfingarsvip á andlitinu. Odile horfði á myndirn- ar, en henni fannst þetta ekki vera hún sjálf. Samt þóttu henni myndirnar óhugnanlegar, vildi helzt komast hjá þvi að horfa á þær. Þegar hún virti þær fyrir sér, fannst henni sem kalt vatn rynni henni milli skinns og hör- unds. Hún sneri til höfðinu og leit á Elisabetu. — Þú getur ekki neytt mig, sagði hún. Elisabet leit á bráð sina og Brúðkaup Þann 7/7 voru gefin saman i Háteigskirkju af séra Jóni Thor- arensen, ungfrú Anna S. Karls- dóttir og Jónas Hermannsson. Heimili þeirra er að Gyðufelli 8, Rvk. Brúðarpör eru Ragna Björg Eiriksdóttir og Hermann Jónas- son. Studio Guðmundar, Garðastræti 2. Sunnudaginn 3. júni voru gefin saman i Þingvallakirkju af séra Eiriki J. Eirikssyni, ungfrú Svana Sigtryggsdóttir og hr. Ing- ólfur Sveinss. Heimili þeirra verður að Sólbergi, Seltjarnar- nesi. Brúðarmeyjar eru Guðbjörg og Rósa Björg Karlsd. Ljósmyndastofa Þóris. brosti. Hún var mjög vingjarnleg, óhugnanlega alúðleg. Nú gat hún látið það eftir sér. — Auðvitað ekki, sagði hún. — Þú gerir það sem þú vilt sjálf. Þú skalt ekki hugsa um það, hve mikils virði þetta er fyrir mig. Hver er sjálfum sér næstur. Hvað sagði Herbert annars? — Hann sagði að þú gætir ekki neytt mig. Elisabet hrærði i bollanum sin- um og horfði hugsi inn i arininn og enn lék litla kuldalega sigurbros- ið um varir hennar. Hún sagði: — Eins og ég sagði þá hafði ég gert mér miklar vonir um þetta mótif. Það er sálfræðilega áhuga- vert. — Já. Herbert sagði það. Elisabet lyfti brúnum. — Jæja? sagði hún. — Ég vissi ekki að hann mágur minn bless- aður væri svona vel að sér i klass- Iskum bókmenntum og griskri goðafræöi. — Hann fletti þvi upp. Hvað varö annars um þessa stúlku? Bjargaðist hún eða var henni fórnað? Elisabet yppti öxlum. — Það eru deildar meiningar um það. Sögusagnir segja að gyðjan Artemis sjálf hafi stigið niður af Olympstindi til að bjarga Ifigeniu frá fórnardauðanum. Persónulega álit ég að henni hafi verið fórnað til þess að Grikkir, undir forustu föður hennar, fengju vind I seglin og gætu siglt gegn Trójumönnum. Ég held að guðirnir hafi ekki gert sér það ómak að bjarga mannslifum, ekki einu sinni i þá daga. — Mér þykir það leitt, Elisa- bet, en.... Elisabet laut fram og klappaði Odile á hnéð. — Vertu ekki leið, vina min. Ég verð að finna einhver önnur ráð, það er ekkert við þvi að gera. Enda er ferill minn sem málari senn á enda. Allir aðrir vita það, það er kominn timi til að ég geri mér það ljóst sjálf. Odile dreypti á köldu teinu og leit enn einu sinni á skissurnar á veggnum. Hún var fegin þvi, að hlutverk þeirra var á enda, að þær myndu ekki framar angra hana með boðskap sinum um ó- þekkta hættu. Hún þyrfti aldrei framar að fara inn i vinnustofu Eltsabetar, ef hún vildi það ekki, aldrei framar að horfa á teikning- arnar. Það var notaleg tilfinning, eins og hún hefði losnaö undan ó- ljósri ógnun, yfirvofandi en ó- þekktri hættu. Hún andvarpaði af feginleik og leit þakklátum aug- um til Elisabetar. Elisabet leit á rissmyndirnar, döpur i bragði, eins og henni væri sárt að segja skilið við þær. — Allt i lagi, ég skal taka þær niður, sagði hún. Og hún reis snöggt á fætur, gekk að veggnum og tók niður teikningarnar. Fleygði þeim i bréfakörfuna. — Mér dettur nokkuð i hug, sagði hún léttum rómi. — Er Her- bert annars kominn heim frá Stokkhólmi? Odile kinkaði kolli. — Hann kom i gær. Elisabet gekk um vinnustofuna, færði til stól, hagræddi teppis- kögri með fætinum. — Lorentz biður þig fyrir kveðju til hans, sagði hún með hægð. — Laurence? — Já. Hann biður þig að skila til Herberts að hann ætti að lappa upp á gamla lystihúsið ykkar áð- ur en það hrynur saman. Lorentz finnst full ástæöa til að gert verði við það. Viltu skila þvi til Her- berts? Odile reis á fætur og hörfaði nokkur skref eins og til að komast undan. Andartak var engu likara en hún ætlaði að snúa við og hlaupa burt. Hún afbar augnaráð Elisabetar i svo sem tiu sekúnd- ur, siðan leit hún niður fyrir sig. — Hvernig veit Laurence....? hvislaði hún. Elisabet hló. — En góða Odile, sagði hún vingjarnlega. — Hann var þar sjálfurþarna um kvöldið. Þú ætl- ar þó ekki að reyna að telja mér trú um, að þú sért búin að gleyma þvi? Fuglinn horfir á slönguna, bergnuminn, rcynir að blaka vængjunum, komast undan, en verður að vera kyrr, ofurseldur köldum, grænum slönguaugun- um. Fuglinn veit að hann er glat- aður. — Attu við að Laurence hafi sagt frá....? — Auðvitað. Lorentz á engin leyndarmál fyrir mér. Og nú bið- ur hann þig að skila þvi til Her- berts, að lystihúsinu sé alltof illa við haldið. Og hann ætti að flytja þangað eitthvað af húsgögnum, rúm eða að minnsta kosti legu- bekk og nýja stóla. Odile hafði skilið þetta, en hún vildi vera viss i sinni sök. — Og hvað gerist ef ég segi það ekki j/ið Herbert? Slönguaugun glóðu, það brá fyrir grænu ánægjubliki i þeim. ’ — Þá verð ég þvi miöur að segja honum það. Amma Klas- Unos lét reisa húsið og okkur finnst ástæðulaust að láta það grotna niður, það er I þágu fjöl- skyldunnar að eitthvað verði gert fyrir það. — Herbert hefur sagt, að hann sé að hugsa um að láta rifa það, tautaði Odile. Siðasta tilraunin. En hún vissi þegar að það var tilgangslaust. — Hann getur látið rifa það, en það er rétt að hann viti álit okkar á þvi. En vitaskuld, ef ég byrjaði að mála, myndi ég gleyma öllu um lystihúsið. Odile settist niður aftur, öld- ungis ringluð. Næstum óafvitandi teygði hún sig eftir tebollanum og drakk kalt og rammt teið i einum teyg. Eins og til að vinna tíma. — Eru fieiri en þú sem....? sagði hún loks. — Sem vita það? Ekki mér vit- anlega. Ekki ennþá. En það eru stórar rifur á gluggahlerunum og bakdyrnar standa opnar, einhver hefur gleymt að læsa þeim. Hver sem er hefði getað laumazt inn meðan þið voruð þar. — Það heyrðist þrusk oían af loftinu, sagöi Odile allt i einu og settist upp i stólnum eins og hún væri að hlusta á hljóðið. — Mýs eða rottur, sagði Elisa- bet kæruleysislega. — Ef einhver hefði veriö þar, hefði sá hinn sami gætt þess að gefa ekki frá sér hljóð. Odile velti málunum fyrir sér, braut heilann á ýmsa vegu. Dálit- il hvimleið hrukka birtist milli fagurdreginna augnabrúnanna. — Það veit það þá enginn nema þú? — Nei. — Og þú segir ekkert, ef.... Odile reis upp og gekk um i her- berginu. Svo gekk hún að bréfa- körfunni og tók upp teikningarn- ar. Horfði á þær, lengi, og lagöi lær á skrifborðið. Hún sneri sér að Elisabet: — Allt i lagi, sagði hún þreytu- lega. — Hvenær viltu byrja? Að klæða sig úr, þegar til að mynda Herbert horfði á,var eðli- legt og ekki vitund undarlegt eða óþægilegt, en i návist Elisabetar gegndi öðru máli. Odile fálmá'ði ráövillt við krækjurnar á brjósta- haldaranum, og Elisabet kom henni til aðstoðar. — Þú þarf ekki að vera með þennan angistarsvip, sagði hún. — Það er hlýtt hérna, ég lét kveikja upp þin vegna. Ef þér er kalt, kemur ljótur litblær á hör- undið og það vil ég ekki. Ég verð að ná þér alveg eins og þú ert, og eldsbjarminn gerir hörundið bara fallegra, rétt eins og fyrsta skin morgunroðans félli á það. Fórnin átti sér stað snemma morguns, við sólarupprás, á hreinum og tærum, gullnum griskum morgni. Föstudagur 31. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 ( og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Þorlákur Jónsson end- ar lestur þýðingar sinnar á sögunni um „Börnin I Hólmagötu” eftir Asu Löckling (11). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25: Hljómsveitin Roxy Music syngur og leikur. Fréttir kl. 11.00. Morguntónleikar: Tónlist eftir Zoltán Kodály. Pál Lukács og Endre Denes leika Adagio fyrir viólu og pianó / Kornéi Zempléni leikur á pianó dansa frá Marosszék, hugleiðingu um stef eftir Debussy, barna- dansa og vals / Kór og barnakór ungverska út- varpsins syngja nokkur lög. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi. Svavar Gests kynnis lög af hljóm- plötum 14.30 Siðdegissagan: „Óþekkt nafn” eftir Finn Söeborg. Þýðandinn, Halldór Ste- fánsson, les sögulok (14). 15.00 Miðdegistónleikar: Janácek-kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 2 eftir Leos Janácek. Francis Poulenc, Jacques Février og hljómsveit Tónlistarskól- ans i Paris leika Konsert fyrir tvö pianó og hljóm- sveiteftir Poulenc; Georges Prétre stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfegnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.40 Spurt og svarað. Guðrún Guðlaugsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Sinfóniskir tónleikar. a. „Karnival i Róm”, forleikur op. 9 eftir Berlioz. Konung- lega filharmóniusveitin I London leikur; Sir Malcolm Sargent stjórnar. b. Sin- fónia i d-moll eftir César Franck. Rikishljómsveitin I Dresden leikur; Kurt Sanderling stj. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.00 Sitt af hverju um skipa- smiðar. Vignir Guðmunds- son blaðamaður ræðir við Gunnar Ragnars forstjóra Slippstöðvarinnar á Akur- eyri. 21.30 Utvarpssagan: „Vernd- arenglarnir” eftir Jóhannes úr Kötlum. Guðrún Guð- laugsdóttir les (18). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapist- ill. 22.35 Draumvisur. Sveinn Arnason og Sveinn Magnús- son sjá um þáttinn. 23.35 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Fóstbræður. Hættulegur andstæðingur. Þýðandi . Óskar Ingimarsson. 21.20 Að utan. Þáttur með er- lendum fréttamyndum. Umsjón Jón Hákon Magnússori. 22.00 „Forseti lýðveldisins”. Finnska popphljómsveitin „Tasavallen Presidentti” flytur poppmúsik. (Nord- vision — Finnska sjónvarp- ið). 22.40 Dagskrárlok. Mosfellshreppur Samkvæmt úrskurði sýslumannsins i Gullbringu- og Kjósarsýslu 21. ágúst 1973, geta lögtök farið fram vegna gjaldfallinna en ógreiddra útsvara, viðlagagjalda, fast- eignagjalda og aðstöðugjalda til sveitar- sjóðs Mosfellshrepps álagðra 1973, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtök geta farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa úrskurðar, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tima. Sveitarstjóri Atvinna Óskum að ráða nú þegar duglega og áreiðanlega stúlku, ekki yngri en 16 ára, til sendiferða og fleiri starfa i skrifstofu vorri. Nánari upplýsingar i skrifstofu vorri. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Stuðningsfólk séra Halldórs Gröndals hefur opnað skrifstofu i Suðurveri. Simar 20377 og 20910.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.