Þjóðviljinn - 31.08.1973, Blaðsíða 5
Föstudagur 31. ágúst 1973. ÞJODVILJINN — SÍÐA 5
Náttúruvernd
á Austurlandi
Aðalfundur Náttúruverndar-
samtaka Austurlands verður
haldinn um næstu helgi, 1. og 2.
september, á Borgarfirði eystra
og Eiðum. Laugardaginn 1.
september verður farið i kynnis-
ferð til Borgarfjarðar og þar
verður kvöldvaka, en daginn eftir
verða aðalfundarstörf á Eiðum.
Megin-mál fundarins að þessu
sinni verða auk aðalfundarstarfa
áætlanir um raforkuver á Austur-
landi,og flytja um þann lið fram-
söguerindi þeir Jakob Björnsson,
orkumálastjóri og Sigurjón
Helgason, verkfræðingur. Hefst
dagskrárliður kl. 13.30 á sunnu-
dag og er ölium opinn.
Lagt verður af stað i ferðina til
Borgarfjarðar með rútu og á
einkabilum frá Egilsstöðum kl. 13
á laugardag og meðal annars
komið við hjá Lagarfossvirkjun
og framkvæmdar skoðanir.
Edduhótelið á Eiðum er opið
um helgina i tengslum við fund-
inn, en honum lýkur þar siðdegis
á sunnudag.
Heilsugæzla
fyrir brezku
veiðiþjófana
meðan þeir virða íslenzk mannslíf
einskis
Margir hafa hringt til Þjóð-
viljans undanfarið vegna hinna
tiðu ferða brezka eftirlitsskipsins
Miröndu til lands með sjúklinga
úr liði landhelgisbrjótanna. Hefur
skipið t.d. tvisvar komið til Akur-
eyrar siðustu þrjá dagana. Skipið
hættir sér raunar ekki inn i
höfnina, en hafnsögubátur er
séndur til móts við Miröndu út
undir Svalbarðseyri til að sækja
sjúklingana, og þeir eru ekki
veikari en svo að þeir eru látnir i
þennan gamla nótabát og fluttir i
honum til lands.
Fólki þykir einkennilegt að
meðan Bretar virða islenzk
mannslif einskis eins og rækilega
hefur sannazt, þá skuli islenzk
sjúkrahús jafnan standa land-
helgisbrjótunum opin. Bretar
halda áfram að stofna islenzkum
mannslifum i hættu og þverbrjóta
Islenzk lög og alþjóða siglinga-
reglur, en jafnframt finnst þeim
sjálfsagt að íslendingar annist
fyrir þá heilbrigðisþjónustu á
landhelgisbrjotunum, og munu
ekki finnast annars staðar dæmi
um slik forréttindi árásaraðila
sem beitir hernaðarlegu ofbeldi.
Allir íslendingar þekkja það
hversu erfitt er fyrir þá sjálfa að
fá sjúkrahúsvist jafnvel þótt
mikið liggi við, og þeim mun
erfiðara reynist fólki að skilja
þessa þjónustu við Breta.
Studnum er sagt, að þarna sé
verið að bjarga mönnum, sem
gætu verið i lifshættu, en það er
hæpin skýring við þessar
aðstæður. Varðskipsmenn okkar
eru lika i lifshættu, og dauði vél-
stjórans á Ægi var bein afleiðing
af árás brezks herskips og brezks
dráttarbáts. Eftirlitsskipin svo-
kölluðu eru fleytur úr sama flota
og hafa það hlutverk að stuðla að
þvi, að viðhalda landhelgis-
brotum og auka þau.
Kynþáttaóeirðir
í Bandaríkjaher
BAMBERG — Herlögregla hand-
tók fimmtán svarta hermenn úr
hernámsliði Bandarikjanna i
Bamberg, Vestur-Þýzkalandi,
eftir óeirðir sem urðu nýlega þar i
borg milli svartra hermanna og
hvitra i hernámsliðinu.
Fimm hermenn hlutu meiösli i
óeirðunum, og auk þess urðu i
þeim nokkrar skemmdir á hús-
næði. Formælandi bandariska
hersins hefur ekki gefið upp
ástæðuna til óeirðanna, en
alkunnugt er að hernámslið
Bandarikjanna i Þýzkalandi
hefur lengi verið þeim
höfuðverkur vegna kynþátta-
óeirða, hassreykinga og versn-
andi aga. Á sinum tima var
komist svo að orði i bandarisku
blaði, að til Þýzkalands væru
sendir þeir hermenn einir, sem
vonlaust væri að hægt væri að
nota i hernaðinum i Vietnam.
Frakkar banna
^stir Krists”
PARÍS — Frönsk yfirvöld hafa
bannað að kvikmyndin „Astalif
Jesú Krists” verði tekin á frönsku
iandi, eins og höfundur myndar-
innar, Daninn Jens Jörgen
Thorsen, hafði fyrirhugað. Var
bannið gert heyrinkunnugt er
flokkur dansks kvikmyndafólks
var i þann veginn að hefja töku
myndarinnar I borginni Apt i
Suður-Frakklandi.
Þessi fyrirhugaða kvikmynd
hefur vakið mikið umtal og
hneykslun, þótt menn ættu að
vera farnir að venjast þvi að
nokkuð frjálslega sé fjallað um
lausnara kristinna manna. Páll
páfi sjötti hefur þannig fordæmt
myndina og ikveikjusprengjum
var varpað að heimili danska
ambassadorsins i Róm, að sögn i
mótmælaskyni vegna þess, aö
danska rikið fjárstyrkir mynda-
tökuna. Einnig draifðu trúaðir
menn kaþólskir flugritum i Róm,
og stóö á þeim meðal annars að
Danmörk væri svinastia Evrópu.
Eins og bibliufastir menn vita
er þess hvergi getið i Nýja testa-
mentinu að Jesú hafi verið viö
kvenmann kenndur, en Thorsen
er engu að siður harður á þvi,að
hann hafi verið i þingum við
konur og byggir þá sannfæringu
sina á þeirri einföldu röksemd, aö
frelsarinn hafi verið i flestu sem
aðrir menn.
Islandia 73
Viðburóur
Islandia
13^
31.VIII-9.IX
Frímerkjasýningin Islandia 73 opnar í dag klukkan 19:00
að Kjarvalsstöðum.
Á sýningunni, sem haldin er í tilefni hundrað ára afmælis íslenzka
frímerkisins, gefur að líta fjölda einstæðra safngripa, fræg
frímerkjasöfn einstaklinga og opinberra aðila.
Á meðan á sýningunni stendur, verða kl. 18, daglega kvikmyndasýningar
og einnig fjöldi fyrirlestra.
Pósthús verður starfrækt á sýningunni, þar sem sérstimpill verður í
notkun.
4 söludeildir verða á sýningunni, 3 á vegum frímerkjakaupmanna, og 1
á vegum Póst- og símamálastjórnar, þar sem seld verða umslög
sýningarinnar, sérstakar möppur með sýningarmerkjum, stimpluðum
og óstimpluðum, og fleiri minjagripir.
Hvers konar veitingar í veitingasölum Kjarvalsstaða.
Sýningin sem stendur til 9. september er opin daglega frá 14:00—22:00.
Islandia 73
Viðburður sem vert er að sjá
Póst-og símamálastjórnin
Lögtaksúrskurður
I dag var kveðinn upp
lögtaksúrskurður fyrir
eftirtöldum gjaldfölln-
um og ógreiddum gjöld-
um ársins 1973 o.fl.:
Tekjuskattur, eignar-
skattur, slysatrygg-
ingagjald vegna heim-
ilisstarfa, kirkjugjald,
kirkjugarðsgjald, slysa-
trygginga- og lífeyris-
tryggingagjöld atvinnu-
rekenda samkv. 36. og
25. gr. almannatrygg-
ingalaga nr. 67/1971, at-
vinnuleysistryggingaið-
gjald, launaskattur, al-
mennur og sérstakur,
iðnaðargjald, iðnlána-
sjóðsgjald, skemmtana-
skattur, miðagjald, bif-
reiðaskattur, skoðunar-
gjald ökutækja, skipa-
skoðunargjald, lesta- og
vitagjöld, vörugjald af
innlendri framleiðslu,
matvælaeftirlitsgjald,
gjaldfallinn söluskattur
og söluskattshækkanir,
skipulagsgjald, véla-
eftirlitsgjald, rafmagns-
eftirlitsgjald, skattsektir
til ríkissjóðs og tekju-
skattshækkanir.
Lögtök fyrir framan-
greindum gjöldum,
ásamt dráttarvöxtum og
lögtakskostnaði, verða
látin fara fram að 3 dög-
um liðnum frá síðustu
birtingu þessarar aug-
lýsingar, án frekari
fyrirvara, verði þau eigi
greidd innan þess tíma.
Bæjarfógetinn í Kefla-
vík,
15. ágúst 1973.
Alfreð Gíslason (sign.)