Þjóðviljinn - 31.08.1973, Side 2

Þjóðviljinn - 31.08.1973, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. ágúst 1973. Breyttur skrifstofutími Frá 3. september n.k. verður aðalskrif- stofa Loftleiða hf. á Reykjavikurflugvelli opin frá kl. 09:00 - 17:00 alla virka daga nema laugardaga. Þá er lokað. Farskrárdeildin, beinn simi 25100 er opin milli kl. 08:00 - 22:00 alla daga. Farþegaafgreiðslan á Reykjavikurflug- velli, simi 20200, er opin allan sólarhring- inn, alla daga vikunnar. Farþegaafgreiðslan á Keflavikurflugvelli, beinn simi 22333, er opin allan sólarhring- inn, alla daga vikunnar. Söluskrifstofa Loftleiða og Ferðaþjónusta Loftleiða, Vesturgötu 2, simi 20200. — Opin frá kl. 09:00 - 18:00 virka daga nema laugardaga. Þá opin kl. 09:00 - 12:00. Sérleyfisleiðir lausar til umsóknar Sérleyfisleiðirnar Siglufjörður-Sauðár- krókur-Varmahlið og Reykjavik-Höfn i Hornafirði eru lausar til umsóknar. Umsóknir skulu sendar umverðarmála- deild Pósts og Sima, Umferðarmiðstöð- inni í Reykjavik fyrir 15. september 1973. Með umsóknum skulu fylgja upplýsingar um bifreiðakost umsækjanda. Reykjavlk, 29. ágúst 1973. Umferðarmáladeild Pósts og sima. (ilraM)iiiii laiulid BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Landhelgisgœzlan Landhelgisgæzluna vantar nokkra vél- stjóra með fullum réttindum nú þegar. Upplýsingar hjá ráðningarstjóra, simi 17650. Þökkum innilega samúft og hlýhug vegna fráfalls konu minnar og móður okkar SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR Magnús Þorvarðsson Áslaug Magnúsdóttir Anna S. Magnúsdóttir Þorvarður Magnússon Jón Ólafsson sýnir í Ásmundarsal Þetta er ein af andlitsmyndun- um á málverkasýningu Jóns Ólafssonar i Asmundarsal við Freyjugötu. Sýningin er opin dag- lega frá kl. 2-10 s.d. til sunnudags- kvölds. Miðilsfundur A miðilsfundi, sem haldinn var hér i borg i gærkvöldi, féll miðill- inn i óvenju djúpan trans. Birtist þá skyndilega meðal fundargesta maður, er enginn bar kennsl á. Var hann hinn vörpulegasti, klæddur skikkju með mitur á höfði og gekk við krókstaf allstór- an. Nokkuð átti hann erfitt með að halda höfði. Heyrist nú komu- maður kveða: Sunnan að segja menn sundin blá orðin grá. Æðarkolla ein stóð eigi hrein i örfirsey. öldin skammar ómild Önund eins og hund. Undarlegt er tsland, ef enginn fréttir segir rétt. Fundargesti setti hljóða, þvi að þeim stóð ógn af öldungnum. Og enn kvað hann: Vfkur hann sér að Visi senn. Viða trú’ ég hann svamli. sá gamli. öryggislokinn var ekki traustur, oliu dreif á flæðarflaustur með brauki og bramli. Nú er hann kominn heim á Klöpp kátur i sinu sinni, eg inni. Veiðibjöllu verðlaun smá vill hann ekki strax i ná, svo að látum linni. Hvarf nú maðurinn, og þóttust sumir heyra sungin pápisk máriukvæði, en aðrir segjast hafa heyrt komumann tauta fyrir munni sér, að veröldin væri full með blekkingar. VIPPU - BlLSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm - 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir smíðaðar eítir beiðnl GLUGGAS MIÐJAN Síðumúla 12 - Simi 38220 Frá Vélskóla íslands Námskeið fyrir vélstjóra sem lokið hafa rafmagnsdeildarprófi, hefst mánudaginn 3. september kl. 8, f.h. Innritun i skólann fer fram 4. og 5. september i sima 23766. Endurtekningarpróf til inngöngu, 2. og 3. stig verða haldin mánudaginn 10. og þriðjudaginn 11. september oghefjast kl. 2 e.h. Skólasetning. Skólinn verður settur laugardaginn 15. september. SKÓLASTJÓRI. PÍPULAGNIR N ýlagnir - brey tingar H.J. simi 36929. Blaðberar óskast nú þegar eða um næstu mánaðamót i eftir- talin hverfi: Sólheima Álfheima Laugarnesveg Seltjarnarnes Kleppsveg Kvisthaga Skipholt Þórsgötu Skálagerði Teiga Háteigsveg Grettisgötu Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans i simum 17500 eða 17512. DWÐVIUm Tilkynning til bifreiðaeigenda: Ljósaskoðun 1973 1. Athygli bifreiðaeigenda, sem mæta með bifreið sina til skoðunar hjá Bif- reiðaeftirliti rikisins, skal vakin á þvi, að þeir þurfa að framvisa vottorði um ljósaskoðun frá bifreiðaverkstæði, sem hefur löggilta ljósastillingarmenn. 2. Þeir sem mæta með bifreið til ljósa- skoðunar eftir 1. sept. munu, auk vottorðs um ljósaskoðun, fá afhentan miða með áletruninni „Ljósaskoðun 1973”, sem gefinn er út af Umferðar- ráði og Bifreiðaeftirlitinu. 3. Þeir sem fengið hafa vottorð um ljósa skoðun eftir 1. ágúst 1973, geta fengið afhenta miða á bifreiðaverkstæðum, sem annast ljósaskoðun eða hjá bif- reiðaeftirlitsmönnum og lögreglu. 4. Eigendur þeirra bifreiða, sem fengu fullnaðarskoðun fyrir 1. ágúst 1973, eru hvattir til að mæta sem fyrst með bif- reiðar sinar til ljósaskoðunar á bif- reiðaverkstæði og eigi siðan en 15. októ- ber 1973. Bifreiðaeftirlit rikisins.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.